Verklýðsblaðið - 15.11.1930, Blaðsíða 2

Verklýðsblaðið - 15.11.1930, Blaðsíða 2
tJr verklýdsfélögunum Og þessi stjórn, sem þeir eru þannig tengdir, hefir gengið allra stjóma lengst í því að lækka laun allra þeirra verkamanna, sem fyr- ir ríkið vinna, að meðtöldum þeim lægri starfs- mönnum, sem vinna við hinar ýmsu ríkisstofn- anir og ekki eru kallaðir verkamenn í daglegu tali. Þeir eru ánetjaðir þeirri stjóm, sem hefir hótað því, að hvenær, sem verkamenn ríkisins reyni að fá kjör sín bætt, skuli þeir sveltir til imdirgefni. Það getur vel farið svo að dómsmálaráð- herranum, Jóni Baldvinssyni, Ólafi Friðrikssyni og Co. takist í þetta sinn að koma í veg fyrir það að verkalýðnum á þessu landi takist að sameina sig í eitt stórt samband á grundvelli stjettabaráttunnar. Allar hugsjónir eiga erfitt uppdráttar, en þær sigra, ef þær hafa þróunina í liði með sér og því harðari sem mótspyrnan hjá afturhaldsmönnunum er, því glæsilegri verður sigurinn þegar hann vinnst, og því á- takanlegri er ósigur þeirra, sem mótspymuna veittu, hvort sem það em spekulantar eða nátt- tröll. Gamall sjómaður. V erkamannabréf til V e rklýðsblaðsius Fáskrúðsfjörður er eitt meðal allra örgustu íhaldshreiðra landsins. Þar hefir ríkt hinn dá- samaði stéttafriður milli kúgara og kúgaðra, þar hefir ríkt logn yfirdrottnunar og undir- gefni, þar til í sumar, að sjómenn riðu á vaðið og kröfðust réttar síns. Þetta var fyrsta skýið á himni auðvaldskúgunarinnar. En ekki er ein báran stök fyrir auðvaldinu á Fáskrúðsfirði, nú er kominn hingað maður, Jón Rafnsson að nafni, til að stofna hér félag ungra kommún- ista. Þar er því kur á kontórum auðborgar- anna þessa daga. Hér á Fáskrúðsfirði er dagvinnukaup full- gildra ‘ karimanna 80 aurar á klukkustund við hvað sem unnið er, og hvort sem unnið er á nóttu eða degi, virkum dögum eða helgum. Kvenfólkskaup er 55 aurar á klukkustund, einn- ig á hvaða tíma sem unnið er. Auk þess þekk- ist ekki öðmvísi vinnuútborgun en í upp- sprengdum vömm. í sambandi við kaupið skal þess líka getið, að hvergi á landinu mun nauð- synjavara vera eins dýr og hér í lánsverzlun- unum, sem menn verzla aðallega við, og skal hér tilfært verð á helztu nauðsynjavörutegund- um: hveiti 55 aura pr. kg., mjöl 32 aura pr. kg., hrísgr. 55 aura pr. kg., hafragr. 50 aura pr. kg., niolasykur 80 aura pr. kg., strausykur 70 aura Verklýðgmál Rauða alþjóðaverklýðssam- bandið og Amsterdam Þegar hinir sósíaldemókratisku foringjai- 2. Intemationale höfðu svikið sín marggefnu lof- orð og heitstrengingar um skilyrðislausa bar- áttu gegn hverskyns milliríkjaófriði og gengið opinberlega fram í því með auðvaldsstéttunum að æsa þjóðimar til víga undir yfirskyni þjóð- emisglamurs og „varnarráðstafana" gegn „er- lendum óvinum“, 1914, opnuðust augu verka- lýðs fyrir sviksemi þeirra, — 2. Intemationale leið undir lok sem vígi verkalýðsins. Hinum staðföstu merkisberum sósíalismans, kommúnistunum, óx fylgi meðal öreiganna, á ógnartímum styrjaldarinnar, umbótakenningar og smáborgarapólitík sósíaldemókratanna af- hjúpaðist, hinar miskunnarlausu staðreyndir í rás viðburðanna, færðu verðalýðnum heim sann- in um, að umbótaslagorð hægfara jafnaðar- manna (sósíaldemókrata) eru létt á metunum, þegar í raunimar rekur. Orð Marxistanna rætt- ust: M. ö. o. Verkalýðurinn á ekkert „föður- „Dagsbrún“ kýs fulltrúa á verklýðsráðstefnu og Alþýðusambandsþing Síðastliðinn laugardag kaus verkamanna- félágið „Dagsbrún" 13 fulltrúa á verklýðsráð- stefnuna og Sambandsþing Alþýðuflokksins. Stjómin lagði fram prentaðan kosningalista með 11 sósíaldemókrötum og tveim bílstjórum. Kommúnistiskir verkamenn úr „Dagsbrún“ lögðu fram annan lista með 11 verkamönnum. Flestir kusu listana alveg óbreytta, svo að hér kusu verkamenn í „Dagsbrún“ milii sósíaldemó- krata, þar á meðal allskonar bræðingsmanna, annarsvegar og kommúnista hinsvegar. Listi stjómarinnar fékk 114, en listi kommúnista 59 hrein atkvæði. Af þessu er það ljóst, að sósíaldemókratar kg., smjör 2,20 pr. kg., kaffi 3,50 pr. kg., kaffi- bætir 2,50 pr. kg., kartöflur 30 aura pr. kg., olía 45 aura lítri, kol 55 kr. pr. tonn. Það er því skiljanlegt, að auðvaldið á Fáskrúðsfirði hefir mikið að verja nú, þar sem hingað er kominn maður, til að reyna að skipuleggja verkalýðshreyfinguna, reyna að fá sjómenn og verkamenn til að standa betur saman með að fá kjör sín bætt. Nú fór auðvaldið að bera mikla umhyggju fyrir verkalýðnum, vegna hins hættulega félags, sem væri verið að stofna og talaði um það með miklum fjálgleik við hina kúguðu verkamenn sína, að þarna væri verið að gera tilraun til að kljúfa verkamannafélagið þeirra. Jú, til voru þeir sem trúðu þessu, ég talaði við verkamenn, sem héldu því fram, að þetta væri klofningstilraun, að búið væri að stofna hér kommúnistafélag. Er nú hægt að hugsa sér vitleysuna á hærra stigi? Er það klofningstilraun að verkalýður- inn fylki sér fastar saman um hagsmunamál sín, en hann hefir gert? Er það klofningstil- land“, engan frelsara, nema sjálfan sig. Hm sigursæla verklýðsbylting 1917 í Rússlandi (nóvemberbyltingin) og valdanám öreiganna þar, imdir forastu kommúnistanna, varð hin glæsilegasta staðfesting á sannleiksgildi Mai-x- ismans og' verkalýður hinna kapitalistisku ófriðarlanda tók þegar að fylkja sér undir merki hans. Heimsstyrjöldin var á enda, drottnunarfíkn og landvinningagræðgi auðhringja og iðnaðar- hölda hafði fengið útrás. Evrópa var drifin blóði verkalýðs ófriðarríkjanna. Þýzkur yfir- drottnunarandi (Imperialismus) varð að láta í minni pokann, fyiir Frökkum og Englending- um og loks frelsishreyfing þýzkrar alþýðu (ör- eigabyltingin) kæfð í hennar eigin blóði, af her- mönnum auðvaldsins, undir stjóm hinna fyrri verkalýðsforingja hægfara jafnaðarmanna. Frelsishreyfing alþýðunnar í öllum hinum kapi- talistisku ríkjum var bæld niður með vopnum. Verkalýð allra landa, er lágu að vesturlandar mærum Sovjet-Rússlands, var þröngvað undir valdstjóm auðborgaranna — Fasismans. Hægfara jafnaðarmenn litu yfir allt, sem þeir höfðu gert og sáu að það var harla gott!! Verklýðshreyfingin í Vestur-Evrópu, sem hafði verið svikin og svívirt af trúnaðarmönn- um hennar — krötunum — lenti gersamlega í þeir, sem kosnir voru, hafa enga heimild til að tala fyrir munn verkamannafélagsins „Dags- brún“, sem heild, þar sem meira en þriðjungux fundarmanna lýsti sig andvíga þeim. Launalækkunartilraun atvinnuiekenda. Á síðasta fundi verkamannafélagsins „Dags- brún“ skýrði stjómin frá því, að hún hefði tal- að við nefnd atvinnurekenda. Fóru atvinnurek- endur fram á að kaupið lækkaði aftur niður í kr. 1.20 um tíman. Það var auðheyrt, að fundarmenn vom á einu máli um það, að „Dagsbrún" þyrfti að risa öll sem einn maður, eigi einungis til vamar gegn hinum ósvífnu launalækkunartilraunum, heldur og til nýrrar sóknar fyrir hækkuðu kaupi og styttum vinnutíma. raun, að fá að ræða mikilsvarðandi mál fyrir verkalýðinn á félagsfundi, t. d. stofnun óháðs verkalýðssambands ? Það er skiljanlegt, að auðvaldið hér sé mjög ánægt yfir þeirri stjóm á verkamannafélaginu, sem gengur út á það að halda fundi sem sjaldn- ast, einu sinni eða tvisvar á ári, til að kalla inn ársgjöld og til að taka ákvörðun um styrk handa auðvirðilegasta kratablaðinu sem til er hér á landi, Jafnaðarmanninum, sem fyllir dálka sína með' blaðri um það, hvenær íslandi muni veitast sú upphefð að komast í hemaðar- bandalag stórþjóðanna, Þjóðabandalagið. — Verkalýður í landi og sjómenn, látið ekki arðræningjana og kúgarana villa ykkur sýn lengur; þeir látast bera umhyggju fyrir ykkur á meðan þið starfið ekkert að hagsmunamálum ykkar. Sjómenn, verkamenn og verkakonur, fylkjum okkur öll saman í Verkalýðsfélagið í haust, og vinnum á grundvelli stéttabarátt- unnar. Verkamaður. molum. Verkalýðurinn stóð mn stund berskjald- aður og í sáram eftir ófriðinn. Það var ekki nema eðlilegt, að Amsterdam- sambandinu varð vel til fylgis meðal verkalýðs í Vestur-Evrópu, þegar það kom fram á sjónar- sviðið 1919, því sennilega hefir verkalýðurinn aldrei áður fundið svo almennt þörfina á víð- tækum samtökum, eins og einmitt þá. „Verkalýðssamband“ þetta safnaði því í einni svipan miljónum verkamanna undir merki sitt og hafði þá strax árið 1920 um 24 miljónir meðlima. Þetta var glæsileg byrjun og gaf verkalýðnum ástæður til að vona hið bezta, en hafi nokkrar vonir orðið sér til skammar, þá voru það verkamannavonimar, sem tengdar voru í upphafi við Amsterdamsambandið. Kreppan eftir heimsstyrjöldina leiddi af sér vaxandi stéttamótsetningar. Borgarastéttimar hertu þrælatökin á verkalýðnum, sem aftur á móti gerðist æ róttækari 1 skoðunum. Stétta- baráttan var að komast í algleyming. Sannað- ist því enn sem fyr, að verkalýðurinn hafði ver- ið blekktur, í vali foringja sinna. Flugumenn auðvaldsins frá 1914 voru enn einu sinni staðnir að verki í miðju alþýðusamtakanna. Hér birt- ust þeir á vettvangi hinnar beinu hagsmuna- baráttu verkalýðssamtakanna og gátu því ekki dulizt lengur. Kenningar Amsterdamsforingj- vStór verðlaunasamkeppni fyrir áskrifandasöínun að Verklýðsblaðínu hefst í næsíu viku Athugið næsta blaði i

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.