Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 07.09.1936, Blaðsíða 2

Verklýðsblaðið - 07.09.1936, Blaðsíða 2
VERKLÝÐSBLAÐIÐ Vestmanaeyj ai» Rannsdknín á starMslu Ilialðsins | Margrét Blönöal | l>eir, sem ná þeim árum, sem teljast til ellinnar, eiga tíðast því að venjast, að samferðafólk þeirra stóðvi rcð.urinn og berist undan straumi út á hafið mikla, sem eng-- um skilar að strönd. Ég' er engin undantekning í því efni, hefi oft orðið að sjá á bak þeim, sem mér voru, kærir, skyld- um og- vandalausum. Pað sem síð- ast hefir mætt mér af því tæi, var lát vinkonu minnar frú Margi'étar Auðunsdóttur Blöndal, sem dó snögglega þ. 2. þ. m. Ég geri ráð fyrir að jafn merkrar konu og frú Margrét var verði rækilega minnst í bföðum bæjarins og læt því ó- gert að rekja ætt hennar og æfi- feril, vil aðeins geta þess, að hún var Norður-Isfirðingur að ætt og uppruna og af góðu bergi brotin. Móður hennar sá ég aldrei, hún var látin, þegar ég fluttist ve,stur, en Auðunn faðir hennar kom oft á mitt heimili, var hann maður sá, sem ég hafði sóð líkastan því, sem ég hefi hugsað mér víking fornald- ar, stór, fríður sýnum og karl,- mannlegur, nokkuð aðsúgsmikill, einkujn viðöl, en grandvar dugnað- armaður að öðru leyti. - Pessi fáu orð, sem ég læt fylgja Margréti minni úr hlaði eru aðeins þakkar- orð fyrir ánægju þá, sem ég hafði af okkar fáu samverustundum og rninningar um þær. Kynni okkar náðu það aftu.r í tímann, að hún var 15 ára er ég kynnist henni fyrst, þannig að hún réðist til mín sem léttatelpa og var hjá mér í tvö ár, að þeim tíroa Ijðnum fór hún til fóstursystur sinnar, sem hún hafði áður dvalið hjá, og frá henni gift- ist hún fáum árum síðar eftirlif- andi manni sínum, Haraldi Blöndal ljósmyndara. Margrét var tvímælalaust sá mikilhæfasti unglingur, sem til mín ffuttist á búskaparárum mín- um og varð mér þó vel til efnisung- ]inga. Pað var sem allt léki í henn- ar höndum, hvort heldur var í sessi eða á faraldsfæti. Námsgáfur hafði hún prýðilegar og- var bókhneigð, en mestir og beztir kostir hennar voru þó innrætið Lundin ör og við- kvæm, en hún hafði gcða stjórn á skapi sínu, og göfuglyndari, hrein- gerðari og tryggari konu getur ekki. Þannig kom hún mér fyrir sem unglingur og, þessu áljti hefi ég aldrei haft ástæðu til að breyta. — 1 lífsbaráttunni var hún í þeim flokki manna., sem allt eiga undir högg að sækja, sem þarf til þess að framfleyta heimili með ómegð. Þau hjónin voru víst alftaf fremur fé- lítil, en hún lá þai- ekki á liði sínu, hún vann eins og- víkinguir til að koma börnum sínum til þroska og menningar, enda átti hún því láni að fagna að eiga sérstaklega vel- gefin og efnileg börn, sem dáðu hana og' elskuðu að miakJegleikum. Mér er líka kunnugf uan að sam- búðin á heimilinu var prúð og góð, og þau hjón unnust hugástum, Það lætuír að líkum, að Margrét gatf sig ekki til muna að þjóðmálum, til »Ki*ílisk« endurskodun Strax þegar fréttist um útnefn- ingu: Ingólfs Jónssonar lögfræðings til að athuga starfræksluna á skrifstofum bæjarins í tilefni kær- unnar, sem minnihluti bæjar- stjórnar sendi s. 1. vetur á hendur íhaldsklíkunni, gerði Moi'gunblaðið og helztu áhangendur íhaldsfor- ingjanna hér, hróp mikið að Ing- ólfi' og reyndu að uppmála hann sem hreinasta. mannhrak í augum fjöldans. Við komu Ingólfs í bæinn virðist hafa sl,ett í dúnalögn í Mið- stræti. Dauðaþögn eftirvæntingar- innar virðist nú ríkja þar í hverju skoti og »Víðir« minnist ekki einu orði á Ingólf. Sendimaður ríkisstjórnarinnar hefir nú dvalið hér í bænum í nokkra daga við ýms störf óvið- komandi bæjarmálunum, en er byrjaður' að rannsaka starfrækslu bæjarins. Enginn skyldj ætla að íhaldsklík- an muni gera nokkuð það sem létt gæti Iiessum sendimanni stjórnar- innar starfið. Þvert á móti; allt liugsanleg’t hetfir verið gert til, að torvelda honum það og láta allt sýnast rétt og slétt á yfirborðinu. Málamyndarrannsókn Jóns Guð- mundssonar í fyrrasumar varð sýnilega til þess eins að gefa í- haldsklíkunni ársfrest til, að klóra yfir óhreinindin. Á síðasta fundi bæjarstjórnar fellir íhaldið tilmæli ríkisstjórnar- innar um að bæjarstjórn kjósi 2 menn til aðstoðar Ingólfi, í þessu starfi — og Arinbjörn Öafsson, ein af þeim fáu persónum, sem hjá bænuim hafa unnið um langán tíma, er hrakinn með móðgunum ur starfi sínu, til þess — að. því er virðist — að manngildi hans verði engum þar að fótakefli!! Loks verður það að teljast í- haldsklíkunni í vil, að Ingólfur Jónsson er ekki — því miður — sendur hingað til »krítiskrar« end- urskoðunar á heildarbúskap bæj- arins, heldur mun honum vera, ætl- að að rannsaka og segja svo urn, hvort slíkar ráðstafanir séu nauð- synlegar. Ef rannsókn sú, sem nú á að þess hatfði hún engar aðstæður, en, ódult fór hún með heimilisfang sitt á sviði stjórnmálanna og fylgdi ó- skift þeim flpkki, sem berst fyrir afnámi kúgunar og þrældóms, fyr- ir kröfum réttlætis og mannúðar. Okkur vinum hennar finnst við mikið hafa misst við fráfall hemv ar, en hvað er það móti missi eig- inmanns og barna. Ég fyrir mitt leyti finn sárt til með þeim, ekki sízt yngstu drengjunum hennar, sem mér finnst helzt til ung’ir til að standa fyrir slíku aðkasti. En hennar er gott að minnast. Það verður bezta- björgin okkur öllum þegar frá líður. 5* siept. 1936. Theódóra Thoroddsen. — er krala almennings fara fram á aðeins að snúast um bókfærslu o.g önnur »teknisk« at- riði, getur hún hvergi nærri náð hinum rétta tilgangi sínum.; Ýmislegt, sem upplýst hefir ver- ið af endurskoðend.uro reikning- anna 1934, gerir nauðsynlegt að hið opinbera láti fram fara, strax gaumgæfijega rannsókn á raun- verulegum hag bæjarins eins og hann er nú í dag. Almenningur heimtar að fá að vita hverju það sætir að verkleg'ar framkvæmdir, sem samþykktar liafa verið á fjárhagsáætlun, eru stöðvaðar að mestuj — hann krefst að fá vitneskju. um hversu mikið bærinn skiddar, nú í augnablikinu, -— og fyrir hvað ,— hverjir eru lánardrottnar hans og* hversu rniklu hefir verið varið atf áætluð- um tekjum þessa árs til, að jatfna reksturshalla síðasta árs, sem leit út fyrir að vera ca. 60—70 þús. kr. um síðustu áramót. Til að fá þetta frarn ber jafnvel nauðsyn til að hið opinbera skyldi lánardrottna bcejarins til að gefa upp inneignir sinar innan ákveð- ins tíma, en að þær verði útstrik- aðar ella. Vestm.eyjum 2, sept, 1936 Jón Rafnsson. Sjúkratryggmgarnar Nú er þriðjí mánuður trygging- | ariðgjaldanna fallinn í gjalddaga. \ 1 rúma þrjá mánuði hafa. aðeins um 6000 manns borgað iðgjöld sín. eða i af öllum tryggingarskyl,dum. Ctistandandi skuldir samlagsins hjá aJmenningi í Reykjavík, eru því í dag komnar á þriðja hundrað þúsund. Halda menn aö auðvelt verði að innheimta þetta fé? Er ekki alveg aug’sýnilegt að íhaldið vinnur markvisst að því að clrepa tryggingarnar? Regl,ugerðin frá, samlaginu er ekki enn komin út. Það er ekki svo mikið sem byrjað að semja við lyf- salana. Allt stendur fast í samn- ingunuan við læknana. Þetta. má ekki svo lengur ganga. Það verður nú I>egar að taka. al- varlega í taumana.: Fulltrúaráð verklýðsfélagan:na kaus nýlega nefnd til að koma fram með tillög- ur til bóta í tryg’gingarmálunum. -— Það væri æskileg-t að nefndin léti fljótt til sín taka og* ætti hún jafnframt að gera ráðstafanir til að verklýðsfélögin hél|d,u fund um mál þetta. a. Ungherjar! Mætið á Bókhlöð ustíg 9 á þriðj udnginii klukkan gJ til þcss að imdirbáa Berjaferdina Takið pátt í söfntin- inni til spánska lýð- veldisins! Takið lista á skrifstofu Alpýðu- sambandsins! Gerið fljót skil! Innflutningur á byggingarefni Undanfarna daga hafa íhalds- blöðin, grátið krókódílatárum vegna þess að innflutnings- og gjaldeyris- nefnd hefir skorið niður innflutn- ing á byggingarefni. Sérstakleg’a, lrafa þau fárast yfir því að byg'g- ingariðnaðarmenn, myn,du missa atvinnu og svo hitt að fátækling- arnir í hinum heiljsuspi]lan,di kjall- ai'aíbúðum verði nú að hýrast í þeirn enn um einn vetur. Alt var l>etta vitanlega »rauðu hundunum að ken.na«, þeir feldu tillögur hinna miskunnsömu íhaldsmanna um aukinn innflutning. En, hvað svo? Jú, Alþýðublaðið hefir nú upplýst, að það va,r íhalds- meirihl,utinn í gjaldeyrisnefndinni, sem feldi allar tillög’ur um viðun- ahidá innflutning á byggiiigarefni. Þessi málflutningur íhaJdsins var aðeins daglegt brauð, íhaldslygi, sem Valtýr og Páll fá aura fyrir, en enginn heiðarlegur maour legg- ur trúnað á venju fremur. Þetta léttir vitanlega ekki á- byrgðinni af Alþýðufl. og Fram- sóknarff, sen>' hafa það á valdi sínu að láta ihalds- og Lands- bankaklíkuna lúta í iægra baJdi í þessu máli. Það þarf aukin.n innílutning’. á byggingarefni, innflutning, sem skapar atvinnu, en þó fyrst og i'remst til þess að byggja JioUar og ódýrar íbúðir fyrir alþýðuna, sem Jiýrist í heilsusþillandi húsakynn- um. Þessu játa, allir, jafnvel íhalds- blöðin, þegar þau eru, að krydda ],ygar sínar. Þess vegna verður það að vera krafa alls almennings, að það byggingarefnj, sem flutt er til landsins, verði notað til þess að J>æta húsakynni þeirra, ,sem búa í óbeilnæmustu íbúðununi). Það verð- ur að hindra það, að meirihluti alls byggingarefnis, sem fjutt er til landsins, sé notaður til þeiss að byggja skrauthýsi fyrir yfirstétt- ina. Einnig verður að hindra það, að fjármagn lancJsmanna sé hrært í sementsblöndu, sem engum kem- ur að notum Ujm ófyrirsj áanlegan tíma, sbr. hið tilvonandi »þjóðleik- hús«. Það á að sjá til þess, að bygging- arefni sé ekki notað til þess að byggja skrauthýsi, stóríbúðir, í- haldsgrjótgarða og; l,úxusbílaskúra, og síðast en ekki síst, I>að á að byggja íhaldspakkinu út úr bæjar- og byggingarmálum Reykjavíkur. Krafan er, að bygðar verði í- búðir við hætfi alþýðufólks. Til þess á að flytja in,n byggingarefni og auika atvinnuna,.

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.