Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 11.12.1933, Blaðsíða 3

Verklýðsblaðið - 11.12.1933, Blaðsíða 3
Stríðsundirbúningur auðvaldsins eykst. Japan býst til árásar á Sovétríkin. Stórveldastríð gegn Sovét- Kína hafið. Dauði Sen Katayama. 1 hverju einasta auðvaldsríki er nú vígbunaðurinn aukinn hröð- um skrefum. Bandaríkin auka sjóherinn, England flugherinn, Sviss og Belgía landherinn, — á öllum sviðum ríkir hinn magnað- asti stríðsundirbúningur. Með blekkingaryfirlýsingum er reynt að telja afvopnunarráðstefnuna lifandi, — en Litvinov hefir lýst því yfir, að „sá sjúklingur væri nú dauður, en enginn læknanna h.efði hug til að skoða líkið og finna að hjartað væri hætt að slá“. Stórveldin Japan, Bandaríkin, England, Frakkland, Ítalía og JÞýzkaland hafa hafið styrjöld gegn Sovét-Kína, þar sem 90— 100 miljónir verkalýðs og bænda hafa öðlast frelsi með byltingu sinni. Þessi styrjöld er aðal- iega framkvæmd af borgara- stjóm Kína, Nanking-stjóminni, fyrir amerískt fé, með þýzkum „lýðveldis“-herforingjum sem leið- beinendum: áfdönkuðum sósíal- íasistum eins og Grezinski, fyrr- am lögreglustjóri Berlínar, sem éru búnir að vinna hlutverk sitt að ryðja fasismanum braut í Þýzkalandi og eru nú sendir sök- um sniili sinnar í slíku, til að vinna álíka böðulsverk gegn kín- verska verkalýðnum. „Sjötta her- ferðin“ eins og þessi árás á Sovét- Kína er kölluð (eftir að hinn hrausti kínverski rauði her hafði sigrað 5 árásir auðvaldsins) er því í senn borgarastyrjöld milli Sovét-Kína og kínverska auð- valdsins og innrásarstríð útlenda auðvaldsins gegn frelsisbaráttu kínversku alþýðunnar, sem Sovét- Kína stjórnar og er höfuðvígi fyrir. Samtímis undirbýr japanska auðvaldið árásina á Sovét-ríkin. Japanskar flugvélar hafa flogið yfir landamæri Sovét. Hvert of- beldisverk Japana gagnvart Sovét- embættismönnum við Austur-kín- versku járnbrautina rekur annað. . En verkalýðurinn er á verði. í Sovétríkjunum sýndi verkalýður- inn og rauði herinn með glæsileg- um kröfugöngum og hersýning- um 7. nóv. vilja sinn og einbeitni til að verja föðurland allra öreiga fyrir árásum auðvaldsins og Molotov, forseti ráðstjómarinnar, lýsti því yfir í ræðunni 7. nóv., að ef aúðvaldið dirfðist að ráð- ast á Sovétríkin, þá yrði takmark- ið, sem rauði herinn og hin frjálsa alþýða ráðstjórnarríkj- anna setti sér: „Fullkominn eyði- legging andstæðingsins". 200,000 rauðir hermenn á „Rauða torg- inu“, 3500 nýir flughermenn, 250 bombu-flugvélar, sem flugu svo þétt yfir Rauða torgið að myrk- ur varð af — sýndu það í Moskva 7. nóv., að verkalýðurinn þar læt- ur ekki standa við orðin ein, ef rotnandi auðvaldið ætlar að ræna hann frelsi sínu. Og viðurkenning Bandaríkj- anna á Sovét sýnir styrkleikann, sem auðvaldsríkin verða að játa. Sú viðurkenning er einhver stærsti sigur, sem Sovétríkin hafa unnið í utanríkispólitík sinni. En allt þetta nægir ekki til að firra verkalýð allrar veraldar yfirvofandi stríðshættu. Til þess þarf hann sjálfur í hverju landi að standa reiðubúinn til að snúa hinni komandi styrjöld auðvalds- ins upp í borgarstyrjöld gegn auð- valdinu sjálfu. Og til þess að geta það, þarf hann að hafa eytt áhrifum sósíaldemókratísins, brotið þessa höfuðstoð undan auðvaldinu, rekið burt úr hreyf- ingu sinni þá svikara, sem leiddu hann út á blóðvöllinn 1914. Hin hetjulega fyrirmynd fyrir hvern einasta byltingarsinnaðan verkamann í þessu efni er Sen Katayama, hinn nýlátni foringi japanska verkalýðsins og komm- únistaflokksins. Þessi byltingar- hetja var fyrsti stofnandi verk- lýðsfélagskapar í Japan, myndaði þar fyrsta verklýðsflokkinn, sem bannaður var daginn eftir, stofn- aði Kommúnistaflokkinn eftir stríðið, varð meðlimur í fram- kvæmdanefnd Alþjóðasambands kommúnista og var sífellt einhver bezti byltingarforingi, sem það hafði á að skipa. Fátækur bónda- sonur að uppruna, lifði hann allt sitt líf sem verkamaður, brást aldrei verkalýðsstéttinni, barðist 1904 gegn japanska auðvaldinu, og það var hann, sem fulltrúi j japanska verkalýðsins á Amster- damþingi 2. Internationale 1904, er það var upp á sitt bezta, er tók í hönd Plechanovs, fulltrúa rússneska verkalýðsins sem tákn um einhuga baráttu verkalýðs allra landa gegn auðvaldinu. Það loforð hélt Katayama til dauða- dags, en Plechanov varð krati og sveik. Það síðasta, sem Ivatayama skrifaði, var hrííandi bréf til Henri Barbusse og æskulýðs- þingsins í París um að koma lieimshreyfingu af stað til hjálp- ar Sovét-Kína. Síðustu orð for- ingja japanska kommúnista- flokksins voru hvatningin til alls verkalýðs heimsins til baráttu gegn árásum, einkum japanska auðvaldsins á Sovét-Kína og Sovét-Rússland. Og einhver síð- asta og snjallasta grein bar fyrir- sögnina „Bölvaðir séuð þið, sósí- aldemókratisku böðulsþrælar — og var hin. eldþrungnasta ákæra á II. Internationale og fulltrúa þess, sem nú ganga í þjónustu kínver sku burgeisast j órnarinnar gegn Sovét-Kína. í anda Katayama og Alþjóða- sambands kommúnista, sem hann var einn bezti foringinn í, mun hinn byltingarsinnaði verkalýður heimsins í bandalagi við allar aðr- ar undirokaðar stéttir og þjóðir, Ný svikráð kratabroddanna. við máistað sjómanna í ; Vestmannaeyjum. Verkalýðsfélögin í Vestmanna- eyjum, sem undir forustu Kom- múnistaflokksins og róttækra i verkamanna og sj ómanna, hafa á undanfömum árum kostað kapps urn að fá skapað samfylkingu með verkalýð út um landið um lcaupkröfur sjómanna á vertíð- inni í Eyjum, hafa meðal annars gengist fyrir samfylkingarráð- stefnum með verkalýð frá ýms- um stöðum landsins, bæði í vor úti í Eyjum eftir vertíðina og þvínæst nú íyrir skömmu á Stokkseyri, sem kratabroddarnir reyndu eins og kunnugt er að trufla og eyðileggja. Nýlega ferðuðust þeir félagar Gunnar Benediktsson og Jón Rafnsson austur á Eyrarbakka | samfylkingarmál sjómanna, í sambandi við í hönd farandi sjó- mannakaupdeilu í Eyjum. Á Eyr- arbakka hélt verklýðsfélagið „Báran“, samkvæmt ósk þeirra félaga, opinn verklýðsfund, þar sem einróma var samþykkt að tengjast höndum við sjómennina í Eyjunum og í baráttunni gegn fasisma og sósíal-fasisma. j Á Stokkseyri reyndu þeir félag- j ar að fá slíkum fundi komið á, j en vegna andstöðu stjórnar ! verkam.félagsins þar, sem sagð- j ist eiga Alþýðusambandið yfir höfði sér, urðu þeir félagar að boða fundinn undir eigin nafni. Fundur þessi stóð yfir í fulla 5 ki.tíma og var að mörgu leyti hinn merkilegasti. Ilið einkennilega hik og tvíátta ástand, sem verkamenn Stokks- eyrar voru haldnir af á þessum fundi, lýsti sér einna greinilegast í atkvæðagreiðslunni um það j hvort hann skildi styðja sjó- j niannakaupdeiluna í Eyjum eða I ekki. Tillaga var felld með ca. 1'4—15 gegn 7—8 atkv., en hús- ið var ti-oðfullt, sennilega á ann- j að hundrað manns. Þegar fundar- j boðendur leituðu skýringar á þessari atkvæðagreiðslu, var svarið ekki annað en að Alþýðu- sambandið yrði að segja til um hvað verkalýður Stokkseyrar gerði í þessu máli og að sam- þykkt þessarar tillögu „réði í bága við síðustu samþykktir fé- lagsins“. En það sem dregur af allan efa, um að verkalýður Stokkseyrar vill í hjarta sínu ekki vinna stéttarsystkinum sín- um í Vestmannaeyjum ógagn, 7— þrátt fyrir þessa útkomu í at- kvæðagreiðslunni, — og sýnir bezt innbyrðisbaráttuna í milli fylkja sér til lokabaráttunnar við auðvaldið, til sigursins yfir er- indrekum þess í verklýðshreyf- ingunni, sósíalfasistunum, sem er skilyrðið fyrir sigrinum í úrslita- baráttunni. Einnig hér á íslandi bíður hið sama hlutverk verkalýðsins und- ir forustu Kommúnistaflokksins. j stéttartilfinninga verkamannanna og hinna fjandsamlegu áhrifa Alþýðusambandsstjórnarinnar, er það sem næst fór á eftir. Þegar að lokinni dagskránni, að fundar- boðendur óskuðu, að þeir verka- menn og sjómenn, sem virkileg- an áhuga hefðu fyrir sköpun skipulagsbundins sambands við verkalýðsfélögin í Eyjum og vildu ræða það nánar, sætu eftir í húsinu til frekara skrafs og ráðagerða, sat allur þorri fund- armanna kyrr í sætum sínum og hófust þá að nýju umræður, er heimamenn sýndu lifandi þátt- töku í þar til hætta varð vegna Ijósleysis. En skýringin á hinum ytri svip þessa einkennilega fund- ar er þessi: Fulltrúar Alþýðu- | sambandsstjórnarínnar höfða mjög nýlega verið þama á ferð- inni, til að rægja verklýðssam- tökin í Eyjum, auk þess höfðti þeir þvingað frarn þá dæmafáu samþykkt í verkamannafélaginu á Stokkseyri, að hver sá er sann- ur yrði að því að selja önnur „pólitísk“ blöð en blöð AlþýðufL skyldi rækur gerr úr verka- mannafélaginu. Er hér fyrst og fremst það íhugunarvert, að hér beita fulltrúar Alþýðusambands- ins nákvæmlega sömu bardagaað- ferð gagnvart samtökum verka- lýðsins og Hitler-fasismixm þýzkí í hinum fasistisku verklýðsfé- lögum. Hér er um að ræða hið blygðunarlausasta skoðanaófrelsi og lýðræðisrán innan verklýðs- samtakanna, hina lúalegustu sprengingartilraun á hinu örlaga- ríkasta augnabliki fyrir hags- muni allra sem atvinnu koma til með að stunda í Vestm.eyjum á komandi vertíð -— tilraun til að gefa fasismanum fangstað í miðj u verklýðssamtakanna á Stokkseyri. Verkalýður á Stokkseyri! Þú hef'ir sameiginlegra hagsmuna að gæta með verkalýð Vestm.- eyja, en ekki með broddum Al- þýðusambandsins. Þú sýndir rétta afstöðu, er þú við hlið hinna kommúnistisku verkamanna sl. sumar rakst fasistahyskið úr Reykjavík af höndum þér. Gerðu sósíal-fasismanum sömu skil með samskonar samfylkingu. Taktú upp baráttu fyrir hækkuðu kaupi heimafyrir, fyrir atvinnubótum og atvinnuleysistryggingum á kostnað ríkjandi stétta, fyrir sköpun allsherjarsamfylkingar verkalýðsins á þeim grundvelli, sem Kommúnistaflokkurinn hefir þegar lagt og þá fyrst og fremst fyrir sameiningu ykkar við sjó- mannasamtök Eyjanna í yfirvof- andi baráttu þar og sameigin- legum sigri ykkar í henni, sem hið öruggasta spor í áttina til sköpunar ósvikinna verklýðssam- taka og fullnaðarsigurs á auð- valdi og fasismá. ^wwaaæaaaiwmiiiiBiiiii mnnimT1ITímnTrr'i:-T "i«m Fræðslukvöld kvenna á fimmtudag kl. 9 í litla saln- um í Bröttugötu. Dagskrá: 1. Mál frá vinnustöðvunum. 2. Fas- isminn. Félagar, sem eiga kennslubæk- ur í þýzku, eru beðnir að lána þær til afnota við þýzkunám- skeið flokksins, og koma þeim á afgreiðslu blaðsins.

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.