Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 10.01.1933, Blaðsíða 3

Verklýðsblaðið - 10.01.1933, Blaðsíða 3
Nýjar málshöfðanir Fimmtán ákærðir út af 7. júlí Tveir í Vestmannaeyjum Eins og skýrt hefir verið frá hér í blaðinu, ákvarðaði dóms- málaráðuneýtið, að undang'enginni „rannsókn“ Kristjáns Kristjáns- sonar lögfræðings, rétt fyrir jól- in, að höfða mál á móti 17 mönn- um, sem þátt áttu í kröfugöngu atvinnuleysingja og annaraverka- manna á bæjarstjórnarfund þ. 9. nóvember síðastliðinn og með þeim börðust móti launalækkun- inni. Nú hefir Ólafur Þorgrímsson lögfræðingur einnig lokið við sína „rannsókn“ út af kröfufundi atvinnuleysingja í tilefni af bæj- arstjómarfundinum 7. júlí í sum- ar. En eins og mönnum mun vera í fersku minni, byrjaði sú „rann- sókn“ í júlílolc með því að nokkr- ir menn og ein kona voru úr- skurðuð í tugthús upp á vatn og brauð vegna þess að þau virtu rannsóknardómara yfirstéttarinn- ar ekki svars. Dómsmálaráðuneytið hefir nú ákveðið málshöfðun móti 15 mönnum vegna þátttöku þeirra í atvinuleysingjabaráttunni 7. júlí í viðbót við hina 17, sem ákærðir eru út af 9. nóvember. Þessir 15 eru: Einar Olgeirsson, Guðjón Einarsson, Haraldur Knudsen, Haukur Bjömsson, Hjörtur B. Helgason, Indíana Garibaldadóttir, Jens Figved, Kristinn Áraason, Matthías Arnfjörð, Runólfur Sigurðsson, Sigríður Jónsdóttir, Sigurjón Á. Ólafsson, Tryggvi E. Guðmundsson, Þorsteinn Pétursson, Þóroddur Þóroddsson. Það verður ekki komizt hjá því að geta þess í sambandi við rann- sókn Ólafs Þorgrímssonar og málshöfðunina út af 7. júlí, að hann hefir nú í heilt ár haft fyr- irskipaða sakamálsrannsókn á hendur Kveldúlfsforstjórunum með höndum, vegna sviknu síld- armálanna á Hesteyri. Af þeirri rannsókn heyrist ekki eitt orð. Ætti samanburðurinn á þessu tvennu að sýna öllum almenningi í landinu hvers eðlis „réttvísi" ráðandi stéttar er. Auk þeirra, sem ákærðir eru í Reykjavík vegna þátttöku í bar- áttu atvinnuleysingjanna fyrir lífinu eru 2 ákærðir í Vestmanna- eyjum af alveg sömu ástæðum. Það eru þeir: Isleifur Högnason og Jón Rafnsson. Verkamenn um allt land verða ; að gera sér það ljóst, hvað þess- ar ákærur þýða. Þær þýða það, að það á að stimpla þá menn sem glæpamenn, sem berjast fyrir þvi ; að verkalýðurinn geti lifað þolan- I legu lífi. Skipulagið, sem við eig- um við að búa, getur ekki tórað á öðru en algerðu hungri undir- stéttarinnar. Ef hún rís upp, er það búið að vera. Um allt land munu hinar vinn- andi stéttir mótmæla þessari ósvífni. Hér í Reykjavík verður haldinn mótmælafundur miðviku- dagskvöldið 11. janúar kl. 8V2 e. h. Fjölmennið á þann fund! HKötnneyti safnadanna. t sumar, þegar kosningar voru framundan og allir þóttust bera umhyggju fyrir atvinnuleysingj- unum, þá var samþykkt af bæj- arstjórn Reykjavíkur, að bærinn ræki fátækramötuneyti á einum eða fleiri stöðum í bænum eftir því sem þörf krefði. Framkvæmdir þessarar sam- þykktar voru hafnar með því, að forseti bæjai-stjómar Reykjavík- ur, Pétur Halldórsson, kom að máli við trúhræsnisbræður sína, leiðtoga í safnaðarmálunum hér í Reykjavík, Sigurbirnina í Ási og Vísi og aðra slíka íhaldsjálka og mæltist til þess að söfnuðurnir tækju að sér þetta mötuneyti og var í tilefni af því boðaður sam- eiginlegur fundur dómiíirkju og fríkirkjusafnaðanna, sá er fræg- astur hefir orðið að endemum allra safnaðarfunda í Rvík cg þótt víðar sé leitað. Þá benti ég á það, að þetta myndi til þess gert, að losa bæinn við ábyrgð á framkvæmd samþykkta sinna og lagði áherzlu á það, að söfnuð- imir tækju ekki starfræksluna að' sér, nema þeir hefðu tryggingu fyrir því, að bærinn legði fram fé nægilegt til þess, að hægt væri að veita fullkomið fæði fjölskyld- ■bbma— um atvinnuleysingja og annara er þörf hefðu þessarar hjálpar. Þessi aðvörun mín var þöguð í ! hel, en tillaga kom frá verka- ' manni einum, að ég yrði kosinn í nefndina. Þá æstust þeir Ást- j valdur í Ási, Ásmundur dósent ■ og Jón Pálsson fyrverandi píanó- i kaupmaður og bankagjaldkeri, j með þeim fádæmum, að hið heil- aga guðshús var svo saurgað af j óguðlegum munnsöfnuði, að séra j Árni mun hafa haft við orð, að j þess mundi vera full þörf að j vígja kirkjuna að nýju. Fundar- j reglur allar voru brotnar, fund- ; arstjórinn, Sighvatur greyið toll- j þjónn, gerður að kvikindi og með 1 því var komið í veg fyrir það, að ég kæmist í nefndina og gæti j barizt þar fyrir kröfum atvinnu- j leysingjanna. Og svo tók mötuneytið til starfa. Og það sýndi sig brátt, að mötuneytisnefndin leit á það sem höfuðskyldu sína, að halda í ; mat við þá, er til mötuneytisins j veittar aðeins 6 máltíðir í viku j — miðdegisverður alla virka j daga, en sunnudaga skyldu menn nærast á munnvatni sínu og guðsblessun, og þótti sumum þunnur kosturinn. Ef spurt var, hví menn fengju eigi mat á sunnudögum, þá var því svarað, að hann yrði veittur, þegar Alraennur yerkalýðsfundur um yinuudeilurnar og réttarofsókairnar verður haldinn í fundarsalnum 1 Bröttugötu miðvikudaginn 11. janúar kl. 81/2 síðd. UMRÆÐUEFNI: Atvinnuleysisbaráttan og launadeilurnar: Hjalti Ámason. Járnsmiðaverkfallið: Loftur Þorsteinsson. Vitnaleiðslurnar og svardagarnir í „Steininum“: Guðjón Benediktsson. Málshöfðanir móti verkalýðnum og Kommúnistaflokknum: Stefán Pétursson. Rauð hjálp: Einar Olgeirsson. Verkamenn! Fjölmennið á þennan fund. KOMMÚNISTAFLOKKUR ÍSLANDS. nefndin hefði sannfærst um, að í bænum væru menn, sem þörfn- uðust hans. Þegar líða tók á nóvembermán- uð, spurði ég Ástvald að því í á- heyrn allmargra mötunauta, hvenær við ættum að fá sunnu- dagamatinn. Svaraði hann skömmum einum og skætingi, en lýsti þó yfir, að ef einhver væri sá, er þarfnaðist matar á sunnu- dögum, þá bæði hann að gera sér aðvart. Þetta hafði þau áhrif, að tveim dögum síðar var nefnd- inni afhentur listi með undir- skrift 80 mötunauta, þar sem krafist var tveggja máltíða alla daga vikunnar. Vildu sumir einn- ig krefjast þess, að veitt væri kaffi- með brauði einu sinni á dag, þar sem vitanlegt var, að mötuneytinu hafði verið gefið bæði kaffi og brauð, en þau hnoss höfðu aldrei borið fyrir augu atvinnuleysingjanna, sem borða þar. En frá þeirri kröfu var fallið fyrir beiðni tveggja nefndarmanna, sem tóku vel í það, að hinum kröfunum skyldi vera fullnægt. Voru þó margir mötunautanna, sem erfiðast eiga, sem ekki vildu skrifa undir kröf- umar. — Það voru þeir menn, sem langvarandi örbirgð hefir beygt til nægjusemi og þakk- látssemi fyrir hvern brauðmola, sem fellur af borði auðvaldsins, líta á máltíðimar sem náðar- brauð og finnst ekki rétt að heimta svona mikinn mat. Kröfur þessar höfðu þann á- rangur, að með desembermánuði var farið að veita mat á sunnu- dögum. En kvöldmaturinn kom ekki. Var mjög mikið deilt um það innan nefndarinnar hvort kvöldverð skyldi veita, og skift- ist aðalnefndin í tvo nokkurn- veginn jafna hluta. Var málinu vísað til framkvæmdarnefndar- innar, sem stjórnast algerlega af stráktippinu Gísla í Ási, sem lagðist alveg á móti því, að kvöldverðurinn væri veittur. Þó var aldrei gefið algert afsvar og það var alið á málinu, þar til um áramótin, að Gísli gaf það upp, að sér væri ekki kunnugt um neinn, sem þarfnaðist kvöld- verðar. Þá var aftur leitað undir- skrifta meðal mötunauta, og gáfu 60 sig fram, sem töldust hafa brýna þörf fyrir kvöldmat. Und- irskriftimar voru ekki fyr byrj- aðar, en Gísli kom inn í salinn og bað þá, er kvöldmat þættust þurfa, að gefa sig fram. Og nú er farið að veita kvöldmat, — en ekki í Franska spítalanum, heldur suður á Elliheimili. Þetta hefir unnist á fyrir það, að mötunautar hafa sameinast um að bera kröfur sínar fram. En þær hafa enn ekki verið upp- fylltar nema að nafninu til. Er rétt að geta þess, að nú er farið að reka úr fæði menn, sem áður hafa borðað þar. Nú fær enginn verkamaður fæði þann tíma, sem hann hefir atvinnubótavinnu, og það þótt ekki sé það nema ein vika í mánuði. Liggur þó í aug- um uppi, hvort ekki muni þörf fyrir þá litlu upphæð, þótt ekki þurfi þeir að fara í fæðispen- inga. Og aðeins örfáir hafa sótt kvöldmat í Elliheimilið, því að Gísli hefir ekki tilkynnt kvöld- matinn nema aðeins einu sinni yfir borðum, þegar aðeins fáir voru við, og heyrðu þó ekki allir hvað hann sagði. Engin auglýs- ing er fest upp um þetta efni og Gísli telur sér ekkert skylt að taka tillit til undirskriftanna á þann hátt, að hafa tal af þeim, sem undir hafa ritað. Og svo er farið með kvöldmatinn lengst vestur í bæ, til þess að það sé sem erfiðast að sækja. Nefndin lítur á hlutverk sitt sem fulltrúi auðvaldsins, til að spara við verkalýðinn. Hún ber við féleysi, en hefir engar kröfur gert til bæjarins um neina verulega hjálp. Mötuneyt- inu er komið á til að sefa óá- nægjuöldumar í brjósti verka- lýðsins, og svo reiðir voru nefnd- armenn út í kröfurnar um meiri mat, að mér var vísað úr kost- inum fyrir það, að beita mér fyrir samtökunum. En þeir þora ekki að setja þvert nei við kröf- unum. Til þéss eru þeir af hug- lausir, eins og hreinræktuðum trúhræsnurum sæmir. — En kröfunum verður að halda áfram. Þess verður að krefjast, að verkamennirnir fái einnig fæði þá vikuna, sem þeir hafa vinnu. Þess verður að krefjast, að kvöldmatur sé veittur inn í Franska spítala fyrir þá, er í Austurbænum búa og erfitt eiga að fara langt. Og umfram allt verða verkamenn að finna, að það er skylda þeirra við fjölskylduna og stéttina, að kynoka sér ekki við að hirða þessa sultarmola, sem leka út úr greipum auðvalds- ins. Verður svo ekki meira um þetta sagt að sinni, en vera mætti að síðar gæfist tækifæri til að fara nokkrum orðum um það, hvernig með það fé muni farið, sem til' mötuneytisins er gefið og fleira af því tagi. Gunnar Benediktsson.

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.