Verklýðsblaðið


Verklýðsblaðið - 02.02.1932, Blaðsíða 1

Verklýðsblaðið - 02.02.1932, Blaðsíða 1
Jt ÚTGEFANDI: KOMMÚNIST AFLOHKURISLANDS (DEILD ÚR A.K.) III. árg, Reykjavílc 2. febrúar 1932 5. tbl, Banatilrxði Sósíslriemókratar vid Xsleif Hö^nason foringia verkalýðsins í Vestmannaeyjum. r‘ Hið grimmdarfulla ofbeldi, sem andstæðing- ar verkalýðsins frömdu gagnvart trúnaðar- mönnum hans í deilum þeim, er nú standa yfir í Keflavík og Vestmannaeyjum, höfðu vakið gremju og viðurstygð allrar alþýðu, þegar á þriðjudaginn 26. jan. barst sú fregn frá Vestmannaeyjum, að forustumanni verk- lýðshreyfingarinnar þar, Isleifi Iiögnasyni hefði verið sýnt banatilræði. Strax og fregnin um þetta hatursfulla at- ísleifur Högnason. hæfi barst hingað til Reykjavíkur, gaf Verk- lýðsblaðið út svohljóðandi fregnmiða, sem dreift var um alla Reykjavík: „Klukkan 1 í nótt voru þeir Isleifui Högna- son og Jón Rafnsson staddir á heimili Isleifs í Vestmannaeyjum ásamt nokkrum ungurn kommúnistum, sem nýkomnir voru af fundi í félagi sínu. Voru þeir að ræða um verkfallið, og gekk félagi ísleifur um gólf. Ljós var í stofunni og bar skugga ísleifs á gluggatjald fyrir glugga þeim er veit til suðurs. Var þá skotið á ísleif gegn um gluggann en kúlan hæfði hann ekki. Rannsókn er hafin í málinu og hefir bæjar- fógeti rannsakað gatið eftir kúluna í rúðunni og virðist allt benda til þess að tilræðismað- urinn hafi skotið úr riffli. Upplýst er nú áð um sama leyti og tilræðið var framið, var verið að ljúka fundi sem stór- útgerðarmcnn héldu í Breiðablik. Nú ríður á að allur verkalýður standi sam- an til að brjóta á baik aftur stéttarandstæð- ingana sem ekki skirrast við að stofna til manndrápa. • Tryggið sigur verkalýðsins í Vestmanna- eyjum með því að styrkja kröftuglega fjár- söfnun A. S. V. Á því veltur allt. Munið að enginn sjómaður iná fara til Vest- mannaeyja á meðan verkfallið stendur yfir.“ Rannsókn hefir nú staðið í málinu í nærfelt viku og er henni enn ekki lokið að fullu. Þó ei‘u öll aðalatriði málsins staðfest, svo að eng- inn vafi ieikur á því lengur, að hér var um vísvitandi morðtilraun að ræða. Sem betur fór misheppnaðist glæpur þessi algjörlega. Kúlan var of kraftlaus til þess að ná marki sínu og eru ástæður taldar þær, að skotið hefði verið úr töluvert mikilli fjarlægð og í öðru lagi dró það mjög mikið úr la-afti kúlunnar, að rúðan sem hún fór í gegn um er úr svokölluðu „vita“-gleri, sem er þykkt og sveygjanlegt og hefir þannig sterkt mótstöðuafl. Hinsvegar er það nú sannað mál, að miðað var á Ísleií og hefði glæpamönnum þeim, sem að þessu verki stóðu, vafalaust tekist að myrða hann eða særa, ef kúlan hefði verið nægilega aflmikil. Andstæðingablöðin hafa reynt að hilma yfir glæp þenna, reynt að gera málið hlægilegt og jafnvel látið svo sem tilræði þetta væri beinlínis framkvæmt af ísleifi sjálfum eða félögum hans. Hefir Morgunblaðið flutt eina lýgina á eftir annari um viðburð þennan, birt upplogin viðtöl við lögreglustj órann í Eyj- um o. s. frv. Eitt vopnið, sem Morgunblaðið hefir notað til þess að breiða yfir glæp þenna, var sú upplýsing, sem það hafði eftir bæjarfógetan- um í Vestmannaeyjum um að hæðin frá gólfi að kúlugati væri 185 cm. og þarmeð hefði ver- ið útilokað, að kúlan hefði hæft ísleif, þó afl væri nægilegt. Þrátt fyrir það þó það sé ekkert aðalatriði málsins hvort kúlan hefði náð tilgangi sínum eða ekki, er nú búið að reka þessa lýgi ofan í Morgunblaðið aftur. Á föstudaginn barst blaðinu svohljóðandi skeyti: „I gærmorgun var endurmæld hæðin frá gólfi að kúlugatinu í rúðunni, sem skotið hafði verið inn um hjá ísleifi og reyndist mál það, sem rétturinn notaði við rannsóknina, rangt. Rétt mál á hæðinni reyndist 179,3 cm. Hæð ísleifs mældist 183,5 cm. Við samanburð á 2 mælikvörðum, úr stáli og alúminium við mál- band réttarins, sem var úr dúkborða, reyndust 128,2 cm. á réttarmálbandi sama og 125 cm. á málbandi úr stáli og alúminium. Andstæðingar verkfalismanna reyna að breiða út sögur um að ísleifur hafi sjálfur skotið eða að steini hafi verið kastað í rúð- una. 10 vitni, sem voru í húsinu þegar skotið var, hafa staðfest framburð kærandans. Rann- sókn heldur áfram í málinu“. Síðasta hálmslrá Morgunblaðsins úr sögunni. Tilraun var gerð til að komast að raun um það, á hvað löngu færi væri hægt að skjóta riffilkúlu gegn um rúðurnar og gluggatjaldið hjá Isleifi. Var skotið 5 skotum úr riffli á 40—60 metra færi. Tvær kúlur sem skotið var á styztu færi, fóru bæði gegnum rúðuna og gluggatjaldið, tvær fóru gegn um rúðuna, en ekki gegn um gluggatjaldið, og ein fór ekki gegn um rúðuna. sprengja Alþýðusambandið!! I vikunni sem leið barst Verklýðsblaðinu skeyti frá fréttaritara blaðsins á Húsavík með svohljóðandi frétt: „Verkamannafélagsfundur í gærkvöldi. Gengið úr Alþýðusambandmu með 62 atkvæðum gegn 21. Samþykkt að vera áfram í verklýðssambandinu (Verklýðssamb. Norðurlands). Höfðu. kratar for- göngu fyrir því að ganga úr báðum samböndunum. Kauptaxti samþykktur óbreyttur um óákveðinn tíma“. Mann rekur í rogastanz. Sprengingarstarf- semi kratanna er þá farin að ganga svo langt, að þeir eru farnir að reyna að fá félög til að ganga úr Alþýðusambandinu, sprengja Al- þýðusambandið, sem þeir sjálfir hafa yfirráð- in í og telja hinn pólitíska flokk sinn! Samtímis þessu eru sósíaldemókratar að ljúga því hvar sem þeir geta við komið, bæði í Alþýðubl. og á opinberum fundum, að kom- múnistar séu að sprengja Alþ.sambandið og hvetji verklýðsfélög til að standa utan þess. Hér er staðreyndunum snúið svo öfugt við, að það er nákvæm mynd af rummungnum, sem hrópar, „grípið þjófinn“, á almannafæri, til að leiða athyglina frá sjálfum sér. Eitt af því sem þessir herrar hafa verið að Ijúga núna siðustu daga, er, að kommúnistar hafi fengið sj ómannafélagið í Vestmannaeyj- um til að standa utan Alþýðusambandsins og þess vegna „sé ekkert hægt að gera fyrir það“. Sannleikurinn er sá, að kommúnistar hafa, frá því fyrsta mælt með því, að sjó- mannafélagið gengi í Alþ.sambandið, og í fyrra sótti félagið um upptöku, en hefir ekki verið svarað ennþá. Nú hefir félagið endur- nýjað upptökubeiðni sína. Annað verklýðsfélag sótti um upptöku í Al- þýðusambandið í fyrra, en hefir ekkert svar fengið, þrátt fyrir margítrekaðar áskoranir. Það var verkakvennafélagið Ósk á Siglufirði. — Iiinsvegar er það haft á orði, að sprengi- félagi Guðmundar Skarphéðinssonar, sem! stofnað var í fyrra til þess að fá síldarvinnu- kaupið lækkað, verði veitt viðtaka. Sósíaldemókratar byrjuðu á því að reka jafnaðarmannafélög sem þóttu of róttæk, úr Alþýðusamb. Nú er röðin komin að verklýðs- félögunum. Það er engu líkara en að hér sé verið að gefa atvinnurekendum undir fótinn í tilefni af kauplækkunarsókn þeirri á hendur verkamönnum, sem nú er verið að hefja, og láta þá skilja það að þeir eigi vísan stuðning kratabroddanna að tjaldabaki. Þegar kratarnir tala um samfylkingu verka- lýðsins, þá meina þeir að verkamenn eigi að standa saman, til að hjálpa kratabrcddunum til vegs og valda í auðvaldsþjóðskipulaginu. — En nú er það svo, að samfylking verkalýðsins i hagsmunamálum hans, getur aðeins orðið á kostnað hinnar pólitísku samfylkingar um kratabroddana. — Þess vegna hika þeir ekki við að stofna til sprengingar á verklýðssam- tökunum — einmitt þegar verkalýðnum er mest nauðsyn á að standa saman. Um afstöðu Kommúnistaflokksins til Al- þýðusambandsins verður rætt í annari grein.

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.