Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 06.04.1936, Blaðsíða 1

Verklýðsblaðið - 06.04.1936, Blaðsíða 1
HGfÐSnADID 0TGEFANDO: KOMMÚNISTAFLOKKUR ÍSLANDS DEILD ÚR ALÞJÖÐASAMBANDI KOMMÚN3STA Keykjavík, mánud. 6. apríl 1936 r ÖREIGAR ALLRA LANDA SAMEINIST VII. árg., 28. blað Fundur Kommúnistaflobksins í gær var geysifjölsóttur. Svör borgarsíjóra og aívinnumálaráðherra við kröfum fólksins Á fundi Kommúnistaflokksins í K. R. húsinu í gær, var svo mikið fjölmenni af verkalýð Reykjavík- ur, eins og' húsið frekast rúmaði. Ræðumenn sýndu fram á hið ó- viðunandi ástand meðal verkalýðs bæjarins. — Þeir sýndu l'rarn á fjölda verkefna, sem hægt væri að byrja á þegar í stað, og sem sumpart er til fjárveiting fyrir. Þeir sýndu fram á að nóg efni væru til í landinu, til að ráða bót á vandræðum fólksins. Að hér í Reykjavík eru rúml. 1000 manns, sem hafa yfir 11 milljónir í árs- tekjur, 6 þús. og upp í 96 þúsund hver. Eftirfarandi tillaga var sam- þykkt í einu hljóði: Fjölmennur fundur, haldinn í K. R. húsinu sunnudaginn 5. apríl krefst þess af valdhöfum bæjar og ríkis, að tafarlaust verði gerð- ar ráðstafanir til að framkvæma eftirfarandi kröfur til að bæta úr ástandinu meðal verkalýðsins í Iteykjavík, sem verkamannafélag- ið Dagsbrún hefir samþykkt ein- um rómi. 1. Ekki verði fækkað í atvinnu- bótavinnunni. 2. Atvinna verði sett í gang, til að bæta að fullu upp það vinnutap sem verkamenn hafa af hinni lélegu saltfiskvertíð í Reykjavík. ,3. Atvinnubótaframlag ríkisins verði hækkað um helming upp í eina miíljón. 4. Bær og ríki kaupi lítt seljan- leg matvæli, kjöt og fisk — og út- býti meðal atvinnuleysingja. 5. Atvinnulausir menn fái gas og rafmagn án endurgjalds. Tvær þriggja manna nefndir 'voru kosnar til að flytja borgar- stjóra og atvinnumálaráðherra þessar kröfur. Borgarstjóri og atvinnumála- ráðherra voru til viðtals á á- kveðnum tíma. Fylgdi mannfjöld- Kvöldskernfun í Iðnó Miðvikud. 8. apríl kl. 9 e. h. Lesið auglýsingu um þessa kvöldskemtun á 4 síðu. þar er meðal annars sýnd Sovjet — fllma inn nefndinni til borgarstjóra og beið þar eftir svari beggja nefnd- anna. Var þar haldinn útifundur. Borgarstjóri afsakaði með fé- leysi, eins og vant er. Stoðaði ekki þó nefndarmenn sýndu fram á, að nóg efni væru fyrir hendi. Held- ur ekki þó bent væri á aðkallandi verkefni, sem bænum bæri skylda til að láta vinna, eins og byggingu verkamannabústaða, vegabætur og garðrækt. — Hann sagði, að í þessari viku yrði fækkað í at- ' innubótavinnunni um 50, en að hún yrði lögð niður í vikunni eft- ir páskana — en í viðtali við at- vinnuleysisnefnd Dagsbrúnar Framh. á 4. síðu. Járniðnaðarmenn fá fleíri þús- undir vanéoldinna vinnufauna Iðsmemar með samfylkingu 1. maí. „Fjölmennur fundur i Málfunda- félagi Iðnskólans skorar á Kommún- istaflokkinn og Alþýðuflokkinn ásamt verklýðsfélögunum aS mynda sam- fylkingu 1. mai“. Samþykt með öllum greidd- um atkv. á fundi 5. april. Hæstarétfardómur sem heiir mikla pýðingu iyrir öll verkalýðsiélög. Nýlega hefir Félag járniðnaðar- manna unnið mál í hæstarétti gegn vélsmiðjueigendum. Tildrög málsins eru þau, að á sínum tíma, þegar samningar voru gerðir milli þessara aðila, var sett ákvæði í samningana um ákyeðinn vinnutíma, en vélsmiðju- eigendur töldu sig ekki bundna því ákvæði og styttu svo vinnu- tímann eftir geðþótta. Þar sem þetta rírði allverulega tekjur járnsmiðanna, gerðu þeir kröfu tii þess, að þeim væru greidd laun eins og samningar ákveða, og þeir reiknuðu með þegar samn- ingar voru undirskrifaðir án til- lits til þess, hvort vélsmiðjueig- endur létu vinna hinn tilskilda vinnutíma eða ekki. Dómur Hæstaréttar féll þannig, að krafa járniðnaðarmanna var dæmd x’éttmæt og er vélsmiðju- eigendum gei’t að skyldu að greiða vinnulaun fyrjr þann vinnutíma, sem ákveðinn er í -samningum. Ber vélsmiðjueigend- um því að greiða járniðnaðar- mönnum samtals fleiri þúsund krónur, fyrir vangoldin vinnulaun. í undirrétti höfðu vélsmiðjueig’- endur verið sýknaðir af kröfu járniðnaðai’manna. — Var sá dómur svo augljóslega rangur, að Hæstiréttur sá sér ekki annað fært en að kollvai’pa honurn algerlega. Þeir, sem eiga inni vangoldin vinnulaun hjá atvinnurekendum, samkvæmt þessum dómi, gefa umboðsmanni Félags jámiðnaðar- manna umboð til að innheimta vinnulaun sín og eru allir skyldir til að gefa slíkt umboð, sam- kvæmt félagssamþykkt. Dómur þessi hefir stórmikla þýðingu fyrir öll verkalýðsfélög. Það er mjög víða eins ástatt, eins og hjá jámiðnaðarmönnum, að atvinnui’ekendur láta ekki vinna jafnlangan vinnutíma og ákveðið er í samningum, og hafa þannig af verkamönnum stói’fé, þar sem aldrei er greitt, nema fyrir þann tíma, sem unnið er. Þurfa því öli vei’kalýðsfélög, sem eins er ástatt fyrir, að gera strax ráðstafanir til að ná rétti sínum. Ihaldsmelrihlutinn í bæjarstjórn Vest- mannaeyja kærður fyrir margflöld löghrot Lagabrot um lundahöld, lalsaðir^reíkningar, Ijármálasukk, einstökum auð- fyriríækjum til hagnaðar o. s. Irv. Kommúnistarnir þrír í bæjax- stjórn Vestmannaeyja, þeir ís- leifur Högnason, Jón Rafnsson og Haraldur Bjarnason og fulltrúi Alþýðuflokksins, Guðm. Sigurðs- son, hafa kært bæjarstjóra og íhaldsmeirihlutann í bæjarstjórn fyrir eftirfarandi lagabrot og af- brot: L Að halda ekki bæjarstjórnar fundi nema með allt að 3—4 mán- aða íresfci og hundsa áskoranir 5 baíjarfulltrúa um fund, þó reglu- gerð bæjarins rnæli svo fyrir. að halda skuli fund á þriggja vikna fcresti og alltaf þegar 5 bæjarfull- Irúar kxefjast. 2. Að afgreiða fjárhagsáætlun íyrir 1935 án þess lögboðin gögn lægju fyi-ir. Reikningar fyi’ir 1934 ei'u ekki enn komnir fram, þó svo sé fyrir mælt í reglugerð, að reikningar hvers árs skuli komnir til endurskoðenda og fullgei’ir í rnaí árið eftir. 3. Fyrir fölsun í bóklxaldi bæj- ai’ins. Hefir bókhaldið verið fals- að á þann hátt, að gjaldkerinn hefir fært vöruávísanir, gefnar út af bænum, á hinar og þessar verzlanir, sem peninga greidda úr bæjarsjóði. Hafa endui’skoðendur tekið fram, að ýmsar stórvei’zlan- ir bæjarins, hafi grætt stórfé á \ iðskiptum sínurn við bæinn. llefir ílxaldið þannig hreint og beint rænt fé úr bæjarsjóði handa auðugum gæðingum sínunx. 4. Fyi’ir ólöglegar launagreiðslur Hefir stai’fsmönnum bæjarins verið greitt kaup í vöruávísunum og látnii' kvitta fyrir, sem pen- ingar væru. 5. Fyrir að hafa látið einn bæjar íulltrúann, Pál Eyjólfsson, sem sótti unx umboðsmannsstöðu fianxfærslunefndai’, mai’gsinnis greiða atkvæði um sitt eigið hags- munamál. Gei-a þeir félagar eftirfarandi kröfur:

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.