Verklýðsblaðið - 19.11.1934, Qupperneq 1
VERKLYÐSBLAÐIÐ
OTGEFANDI: KOMMÚNISTAFLOKKUR ÍSLANDS DEILD ÚR ALÞJÓÐASAMBANDI KOMMÚNISTA
Reykjavík, mánud. 19. nóv. 1934.1
ÖREIGAR ALLRA LANDA SAMEINIST!
I
V. árg., 57. tbL
Fulltrúar 3000 verkamanna
npj r—
Eínn vilji
samfylkíng
Verkalýður Reykjavíkurí Vottaðu fylgi
þitt við samfylkíngana með fjöldafundi
á miðvikudagskvöldið
Sýnið samhug ykkar með
sameiningu verkalýðsíns
með þvi uð fjölmenna á opinn verklýðsfund í Bröttugötusalnum
á miðvikudaginn, 21. nóv., kl. 8%.
Alþýðuflokksverkalýðnom og fulitrúum á Alþýðusambandsþing-
inu er hérmeð sérstaklega boðið að koma á fnndinn:
D AGSKRÁ:
1. Karlakór verkamanna syngur Intemationale.
2. Gunnar Jóhannesson, formaður VerkamannaféL Siglufjarðar:
Verklýðsráðstefnan og verkamenn íslands.
?. Elísabet Eiriksdóttir, form. Verkakvennafélagsins Einingln, Akur-
eyri: Kjör verkakvenna á íslandi og samfylkingin.
4. Karlakór verkamanna syngur- „Við förum fylktu liði".
5. póroddur Guðmundsson, forseti V. S. N.: Verkalýður Norður-
larids vill samfylkingu.
(i. Karlakór vcrkamanna syngur: Sjá hin ungboraa tið.
Fjórip sósíaidemókpatiskip og óflokks-
bundnip vepkamenn og sjómenn úpfpemsfu
samfylkingappöðum nopðlenzkpap alþýðu
Víglundur Jónsson, Sigurjón Jóhannesson, Sigvaldi þorsteinsson, Jónas
Hallgrímsson.
Verklýðsráðstefnan var sett á
föstudag-inn kl. 5 síðd. af forseta
V. S. N., Þóroddi Guðmundssyni.
póroddur Guðmundsson,
forseti Verklýðssamb. Norðurlands.
Á laugardag kl. 5 hófst í Kaup-
þingssalnum framsöguræða, sem
Þór. Guðm. flutti og síðan skýrsl-
ur allra félaganna og var þeim
lokið á sunnudagsfundinum kl. 6.
Forseti ráðstefnunnar er Rósin-
kranz ívarsson, varaforsetar Ein-
ar Olgeirsson og Sigurjón Jóhann-
esson. Ritarar eru Björn Gríms-
son, Sigurjón Jónsson og Sigvaldi
Þorsteinsson. Stjórn ráðstefnunn-
ar — sem inn leið er dagskrár- og
og allsherjamefnd — skipa: Þór-
oddur Guðm., Víglundur Jónson,
Sigurjón Jóhannesson, Jónas Hall-
grímsson, Björn Grímsson, Jón
Rafnsson, Sigurjón Jónsson, Sig-
valdi Þorsteinsson og Einar 01-
geirsson.
Sem1 heiðursgestur var boðinn
á ráðstefnuna Ottó N. Þorláksson,
stofnandi fyrsta verklýðsfélags á
íslandi og fyrsti forseti Alþýðu-
samb. íslands. Ennfremur voru
ýmsir fleiri boðnir sem gestir,
svo sem fulltrúar frá A. S. V.
og fleiri.
Verklýðsráðstefnan stendur yf-
ir. Hver á fætur öðrum rísa upp
fulltrúar verkalýðsins allsstaðar að
af landinu til að gefa skýrslur
um starf félags síns og viðhorfið
til samfylkingarinnar. Allt eru það
verkamenn og verkakonur, sem
háð hafa lífs- og frelsisbaráttu
verkalýðsins á flestum stigum, allt
frá baráttunni við seigdrepandi
doða og drunga smáþorpalífsins
og upp til hámarks stéttabarátt-
unnar, hinna blóðugu árekstra við
yfirstéttina. Allsstaðar hljómar
sami eindregni og ákveðni baráttu
viljinn, fórnfýsin og bróðurhugur-
inn til alls verlcalýðs, hvaða skoð-
unar, sem hann er. Frá öllum
þessum verkam. og verkakonuni,
sem flytja fram óskir verklýðs-
félaganna víðsvegar af landinu,
hljómar sama heita,brennandi ósk
in, sú djarfasta og bezta, sem
verkalýðurinn á: Að verkalýðurinn
geti allur sameinast til baráttu
sinnar, hvaða skoðunar sem hann
er. Aldrei hefir sterk og voldug
samfylkingarþrá íslenzka verka-
lýðsins birzt fastar og innilegar
en í þeim 25 ræðum fulltrúa verk-
lýðsfélaga allsstaðar að. Frá Eski-
firði, Húsavík, Akureyri, Dalvík,
Hrísey, Siglufirði, Blönduósi,
Hvammstanga, Borðeyri, ísafirði,
Patreksfirði, Borgamesi, Reykja-
vík, Hafnarfirði og Vestmannaeyj .
um — renna raddir verkalýðsins
saman í eina kröfu: Kröfuna um
sameiningu allra, sem þræla og
þjást, alls verkalýðs. Og þessari
kröfu er fylgt fram af vitundinni |
um það, að þessi krafa hlýtur að j
sigra, því hún kemur frá hjai-ta !
alls íslenzka verkalýðsins — er f.
því ósigrandi máttur, sem engin i
hindrun fær til lengdar staðist. 'j
Sá kraftur, sem í þessari virki-
legu verkalýðsráðstefnu býr, mun
efla samfylkingarhreyfingu ís-
lenzka verkalýðsins um allan helm
ing, herða baráttuþrótt hans og
láta trú hans á mátt sinn og meg-
in, hlutverk sitt og vald, aukast
eins geysilega og þörf er á!
„Verklýðsblaðið“ m'nn í næsta
blaði skýra nákvæmlega frá gerð-
um ráðstefnunnar og þeim þýð-
ingarmiklu samþykktum, sem þar
hafa í gær verið undirbúnar.
Fundur á Stokkseyri
verður í kvöld að tilhlutun Sjó-
mannafélags Vestmannaeyja.
Þessir fjórir verkamenn eru úr
hópi þeirra, er Verkalýðssamband
Norðurlands og norðlenzkur sam-
fylkingarverkalýður sendir hingað
til Reykjavíkur á verklýðsráð-
stefnuna, sem fulltrúa fyrir sam-
fylkingar- og bræðralagsvilja norð
lenzkrar alþýðu gagnvart verka-
lýð annara landsfjórðunga.
Þessir fjórir verkamenn eru ým_
ist óflokksbundnir eða í Alþýðu-
flokknum. Allir hafa þeir um lang-
an tíma staðið í fremstu röðum
stéttar sinnar í hinni harðvítugu
bai-áttu, sem V. S. N. hefir leitt
á Norðurl. s.l. ár og hafa ávalt
reynst hinir tryggustu málsvarar
sameiningar verkalýðsins í hags-
munabaráttunni, án tillits til mis-
munandi stj ómmálaskoðana.