Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 01.05.1936, Blaðsíða 1

Verklýðsblaðið - 01.05.1936, Blaðsíða 1
■uuDSHADID ÚTGEFANDI: KOMMÚNISTAFLOKKUR ÍSLANDS DEILD (JR ALÞJÖÐASAMBANDI KOMMÚNISTA Reykjavík, föstud. 1. maí 1936. I ÖREIGAR ALLRA LANDA SAMEINIST T VII. árg., 37. blað. Opíð bréf til Alþýðuflokksíns frá. KommúnistafiLokki tslands Félagar! Framsóknarflokkurinn, Alþýðu- flokkurinn og Kommúnistaflokk- urinn höfðu við síðustu Alþingis- kosningar sameiginlegan meiri- hluta allra kjósenda í landinu á bak við sig. Alþýðan, sem fylkti sér um þá, kaus þá í trausti þess, að þeir framkvæmdu þær róttæku kröfur, sem þeir börðusr fyrir við kosningamar. Þar sem ástandið í landinu hefir hinsveg- ar farið mjög versnandi, og meiri- • hluti kjósenda í landinu hefir rétt til að krefja vinstri flokkana, einkum þá, sem með stjórnar- taumana fara, til reikningsskap- ar á gerðum. sínum, álítum við brýna nauðsyn bera til þess, að vinstri flokkamir, og þá fyrst og fremst verkalýðsflokkamir, beri ráð sín saman um hvað gera skuli. Ástandið í landinu og horfur eru þær ískyggilegustu, sem verið !hajfa lengi. Atvinnuleysið 'hefir vaxið svo gífurlega, að víða á landinu stappar nærri hungur- ástandi hjá stórum hluta hinna starfandi stétta. Innlenda iðnað- inn vantar tilfinnanlega hráefni. Úr húsabyggingum og nýjum framkvæmdum dregur stórum, vegna aðflutningshafta. Fiskveið- arnar hafa verið takmarkaðar, með ýmsum ráðstöfunum. Og þeg- ar svo harðindi og aflaleysi bæt- ast ofan á þessa harðvítugu þjóð- félagskreppu, verður tvímæla- laust um algert neyðarástand að ræða hjá fjölda alþýðumanna um . allt land. Við álítum nauðsynlegt, að vinstri flokkarnir og fylgjendur þeirra horfist í augu við þessar staðreyndir, athygi hvaða afleið- ingar bær hafa, ef ástandið held- ur áfram að versna, eins og hoi*f- ur eru á, og eins og fjármála- íáðherann, Eysteinn Jónson, seg- ir í ræðu sinni um gengismálið: „Að þvi getur rrkið, uð stöðvun vi'rði i framleiðslunni vegnu nrfið- lcikamia, jafnvid svo, að markaðs- möguleikamir <’kki notist þótt. t,ak- inarkaðir séu". í þessum orðum fjármálaráð- lærranns virðist oss vera slíkt úr- ræðaleysi og uppgjöf fyrir íhalds- öflunum í landinu að auðsætt sé hvert stefnir, ef slíkur boðskapur á að vera leiðarljós ríkisstjómar- innar, er hún skal mæta þeim örð- ugleikum, sem að henni steðja. Við lýsum okkur sammála þvi, sem síðasta þing Alþýðusambands íslands lýsti yfir, að: „ef sleppt er því tækifæri, sem nú er fyrir hendi meðan stjóm lýðræðisflokkanna fer nteð völdin í landinu, ... ... þá bíða hennar (alþýð- unnar) sömu örlög og alþýð- unnar í þeim löndum, sem nú em ofurseld ofbeldis- og ein- ræðisstjómunt auðvaldsins“. Og við álítum, að nú, eftir allt að tveggja ára ríkisstjórn Fram- sóknar og Alþýðuflokksins, þá séu hinir jákvæðu árangrar af póli- tík stjórnarflokkanna enn svo litlir, en ástandið í landinu hafi hinsvegar versnað svo gífurlega, að full hætta sé á, að þær afleið- ingar .verði nú af þessu ástandi, er þing Alþýðusambandsins ótt- aðist, ef haldið er áfram á sömu braut og látið skeika að sköpuðu. Við álítum að höfuðsökina á hinu byrjandi hruni, eigi núver- andi stjóm Landsbankans nteð tengslum sínum við brezku bank- ana, Kveldúlf og hringavaldið í laiidinu og hinum afgerandi áhrif- „Er mögulegt að koma á samfylkingu verkalýðsins í einstökuni löndunt og í öllum heiminum? — Já, það er mögulegt og það er mögulegt sírax. Alþjóðasamband kommúnista setur engin skilyrði fyrir samfylkingunni nenta eitt grundvallarskilyrði, sem allir verkantenxt geta gengið að, og það er, að samfylkingin bein- ist gegn fasismanunt, gegn sókn auðvaldsins, gegn stríðs- hættunni, gegn stéttaróvininum. Það er okkar skilyrði“. (Fél. Dimitrov, á 7. þingi Alþjóðasámbands kommúnista). 31. mal - Samiylking - 1. mai Útifundi og kröíugöngu samíylkingarinnar verður í aðalatriðum hagað, sem, hér segir: Kl. 1,30 Lúðrasveit leikur i Lækjargötu (fyrir framan IVIentaskólann). KL 1,45 Útifundur samfyikingarinnar hefst: Halldór Kiljan Laxness flytur ræðu KL 2 Karlakór verkamanna syngur. Lagt af stað í kröfugönguna kl. 2. KI. 3 Útifundurinn í Lækjargötu hefst að nýju. R Æ Ð ö M E N N : Arni Ágústsson (ritari Dagsbrúnar, frá fratnkv.nefnd meirihl. 1. maí nefnda). Pétur G. Guðmundsson (forseti santbands iðnverkamanna). Runólfur Pétursson (formaður ,,Iðju“). Filippus Ámundason (frá Félagi járniðnaðarntanna). Aðalheiður Hólnt (formaður ,,Sóknar“). Brynjólfur Bjarnason (frá Komntúnistaflokki íslands). Ásgeir Blöndal (FUK-félagi). Karl Guðmundsson (FUJ-félagi). Hálfdán Bjarnason (deildarstjóri í Dagsbrun). Einar Olgeirsson (frá Kommúnistaflokki íslands). maí nefnda verkalýdsfélaganna. Framkvæmdanefnd meirihluta 1 Félag róttækra háskólastúdenta. Félag byltingasinnaðra rithöfunda. r Kommúnistaflokkkur Islands. Samband ungra kommúnista. Alpjóðasamhjálp verkalýðsins

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.