Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 23.04.1934, Blaðsíða 1

Verklýðsblaðið - 23.04.1934, Blaðsíða 1
VERKLYÐSBIAÐIÐ UTOEFANDI: KOMMÚNIST AFLOKK URISLANDS (DEILD ÚRA.K.) V. árg. Reykjavík 23. april 1934 Sjómannaverkfallinu í Danmörku lokið Kratabroddarnír reka rýtíng- inn í bak samtakanna Götuvirki í Kaupmannahöfn. Samúðar- verktall í mörgnm bæjum. Fangelsanir verkamanna. Kratastjórnin gerir slátrara- verktallið einnig ólöglegt. Kaupmannahöfn, 21. apríl. EINKASKEYTI TIL VERKLÝÐSBLAÐSINS. Stjórnin reynir að brjóta sjó- mannaverkfallið á bak aftur með öllum ráðum. Hafnarverkamenn- irnir í Aalborg, Esbjerg, Ny- köbing, Bergen og fleiri bæjum hafa gert samúðarverkfall. Lög- regluógnir í mörgum borgum. 18. apríl var 24 stunda allsherjar- verkfall í Esbjerg, til þess að mótmæla lögregluógnunum. Fund- uk samfylkingarsamtakanna íFæl- ledparken í Kaupmannahöfn bann- aður og ráðizt á hann af ríðandi og hlaupandi lögreglu. Fjöldinn snerist til varnar og r e i s t i götuvirki í mörgum göt- U m. Húsrannsókn hefir verið gerð hjá ,Arbeiderbladet“ (mál- gagni Kommúnistaflokksins) og á skrifstofum Kommúnistaflokksins og samfylkingai’samtakanna. 10 meðlimir úr miðstjórn samfylk- ingarsamtakanna hafa verið fang- elsaðir-. 19. apríl fengu sjómenn tilboð urn samninga við útgerðar- menn um algerlega óviðunandi til- lögu, sem gekk út á það að taka af sjómannasamtökunum réttinn til ráðningar á skipin. Tllboðinu haí'nað af sjómönnum. Baráttan skerpist. í gær lét Stauning ríkisþingið afgieiða lög um þvingunar-gerð- ardóm gegn liinu löglega verk- falli slátraranna. Úrskurður verð- ur kveðinn upp 25. apríl og eftir það verðrn- áframhald slátrara- verkfallsins einnig „ólöglegt“. Petersen. Sjómannaverkfallinu lokið. Kaupmannahöfn 22. apríl. í lok langs hásetafundar í gær tókst kratabroddunum að pína í gegn samþykkt, sem er í því fólg- in, að nefnd geti aflýst verkfall- inu, eftir samninga við útgerðar- menn. í nefndinni eru kratar. Seint í kvöld var verkfallinu af- lýst á mánudagsmorgun. Eftir hin óheyrilegu svik kratabroddanna í hásetasambandinu, uiðu kyndar- arnir einnig að ljúka deilunni í dag til þess að komast hjá spreiigingu sambandsins. Bar- áttan heldur áfram á cinstökum skipum. Fundur kyndara hefir samþykkt mótmæli gegn ríkis- stjórninni og stjórn hásetasam- bandsins, og lýst fullu samþykki sínu við stefnu I. S. H. (Al- þjóðasamb. hafnarverkam. og- sjómanna), samfylkingarsamtak- anna og ,.Arbeiderbladet“ (mál- gagn kommúnistafl.) krafðist, að allir sem handteknir hafa ver- ið, yrðu látnir lausir og máls- höfðunin gegn samfylkingarsam- tökunum yrði látin niður falla. Petersen. Sjómennirnir dönsku hafa gengið með lík í lestinni, þar sem er kratabroddastjórnin í háseta- sambandinu, sem situr þar gegn viljá meðlimanna, og sem um stund hefir orðið að beygja sig undir vilja hásetanna, jafnframt því sem hún hefir sætt lagi til þess að reka rýtinginn í bak þeirra eins og hún hefir nú gert. En eftir þessi óheyrilegu svik mun hún fá sinn verðuga dóm. Þessi volduga stéttabarátta danska verkalýðsins hefir skilað hinum þýðingarmestu lærdómum. Ilún er ómetanlegur áfangi fyrir danska verkalýðinn á leið hans, til að losna úr hinum andlegu viðjum sósíaldemókratanna og sameinast á byltingarsinnuðum grundvelli. Og þessir lærdómar eru ekki síður þýðingarmiklir fyrir íslenzkan verkalýð. Skeytin hér að ofan lýsa vel á- standinu í „fyrirmyndarlandi" kratabroddanna. Svona fara dönsku kratarnir að því, að „byggja upp sósíaliSmann". Blóð- ugar árásir hins, vopnaða fasist- iska lögregluvalds gegn verka- lýðnum. Götuvirki í fyrsta skifti á þessari öld í Kaupmannahöfn. Kratabroddamir í Kaupm.höfn ætla sér að sanna burgeisastétt- inni, að þeir séu fullfærir um að framkvæma hungurárásimar á verkalýðinn og' brjóta niður hin byltingasinnuðu samtök hans, til þess þurfi enga Hitlers-fasista. Og nú kemur kosningabarátt- an hér heimá, þegar kratabrodd- Framh. á 4. siðu. Baráttan f yrir bylt- ingasinnuðu dag- blaði Verklýðsblaðið tvisvar í viku. 800 nýir skilvísir áskrifend- ur og Verklýðsblaðið kem- ur út tvisvar í viku. Félagar, vinir verklýðsblaðs- ins! Hversu fljótlega Verk- lýðsbl. getur komið út tvis- var í viku, er undir því komið, hversu ötullega þið starfið að því, að afla því nýrra verkalýðsáskrifenda. Skrifið verkamannabréf frá hverjum vinnustað. Ræðið svo um blaðið á vinnustaðn- um, og sýnið fram á þýðingu þess, sem skipuleggjara í baráttu ykkar. Sýnið fram á, að verkamenn- irnir sjálfir verða að sjá um að blaðið geti komið út tvis- var í viku. Sköpun byltingasinnaðs dag- blaðs verður að vera verk verkalýðsins sjálfs. Hvað líður 5. áfanganum? f Reykjavík hafa eftirfar- andi árangrar náðst í 5. á- fanga baráttunnar fyrirbylt- ingasinnuðu dagblaði, sem stendur til 1. maí. (Markið um! allt land innan sviga) : Prentsmiðjusjóður: kr. 681.48 (kr. 1500). Innheimt hlutafjárloforð: kr. 342.00 (1500). Innheimt áskriftaigjöld: kr. 277.00 (600). Nýir áskrifendur: 93 (150). 1 Á öllum liðunum vantar mik- ið á að markinu sé náð. Nú er aðeins ein vika eftir af áfanganum. Nú gildir það að starfa vel til 1. maí! icanaataifc- 18. tbl. Starfsemi tækiíærissinna Landsfundur miðstjómarinnar er haldinn var í nóvember síð- astliðnum, lagði flokknum þær skyldur á herðar, að skerpa bar- áttuna gegn tækifærisstefnunni og sáttfýsinni við hana, og að útrýma klíkubaráttunni úr flokkn- um á sem styztum tímia. Lands- fundurinn áleit það aðalþáttinn í því að tryggja hina réttu póll- tík flokksins, gera hann færán um að einbeita starfi sínu á vinnustöðvamar og verklýðsfé- lögin, og þannig að vinna fyrfr kommúnismann meirihluta verka- lýðsins. Töluverður árangur hefir unn- izt í baráttunni gegn tækifæria- stefnunni og í því að festa áhrif flokksins á vinnustöðvunum. E» ennþá gætir allt of mikið íhlaupa- starfsemi, og þá þrautsegju og festu, sem nauðsynleg er í þes»- ari baráttu skortir flokksforusi- una enn" sem komið er. Ástæðan er sáttfýsi og skilningsleysi ein- stakra framkvæmdan.meðlima á baráttunni gegn tækifærisstefn- unni og foringjum hennar innan og utan flokksins. Þessari sáttfýsi er um að kenna, að annar eins klíkuforingi og Haukur Björnsson hefir fengið að leika lausum hala innan flokksins, þrátt fyrir opinbera hatramma andstöðu hans gegn stefnu flokksins — og flokksfor- ustunni, sem hefir gengið svo langt, að hann hefir stimplað einn af beztu forustukröftum K. F. í., Hjalta Ámason, sem verh- lýðssvikara(!) Sáttfýsin við tæki- færisstefnuna og klíkuforingjana er svo hættuleg vegna þess, að hún gefur tækifærissinnunum ráðrúm til að vinna gegn pólitík flokksins og útbreiða kenningar sínar innan flokksins. Falskenningar Stefáns Pét- urssonar. Hverjar eru þá villukenningar Stefáns Péturssonar og annara ldíkuforingja? Aðal villukenningar St. Pét- urssonar og' annara klíkuforingja, eru vanmat og jafnvel afneitun á forustuhlutverki kommúnista- flokksins — og verkalýðsins — ög' skökk skoðun um sósíaldemó- kratana. Þessar kenningar koniu í ljós hjá St. Péturssyni í fyrsta skifti 1929, er hann frá kafíihús- unúm í Berlín sendir kommún- istum á Islandi þær „leiðbeining- ar“, að ennþá sé ekki tímabænt að stofna kommúnistaflokk, þrátt fyrir það, að IV. þing Alþj. sam- bands Icommúnista, sem haldið

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.