Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 19.11.1934, Blaðsíða 4

Verklýðsblaðið - 19.11.1934, Blaðsíða 4
RÉTTUR. Timarit um þjóðféiagsmál. Ger- ist áskrifendur. Árg. 5 kr. Afgr. Lækjargötu 6. Lygar Alþýðublaðs- ins og Nýja dagbi. Siðastliðinn föstudag var AI- þýðubl. og Nýja dagbl. að skýra lesendum sínum frá því, að ég hefði greitt atkvæði gegn því í bæjarstjórn, að bærinn semdi yið þvottakvennafélagið Freyja. Þó að almenningi sé kunnug meðferð þessara blaða á sannleikanum, þegar í hlut eiga kommúnistar eða róttækir verkamenn, þykir mér rétt að skýra lesendum Verk- lýðsblaðsins frá sannleikanum í þessu máli. Fyrir síðasta bæjarstjómar- fundi lá erindi frá þvottakvenna- félaginu Freyja, um að bærina tæki ekki utanfélagskonur til ræst_ inga hjá bænum. Gegn þessari beiðni greiddi ég atkvæði, en lagði aftur á móti fram tillögu þess efn- is, að bærinn viðurkenndi kaup- taxta félagsins og réði samkvæmt honum. Ég er é móG því að það opijibera veiti félaginu ákveðin sérréttindi á meðan réttur félags- kvenna er takmarkaður við ákveðnar pólitískar skoðanir og þeim konum, er ekki geta fellt sig við að njóta ekki fullra réttinda, meinuð innganga í félagið. Enn- fremur tel ég ekk' rétt að úti- !oka konnr úr Vevkaxvennafélag- inu „Framsókn“ frá því að leita sér atvinnu við þessa vinnu, sem vitanlegt er að margar stunda. Leiðin til að skapa öflug verk- lýðssamtök er ekki að þvinga fólk inn í félögin, heldur sú, að í félögunum ríki fullkomið lýð- ræði, og að þau berjist hags- munabaráttunni í fullri einlægni. Þá mun ekki þurfa á því að halda að þvinga neinn til að vera með. Þökk eða óþökk íhaldsins læt ég mig litlu skipta. Bjöm Bjamason. Mjólkureinokunin Ríkisstjómin keppist við að sýna þjónslund sína við íslenzka auðvaldið með því að svelta börn fátækra bænda. Margir fátækir bændur hafa þurft að selja af- urðir sínar beint til neytenda, til þess að geta séð heimilum sínum fyrir þolanlegu viðurværi. Og allmargir neytendur hafa á þennan hátt fengið ósvikna og ódýrari vöru. Sýnir það sig nú í hvers þágu bæjarlögreglan er notuð. Mjólkurfélag Reykjavíkur fær sem sé léða bæjarlögregluna til að smala til sín mjólkurfram- leiðendum í nágrenni Reykjavík- ur, svo hægt yrði að hækka verð- ið á hverjum einasta mjólkur- dropa, sem Reykvíkingar neyta. Þannig var fátækur bóndi, Ing- var á Amarnesi, leiddur 3 daga í röð niður á lögreglustöð og mjólkin tekin af honum, enda þótt hann hafi aðeins 30 lítra að selja á dag. Honum er bannað að gefa mjólkina, en lögreglan tek- VBUayDSHAHD LESENDURI Kaupið hjá þeim, sem auglýsa hjá okkur og getið þá V orklýðsblaðsinsl/ Fnlltrúar ú verklýdsráð- stetnnimi Þessi félög og' samtok hafa full- trúa á ráðstefnunni: 1. Verkamannafél. „Árvakur" Eski- firði: Leifur Bjömsson. 2. Verkakv.fél. „Framtíðin“, Eski- firði: Magn. Finnbogason. 3. Verkamannafél. Húsavíkur: Guðmundur Jónsson. 4. Verkamannafél. Akureyrar: Jónas Hallgrímsson, Björn Grimsson, •I ón J ónsson, Einar Olgeirsson. 5. Verkakv.fél. „Einingin", Ak.: Elísabet Eiríksdóttir, Steinunn Jóhannesdóttir. 6. Sjómannafél. Norðurlands: Sigurjón Jóhannesson, Sigvaldi þorsteinsson. 7. Verkakv.fél. „Ósk“, Sigluf.: Anna Guðmundsdóttir. 8. Verkamannafél. Siglufjarðar: Gunnar Jóhannsson. þorsteinn Loftsson, Jóhann Jóhannsson. 9. Verklýðsfélag Hríseyjar: Ægir Olafsson. 10. Samfylkingarfundur á Sigluf.: Víglundur Jónsson. 11. Sfunfylkingarsamtök á Blöndu- ósi: Guðmundur Pétursson. 12. Samfylkingarsamt. á HvammsL: Ingólfur Gunnlaugsson. 13. Verklýðs- og smábændafélag Hrútafjarðar: Bjöm Kristmundsson. 14. Sarnfylkingíirlið ísafirði: þorsteinn Magnússon. 15. Verklýðsfélag Patreksfjarðar: Sigurjón Jónsson, Jenni Jónsson, Markús Thorvaldsen. 16. Verklýðsfélag Borgamess: Ingimundur Einarsson. ur hana og rog'ast með hana til Mjólkurfélags Reykjavíkur þrátt fyrir bann hans. Maður nokkur, sem á jörð hér í nágrenni Reykjavíkur hefir í mörg' ár g-efið móður sinni 3 potta á dag'. Lögreg-lan er ekki sein á sér, tekur manninn á miðjum veg'i og rífur af honum mjólkina, svo nú má gamla kon- an og heimili hennar vera mjólk- urlaust úr þessu. Þannig sér „stjórn vinnandi stéttanna" um að sporhundar borgaranna eru sendir sitt á hvað til að ráðast á hina minni- ! máttar í þágu auðborgaranna — Thor Jensen og svindlarans Eyj- ólfs Jóhannssonar. Við gjörum þá kröfu, að hver einasti smálxindi mégi selja mjólkina á frjálsum! markaði og að mjólldn verðl nú þegar lækk- uð niður í 35 aura líterinn. Sannur jafnaðarmaður. 17. Félag verkamiðjuverkaf. „Iðja ": Runólfur Pétursson, Björn Bjarnason. 18. Starfsstúlknafél. „Sókn“: María Guðmundsdóttir. 19. Samfylkingarlið Dagsbrúnar: Guðbrandur Guðmundsson, Páll þóroddsson. Jón Guðmundsson. 20. SamfyIkingarsamtök sjómanua í Reykjavík: Rósinkrans ívarsson, Angantýr Elíasson. 21. Félag járnsmíðanema, Rv.; Ingólfur Einarsson, Eggert Jóhannsson. 22. Verkamannafélagið „Drífandi'1, Vestm.eyjum: Ólafía Óladóttir, Haraldur Bjamason. 23. Sjómannafél. Vestm.eyja: Jón Rafnsson, Ingibergur Jónsson. 24. Fundur verkam. og smábænda í Gaulverjabæjarhreppi: Kristján Júníusson. Auk þessara sátu ráðstefnuna rétt- kjörnir fulltrúar á Alþýðusambands- þingið, sem vísað var þaðan: Frá „Félagi járniðnaðarmanna", Reykjavík: Loftur þorsteinsson. Frá „Sendisveinafélagi Reykjavík- ur“: Guðni Erlendsson, Haraldur Bjömsson og Guðjón Halldórsson. Ennfremur sat ráðstefnuna Ólafur Jónsson, bóndi og vegavinnumaður frá Hraunshöfða í Öxnadal. Svívirðíng íátækralaganna Verklýðsblaðið hefir áður minnzt á hver nauðsyu sé að þeir, sem verða fyrir því hlut- skipti auðvaldsskipulagsins, að þiggja fátækrastyrk, sem svo er nefndur, að þeir mynduðu með sér félagsskap. Nú standa svo sakir, að tveir kratar á Alþingi flytja frumvarp til breytinga á fátækralöggjöfinni. En hvað felur þetta frumvarp í sér? Það eina, sem virðist vera til bóta fyrir þurfalinga (sem svo eru nefndir), er að þar ei*u teknir af sveitaflutningar í orði kveðnu vegna almenningsálitsins, og vegna þess að það má svo segja, að fáar hrepps eða bæjarstjórnir hafi þorað að framkvæma hreppa- flutning nú að síðústu vegna þeirrar gífurlegu öldu, sem risið hefir á móti þeim frá allri alþýðu. En þó þetta frv. kratanna tveggja yrði nú að lögum, þá eru fátækra- lögin jafnmikil þrælalög eftir sem áður, því samkvæmt þeirh mega hrepps_ og bæjarstjórnir senda heimilisföðurinn hvert á land, sem þær vilja, og fyrir hvaða kaup sem er. Þetta minnir mjög á það, sem gerðist á sögu- öld íslendinga þegar forfeður vor- ir seldu og keyptu þrælana undir böðulsöxina. — Það er auðvitað áframhald sveitaflutningaima og niðursetningsins í sinni svívirði- legustu mynd, þótt breytt sé um orðalag í löggjöfinni. En það er lílca annað, sem ekki er numið úr gildi með þessu frv. og það er það, að öllum hrepps_ og bæjar- stjómum er enn heimilt að, tak- marka svo styrkinn að hvorki sé hægt að lifa eða deyja af því, sem af mörkum er látið. Við sjáum af þessu, að við meg_ um ekki setja trú okkar á Al- þýðuflokkinn eða æðstu menn hans, því þeir reynast falsspá- menn jafnt í þessu, sem öðru. En ef þeir, sem, þannig er ástatt með, að hafa fengið þetta náðarbrauð, mynduðu með sér fé- lagssskap, sem hefði það mark- mið að mega lifa eins og menn, þá er vissa fyrir að fljótlega yrði hægt að þvinga valdhafana til að nema öll þrælalögin úr gildi. Hin rússneska bátasmurningsolia frá h/f. Nafta, Reykjavík, er bezt og ódýrust — Hefir hlotið meðmæli allra er reynt hafa ÁostHrstr. 20, Reykjavík ódýrasti veitingastaður borgarinnar. Heitur mat.ur kl. 12—9 og 4—9. Útvarpshljömleikar frá innlendum og erlendum stöðvum. Kaupfélag Reykjavíkur selur t. d.: Vínber, ljúffeng, Epli, ný, — — Delicious, Hveiti, venjulegt, Hveiti, bezta teg. Haframjöl, venjulegt Hatramjöl, íínt. Kartöflumjöl kg. á 2,00 ------2,00 ------2,20 ------0,40 — - 0,45 0,40 — - 0,50 - 0,50 Auk þess allar aðrar venjulegar matvörur og töluvert fjölbreytt úr- val af hreinlætisvðrum, snyrtivörum, raktækjtuu, bréfsefnum o. fL o. fl. Góöar vörur. Sanngjamt verð. Kaupféiag Reykjavíkur Bankastræti 2. Simi 1245. Prentsmiðj an Acta.

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.