Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 20.06.1933, Blaðsíða 2

Verklýðsblaðið - 20.06.1933, Blaðsíða 2
inu útrýmt og kjör v^rkamanna og bænda bætt stórkostlega. Takmarkið, sem stefnt er að, er: Fullkomið félagslegt frelsi og þjóðfrelsi íslenzku alþýðunnar! Útstrikun skuldanna við er- lenda auðvaldið! Tafarlaus aðskilnaður við Dan- j mörku. Sköpun sósíalismans að dæmi Sovét-ríkjanna! Vináttu- og verzlunar-bandaJag við Sóvétríkin! Verkamanna- og bændastjórn á íslandi. Kommúnistaflokkur Islands. ■ ■ Oryggisleysið á vinnustððvunum- Glæpsamleg vanræksla byggingarmeistara verð- ur einum verkamanni að bana. S. 1. miðvikudag vildi það til við hús, sem er í smíðum við j Öldugötu, að lyftupallur frá hrærivél féll niður og lenti á ein- j um manninum, sem lét í hrærivél- ina, Páli Finnbogasyni, Grettis- götu 43 A, og meiddist hann svo ógurlega, að hann lést samdæg- urs. Var sérstök heppni, að ekki meiddust fleiri. Sá er stóð uppi á pallinum og tók á móti löguninni, slapp með naumindum inn á loft- ið, og sá, er tók úr hrærivélínni, komst undir hana og sakaði ekki. Ekki hefir nein rannsókn farið fram út af þessu hræðilega atviki svo blaðið viti til, enda mun hin borgaralega löggæzla hafa um annað að hugsa en >að hvernig verkamenn hrökkva upp af. Og borgarablöðin tala svo lítið um þetta slys, sem þau geta. Þau vilja ekki gera sig sek um það, að vekja eftirtekt á svona glæp- samlegu athæfi, sem hér hefir átt sér stað, þar sem nokkra króna hagnaður atvinnurekend- anna lagði líf og limi verkamann- anna á fórnarstallinn með köldu blóði. Frágangur lyftupallsins var svo lélegur, að hann var hvergi festur við húsið og lét allur til fyrir Vindi og átökum lyftunnar, fyrir augunum á byggingarmeist- aranum og byggingarfulltrúa bæj- arins, athugasemdalaust. Verkamenn! Krafa okkar við- víkjandi þessu glæpsamlega at- viki verður að vera: Fullkomin rannsókn á slysinu og ábyrgð á hendur þeim manni, er þetta verk hafði með höndum, og að hann verði sviftur réttindum til að standa fyrir byggingum fi-am- vegis. Þegar slysið varð við Þjóðleik- húsið í fyrra, krafðist Verklýðs- blaðið þess, að málið yrði rann- sakað. Því var ekki sinnt. 1 kjöl- far þessarar óverjandi yfirhilm- ingar, kemur svo þetta slys. Fleiri munu á eftir koma, ef ekki verður tekið í taumana. Þetta atvik sýnir okkur ljóst nauðsynina á samtökum verka- mannanna á hverjum vinnustað — vinnustöðvarsamtök, er sýni þann styrkleika, að atvinnurek- andinn getur ekki leyft sér hvaða ósvífni sem er gagnvart verka- r. önnunum. Atvinnuleysið. Síðastliðinn miðvikudag héldu samfylkingarsamtök sjómanna og hafnarverkamanna fund til þess að ræða atvinnuleysið í bænum, kröfur atvinnuleysingja og skipulagningu á baráttu þeirra. Fundurinn var á einu máli um baráttu fyrir þeirri sjálfsögðu réttlætiskröfu verkalýðsins, að allir atvinnuleysingjar fái vinnu eða fullnægjandi atvinnuleysis- tryggingu og styrki. Sem næstu sporin í atvinnuleysisbaráttunni áleit fundurinn skipulagning á baráttunni fyrir eftirfarandi stundarkröfum: 1. Að hafin sé þegar atvinnu- bótavinna fyrir a. m. k. 400 manna. 2. Að bærinn setji þegar á stofn ókeypis mötuneyti fyrir at- vinnuleysingja. Ennfremur var rætt um nauð- synina á ókeypis útbýtingu þeirra matvæla (fisk o. fl.), sem nóg er til af í landinu í höndum auðmannanna. Samfylkingarsamtökin ákváðu að boða til almenns atvinnuleys- ingjafundar á miðvikudaginn 21. þ. m. til þess að taka endanlegar ákvarðanir um kröfur atvinnu- leysingjanna og baráttuna fyrir þeim í samráði við sem flesta at- vinnuleysingja. Það er því alveg knýjandi nauðsyn að sem flestir atvinnuleysingjar mæti á fundin- um og ræði um málefni sín. Atvinnuleysingjar! Vinnuleysið er þegar orðið meira en á sama 'tíma í fyrra. Með aðstoð hins nýstofnaða stéttarhers atvinnu- rekendastéttarinnar hyggst auð- valdið að bæla niður kröfur ykkar um vinnu. Og hið aukna atvinnu- leysi ykkar og skort ætla atvinnu- rekendur að notfæra sér til þess Farið ekki úr bænum án þess að kjósa. Allir þeir, sem hafa í hyggju að fara úr bænum fyrir kjördag þann 16. júní geta nú þegar kos- ið. Kosning fer fram í miðbæjar- barnaskólanum daglega klukkan 10—12 og 1—5 (sbr. augl. lög- manns á öðrum stað í blaðinu). Látið ekki dragast fram á síð- asta dag að greiða atkvæði. Skrifstofa B-listans í Bröttu- að ráðast á laun verkalýðsins í landinu yfirleitt. Ríkisauðvaldrð hefir riðið á vaðið og lækkað stór- kostlega laun vegavinnumanna. Útgerðarmenn eru nú að undir- búa launaárás á kjör alls verka- lýðs á sjó og landi við síldar- vinnu. Til þess að koma fram kröfum sínum og hindra launalækkunar- tilraunir atvinnurekenda, þurfa atvinnuleysingjar og vinnandi verkalýður að taka höndum sam- an og skapa virkilega baráttu- samfylkingu. Lærdómamir frá 9. nóv. f. ár sanna okkur það, að samfylkingarbarátta verkalýðsins er eina leiðin sem tryggir sigur- vænlegan árangur. Að sama skapi og ríkisvaldið og atvinnurekendur eru nú betur vopnaðir (ríkislög- reglan o. s. frv.) heldur en í fyrra, að sama skapi verður verkalýðurinn nú að treysta fylk- ingar sínar og mynda stærri og öflugri samfylgingu í baráttunni en nokkru sinni fyr. Hver einasti samfylkingarmað- ur verður að skoða það sem skyldu sína að taka virkan þátt í því, að skipuleggja þá samfylk- ingarbaráttu, sem framundan er, með því að sýna stéttarbræðrum sínum — atvinnuleysingjum og verkamönnum á vinnustöðvunum — fram á, að þeir verði einnig að taka þátt í baráttu stéttar sinnar gegn atvinnuleysinu og árásum atvinnurekenda á lífskjör verkalýðsins. Á atvinnuleysingjafundinum á morgun , (21. þ. m.) þurfa at- vinnuleysingjar að fjölmenna. A þeim fundi verður að hefja skipu- lagningu á baráttu atvinnuleys- ingjanna fyrir vinnu, en gegn yf- irvofandi árásum auðvaldsins á lífskjör verkalýðsins. Samfylkingarmaður. götu (Sími 2184) gefur allar nán- ari upplýsingar viðvíkjandi kosn- ingunni. Þið, sem vitið af mönnum, sem fara úr bænum fyrir kjördag eruð beðnir að gefa skrifstofunni j upp nöfn þeirra og aðstoða við að ! láta þá kjósa. j Kjósið B-listann — lista Komm- i únistaflokksins 2184 •z simi VerklýðsblaBsIn*. Bókadeild Menningarsjóðs. Hin nýja bók Ðr. Einars Ól. Sveinssonar: U m N j á 1 u bost hjá bóksölum. er se-lja bickur Menn- ingarsjóös. Verð ób. 10 ki\, en 14 kr. í fióöu skimibandi, oir 18 kr. i vönduðu skinubnndi. Aöalútsala iij i : E. P. BRIE Framboð flolclcanna við Alþingiskosningar 16. Júlí. Reykjavik: B-listi (K.): Brynjólfnr Bjamason, Guðjón Benediktsson vkm., Guðbrandur Guðmundsson vkm., Stefán Pétursson. A-listi (A.): Héðinn Vald., Sigurj. Ólafsson, Jónína Jóna- tansd., Sigurður Ólafsson. C-Iisti (S.): Jakob Möller, Magnús Jónsson, Pétur Halldórsson, Jóhann Möller. — Hafn- arfjörðnr: Bjöm Bjamason vkm. (K.), Kjartan Ólafsson (A.), Bjami Snæ- bjarnarson (S.). — Gullbr.-Kjósars.: Hjörtur Helgason vkm. (K.), Guð- brandur Jónsson (A.), Klemens Jóns- son (F.), Ólafur Thors (S.). — Borg- arfjarðars.: Sigurjón Jónsson (A.), Jón Hannesson (F.), Pétur Ottesen (S.). — Mýrasýsla: Matthías Guð- bjartsson vkm. (K.), Hallbjörn Hall- dórsson (A.), Bjami Ásgeirsson (F.), Torfi Hjartarson (S.). — Snæfellsnes- Hnappad.s.: Jón Bald. (A.), Hannes Jónsson (F.), Thor Thors (S.), Arthur Guðmundsson og Óskar Clausen ut- anflokka. — Dalasýsla: þorst. Briem (F.), þorst. þorst. (S.). — Barða- strandars.: Andrés Straumland (K.), Páll þorbjörnsson (A.), Bergur Jóns- son (F.), Sig. Kristjánsson (S.) — Vestur-Ísaíj.: Gunnar Magnússon (A.), Ásgeir Ásg. (F.), Guðm. Benedikts- son (S.) — Ísaíjörður: Jón Rafnsson sjóm. (K)., Finnur Jónsson (A.), Jó- hann þorsteinsson (S.). — Norður- ísafj.: Halldór Ólafsson vkm. (K.), Vilmundur Jónsson (A.), Jón Auð- unn Jónsson (S.). — Strandasýsla: Tryggvi þórhallsson (F.). — Vestnr- Húnav.s.: Ingólfur ' Gunnlaugsson vkm. (K.), Hannes Jónsson (F.), þór- arinn Jónsson (S.). — Austur-Húna- v.sýsla: Erling Ellingsen (K.), Guðm. Ólafsson (F.), Jón Pálmason (S.). — Skagafjarðars. Elísabet Eiríksdóttir, Pétur Laxdal (K.), Guðjón Baldvins- son (A.), Steingrímur Steinþórsson, Brynleifur Tobíasson (F.), Magnús Guðm., Jón Sigurðsson (S.). — Eyja- ijarðars.: Gunnar Jóhannsson vkm, Steingrímur Aðalsteinsson vkm. (K.), Felix Guðmundsson, Jóh. F. Guðm. (A.), Bernharð Stefánsson, Einar Árnason (F.), Einar Jónasson), Garð- ar þorst. (S.) — Akureyri: Einar 01- geirsson (K.), St. Jóh. Stefánsson (A.), Árni Jóhannsson' (F.), Guð- brandur ísberg (S.). — Suður-þing- eyjars.: Aðalbjöra Pétursson (K.), Ingólfur Bjarnason (F.), Kári Sigur- björnsson (S.), Jón H. þorbergsson utanflokka. — Norður-pingeyjarsýsla: Björn Kristjánsson (F.), Júlíus Hav- steen (S.), Benjamín Sigvaldason ut- aníiokka. — NorSur-Múlas:. Gunnar Bsnediktsson, Sigurður Árnason, bóndi, Heiðarseli (K.), Páll Her- mannsson, Halldór Stefánsson (F.), Gísli Helgason, Jón Sveinsson (S.). — Seyðisfjörður: Haraldur Guðm. (A.), Lárus Jóh. (S.). — Suður-Múlas.: Arniinnur Jónsson, Jens Figved (K.), Jónas Guðm., Arni Ágústsson (A.), Ingvar Pálmason, Evsteinn Jónsson (F.), Magnús Gíslason, Jón Pálsson (S.), — Austur-Skaftafellssýsla: Ei- ríkur Helgason (A.), þorleifur Jóns- son (F.), Stefón Jónsson (S.). — Vestur-Skaftaiellss.: Lárus Helgason (F.), Gísli Sveinsson (S.). — Rangár- vollos.: Sveinbj. Högnason, Páll Zop. (F.), Jón Ólafsson, Pétur Magnússon (S.).-—Árnessýsia: Haukur Björnsson, Magnús Magnússon vkm. (K.), Ein- ar Magnússon, lngimar Jónsson (A.), Jör. Brynj., Magn. Torfason (F.), Ei- rikur’ Einarsson, Luövík Nordal (S.). Vestmannaeyjar: ísleifur Högnason (K.), Guðm. Pét. (A.), Jóhann Jósefs- son (S.).

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.