Verklýðsblaðið


Verklýðsblaðið - 01.12.1932, Blaðsíða 2

Verklýðsblaðið - 01.12.1932, Blaðsíða 2
sem hlutverk sósíaldemókratanna, sem erind- reka auðvaldsins meðal verkalýðsins hefir ekki verið rétt skilið. Sósíaldemókratiska for- ustuliðið er nú þjóðfélagsleg höfuðstoð auð- valdsins á íslandi, eins og víðasthvar annars- staðar. Kreppan neyðir krataforingjana til að kasta grímunni og „endurbótapólitík" .þeirra snýst upp í meira eða minna dulklædda baráttu gegn öllum hagsmunakröfum verka- íýðsins, vegna þess að eftir því sem kreppan harðnar verður hin daglega hagsmunabarátta verkalýðsins stöðugt byltingasinnaðri og stefnir út fyrir auðvaldsskipulagið, verður þáttur í undirbúningi hinnar sósíalistisku byltingar. Hinsvegar er það hlutverk sósíal- demókratabroddanna, að „endurbæta" auð- valdsskipulagið og vemda það. Það er því nauðsynlegt skilyrði fyrir sig- ursæla baráttu verkalýðsins, að þáð takist að einangra kratabroddana og skapa trausta samfylkingu kommúnistisku, sósialdemókrat- isku og flokkslausu verkamannanna í hags- munabaráttunni í fagfélögunum, verkalýðs- félögunum og á vinnustöðvunum. 1 skipulagsályktuninni er aðaláherzlan lögð á að snúa sér að því af alefli að skipuleggja allan flokkinn í virkar sellur, ekki vélrænt eða eftir bókstafsformum, heldur til þess að gera alla flokksmenn virka í daglegu starfi. Hið pólitíska og hið skipulagslega verður að haldast í hendur. — Bolsévikaflokkur verður að hafa bolséviskti'skt skipulag. Og bolsé- ■visktiskt skipulag er óhugsandi nema í flokk, sem raunverulega rekur bolsévisktiska pólitík og beitir bolsévisktiskum starfsaðferðum. Höfuðáherzluna verður að leggja á að koma upp virkum vinnustöðvasellum á þýðingar- mestu vinnustöðvunum. Þungamiðjan, sem hin pólitísku og skipulagslegu verkefni snúast um, er hin sama: Að flytja starfið út á þýð- ingarmestu vinnustöðvamar og inn í þýðing- armestu verkalýðsfélögin og fagfélögin. Ályktanir þingsins og sú lína, sem þar hef- ir verið mörkuð, verður umfram allt að verða sameign flokksins. Þingtíðindi verða gefin út bráðlega, þar sem birtar verða allar sam- þykktir þingsins. Allar þessar samþykktir þarf að ræða vandlega í öllum deildum og sellum flokksins. Fullvissir um það, að með þessu þingi sé stigið stórt skref í áttina til þess að gera flokk okkar að sönnum Bolsévikaflokk, tökum við til starfa í anda þingsins. Mötuneytið í Franska spítalanum hefir nú verið starfrækt hátt á annan mán- uð, og hafa aldrei verið veittar nema 6 mál- tíðir á viku, — enginn matur á sunnudögum. Borðar þar fjöldi manns, sem hefir ekkert annað til að nærast af en þessar máltíðir, — fá engan mat frá því um miðjan laugardag og þar til á mánudag. — Nú hafa verkamenn þeir og verkakonur, sem borða þar, gert kröfu til þess að fá mat alla daga og einnig tvær máltíðir á dag. Það er sama krafán og at- vinnuleysingjanefndin stillti upp í haust og samþykkt hefir verið á atvinnuleysingjafundi. Nefndin hefir enn ekki gefið svar og þykist óviðbúin að svara án samþykkis bæjarstjóm- ar. Kemur hér í ljós það, er Gunnar Benedikts- son sagði á safnaðarfundinum í haust, að söfn- uðumir væru látnir taka matgjafirnar að sér, til þess, að bærinn gæti skotið sér á bak við þá með vanrækslu þeirrar skyldu, sem bæjar- stjórnin var þó búin að viðurkenna með sam- þykkt um að gangast fyrir mötuneyti í vetur. En verði kröfu mötuneytenda ekki sinnt, þá mega forráðamenn mötuneytisins vita það, að málið verður ekki látið niður falla og verka- }nenn þeir og verkakonur, sem borða í Franska spítalanum standa ekki einangraðir og hjálp- arlausir uppi með kröfur sínar. E. S. P. Þýzkukennsla Kommúnistaflokksins byrjar aftur í Bröttugötu (minni salnum) á sunnu- daginn kl. 1. Áríðandi að menn mæti stund- víslega. Launabarátta sjómanna í Vestmannaeyjum Síðasta sjómannakaupdeila í Vestm.eyjum — s. 1. vetur — er sérstaklega minnisstæð og lærdómsrík fyrir tvennt: í fyrra lagi fyrir það hve verkalýður úr ýmsum áttum víðsveg- ar utan af landinu, mitt í hinum ömurlegustu kringumstæðum og útliti, getur sýnt hinn frábærasta samtakaþroska og þrautseigju. f öðru lagi fyrir það hve íslenzkt auðvald hefir eignast skæðan og hættulegan fulltrúa þar sem stjórn Alþýðusambandsins og verka- málaráðið eru, í árásum þess á samtök verka- lýðsins. Þrátt fyrir það að hinir reyndari verka- menn og sjómenn í Vestm.eyjum, sem ár eftir ár höfðu staðið kratabroddana að svik- um, bæru ekki hið minnsta traust til stjómar Alþýðusambandsins í þessu tilfelli, var samt fjöldi sjómanna sem hér áttu hlut að máli — en þó sérstaklega aðkomumenn — sem töldu það hinn mesta ávinning að Alþýðusambandið stæði með, sem „vitanlega enginn skyldi efast um“, þar sem sjómannafélagið var meðlimur í því síðan veturinn 1930—31. Og svo kom reynslan. Skeytasendingar gengu, samkvæmt kröfum sjómanna, til stjórnar Alþýðusambandsins, daglega og jafnvel oft á dag, þar sem sjó- menn óskuðu og jafnvel kröfðust loksins að Alþýðusambandsstjórnin gerði nú eitthvað, sérstaklega í sambandi við hinn geigvænlega fólksflutning í bæinn á meðan deilan stæði yf- ir, en allt varð árangurslaust. Stjórnarmeð- limir Alþýðusambandsins létu sér ekki nægja að svíkjast um að gera það sem þeim bar skylda til fyrir sjómannasamtökin, heldur sögðu þeir sjómönnum Reykjavíkur og ann- ara staða, að hér væri aðeins um að ræða „æsingar nokkurra kommúnista" í Vest- mannaeyjum og lugu í þokkabót frammi fyrir hinum félagsbundna verkalýð annara staða, til að fyrirbyggja samúðarbaráttu hans með sjómönnum Eyjanna, og til að af- saka svikáemi sína, að „Sjómannafélag Vest- rnannaeyja væri ekki í Alþýðusambandinu“ — að það væri fjandsamlegt sjómönnum annara staða og þessvegna væri rétt að láta það eitt og afskiftalaust um þessi mál. Á sama tíma hafði fulltrúi bankaauðvaldsins og forseti Al- þýðusambandsins það í hótunum, að ekki yrði gert út í Eyjum ef sjómennirnir þar ekki gengju að kaupkúgunarkröfum stóratvinnu- rekenda. Þannig fengu broddar Alþýðusam- bandsins því til vegar komið, að sjómenn urðu að aflýsa kaupdeilunni þegar aðeins vantaði herzlumuninn á að fullkominn sigur fengist, þar' eð sýnilegt var að með sama á- framhaldi myndi bærinn fyllast af atvinnu- lausu fólki, sem yrði svo, hundruðum saman, afskift vertíðaratvinnunni og hefði ekkert fyrir sig að leggja. Útkoman varð því sú, að sjómenn og verkalýður Eyjanna náðu ekki fullum sigri, en að stjórn „Alþýðusambands- ins“ og stóratvinnurekendur héldu velli að miklu leyti. í þeirri allsherjarlaunaárás á verkalýðinn, sem íslenzkt auðvald ásamt kratabroddum höf- uðstaðarins er nú að undirbúa, eru einmitt Vestm.eyjar einn næsti og fyrsti þátturinn. Eins og það er fyrirfram víst, að auðvaldið mun einskis láta ófreistað til að kúga niður kaupið á næstu vertíð og ennfremur augljóst eftir hið síðasta Alþýðusambandsþing, að stjórn Alþýðusambandsins mun verða eins og „tíkin tilbúin“ í hverskyns auðvaldsþjónustu á hendur samtökum verkalýðsins — eins víst er það, að verkalýður Eyjanna til sjós og lands mun búa sig enn betur á grundvelli þeirrar reynslu, sem fékkst í fyrra á svik- semi „Alþýðusambandsins“ undir þá baráttu sem nú fer í hönd. Sjómannafélag' Vestmannaeyja, sem er eitt þeirra mörgu verkalýðsfélaga, sem kratafor- ingjamir útilokuðu frá þátttöku á síðasta Al- þýðusambandsþingi, fyrir það eitt að tilheyra allsherjarsamfylkingu verkalýðsins í dægur- baráttunni við auðvaldið og fulltrúa þess, án tillits til stjórnmálaskoðana, mun ekki að þessu sinni varpa trausti sínu á Alþýðusam- bandsbroddana, heldur fyrst og fremst snúa sér til verkalýðsins sjálfs um allt land, bæði innan og utan Alþýðusambandsins. Það mun snúa sér beint til þeirra manna innan Dags- brúnar og Sjómannafélags Reykjavíkur, sem á sínum tíma knúðu fram með samtakaafli sínu, 1 verkföllum, dægurkröfur sínar, þeirra sem með atkvæðasamtökum sínum hafa skap- að Jóni Bald., Haraldi, Ólafi, Héðni o. fl. að- stöðu til að verzla með velferðarmál verka- lýðsins við auðvaldið og koma sjálfum sér í hátt verð — þeirra manna, sem kratabroddar Sjómannafélags Reykjavíkur ofurs'eldu gróða- hít Kveldúlfs með hinum svívirðilegu kaup- lækkunarsamningum s. 1. vor á togurunum og sem kostuðu hvern sjómann 400—600 króna tap þessa tvo mánuði sem haldið var út. Sjómannafélag Vestmannaeyja mun snúa sér til þeirra þúsunda verkalýðs og sjómanna | í Reykjavík, sem 9. þ. m. — gegn vilja krata- ! broddanna — hrundu af sér kylfuhöggum Reykjavíkur-auðvaldsins og unnu glæsilegan 1 sigur — þrátt fyrir það að Héðni Valdimars- ! syni og fleiri kratabroddum Alþýðusambands- i ins tækist að ræna ávöxtum sigursins frá ! verkalýðnum og gera hann að verzlunarvöru fyrir sjálfa sig aðfaranótt hins 10. þ. m. — i Allir þessir menn eiga sameiginlegra hags- rnuna að gæta með sjómönnum Eyjanna, gegn auðvaldinu og kratahöfðingjunum. Öllum þess- í om mönnum er það nú að verða betur og betur ljóst, eins og verkalýð Eyjanna, hvílík höfuð- stoð auðvaldsins krataforingjarair eru og hví- líkt skálkaskjól kaupkúgunar og verklýðssvika „Alþýðusamband" Ólafs Friðrikssonar og Héðins er. Þessvegna er tími til þess kominn að verkalýðurinn sjálfur taki málin í sínar hendur, búi sig undir hinar næstu yfirvofandi árásir auðvaldsins nú um nýárið og taki nú höndum saman um allt land, þrátt fyrir and- stöðu kratabroddanna. Næsta sjómannakaupdeila í Vestmannaeyj- um snertir ekki aðeins hagsmuni alls þess fjölda vinnandi lýðs, sem til Eyjanna kemur, heldur einnig alls verkalýðs á íslandi, þvi að ef auðvaldinu tekst að brjóta samtökin þar á bak aftur að þessu sinni, verður það not- að óspart af atvinnurekendum og fulltrúum þeirra úti um landið, krataforingjunum, til að knýja niður kaup verkalýðsins. Þess vegna verður verkalýður allra staða að tengjast allsherjar samfylkingu, án tillits til stjórnmálaskoðana og án tillits til þess hvort hann er félagsbundinn eða ekki, út í dægur- baráttuna gegn atvinnuleysi og launakúgun. Eitt af því sem næstu mánuðina verður að tengjast dægurbaráttu verkalýðsins allsstaðar á landinu, er baráttan fyrir því að enginn verkamaður eða sjómaður hreyfi sig eða ráði sig til Vestmannaeyja fyr en Sjómenn í Eyj- um hafa fengið fram kaupkröfur sínar og kaupgjaldssamningar hafa verið undirskrifað- ir. Verkalýðurinn verður að kjósa sér sam- fvlkingarnefndir og -lið á hverri vinnustöð til sjós og lands, án tillits til stjómmálaskoðana, svo og meðal atvinnuleysingjanna, til að leiða og skipuleggja þessa baráttu, sem verður að stefna að því jafnframt, að verkalýðurinn skapi sér baráttuhæft verklýðssamband um a)lt land, þar sem atvinnurekendur og fulltrú- ar þeirra, kratabroddamir, eru gersamlega útilokaðir frá öllum áhrifum á verklýðssamtök- in og verkalýðurinn sjálfur hefir ráðin. Þetta er eitt af fyrstu og næstu verkefnun- um sem bíða verkalýðsins hér á landi, eitt grundvallarskilyrði þess að íslenzkur verka- lýður geti á næstu tímum staðizt árásir auð- valdsins á lífskjör hans og gert sig hæfan til að ráða niðurlögum á auðvaldinu fyrir fullt og allt og að taka völdin í sínar hendur að dæmi rússneska verkalýðsins. En þetta er líka leið- in, sem hið eina forustulið verkalýðsins vísar honum, Kommúnistaflokkurinn. Jón Rafnsson.

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.