Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Verklżšsblašiš

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Verklżšsblašiš

						VERKLÝÐSBIAÐIÐ
ÚTGEFANDi:JAFNAf>ARMANNAFJEIA<ilf>„SI>AIttA"
I. árg.
Reykjavík 6. desember 1930
19. tbl.
Ávarp til íslenskrar alþýðu
frá Kommúnistaflokkí íslands
Dagana 29. nóvember til 3. desember var
haldið í Reykjavík stofnþing Kommúnistaflokks
íslands.
Fulltrúar yoru frá flesitum deildum flokks-
ins, sem nú eru 8, víðsvegar um landið.
Með stofnun Kommúnistaflokks hefir íslenzk-
ur verkalýður stígið örlagaríkasta og djarfasta
sporið. — Einhver merkustu tímamótin í sögu
verkalýðshreyfingar hyers lands hafa jafnan
verið, þegar verkalýðurinn hefir skapað sér
kommúnistiska fprustu í skipulagsbundnum
fíokki.
Öxin er þegar reidd að rótum trjánna. Tím-
inn er þegar kominn fyrir íslenzka alþýðu, að
vígbúast til úrslitahríðar gegn auðvaldinu. Á
sjötta hlutanum af yfirborði jarðarinnar rís hið
rolduga ríki jafnaðarstefnunnar og ógnar hin-
um hrórnandi auðvaldsheimi með yfirburðum
sinum. Nýlenduþjóðimar rísa g"egn kúgurum
aínum og fylgja dæmi stéttabræðranna í Ráð-
stjórnarríkjunum.
1 Kína hafa tugir miljóna drégið hinn rauða
fána við hún og stofnað ráðstjórnarvöld.
Til þess að kæfa jafnaðarstefnuna í fæðing-
unni, til þess að bæla niður voldugustu menn-
ingaröflin, sem veraldarsagan þekkir, til þess
að brjóta niður til grunna einhver hin storkost-
legustu mannaverk, sem ráðist hefir verið í og
sögur fara af, hervæðist nú allur auðvaldsheim-
urinn. Nú er það full sannað að stórveldin hafa
verið staðráðin í því, að ráðast á Ráðstjórnar-
ríkin á næsta vori, með öllum sínum blóðhund-
um. Til þess hafa öll múgmorðin í Finnlandi,
Póllandi, Indlandi og víðar verið framin. Til
þess hefir „jafnaðarmaðurinn" MacDonald,
flokksbróðir Jóns Baldvinssonar, Héðins Valdi-
marssonar og Ólafs Friðrikssonar og allra þess-
ara herra, látið fara með báli og brandi um hér-
öðin á landamærum Indlands og Ráðstjórnar-
ríkjanna, látið gjöreyða heilum þorpum o.s.frv.
Fremstu mennirnir í öllu þessu glæpsamlega
athæfi eru foringjar II. Internationale, alþjóða-
sambandsins, sem Alþýðuflokkurinn er í og hef-
ir fé sitt frá. Foringjar Alþýðuflokksins eru
samábyrgir öllu þessu athæfi.
Á íslandi e'r auðvaldið komið inn á síðasta
þróunarskeið sitt, skeið hringa- og fjármála-
auðvaldsins, skeið hins hnignandi, deyjandi auð-
valdsskipulags. Erlent risaauðmagn leggur und-
ir sig landið í æ ríkara mæli, tengist blóðbönd-
um við íslenzkt auðmagn og gerir íslenzka borg-
arastétt sér háða.
I bandalagi við erlent hringa- og fjármála-
auðvald og stjórnir stórveldanna fjandskapast
íslenzk borgarastétt við verkamenn og fátæka
bændur, svíkur í sjálfstæðismálunum, daðrar
við danska stórveldastefnu og konungsvald,
selur landið og auðlindir þess — sem allt á að
vera eign hinna vinnandi stétta — erlendu auð-
magni — allt í þeim tilgangi, að auðga sjálfa
sig og stéttabræður sína í öðrum löndum á kostn
að íslenzkra verkamanna og bænda. Verkamenn
og- bændur þræla liðlangan daginn, frá morgní
tii kvölds, við fiskveiðar, eyrarvinnu, landbún-
að, iðnað o. s. frv., fyrir smánarlaun, við ill-
an aðbúnað og stopula atvinnu, en auðmanna-
stéttin gæðir sér á ávöxtum strits þeirra, rak-
ar saman miljónagróða og flytur á hverju ári
út úr landinu miljónir króna í mynd vaxta af
erlendum lánum og annars gróða erlendum auð-
mönnum til handa, sem marinn er undan nögl-
um íslenzkrar alþýðu. Auk þess veltir auð-
mannastéttin drepþungum skattabyrðum á herð
ar vinnustéttanna, en er sjálf með sínum gíf-
urlegu tekjum skattfrjáls að kalla, borið saman
við það, sem hvílir á alþýðu manna.
Um allt þetta eru sósialdemokratar Alþýðu-
flokksins samábyrgir og meðsekiir. Þeir styðja
Framsóknarstjórnina, sem ötullegast hefir
gengið fram í því, að beita ríkisvaldinu í bar-
áttu auðvaldsins gegn verkalýðnum. Að laun-
um hefir auðvaldið trúað þeim fyrir hinum á-
byrgðarmestu stöðum. Eitthvert bezta táknið
um samvinnuna milli borffaraflokkanna allra,
íhaldsmanna, framsóknarmanna og sósialdemo-
karta, er hin sameiginlega stjórn þeirra á Út-
vegsbankanum. Þar með hafa sósialdemokrat-
ar gerst samábyrgir um auðvaldsrekstur út-
gerðarinnar, og tekið að sér innheimtuna á bloð-
sköttum erlends fjármálaauðmagns. Samtímis
eru sósíaldemókratar beinir erindrekar heims-
hringanna, sem sogið hafa sig fasta á líkama ís-
lenzkrar alþýðu.
1 fullu samræmi við þessa algerðu samábyrgð
sósíaldemókrata með auðvaldinu og ríki þess,
þverbrjóta þeir sína eigin stefnuskrá og hjálpa
hinum borgaraflokkunum til að hækka enn meir
hinar óbærilegu tollabyrðar, sem hvíla á verka-
lýð og bændum.                   . .
Og svo kemur þúsundárahátíðin, þessi alls-
herjar vígsluathöfn stéttasamvinnunnar, þar
sem höfðingjar Ihaldsflokksins, Framsóknar-
flokksins og Alþýðuflokksins sitja til borðs með
fulltrúum finnsku óg ítölsku fasistaböðlanna og
sverjast í fóstbræðralag.
' I fullu samræmi við hina nýju stefnu sína,
stefnu samvinnunnar við auðvaldið, fylltu sósí-
aldemókratar mæli synda sinna með því að
ganga til beins klofnings á alþýðusamtökunum,
á þingi Alþýðusambandsins, því sem nú er um
garð gengið. Á þingi þessu samþykktu þeir: 1.
Að gera kommúnista réttlausa í öllum vierklýðs-
félögum innan Alþýðusambandsins, sem auð-
vitað myndi, ef framfylgt væri, þýða sama sem
brottrekstur allra félaga, sem kjósa kommún-
ista í trúnaðarstöður, þar á meðal allra verka-
lýðsfélaga í Norðlengingafjórðungi og í Vest-
inannaeyjum. 2. Að stofna við hlið verklýðs-
sambandanna í f jórðungunum ný sambönd, með
þeim fáu félögum, sem eru innan Alþýðuflokks-
ins. I þessum nýju samböndum ætla sósíaldemó-
kratar að tryggja sér yfirráðin. Þannig á
að sundra samtökunum, sem verkalýðurinn hef-
ir myndað með sér í fjórðungunum. 3. Að
banna jafnaðarmannafélögunum að hafa kom-
múnista innan vébanda sinna. Þetta merkir, að
flest jafnaðarmannafélög á landinu, að undan-
teknu „Jafnaðarmannafél. Islands" í Reykjavík,
sem er einkafélag sósíaldemókrata, verður að
uppleysa og tvístra gjörsamlega, ef fyrirskip-
unum sósíaldemókrata væri hlýtt. 4. Að reka
yjafnaðarmannafjel. Vestmannaeyja úr Alþýðu-
sambandinu, en taka í þess stað inn í samband-
ið, félag verklýðssvikaranna og verkfallsbrjót-
anna í Eyjum: „Jafnaðarmannafél. Þórs-
hamar".
Þegar sósíaldemókratar höfðu framið allt
þetta, lögðu fulltrúar kommúnista fram yfir-
lýsingu þá, sem birt er hér í blaðinu.
Kommúnistaflokkur Islands mun gera allt,
sem hann megnar, til að verja samtakaheild ísl.
alþýðu gegn yfirgangi og sundrunartilraunum
sósíaldemókrata. Kommúnistar munu vinna að
því af alefli, að verkalýðsfélögin standi kyr í
Alþýðusambandi Islands, hvaða sundrunar-
tilraunir, sem á kunna að dynja. Þeir munu og
vinna að því að verkalýðsfélög þau, sem standa
utan Alþýðusambandsins gangi inn í það. Ekki
vegna þess að Alþýðusambandið, eins og því er
nú stjórnað, geti orðið þeim—nokkur styrkur í
stéttabaráttunni, heldur vegna hins, að það ríð-
ur á því, að verkalýðurinn standi allur samein-
aður, hverju sem fram vindur. Sameinaður
verðúr verkalýðurinn að hrinda af sér yfirráð-
um sósíaldemókrata. Jafnframt mun Kommun-
istaflokkur íslands í samvinnu við róttæk
verkalýðsfélög um land allt, halda áfram, enn
ötullegar en áður, baráttu sinni fyrir því, að
allur verkalýður á Islandi sameinist í eitt alls-
herjar verklýðssamband á grundvelli stétta-
baráttunnar.
Samtakaheildin má undir engum kringum-
stæðum rofna. Baráttan gegn sósíaldemókröt-
um, er um leið barátta gegn sundrun íslenzkr-
ar alþýðu. Þessvegna hefir stofnþing kommúh-
ist§flokks Islands samþykkt eftirfarandi til-
lögu:
„Kommúnistaflokkur íslands mun að svo
miklu leyti sem kostur er, starfa, sem heild inn-
an Alþýðusambands íslands og hvetur deildir
sínar til að sækja um upptöku í sambandið".
Vinnandi menn og konur til sjávar og sveita!
Hörð atvinnukreppa er fyrir dyrum. Með
hverri vikunni, sem líður flækjast íslenzkir at-
vinnuvegir fastar í net heimskreppunnar. Það
merkir atvinnuleysi og neyð fyrir verkalýðinn.
Það, merkir nýja sókn af hendi atvhmurekenda
til að lækka hin smánarlegu verkalaun og
þyngja drápsklyfjar tollanna. Þessvegna þurfa
hinar vinnandi stéttir að búast til gagnsóknar á
grundvelli baráttustefnuski'ár Kommúnista-
flokksins, sem fylgir þessu blaði. Þessvegna
þurfa vinnustéttirnar að skipuleggja sókn sína
og skapa sér forustu. Gerið kommúnistaflokk-
inh að flokki hins vinnandi fjölda til sjávar og
sveita!
Verkamenn og fátækir bændur!
Siimeinist um baráttustefnuskrá Kommún-
istaflokks íslands!
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4