Verklýðsblaðið - 01.03.1932, Blaðsíða 3
Nýr siéííadómuv.
Jón Rafnssou og ísleifur Högnason i Vestmannaeyjum dæmdir i 300
króna sekt eða þriggja vikna fangelsi hvor um sig.
Laugardaginn 27. þ. m. var kveðinn upp
dómur í GuUfossmálinu svokallaða. Er málið
byggt á kæru Eimskipafélags íslands vegna
verkfallsins í Vestmannaeyjum í fyrra og
stöðvun Gullfoss í sambandi við það.
Voru 4 meðlimir verkamannafélagsins
ákærðir, þeir Jón Rafnsson, ísleifur Högna-
son, Jón Hafliðason og Kristmundur Jónsson.
Dómur undirréttar (Kristjáns Linnets) var
á þessa leið:
Jón Rafnsson, 300 króna sekt sem greiðist
með aðför að lögum innan 4 vikna eða 3 vikna
fangelsi.
Isleifur Högnason 300 króna sekt, sem greið-
ist með aðför að lögum innan 4 vikna, eða 3
vikna einfalt fangelsi.
Jón og ísleifur greiði allan málskostnað.
Jón Hafliðason og Kristmundur Jonsson
voru sýknaðir. —
Dóminum hefir verið áfrýjað til hæstaréttar.
Hér er um hreinan stéttadóm að ræða og
mun Verklýðsblaðið taka mál þetta til nánari
meðferðar í næsta blaði.
Hratarnir reyna að sprengja verklýðs
samtökín með ofbeldi.
(Frá fréttaritara Verklýðsbl. á Siglufirði).
Siglufirði 26. febr. 1931.
Annar umræðufundur í verkamannafélag-
mu um kauptaxtann, haldinn í gærkveldi.
Kauptaxti síðastliðins árs samþykktur óbreytt-
ui að viðbættum nýjum lið hvað viðkemur
vinnu í síldarþróm. Sú vinna skal greidd með
kr. 370,00 á mánuði að viðbættum 10% hækk-
un á yfirvinnu við sömu vinnu. Settur sérstak-
ur vöíkumannataxti. I fundarbyrjun las fund-
arstjóri upp skeyti frá Alþýðusambandsstjórn
um stöðvun á skipum sem afgreidd yrðu í
banni sambandsins á Blönduósi. Engar umræð-
ur leyfðar um það mál. Fundarstjóri lofaði
Gunnari Jóhannssyni að skýra málið og flytja
tillögu í því eftir að kauptaxtinn hafði verið
samþykktur. Fundarstjóri sveik það, en tók
á dagskrá tillögu frá Jóhanni Fr. Guðmunds-
syni verkstjóra hjá ríkisverksmiðjunni um að
verkamannafélagið segði sig úr Verklýðssam-
bandi Norðurlands. Eftir að einn félagsmanna
hafði talað í 15 mínútur á móti úrsögninni
tók fundarstjóri af honum orðið og bannaði
með tilstyrk krata og íhaldsmanna frekari
umræður. Fundurinn leystist allur upp og lá
nærri handalögmáli. Úrsagnartillöguna bar
fundarstjóri upp þrátt fjTrir upplausn fundar-
ins og úrskurðaði hana samþykkta. Kommún-
istar lýstu því yfir, að þar sem öll stjórn
fundarins hefði farið út um þúfur, væri ekki
hægt að skoða þetta annað en skrípaleik og
því úrsögnin í alla staði ólögleg. Fundinum
stjórnaði Kristján Sigurðsson, í forföllum
Guðm. Skarphéðinssonar. Síðastliðinn sunnu-
dag var stofnuð pioneradeild hér í sambandi
við A. S. V. Meðlimir 20.
rmmmmmmmmmmmmmm^m^^^^mmmmmmmmmmm
B. S. Hrinöurinn
Sími 1232. Grundarstíg 2.
I dag: Til Álafoss, Kjalarness, Vífils-
staða, Hafnarfjarðar, suður með sjó. —
Akið í landsins beztu drossíum frá B. S.
Hringurinn. — — —----Sími 1232.
Kína. í öllum þessum löndum geysa nú mjög
sterkar vakningaröldur og barátta fyrir eigin sjálf-
stæði og lausn undan Evrópukúgurunum. Bæði í
Indlandi, Indo-Kína, Sundaeyjum og víðar eru öld-
ur þessar famar að geisa svo hátt, að Englend-
ingar og Frakkar eiga fullt í fangi með að halda
þessum nýlendum sínum og ekki er gott að segja
hve lengi þeir verða þess megnugir áfram. Veit-
íst þeim þetta erfiðara fyrir hve nýiendur þessar
eru 1 mikilli fjarlægð frá móðurlöndunum, sem
svo er kallað. — þeim er þvi afar þýðingarmikið
að hafa á þessum slóðum öflugan fylgismann,
sem veitir þeim styrk, ef á þarf að halda til þess
að halda umráðum sinum yfir nýlendunum. —
Og þetta ríki er einmitt Japan.
Árið 1901 höfðu Engl.endingar þegar gert slíkan
samning við Japana til að tryggja sér stuðning
þeirra til að halda nýlendum sínum i Kyrrahaf-
inu. Samningur þessi var endumýjaður í ágúst
1905 og viðurkenndu Englendingar þá, sem endur-
gjald handa Jöpunum, yfirráð þeirra yfir Kórcu,
er þeir fengu að loknu stríðinu við Rússa. Enn á
ný var samningur þessi endurnýjaður árið 1911
og loks árið 1921, eftir heimsófriðinn, er Japanar
höfðu tekið þátt í ófriðnum gegn þjóðverjum. Sam-
þykkt sú er þá var gerð, var millum sigurvegar-
anna fjögra, Englands, Frakklands, Bandaríkj-
anna og Japans og gekk út á, að þessir aðilar
skyldu styrkja hvern annan i að nýlenduhald
þeirra í Kyrrahafinu héldist óskert. — En þegar
sigurvegarar heimsstyrjaldarinnar skiftu upp á
milli sín nýlendum þjóðverja, þá voru það Bretar
og Frakkar, sem langmestan hlutinn sölsuðu undir
sig, og Japanar fengu aðeins smánýlendur, sem
þjóðverjar höfðu átt í Kína. þeim fannst því
lengst af, að þeir færu með skertan hlut frá borði
og hafa síðan haft í huga að bæta sér það upp.
Ef að Englendingar og Frakkar færu öðruvisi en
til málamyndar að sletta sér fram í hemám Jap-
ana nú og að það leiddi til þess að upp úr slitn-
aði með vináttu millum þessara þjóða og Japana,
þá segir fátt um hvaða áhrif það hefði á getu
þeirra með að ííalda nýlendum sínum í framtíð-
inni. .Og ef áð nú Japan, i stað þess hingað til að
veita þeim stuðning, legði sig eftirleiðis í fram-
króka með að veita nýlendunum stuðning í frels-
isbaráttu þeirra, getur hver og einn getið sér til,
hverjar afleiðingar það myndi hafa fyrir Frakka
og Englendinga.
„það er þetta atriði", segir Manchester Gardian,
„sem skýrir framkomu franska fulltrúans í þjóða-
bandalaginu, um að vilja láta málið afskiftalaust, í
sambandi við hagsmuni Frakka í Indo-Kína, og
sama atriðið, hvað snertir brezku nýlendurnar,
liafði þegar haft áhrif á afstöðu ensku fulltrú-
anna“.
Einnig hafa allar þessar þjóðir tekið sér svoköll-
uð „forréttindasvæði“ í Kína og hafa jaínframt á
bak við eyrað, ef Japanar auka lendur sínar á
meginlandi Asíu, að þeim gefist tækifæri á hent-
ugan hátt einnig að fá sinn skerf af þýfinu.
Að þessari hlið málsins athugaðri er þó önnur
hlið á málinu, sem er ennþá stærra atriði og
meira áhyggjuefni fyrir stórveldin, en það er sig-
ur kommúnismans i Rússlandi.
Hættan á að hin undirokuðu Austurlönd kasti
af sér oki kúgunarinnar og auðvaldsskipulagsins
þá um leið, er sá þyrnir í augum stórveldanna og
sú ógn, sem þau öll skjálfa fyrir. Og þessi hætta
er þegar farin að sýna sig.
Eins og kunnugt er, eru all-stór héruð af Kína
þegar búin að taka upp ráðstjórnarfyrirkomulag
og kommúnismanum vex þar stöðugt fylgi. „Önnur
ástæða fyrir framkomu brezku stjórnarvaldanna",
segir á einum stað í Manchester Gardian, „er að
stór hluti þjóðfélagsins er mjög í andstöðu við
Verklýðsblaðið
og Terkalýðurinn
Verklýðsblaðinu aukast á 8 vikum 300 nýir
kaupendur, en það getur ékki stækkað
sökum fjárskorts.
í byrjun ársins gaf miðstjórnin út ávarp
sitt til íslenzka verkalýðsins, þar sem hún
hét því að láta Verklýðsblaðið koma út tvisv-
ar í viku, ef eftirfarandi markmið næðist fyrir
1. marz:
200 nýir áskrifendur.
500 krónur í blaðsjóðinn.
200 krónur í nýjum mánaðarstyrkjum.
Nú er þessi tími liðinn og markmiðið hefir
ekki náðst. Verklýðsblaðið getur ekki sakir
fjárskorts stækkað að sinni.
Árangur baráttunnar fyrir Verklýðsblaðinu
er samt sem áður mikill. Fengist hafa:
300 nýir kaupendur.
182 krónur í blaðsjóðinn.
50 krónur í nýja mánaðarstyrki.
Kaupendafjölgunin er 50% fram úr mark-
inu. Það sýnir hvílíkan áhuga íslenzkur verka-
lýður hefir fyrir blaðinu, hverjum vinsældum
það þegar hefir náð.
Hin sósíalistiska samkeppni milli Vest-
mannaeyja- og Reykjavíkur-deildarinnar hafði
einnig í þessu efni tilætluð áhrif. Báðar
deildir stóðu við loforð sín og áskoranir.
En það er féð, sem vantar. Áskriftagjöld
kaupendanna koma seint og óreglulega, en
blaðið þarfnast fjár til rekstursins á meðan.
Og því fó hefir ekki tekizt að ná.
En það má ekki láta við svo búið standa.
Verkalýðurinn verður að geta stækkað eina
landsblað sitt, sem trútt er málefni hans. Og
það er hægt, þó ekki takizt að útvega fjár-
gjafir í blaðsjóðinn og í styrki. Það er hægt,
ef hver einasti kaupandi greiðir blaðið fljótt
og skilvíslega. Þá getur Verklýðsblaðið stækk-
að og magnast. En ef óskilvísi sú, sem ís-
lenzka auðvaldið reynir að koma á með því að
gefa blöð sín, á að bitna á okkar blaði líka,
þá getur það riðið því að fullu.
íslenzkur verkalýður og vinnandi bændur!
Verklýðsstéttin á sjálf að halda uppi blaði
sínu og hún getur það með því að greiða það
ráðstjómarskipulagið og það er álitið, að yíirráð
Japana í þrem austustu héruðum Kína myndi
liindra frekari útbreiðslu þessa hættulega skipulags
í þá átt“. Um þetta er farið ennþá berari orðum i
leiðara, er birtist í einu af brezku stjómarflokks
blöðunum með yfirskriftinni: „Japan eða Rúss-
land“:
.... það er ekki hægt að segja að Japan sé að
troða neinn kínverskan rétt undir fótum sér. Sú
stjóm, sem ekki getur tryggt lif og e i g n i r manna
getur ekki talizt eiga tilverurétt, sem stjóm nokk-
urar þjóðar (þar er átt við kapitalisku stjómina í
Nanking í Kína, sem ekki hefir tekist, þrátt fyrir
ítrekaðar tilraunir með st.uðningi stórvelda Evrópu
og Ameriku, að bæla niður verlýðsbyltinguna í
nokkmm hluta Kina) og þá er það sjálfsagt hlut-
skifti Japan, að grípa fram í slikt stjórnleysi tii
verndunar menningunni"!!
þarna liggur kjami málsins. Innrás Japana í
Kína, er fyrst og fremst vopnuð árás auðvaldsins,
sem heild, á verklýðshreyfinguna. þama er verið
að reýna að réttlæta herárás auðvaldsríkjanna á
hvert það land, þar sem verkalýðurinn kynni að ná
yfirhöndinni og breytti þjóðfélagsskipulaginu, „þar
sem eignarrétti kapitalismans yrði hætta búin'.
þessi framkoma gildir því ekki frekar gagnvart
Mansjúríu, en gagnvart hverju landi sem er.... —
það eru beittar rándýrsklær auðvaldsins á verka-
lýð alheimsins og undirbúningur að herferð á Ráð-
stjórnarríkin. Verkalýðnum skyldi því skiljast, að
þetta mál er því ekki bundið við Mansjúríu og
Kína, heldur snertir það hagsmuni alls verkalýðs
hvar sem hann er á hnettinum og að stríð þetta er
alþjóðlegs eðlis og nauðsyn fyrir verkalýðinn að
fylgjast sem mest með í, hvað gerist í málinu.
J. S.