Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 11.07.1933, Blaðsíða 4

Verklýðsblaðið - 11.07.1933, Blaðsíða 4
Antonio Gramsci. Hvernig lífið er murkað úr foringjum verkalýðs- ins í fangelsum Mússó- linis. Fyrir 7 árum, í nóvember 1926, var Antonio Gramsci, foringi Kommúnistaflokksins á Ítalíu, grafinn lifandi í fangelsum Músso- linis. Dómurinn, sem yfirstéttar- réttvísi auðvaldsins hafði kveðið upp yfir honum hljóðaði upp á 20 ára íangelsisvist. Nú koma frá íangelsinu í Turi di Bari, þar sem Gramsci situr, fréttir um það, að tæringin, sem hann hefir fengið í fangelsisklefum fasist- anna, sé að draga hann til dauða. Hann hefir þita og blóðspýting og er öðruhvoru meðvitundar- laus. „Gramsci á aðeins skammt . eftir ólifað, ef ékki verður breytt um aðbúð við hann“, hefir prófes- sor Arcangeli, forstöðulæknir sj úkrahúsanna í Rómaborg sagt fyrif stuttu síðan. 1 En blóðsugur ítölsku burgeisa- stéttarinnar og fulltrúi þeirra, Mússolini, vilja ekki breyta um aðbúð við Gramsci. Þær ætla sér að láta Gramsci deyja, langvar- andi og kvalafullum dauða, í fang- elsisklefum sínum. Hversvegna var Gramsci dæmd- ur til 20 ára fangelsisvistar? Fyrir það, að hann var frækn- asti forvígismaður verkalýðs hreyfingarinnar á Ítalíu og for- ingi Kommúnistaflokksins þar, eina flokksins, sem Mússolini hef- ir ekki tekizt að yfirbuga, þrátt fyrir allar ofsóknir og lagabönn. „Gramsci er lífið og sáiin í hreifingunni", stóð í ákæruskjal- inu á móti honum, „og það er hann, sem hefir vísað flokknum veginn og stjórnað störfum hans. I allri fortíð Gramscis er aug- sýnilegt, að það er hans nafn, sem mest hefir verið á vörum fjöldans. Þegar verkalýðurinn á Norður-ltalíu tók verksmiðjurn- ar á sitt vald, hafði Gramsci sig meira en flestir aðrir í frammi. Öll starfsemi hans sýnir, að hann er hreinn og beinn flokksforingi“. ítölsku arðræningjamir eru enn ekki búnir að gleyma árinu 1920, þegar flestallar verksmiðjur á Norður-Italíu voru á valdi verka- lýðsins. Þá tókst þeim enn einu sinni að rétta við yfirráð sín og arðránsmöguleika með aðstoð sósíaldemókratisku broddanna, flokksbræðra Jóns Baldvinssonar og Héðins Valdimarssonar. Og þar með fengu þeir svigrúm til þess að koma sér upp þeirri ögn- arstjórn, sem nú hefir ríkt á Ital- íu í meira en 10 ár 9g haldið verkalýðnum undir oki auðvalds- ins, fasistastjóm Mússólínis. Só- síaldemókratisku foringjamir voru brautryðjendur fasismans á Ítalíu og gengu honum síðan á hönd alveg á sama hátt og á Þýzkalandi. Þeir em nú margir hverjir, eins og Aragona, embætt- ismenn Mússólínis. En foringjar Kommúnistaflokksins, sem héldu tryggð við verkalýðshreyfinguna, sitja í banvænum fangelsisklefum, ofurseldir dauðanum. En þó að Gramsci og fjölmarg- ir aðrir foringjar Kommúnista- flokksins verði myrtir, þá verður ekki sá andi myrtur, sem þeir hafa skapað hjá ítalska verka- lýðnum. j Hann mun á sínum tíma gera upp reikninginn við Mússólini, I morðvarga hans, og alla þá stétt, sem á bak við þá stendur. j Þess skal getið, að „Rauði fán- inn“, blað Sambands ungra kom- múnista var gerður upptækur á dögunum meðal annars af því, að í niðurlagi greinarinnar um „Flugferð ítalanna“ stóð: Viva Gramsci! (Lifi Gramsci!) „Atvinnuieysis- skránitigin". 365 menn hafa látíð skrá sig atvirmulausa hjá nefnd fulltrúa- ráðsins. Alþýðublaðið notar nú tækifærið til að reyna að telja fólki trú urn að það séu ekki fleiri atvinnuleysingjar í Reykja- vík. En á sama tíma hafa 400— 500 atvinnuleysingjar sótt um atvinnu, aðeins við eitt fyrir- tæki, sem sé vegalagninguna vegna Sogsvirkjunarinnar. Það er því augljóst, að þessi skráning er gerð í allt öðrum til- gangi, en látið er í veðri vaka. Hún er framkvæmd til að iáta líta svo út, sem atvinnuleysið sé miklu minna, en það er í raun og veru — tii þess að draga úr at- vinnubótakröfunum og atvinnu- leysisbaráttunni. Vilmundur kom á fundinn, var honum fagnað með lófataki, en í lok fundarins, þegar Jón var bú- inn að „skrapa“ hann dálítið, fundu fáir tilhneigingu hjá sér til að votta honum fylgi sitt. Framboðsfundur á Abureyri. Erlingur Friðjónsson lýs- ir því yfir, að krata- broddarnir ætli sér að sprengja Verkamanna- félag Siglufjarðar. Almennan kjösendafund halda frambjóðendur allra flokka í Barnaskólaportinu á miðvikudag kl. 8 e.h. Ræðunum verður útvarp- að með gjallarhorni. Frambjódendur flokkanna Þar sem kratarnir ráða. Þegar lýðskrumarar auðvaldsins eru skrapaðir. Á kjósendafundinum síðastl. ; sunnudag á ísafirði lék hinn lífs- I gærkvöldi var haldinn almenn- ur framboðsfundur á Akureyri. — í'undarsalurínn var þéttskipaður — sérstaklega verkafólki. Lang- beztu viðtökurnar fékk félagi Ein- ar Olgeirsson frambjóðandi K. F. I. Þær launadeilur, 'sem átt hafa sér stað á Akureyri, samfara hinni hatrömmu ofsókn burgeisa- valdsins hafa þjappað verka- lýðnum betur saman í hagsmuna- baráttunni — einnig hefir barátt- an afhjúpað kratabroddana svo rækilega, að fáir munu það vera meðal verkamanna þar, sem greiða þeim atkvæði sitt við þessar kosn- ingar. Erlingur Friðjónsson lýsti því yfir á fundinum, að krata- broddarnir ætluðu sér að stofna nýtt verkamannafélag á Siglu- firði, þ. e. að sprengja eitt af öfl- ugustu verklýðsfélögum á land- inu. Kratabroddarnir þola ekki „háa“ kaupið á Siglufirði, og nú á að stofna nýtt verkamanna- félag, sem vitanlega hagar sér eins og hin „gulu“ félögin á Norð- uríandi, auglýsir lægri kauptaxta. Verkalýður Akureyrar mun ganga til kosninga samfylktur gegn burgeisunum og hjálparsvein- um þeirra, sósíaldemókratisku broddunum. Samkvæmt opinberum skýrsl- um hefir verðlag á helztu nauð- synjavörum almennings í Dan- mörku hækkað um allt að 20% t. d. á matvælum úr dýraríkinu um rúmlega 20%. Þetta er sama sem 20% alls- herjar kauplækkun. Við þetta bætast svo allar beinu kauplækk- anirnar. I Danmörku ráða ríkjum flokksbræður Héðins Valdimars- sonar og Co. Hvernig hefir „verkamanna- stjómin“ farið að því að fram- kvæma þessa kauplækkun? Það hefir hún gert með því að fella krónuna, hækka tollana og banna verkalýðnum að viðlögð- um ströngum refsingum að gera verkfall. Kratabroddamir framkvæma stefnuskrá fasismans með sínum aðferðum og sínum blekkinga- slagorðum. En fyrir verkalýðinn skiptir það ekki mestu máli, hvort auð- valdið slær hann með hægri eða vinstri hendi. ; glaði borgari og hálaunakrati Vil- mundur Jónsson nokkur skop- stykki, til að koma sínum marg- sviknu fyrverandi kjósendum, ís- firskum verkalýð í gott skap og leiða hugi þeirra frá stéttabarátt- unni. Meðal annars lét hann svo ummælt, að ef íhaldsmaðurinn væri skrapaður kæmi innan úr honum fasisti. — Þetta sagði Vil- mundur að kommúnistar vildu gera, og deildi mjög fast á þá fyr- ir. Frambjóðandi Kommúnista- flokksins, Jón Rafnsson, sýndi fram á, í mótsetningu við Vil- mund, að ef takast mætti að skrapa, og það sem allra fyrst, hina borgaralegu stjómmálafor- kólfa, svo vel að fasistmn í þeim kæmist fram fyrir augu alþýð- unnar, þá væri veldi þeirra þar með lokið. Það væri rétt, þegar íhaldsmaður, er skrapaður, þá kemur innan úr honum fasisti, og þegar Alþýðuflokksforingi er skrapaður, þá kemur innan úr honum önnur tegund af fasista, þ. e. sósíal-fasisti. Stæðu nú þess- ir herrar skrapaðir frammi fyrir alþýðunni í allri sinni nekt, þá myndu þeir veslast upp á skammri stundu. Þetta sannaðist líka greinilega í „praxis“ á þessum fundi. Þegar Verkamaður, sem búinn var að vera mjög lengi atvinnulaus, fékk nýlega vinnu hjá bænum. Þegar hann fékk fyrstu útborgunina vantaði hann 10 kr.,upp á, en með fylgdi rniði, sem tilkynnti honum, að þessar 10 kr. hefði einn af starfs- mönnum bæjarskrifstofunnar tek- ið upp í skuld, er verkamaður- inn stæði í við starfsmanninn, og eigi hann ennþá ógreiddar af henni 10 kr. Verkamaðurinn hef- ir engin viðskifti átt við um- ræddan starfsmann og skuldar honum ekld neitt, enda hinn ekki rukkað hann áður. Af ótta við atvinnumissi þorir verkamaður- inn ekki að leita réttar síns. Hvaða nafni nefnir almenningur þetta framferði starfsmannsins ? Skemmtifundur Balbo ræður. Þegar Ihaldið og annar ræðu- maður Framsóknar höfðu talað í útvai’pið í gærkvöldi, tilkynnti þulurinn „að samkvæmt ósk herra Balbo ráðherra væri umræðunum um stjómmál lokið í kvöld“. Þeim mönnum, sem hlustuðu á umræðumar niður við Austurvöll hnykkti heldur en ekki við og spurðu hver annan: „Hvenær varð Balbo ráðherra á íslandi ?“ Þótti mönnum þetta vafasöm kurteisi við „háttvirta kjósendur“. Eftir nokkrar mínútur fengu menn skýringu á fyrirbrigðinu, því þá byrjaði útvarpið að spila danslög. Fasistarnir þurftu sem sagt að skemmta sér. Sellufundir verða í öllum sellum annað kvöld. Skylda allra að mæta. Allir ilokks,- F.U.K.-félagar og studningsmecn B-listans! verður haldinn í Bröttugötu iaug- ardaginn 15. júlí kl. 9 e. h. Félagar fjölmennið! Skemmtinefndin. Munið að mæta í Bröttugötu á sunnudag kl. 10 f. h. KOSNINGANEFNDIN. ’ VERKLÝÐSBLAÐIÐ Ábyrgðann.: Brynjólíur Bjamason. Prentsmiðjan Ac.V\

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.