Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 01.03.1935, Blaðsíða 1

Verklýðsblaðið - 01.03.1935, Blaðsíða 1
ÖTGEFAMÐ8: KOMMÚNISTAFLOKKUR ÍSLANDS DEILD ÚR ALÞJÓÐASAMEANDI KOMMÚNISTA Reykjavík, föstud. 1. marz 1935.1 ÖREIGAR ALLRA LANDA SAMEINIST! VI. árg., 18. tbl. Fjármálaráðherra meðgengur landráðin SÍMSKEYTI RÍKISSTJÓRNARINNAR TIL MAGNÚSAR SIGURÐSSQNAR STAÐFESTIR ÁKÆItU VERKLÝÐSBLAÐSINS. . ÞINGMENN VERÐA REKNIR HEIM BRÁÐLEGA, SVO 2. UMRÆÐA FJÁRLAGANNA GETI RAUNVERULEGA FARIÐ FRAM í LONDON. AFLEIÐINGARNAR AF PÓLITÍK RÍKISSTJÓRNARINNAR ERU GlFURIEGT AT. VINNULEYSI OG DÝRTÍÐ FYRIR ALÞÝÐU OG HRUN FYRIR MILLISTÉTTIRNAR. Afhjúpun Verkl.bl. á yfirlýs- ingu ríkisstjómarinnar til brezka bankaauðvaldsins vakti geysi- lega athygli og umtal. Undireins tók íhaldið, sem þagað hafði um þetta og var ríkisstjóminni alger- lega meðsekt, málið upp í Al- þingi og gerði fyrirspurn til fjár- málaráðherra. Hefir það síðan reynt að nota þetta mál í blekk- ingaskyni fyrir sig, eins og við spáðum. FjármáÍaráðherra og með hon- um stjórnarblöðin, reyna hinsveg- ar að klóra yfir þetta, en tekst ekki betur en svo að þau viður- kenna í rauninni allt, sem við héld- um fram og meira til. Staðfesting á ummælum okkar fæst einmitt með símskeyti fjármálaráðherra til Magnúsar Sigurðssonar, sein1 birtist í Alþýðublaðinu 27. febr. og hljóðar svo: „pað er stefna mín og áður yfirlýst að koma lagi á innflutning og út- Qutning íslanrts í því skyni, að gfaldcyrisástand komist á ör- nggan grundvöll, og á meðan foröast frekari erlendar rikislántökur eöa að ihjálpa til við erlendar lántökur ís- þingi, að fresta verði þingi til hausts. Það þýðir, að stjómin sendir þingið heim, stjórnar á meðan með sjálfteknu valdi og útgáfu bráðabyrgðalaga, kemur á raun- verulegu einræði sínu og semur í millitíðinni við brezka auðvaldið um hvernig fjárlögum næsta árs verði háttað. 1. umr. fjárlaganna var í Reykjavík, síðan eru þing- menn sendir heim. 2. umræða verður í London og að henni lok- inni verður Alþingi kallað saman til að samþykkja það, sem þar hefir verið ákveðið. AFLEIÐINGARNAR. í síðasta blaði var lýst afleið- ingum þess, að ríkislán og ríkis- ábyrgðir væru stöðvaðar: Vaxandi atvinnuleysi sökum minnkandi í'ramkvæmda. Og afleiðingamar af ströngum gjaldeyrisjöfnuði þýða enn ógur- legra ástand. Andvirði útfluttra vara 1935 verður vart yfir 30 milj. kr. Ef 10 milj. fara til að greiða vexti, afborganir og aðrar skuldbundnar greiðslur, þá eru eftir 20 milj. kr. fyrir vörainn- flutning. Það þýðir því niðurskurð inn- flutnings um helming. Það merkir annarsvegar að minnka hráefnainnflutninginn um helming (vörur til útgerðar, bygginga og innl. framleiðslu) — en af því leiðir niinnkun þess- arar atvinnu samsvarandi — Og n I svo minnkun á innflutning nauð- I synjavara um helming, sem þýðir matvælaskort og gífurlega vax- J andi dýrtíð. Þessi pólitík ríkisstjórnarinnar þýðir fyrir verkalýðirm tvöföldun atvinnuleysisins, okurverð á nauð- synjum og þar af leiðandi raun- verulega launalækkun. Og fyrir millistéttirnar þýðir það stöðvun á útgerðinni, minnk- un verzlunar og handverks og þessvegna hrun fyrir smáútveg- inn, iðnaðarmenn, smákaupmenn og aðra millistéttamenn. Stjórnarblöðin svara með ró- legri kaldhæðni vellaunaðra um- boðsmanna blóðsugnanna: Ja, hvað er annað að gera, er ekki sjálfsagt og eðlilegt að lánar- drottinn heimti þetta. Jú, það er „sjálfsagt og eðli- legt“ að „lánardrottinn“ íslenzka auðvaldsins í London theimti, að íslenzk alþýða svelti og verji fjórðungi eða þriðjungi allrar framleiðslu sinnar til að greiða blóðþyrstu auðvaldi Bretlands Framh. á 2. síðu. Hæstíréttur staðíesti*' svívirðilegasta stéttadóm sem kveð'nn hefír verið upp aí íslenzkri borgarastétt 5 alþýðumenn daemdir í samtals 11 mmaða óskilorðsbundid fang'elsi fyrir að óvirða bióðtána H tlers. — En b enuuvargar ihaldsins sleppa við retsingu. lenzkra þegna, meö því að veita rik- fsábyrgð11. Með þessu skeyti er staðfest að ríkisstjórnin hefir lofað Eng- iandsbanka því: 1) að tryggja gjaldeyrisjöfnuð, 2) að taka ekki ný ríkislán, 3) að ganga ekki í nýjar ríkis- ábyrgðir. Eftir að þessi skilyrði brezka bankaauðvaldsins eru orðin yfir- lýst stefna stjórnarinnar, fæst íánið. Ef ríkisstjórnin þorir að birta ÖII skeyti Magnúsar Sigurðssonar til hennar, mun það koma enn Ibetur í ljós hvaðan þessi pólitík er fyrirskipuð. ALÞINGI VERÐUR FRESTAÐ. Verklýðsblaðið spáði því enn- fremur seinast, að þingmenn yrðu sendir heim. Þetta kemur nú á daginn. Fjármálaráðherra og-Héð- inn Vald. tala báðir um það á Al- í fyrrasumar, á tyllidegi þýzku blóðstjórnarinnar, fóru nokkrir verkamenn á Siglufirði póroddur Guðmundsson. að húsi þýzka konsúlsins og skáru niður hakakrossfána, sem dreg- inn hafði verið á stöng, í tilefni dagsins. Þessi verknaðnr, sem var ekki annað en endurtekning á þeim atburðum, sem þá voru að gerast, svo að segja í hveri hafnarborg um allan heim, hafði vitaskuld i-öaibjörn Péíursson. samúð allrar alþýðu á Siglufirði. En sambræðslustjómin, sem þá sat að völdumi, lét liöfða mál í umb'oði Hitlers. Þegar „stjórn hinna vinnandi stétta“ tók við, varð henni ekki að vegi að stöðva þessi hneykslanlegu málaferli, heldur tók við af fyrirrennurum sínum, sem umboðsstjórn Hitl- ers. f haust féll svo dómur *í þessu máli fyrir undiirétti. Hann var á þá leið, að hinir ákærðu verka- menn og verklýðssinnar vom dæmdir í samtals 13 mánaða fangelsi, óskilorðsbundið. Þeir fél. Þóroddur Guðmunds- son, forseti Verkalýðssambands Norðurlands, Eyjólfur Árnason og St. Steinarr fengu 3 mánuði, en fél. Gunnar Jóhannsson, formað- ur V erkamannaf él. Siglufjarðar og Aðalbjörn Pétursson, fengu 2 mánuði hver. Þessir menn voru dæmdir al- gerlega af handahófi. Þeir báru ekkert frekar ábyrgð á þessu sjálfsagða verki, að skera niður fánann, en aðrir, sem þarna voru viðstaddir. — Þeir Gunnar og Aðalbj : rn voru aðeins áhorfend- ur. — Dómurinn yfir þeim er því aðeins hefnd fyrir drengilega

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.