Verklýðsblaðið


Verklýðsblaðið - 28.06.1932, Blaðsíða 4

Verklýðsblaðið - 28.06.1932, Blaðsíða 4
Ekki eins eyris lannaMkrai. Frh. af 1. síðu. lausa sjómenn hér til þess að gerast verkíaUs- brjótar þar. Atvinnuleysingjamir andmæltu kröft- uglega. Loks var tillaga Jóhanns fcorin upp og greiddu atkvæði með henni 26, þar af rúmur heim- ingur útgerðarmenn. Hendur sjómanna lyftust um allan salinn til mótatkvæða, samtals um 80 manns. pá ærðist Jóhann og sleit fundi. Lína Kommúnistaflokksins um samfylkingu alls verkalýðs í baráttunni gegn atvinnuleysi og launa- árásum sigraði algjörlega á fundinum. Framsöguræða Jóhanns gekk út á að æsa sjómenn upp gegm landverkalýðnum og talaði hann um að jafna þyrfti launin: sem sé lækka landkaupið niður í þau smánarkjör, sem hlutaráðning kratanna hefir áskapað sjómönn- um. En á eftir talaði Jón Rafnsson og kvað nauðsyn á að jafna kaupið, en þá yrði að hækka sjómannakaupið upp í kaup landverka- manna og fyrir því vildi allur verkalýður berjast, að tryggja sjómönnum hátt lágmarks- kaup. Var þessu vel tekið. Fundur þessi ber skýrastan vott um hvem- ig fylgið hrynur alltaf af íhaldinu í Vest- mannaeyjum. Sendi verkalýðurinn íhaldshetju Moggans öfuga heim úr þessari herför. Norska auðvaldið fetar í fótsporin. Þegar ríkisauðváldið og útgerðarauðvaldið hefjast svo rækilega handa gegn sjálfsbjarg- arviðleytni íslenzku alþýðunnar, er svo sem auðvitað að útlenda auðvaldið hyggur gott til glóðarinnar að ræna og kúga að sama skapi. „Ægir“, eigandi Krossanesverksmiðjunnar, býður nú verkamönnum upp á 1.00 tímakaup og vill gefa 2.50 fyrir 150 kílóa síldarmál! Fylkir þessi alræmdi kúgari sér laglega inn í samfylkingu arðræningjanna, útlendu og inn- lendu, gegn íslenskum verkalýð. Gildir nú að verkalýður Glerárþorps og Akureyrar svari jafn skarplega og Siglufjörður og togarasjó- menn Reykjavíkur. Herðið baráttuna! Hlutverk Kommúnistaflokksins og al'ls stétt- víss og baráttufúss verkalýðs er nú að tengja kaupdeiluna við stjómmálin, beina baráttunni vægðarlaust að upphafs- og valdamanni auð- valdsárásarinnar, ríkisstjóminni. Kjörorð baráttunnar eru: Ekki eins eyris launalækkun! Atvinnu og atvinnuleysisstyrki! Burt með sultarstjóm auðvaldsins! Nesti. Þrátt fyrir öll innflutningshöft, erum við vel birgir af allskonar góðgæti í nestið. Drítandi Laugaveg 63. Sími 2393. Til BorgarfjarðarogBorgarness IFrá Reykjavík: Mánud. og fimmtud. kl. 10 f. h. Frá Borgarnesi: þriðjud. og föstud. kl. 1 e. h. Nýja Bifreiðastöðin Sími 1216. Saltkjöt fyrsta flokks á 65 aura kílóið í kjötbúðinni á Njálsgötu 23. Kommúnistaflokkur íslands boðar til opinbers mótmælafundar reykvískrar alþýðu gegn kaupkúgun, atvinnuleysi og rík- isstjóm auðvaldsins í Bröttugötu fimtudaginn 30. júní 1932. Ræðumenn: Guðjón Benediktsson, Gunnar Benediktsson, Haukur Björnsson, F.inar 01- geirsson o. fl. — Fundurinn er öllum verkalýð opinn og sérstaklega er skorað á alla þá, sem með Kommúnistaflokknum vilja berjast, að fjölmenna á þennan fund. ReykjavíkurdeUd K. F. I. Barnadagur A. S. V. sunnudaginn 3. júli A. S. V. fer ef veður leyfir með 500 verka- mannabörn í skemmtiför að Lækjarbotn- um í Mosfellssveit á sunnudaginn kemur. Nesti þurfa börnin ekki því þau fá mjólk og brauð á staðnum. Lagt á stað kl. 1 frá Lækjartorgi. Börn á aldrinum 6—12 ára geta sótt farseðla (ókeypis) á skrífstofu A. S. V. Aðalstræti 9 B (uppi) opin daglega kl. 5"-7. Fullorðnir verða að vera með börm um innan sex ára. , ■ er í Aðalstræti 9 B niðri. Þangað geta atvinnulausir verkamenn snúið sér. Nefndin skorar á alla verkamenn að láta henni upplýsingar i té viðvíkjandi atvinnuleysinu og kjörum atvinnuleysingja. Skrif- stofan er opin virka daga frá 10—12 f. h. og 5—7 e. h. Kaupfélag Verkamanna Vestmannaeyjum selur allar nauðsynjavörur alþýðu lægsta verði. Verkafólk! Verzlið við Kaupfélag Verkamanna. Hinn eini rétti bætir kafifid G. S. Sími 1290 MUNIÐ EFTIR LESHRINGUNUM: Þriðjudögum kl. 8—9: Uppbygging sósíalismans og heimskreppan. Miðvikudögum kl. 8—9: Saga sósíal- ismans. Utanflokksmenn fá einnig að taka þátt í leshringunum. Staðurinn er Aðalstræti 9 B. Munið ad borga V erklýðslbladid VERKLÝÐSBLAÐIÐ. ÁhyrgOarm.: Brynjólfur Bjamason. — Árg. 5 kr., 1 lauaasðlu 15 aura eintakiö. — Utanáskrift blaös- ins: Verklýöablaðíö, P. O. Box 761, Reykjavik. Afgreiðsla Aðalstræti 9 B. Sími 2184. Prentsmiöjan Acta.

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.