Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 01.05.1931, Blaðsíða 1

Verklýðsblaðið - 01.05.1931, Blaðsíða 1
VERKLYÐSBIAÐIÐ ÚTGEFANDI: KOMMÚNISTAFLOKKUR ISLANDS (DEILD ÚR A.K.) II. árg. Reykjavílt 1. maí 1931 19. tbl. Dagur yerkalýðsins -- J. maí. Á alþjóðaráðstefnu verkamanna, er haldin var í París 1889, voru kröfurnar um 8 stunda vinnudag fyrst teknar til rækilegrar meðferð- ar. Var þar samþykkt að verkalýðurinn gerði 1. maí að frídegi sínum, og var þá ákveðið að 1. maí skyldi framvegis vera helgaður barátt- unni fyrár 8 stunda vinnudegi. Pyrstu ki’öfugöngurnar, sem haldnar voru á þessum frídegi verkalýðsins fóru fram 1. maí 1890 og hafa jafnan verið háðar síðan. Brátt varð 1. maí að alþjóða frídegi verka- manna og helgaður þeim kröfum er verkalýður hafði tekið upp á baráttustefnuskrá sína og hlaut að berjast fyrir samkvæmt stéttarað- stöðu sinni. 1. maí varð því ekki aðeins frídagur verkar- lýðsins heldur miklu fremur kröfudagur og baráttudagur hans. Kröfur verkalýðsíns. Atvinnuleysistryggingar! Heimskreppan, sem lagt hefur hramma sína yfir gjörvallan auðvaldsheiminn, hefur látið okkur finna áþreifanlega í vetur hvað atvinnu- leysið er. Og framundan virðist vera sama at- vinnuleysið fyrir fjöldann allan af verkamönn- um og sjómönnum yfir sumai'tímann. Við höf- um aldrei fundið eins áþreifanlega sem nú ör- yggisleysi verkalýðsins gegn duttlungum auð- valdsskipulagsins, sem fylgja því eins og skuggi þess meðan það er við líði. Kreppur og atvinnuleysi eru fylgifiskar auðvaldsskipulags- ins og móti þeim vágestum stendur verkalýður- inn vemarlaus. Þess vegna hlýtur krafan um atvinnuleysistryggingar á kostnað atvinnurek- enda, að verða nú ákveðnari en nokkru sinni 1. ixiaií Almenn verklýdssamkoma verður haldin á gamla fiskplaninu við Steinbryggjuna kl. 11|.2 e. h. Ræður verða haldnar. Lúðrasveit leikur verklýðssönéva Söngflokkur verkamanna syngur. Munið hina fjölbreyttu kvöldskemtun í K.^R. húsinu. Kröfuganga. 1 dag ganga enn einu sinni erlendis stétt- arbræður okkar fylktu liði og bera fram sínar sameiginlegu kröfur undirstéttarinnar gegn valdi borgarastéttarinnar. í dag eigum við, íslenzkur verkalýður, einrtig að fylkja okkur um sameiginlegar kröfur okk- ar á hendur borgarastéttinni. En foringjar sósíaldemókrata, sem eru orðn- ir býsna fínir menn og lítt lagaðir til gangs margir hvierjir, vilja ekki að farin sé hér la'öfu- ganga í dag, né verkalýðurinn beri fram sam- einaður sínar eigin kröfur. Þeir vilja fá að velja kröfurnar sjálfir, svo þær verði ekki í ósamræmi við þær kröfur, sem þeir báru fram aameiginlega með íhaldinu í sameiginlegri kröfugöngu með þ^ví um daginn: „Verum lítil- látir, íslendingar“ og „Fylkið ykkur um þing- meirihlutann“. Fyrir því hefir Kommúnistaflokkur Islands ákveðið að boða til almennrar verkalýðssam- komu á gamla fiskplaninu við steinbryggjuna. Verða þar ræðui' haldnar og verkamenn bera sameiginlega fram kröfur sínár. Samkoman hefst kl. lí/2 e. h. Þar verða allir verkamenn að mæta. fyrr. Og sú krafa verður að vera borin fram af verkalýðnum sjálfum. Og verkalýðurinn verður sjálfur að berjast fyrir henni, en láta sér ekki lcngur nægja að feitir smáborgarar geri gælur við þessa réttháu kröfu í atvinnuskyni. Það er samfylking verkalýðsins ein, sem getur borið þá kröfu fram til sigurs. Stytting vinnudagsins. En sú krafa, er upphaflega var helguð 1. maí — stytting vinnudagsins — á enn svo langt í land hér hjá okkur, að um þá kröfu verður verkalýðurinn að fylkja sér nú og hefja öfluga baráttu fyrir henni. I fyrra stigum við það spor, að stytta hinn óheyrilega langa vinnutíma hér við höfnina úr 11 stundum og niður í 10 stundir. Og þrátt fyrir það, þótt hin- ir svokölluðu forráðamenn alþýðunnar gerðu allt sem þeir gátu til að fresta þessum sigri og jafnvel brutu á okkur lög til að koma í veg fyrir hann, var samfylking okkar svo góð, að mótstaða varð engin. En þá þegar var öílum j stéttvísum verkamönnum það ljóst, að þetta I var aðeins fyrsta sporið og að næsta sporið yrði að stíga mjög bráðlega. Það getur varla heitið sæmandi verkalýðshreyfingu, sem starf- að hefir í fullan aldarfjórðung, að láta sér Frh. á 4. síðu. Alþýðan gengur tíl kosnínga. Aðeins einn sannur verklýðsflokkur, Kom- múnistaflokkur íslands, hefir fram- bjóðendur í kjöri. Kommúnistaflokkur íslands hefir ákveðið að hafa frambjóðendur í kjöri í helztu verklýðs- kjördæmum landsins, við kosningarnar til Al- þingis, sem fram eiga að fara 12. júní. Listi flokksins í Reykjavík hefir þegar verið ákveð- inn, eins og skýrt er frá í blaðinu í dag. Við kosningarnar 1927 stóð verkalýðurinn sameinaður um frambjóðendur Alþýðuflokks- ins. Allir þeir, sem nú eru fylgismenn kom- múnistaflokksins greiddu krötunum atkvæði þá. Nokkrir voru þeir ef til vill, sem renndi grun í það, að þetta myndi vera í síðasta skifti, sem stéttvísir verkamenn gætu léð for- ingjum Alþýðuflokksins lið sitt, en hinir voru þó miklu fleiri, sem treystu því, að eittlivað af hinum fögru loforðum krataforingjanna yrðu haldin. Þegar íhaldið komst í minnihluta fluttu kratarnir þann boðskap, að alþýðan hefði unn- ið mikinn sigur. Og alþýðan leit á sig sem sig- urvegara, og bjóst við miklum umskiftum á högum sínum. Og mikill sigur hefði líka verið unninn, hefði flokkur sá, sem alþýðan taldi sinn, verið raunverulegur verklýðsflokkur. Menn bjuggust við því, að tollabyrðarnar myndu lækka, að almennum tryggingum yrði komið á, að vinnutíminn yrði styttur, að kaup við opinbera vinnu hækkaði, að dýrtíðin í land- inu minnkaði, að verkamannabústaðir yrðu byggðir, að atvinnan og lífsbjargarskilyrðin ykist að miklum mun. Og svo liðu 4 ár. Engar tryggingar, engin tollalækkun, engir verkamannabústaðir. Flins- vegar hafa tollabyrðamar hækkað um miljónir árlega, kaupkúgun við opinbera vinnu eins og verst hefir verið, atvinnuleysi og neyð og enn- þá meiri hörmungar framundan. — Miljóna- töpum bankanna skellt á herðar alþýðu, Iög- regla notuð í verkföllum, foiingjar verka- manna fangelsaðir, skoðanakúgun í skólum og sjúkrahúsum — og loks einræðisstjórn, sem stöðvar allar opinberar framkvæmdir — stofn- uð til höfuðs verkalýðnum, sem á við hina sár- ustu neyð að búa. Og hver hefir stutt þessa stjóm í 4 ár? Þingmenn Alþýðuflokksins. Þegar alþýðumenn greiddu krötunum at- kvæði sitt við síðustu kosningar, vom þeir því að styðja Framsóknarstjórnina til valda gegn vilja sínum. Eftir að þingið var rofið lýstu þingmenn krata því yfir, að þeir væru reiðubúnir að mynda sambræðslustjórn með íhaldinu. Með framkomu sinni og margendurteknum yfirlýsingum hafa kratamir sannað það, að þeir munu styðja fjandaflokka alþýðunnar til skiftis, eftir því hvorir betur bjóða. Hvort styðja þeir Framsókn eða íhaldsflokk- inn á næsta Alþingi? Það er allt í myrkrunum hulið, en töluverðar líkur eru fyrir því, að það verði íhaldið. Þeir verkamenn, sem kjósa kratana við næstu kosningar, renna því blint í sjóinn. Annaðhvort eru þeir að styðja Framsóknar- stjórn eða íhaldsstjórn til valda. En þieir vita

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.