Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 31.01.1936, Blaðsíða 2

Verklýðsblaðið - 31.01.1936, Blaðsíða 2
verklyðsblaðið Hvað er að gerast á Norðfirði? Efifir Lúðvík Jósepsson ATVIIINULEYSISBABÁTTA. pað var i nóvemberbyrjun 1935, að atvinnuleysið hafði þrengt svo að verkalýð Norðfjarðar, að hann krafð- íst fundar í félagi sínu — Verklýðs- félagi Norðfjarðar. A þeim fundi roru aliir á cinu máli og samþykktu kröfur á bæjarstjómina um atvinnu- bætur. Fundurinn sendi nefnd með kröfur sínar og ýtti hún fast á eftir þeim. Bæjarstjómin neitaði flestum kröfunum, nema þeirri, að ýta við ríkisstjóminni og biðjast hjálpar. Rík- isstjómin rumskaði seint og svaraði neitandi að lokum. Vegna þeirra mjög svo ískyggilegu aðstæðna, sem verkafólk bæjarins átti orðið við að búa, ákvað verklýðsfélagið að halda almennan borgarafand í bænnm, A þessum borgarafundi, — sem var sá fjölmennasti, sem líklega hefir sést 1 Neskaupstað — var harðlega deilt á bæjarstjómina fyrir slælega fram- kvæmd á nauðsynjamálum alþýð- unnar. Einnig voru á þessum fundi samþykktar fjölmargar kröfur á stjóm og þing. þessi fundur var samt merkilegastur fyrir þá voldugu vakn- ingu, sem hann hafði á bæjarbúa í heild. Enda fór i kjölfar hans sú Utterkilega barátta, sem hér skal greind í fáum dráttum. YAKNING VERKLÝÐSFÉLAGSINS. Verklýðsfélagið, sem hefir verið í höndum Jónasar Guðmundssonar og nokkurra hans spökustu fylgjenda, hefir undanfarin ár legið að mestu niðri. Kauptaxti félagsins hefír verið þrábrotinn og kjör verkafólks stöðugt farið vei-snandi síðustu árin. Svo rammt hefir kveðið að eyðileggingar- etarfj þessarar fámennu klíku á sam- tokum verkalýðsins, að jafnvel 17 mánuðir hafa liðið á milli fonda í félaginu. J>etta sama verkiýðsfélag hélt nú hvem fundinn af öðrum. Fjöldi verka- rnanna streymdi í félagið og allir ræddu um endurvakningu þess. Jafn- vel einn bæjarfulltrúi Alþýðuflokks- ins talaði um að rétt væri að fram- fylgja einu sinni lögum félagsins og halda fund í mánuði hverjum. Kaup- taxtinn var tekinn fyrir og gerðar ú honum verulegar breytingar, en þó allar mjög í samræmi við samtök á byrjunarstigi. Um þetta leyti en þó nokkru fyrr — koinu hingað Jónar tveir. Ann'ar Rafnsson og sendur af K. F. I., en hinn Sigurðsson og sendur af A1 þýðufl. þcirra vegna voru hér haldrr ir tveir almcnnir fundir. A þeim var samfylkingarþólitíkin mjög rædd og liafði hún geysiáhrif t.il róttækni í bænum. Samfylkingarhugur sá, sem gagn tók menn, eftir komu þessara manna átti og drjúgan þátt í starfsemi verk- lýðsfélagsins. ]>að ér ekki lit.ill styrk ur fyrii' verkainenn, sem standa í baráttu fyrir hagsmununi sínum, að heyra raami eins og Jón Rafnsson einmitt flytja það mál, sem i*fst hcfir vcrið i hugum þeirra sjálfra og sjá og lieyra andstaiðinginn — Jón Sigurðsson rneð gömlu mótbár- urnar, jafn rösklega andlega rass- skeltan og hér var gert. þegar hér var komið sögu urðu for- kólfar Alþýðuflokksins alvarlega iræddir. Hver af öðrum tók að sjá rautt. þessir láunuðu starfsmenn, sem hættir voru að koma á fundi Verklýðsfélagsins komu nú. Og nú var líka byrjað að malda í móinn, að reyna að draga úr. Nú komu ræð- ur, sem fjölluðu um: erfiðleika at- vinnuveganna, sanngjarnt kaup á erf- iðum tímum, hækkánir ekki fyrr en í góðæri o. s. frv. SAMpYKKT AÐ HÆKKA KAUPTAXTANN. En vegna þess, að foringi Alþýðu- fiokksins hér Jónas Guðmundsson hefir ráðið hér og ríkt sem nokk- urskonar Mussolini, fór hér sem vænta mátti, þegar foringinn sjálfur var ckki við (á þingi), að enginn gat við neitt ráðið. Verkamennirnir stjórnuðu því sjálf- ii þessa stundina félagi sínu. Nýi taxtinn, sem fór fram á: hækk- un skipavinnu um rúm 20%, fast mánaðarkaup við Fóðurmjölsverk- smiðjuna og styttingu vinnutímans þar úr 10 í 9 stundir á dag, auk nokk- urra breytinga til bóta á kjörum sjó- manna, var samþykktur í einu hljóði í félaginu. Sjálfir fylgifiskar .lónasar, sem i rauninni voru þessu andstæðir, þorðu ekki að vera á móti og nokkrir greiddu atkvæði með taxtanum. þegar sýnt þótti að atvinnurekend- ur vildu ekki semja, ákvað félagið að hengja upp taxtann og leggja ti! verkfalls ef rneð þyrfti. Fyrstu átökin urðu viö algreiðslu rikisskipa. Alþýðusambandinu var simað, verkfallsráð skipað og full eining virtist ríkja mcðal verka- rnanna. Alþýðusambandið svaraði aldréi, Esja kom og afgreiðslan varð að láta undan; nýi taxtinn hafði fengið sína fyrstu viðurkenningu og var greiddur. . . . En með Esju kom þingmaðurinn — sjálfur Mussolini —, nú var seni allir andstæðingar verk- lýðsfélagsins hcfðu heimt foringja sinn. Skiþaafgreiðslumar báðu hann strax hjálpar og hann hjálpaði þeim. Jónas Guðmundson, sem er fomiað- ur verklýðsfélagsins boðaði nú til fundar — i fyrsta skipti í langan tíina — óbeðinn af verkamönnum. þrssi limilur átti jafnframt þvi að rífa niður taxtann, að vera aðalfundur; þvi foringjamir, sem heima höfðu \ erið, treystu sér ekki til að halda aðalfund, öðru vísi en að „kommamir tækju félagið". þeir skoruðu því á Jónas og sögðu það einu lciðina vera, að haun talaði sjálfur við karlana og stillt.i sér sjálfum scm formanni. i AÐALFUNDURINN WITKT.T þessi fundur er alrncnnt talinn ein- liver merkilegasti fundur Verklýðs- félags Norðfjarðar. — Jónas lék á alla sína. fínustu .strengi, talaði um fátækt sina og hasl, þrotla.usa baráttu fyrir verkalýðnum og lannin, sem alltaf voru vunþakklæti. Ilaim skoraði á eila þá, sem hann hefði haft eitthvað al' i'anglega að koma og þeir skyldu fi'i það greitt, jafnvcl þó að hann ætti nú ekkert eftir nema stólana í búsinu sínu. Mönnum bar ekki saman um, hvort hann grét eða reyndi að gráta, en annaðhvort var, það er víst. Nýja taxtann réðist Iiarm á og sagði, að verkamenn hefðu látið „kommana" villa sér sýn, því að taxt- imi væri „persónuleg árás á sig og sitt fyrirtæld". þetta hans fyrirtæki er Fóðurmjölsverksmiðja bæjarins, sein hann er forstjóri við. Viðkvæmni Jónasar og lipurð hans á að handleika sannleikann, eins og væri hann þrautreyndur prestur þótti ekki nægja, og þvi flulti alþýðu- prédikari sá, sem jafnan situr hon- um á hægri hönd, eina af sínum hjartnæmustu bænum til handa sín- um bágsíadda foringja. þessum ves- l:ngs manni, sem nú gat án þess að l.iúga, talað um, að móttökur verka- manna væru kaldari og mikið breytt- ar frá því sem verið hefði. þetta var í fyrsta skipti, sem Jónas hefir verið hræddur um sig á sinum eigin fundi, i fyrsta skipti, sem hann hefir verið afhjúpaður svo, að verkamenn hafi almennt séð. það leit orðið svart úí íyrir Jónasi nú. Hans siðasta tromp, að kjökra og segja kommúnista eða einhverja vonda menn vera að níðast á sér persónulega og biðja verkamennina, þvi þeir væru alltaí svo góðir, áð koma sér nú til hjálpar. Allt þetta virtist heldiir ekki ætla að duga.Fjöldi verkamanna mótmæltu honum, bæði á fundinum og áður en þa.r kom. En svo kom atkvæðagreiðslan. Meö mér cða móti hrópaði foringinn; ann- ars vegar ég, hinsvegar kommar með persónulegar árásir. Fjórum sinnum þurfti að telja atkv. svo að Jónasi líkaði (og þó líkaði honumj aldrei). Og mcð honum voru þá 52, en mótí 48. Aðeins með 4 atkvæðum tókst hon- um að sigra. í fyrsta skipti sem atkvæðin vofu talin, fékk hann aðeins 39, en við höfðum alltaf okkar tölu. Og hvemig lókst lionum svo að ná þessari tölu? Með því að hópa mönnum í félagið og á fundinn, sem aldrei mæta á fé- lagsfundum, mönnum, sem höfðu per- sónulega hagnað af, að nýi taxtinn var drepinn. Hinn lífræni hluti félagsins, sem mun halda félaginu uppi, var nærri allur með taxtanum og á móti Jón- asi. þessi sigur Jónasar, sem var þannig, að hann þorir ekki á hann. að minnast, var í rauninni ekki sig- ur — heldur geysitap. lín eins og drukknandi maður gríp- ur í hálmstrá til að halda sér fljót- andi, eins grípur Jónas hér til ör- þrifaráða, því hann þorir ekki að sjá l'.vað er að gerast. En hann mun samt sjá það. Líklega fer fram kosning á einum manni í bæjarstjórn hér í sumar og þá mun hann sjá, að ósig- urinn er ekki aðeins í verklýðsfélag- inu, heldur og í öllum bænum og margir spá að verr muni Jónas fara við þær kosningar en þessar í verk- lýðsfélaginu. Verkalýðurinn á Norðfirði hefir fengið nóg af stjórn Alþýðuflokksins, sem hefir drepið verklýðssamtökin og stýrt. bæjarmálunum beint í sjóinn. Nú rís verkalýðurinn upp og heimtar ai liinum leiðandi mönnum flokksins að annaðhvort skipti þeir um stefnu eða láti af störfum. Aðalfundur félags járniðnaðarmanna verður haldinn sunnudaginn 2. h. í Baðstofunni. febrúar kl. 1 ‘/2 e. D a g 8 k r á: 1. Samþykt lagabreytinga 2. Venjuleg aðalfundaratörf Stjórnin. Aðvövun. Samkvæmt lögum nr. 52 1935 er skylt að selja egg eftir þyngd. Varðar sektum frá 5—50 krónur, ef út af er brugðið. Kaupmenn og framleiðendur, er brjóta á móti þessu, verða héreftir látnir sæta sektum. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 30. janúar 1936. Grústav A. Jónasson settur.

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.