Verklýðsblaðið


Verklýðsblaðið - 30.04.1932, Blaðsíða 2

Verklýðsblaðið - 30.04.1932, Blaðsíða 2
Fánasöngur Rauðliðanna. (Eftiv Jón Rafnsson. — Lag eftir Hallgvím Jakobsson). Jón Rafnsnon Fánasöngur rauðliðnnna tiiheyrir islenskri öreigameniiingu - hann er verk tveggja þekktra félaga i hinni kominúnistisku hreyfingu - kvæðið eftir Jón Kafnsson verkainann í Vest- mannaeyjum og lagið eftir Hallgrim Jakolisson verslunarstarfsmann i Keykjavik. (Kvæðiö var birt i 1. tbl. Kauöa-Fánans þ. á. Undir þvi stóð af misgáningi „Jón Rafnsson, þýddi1', en það er villa, þvi kvæðið er frum- samiö). 1. mai, syngja félagar úr F.U.K., fánasöng rauðliðanna. ilolUjrimur Jalrobsson Hallgr. Jakobsson. dt. f •■ £\\. ===== =E:E]^=í=35=4=E_íi:j=^trJ= t" ll 1 í JS.j |2'í Í—Þ “N 4 * 0 é’ * * f • - —i—þ-VV—r—r—i— L * 0- 0* J b 3 Kvað við I u I/ upp-reisn-ar-lag lýsti’ af ör - eigans brá þeg-ar ár - gol-an snert-i þinn :|=: frels - is - ins tákn sem að treystum vér á, nú var tak-markið rélt - ur og 15 J5 J J Jí ^ J J h fald, þú varst vald. Og þú * I #- 0 -0-O - %=t= -þ $ ? ir beind - ir oss leið gegn - um skugg - a og skin þar sem skift - ist Þ V yl - ur og gjóst. Þig vér =£=33=4= —•—» é • -*•------*----4~~ _______________, VIÐLAG: :}..Ép^^í=jEESEÍr=!É^Í=Í þ—F—£—frlf— —p— 't lærÖ - um að elsk - a og vakt - a sem vin, og aÖ verja’ okk - ar fylk - ing - ar brjóst. Xr Látt - u -j—4--j——jft—J—^—jy —JJ y ■ r VI/ alls stað - ar gja 11 - a þinn upp - reisn - ar söng frá unn - um að há - fjall - a r brún, og vér =t= % I t LM- rf-i p—jj—1=-------þ þ 1 i- heit - um að fylkja’ oss fast um þá stöng, þar sem fán - i vor blakt - ir við hún. =£: S þ i h 5 ,_h__•__________.. _ i *" P W " * \ !=_ b " ' Þegar daprast oss gangan við ellinnar ár, þegar opnast hin síðustu skjól, signdu blóðrauði fáni vor héluðu hár, undir hækkandi öreigasól. Láltu alls staðar gjalla o. s. frv. Lát á blóðrauðum grunni þá bera við ský okkar blikandi hamar og sigð. Fylltu vetrarins heim þínum voraldargný, til að vekja um gjörvalla byggð. I Sá óttalegi atburður gerðist fyrir nokkru vestur í Ameríku, að ræningjar fóru inn í hús ungra hjóna og höfðu á brott með sér dýrmætustu eign þeirra: son 18 mánaða garnlan. Hjónin voru þekkt áður fyrir sakir frægðar og auðs: Lindbergh fluggarpur og- lcona hans, nú eru þau orðin heimskunn vegna sorgar þeirrar, sem þessi svívirðilegi glæpur hefir bakað þeim. Allar hugsanlegar ráðstafanir hafa verið gerðar til þess að finna drenginn, eh til þessn reynzt árangurslausar. Lögregla Ameríku og glæpamenn hennar hafa tekið höndum saman í leitinni. Lögreglan hefir lagt á sig vökur og skóslit. Glæpamennirnir hafa lagt arðvæn- vænlegt starf sitt á hylluna og tekið upp mikið af hinum dýrmæta jazztíma útvarpsins til ræðuhalda. Ófriðarfréttir Austurálfunnar urðu að Jioka af forsíðum stórblaða Ameríku fyrir umsögnunum um mannránið og mynd- um af glæpamannaforingj um og öðrum, sem framarlega hafa staðið í leitartilraununum. Miklar fjárupphæðir hafa verið boðnar þeim, sem fundið gætu barnið og ræningjum þess heitið uppgjöf sakar. Samúðarskeytum og fögrum kvæðum um litla drenginn horfna hefir rignt, en ekkert hefir dugað, menn bú- ast við að barnið muni hafa verið myrt. Lög- gjafar Ameríku hafa tekið til íhugunar, að á- kveða dauðahegningu eftirleiðis við rnannrán- um. Þessi sorgarsaga frá Ameríku er ekki ný, hún er alltaf að gerast, bæði þar á landi og annarsstaðar í heiminum. Frá óteljandi ó- þekktum foreldrum er daglega rænt börnum. Líkamsþrótti þeirra er rænt með ofvinnu, ó- nógu viðurværi og óhollum húsakynnum, unz þau deyja frá foreldrunum, sem enga pen- inga hafa að bjóða ræningjunum í lausnar- gjöld fyrir börnin sín, sem þeim þykir eins vænt um og Lindberghs-hjónunum um sitt, þeir geta heldur ekki heitið ræningjunum uppgjöf saka, ef þeir vildu skila aftur börnun- um, því ]?að er ekki saknæmt að ræna börn- um óþekktra foreldra. — Málið, tungan, þessi skringilega hljóðathöfn, sem öllum þjóðum er svo heilög, að upprunaleg hugtök brjálast, fyrir mátt hennar, kallar barnarán frá ó- þekktum foreldrum: slys, sjúkdóma, illt upp- eldi, úrkynjun, eða öðrum „orðu.m“, sem koma ábyrgðinni af ræningjunum yfir á foreldrana sjálfa. Aldrei mundi lögregla Ameríku, eða nokkurs annars lands, samþykkja það að glæpamenn hjálpuðu til þess að gefa óþekkt- um foreldrum barn þeirra aftur, t. d. með því að stela brauðhleif eða mjólkurlítra handa því. Allsstaðar eru börnin tekin frá mæðrunum og myrt, stór hraust börn, sem eru þeim því dýrmætari, sem þau eru orðin þeim fyrir- vinna, en tungan á nóg orð yfir slík mannrán, þau orð eru borin fram með fagnandi fjálg- leik: föðurlandsást! helg skylda! frelsi! Og svo láta ræningjarnir börnin drepa hvert arm- an og horfa hreyknir á leikinn sem þeir kalla stríð, á meðan þeir hlúa að búkum sínum með klæðum barnanna og hinna óþekktu foreldra, og eta sig ofmetta í matnum, sem þau höfðu búið sér til með miklum erfiðismunum. Og þá menn, sem hrópa upp um svívirðingu þess- konar mannrána og barnamorða, kallar tung- an föðurlandssvikara, lögbrjóta, stjórnleys- ingjar o. fk, því tungan er mönnunum heilög. Hvernig væri annars að mannkynið þegði í svo sem tvær kynslóðir, ætli hin upprunalegu hugtök nytu sín ekki betur á eftir, svo mönn- um skildist að þetta Lindberghs barnsrán er hliðstætt ránum barna óþekktra foreldra? Og þessa uppástungu löggjafanna í Ameríku um aauðahegningu við barnsránum, hverra sem er, ættu menn að athuga betur. Hd. St. Suðurpóllinn (Umsögn úr verkamannabréfi). Innst við Vatnsmýrina, neðan Laufásvegar, standa saman fjögur íbúðarhús. Eru þau ekki sérlega reisuleg né íburðarmikil þótt manna- híbýli séu. f nálægri tilsýn eru þau álíka svip- mikil eins og þegar horft er af Kömbum á beitarhús austur á Breiðumýri í Flóa. Þessi hús eru nefnd einu nafni: „Suðurpóll“. í upphafi var Póllinn (svo nefndur í dag- legu tali) byggður sein bráðabirgðaskýli fyrir verkamenn og skyldulið þeirra. Og þegar fyrsta þúsið hafði verið reist, kom fram knýj- andi þörf og bæta öðru við. Þannig var svo aukið við unz húsin voru orðin fjögur. Það síðasta var reist fyrir 14 árum. Ef spurt væri um kostnaðaraðila, mundu fáir trúa að nefnd- ur yrði bæjarsjóður Reykjavíkur, höfuðstaðar íslands. En þó er nú svo að hér standa hans framkvæmdir fyrir allra augum. Og skal nú reynt að lýsa þeim í aðaldráttum. Suðurpóllinn er þannig settur, að húsin mynda einskonar hringbyggingu. Eitt er það, sem setur talsvert einkennileg- an svip á Suðurpólinn: Salernin standa öll í einni sérbyggingu innan í húsahringnum. Þykja þau ekki setja neinn fegurðarblæ á þessar byggingar. Og því síður virðist smekk- vísin hafa verið á marga fiska hjá þeim, sem sögðu fyrir um þetta fyrirkomulag. Þá er enn eitt afbrigði sem vert er að geta um: Vatn til neyzlu og annara hluta er tekið utan húsa. Vatnspóstar tveir standa sinn við hvorn enda salernanna. Er þar stundum slæm aðstaða á vetrum þegar svell er í kring. Og harla þungan annmarka má telja það, að allt skólp verður að handfæra úr húsunum. 1 Pólnum eru íbúarnir nokkuð þétt settir í íbúðirnar, sem allar eru í minna lagi. 1 einni stofu og eldhúsi munu víðast vera 5—6 manns. Og dæmi mun til að þarna hafi í einní íbúðinni búið hjón með 10 börn. Þegar Suðurpóllinn var byggður, voru hús- in fyrst klædd að utan með tjörupappa. Og það var eigi fyr en mörgum árum seinna, að þau voru klædd með járni. Var pappinn þá svo af sér genginn og fúi kominn í alla undir- stokka, að ekki varð komist hjá endurbótum. Með þessu móti hafa þessar byggingar því orðið margfalt dýrari en þær annars hefðu þurft að vera. Tvennt er það, sem athuga mætti í sambandi við Suðurpólinn: Fólk það, sem þar hefir búið og býr enn, er fátækur verkalýður. Hins vegar hitt, að framkvæmdir eiga ráðendur Reykjavíkur. Er því tæplega unnt að álykta á annan vég en þann, að hér sjáist greinileg merki ■ óvirðingar í garð öreiganna.

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.