Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Stśdentablašiš

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Stśdentablašiš

						Stúdentablaðið
Stúdentar á rannsóknarferðum um landifi
„Söguþióðin" hef ur á síöustu árum sent til náms erlend-
is og alið hér heima hóp af konum og körlum til starfa á
ýmsum sviðum fortíðarrannsókna. Á yfirstandandi
sumri hafa hópar stúdenta verið á yfirreið um landið:
Nemendur við Háskólann hafa farið um iandiö, eins og
hvítur stormsveipur og dregið saman gögn um fráfærur
og myllur meðal þeirra sem elstir eru. Síðast en ekki síst
hefur hópur námsmanna og fullnema unnið að svæðis-
rannsókn á byggðum í Hvalf irði og er synd f rá að segja
að sú rannsókn hefur af þessum þrem við þrengstan
kostinn að búa, þótt merkilegust sé, sem nýjung á þessu
sviði. Við náðum tali af einstaklingum úr hópnum og leit-
uðum svara við ýmsum spurningum.
Upphaf þess að námsmenn i
Lundi hófu svæðisrannsókn sina
var það, að þar var stofnað Félag
þjóð- og fornleifafræðinema. Það
vann upp um siðustu jól plagg um
ástand i rannsóknarmálum þjóð-
fræða á Islandi. Var þetta plagg
til umræðu hér heima um jólin og
var uppúr þvi ákveðið að hleypa
þessari svæðisrannsókn af stað.
Rannsóknin tekur til afmarkaðs
svæðis. Fræðimenn úr ýmsum
greinum slá sér saman og gera
nákvæma úttekt á svæðinu, sögu
þess frá hinum ýmsu hliðum. Með
rannsókninni á því að fást mjög
heil mynd af einum landshluta frá
forneskju til okkar dags. Hópur-
inn valdi Hvalfjörð (sveitir
sunnan" Skarðsheiðar) með tilliti
til þess að hann er tiltakanlega
auðveldur viðureignar landfræði-
lega , vandlega aðskilinn frá
sveitunum norðan og sunnan. Þar
hafa liká gengið yfir mikil
breytingaskeið atvinnusögulega.
Fjörðurinnvar forðum bæði veiði
og verslunarstöð. Þar hafa bæði
hvalur og sfld staldrað við auk
annarra fiska. Herinn var þar á
hverri þúfu, svæðið er gott til
landbúnaðar og hefur haft i ná-
grenni sinu iðnað i nokkra ára-
tugi, hvalstöðína, og. enn frekari
iðnaður er fyrirhugaður á
svæðinu. Þá þótti heppilegt að
vera ekki fjarri stofnunum sem
þjóðskjalasafni og Þjóðminja-
safni vegna ritaðra heimilda.
Hópurinn hefur hingað til aðeins
fengið styrk að upphæð kr. 600
þúsund frá Visindasjóði. Hins
vegar er starfið komið nokkuð á
veg. Aætlað var að eyða sumrinu i
að skrá gögn: bæði allar þær
skriflegu heimildir sem til eru um
svæðið, frá fornsögum i afsals-
bréf og sölusamninga jarða, og
þær efnislegu sem enn er vit-
neskja um. Var i þeim tilgangi
farin ferð um svæðið i júli. Var
stuðst við örnefnaskfar örnefna-
stofnunar og fátæklega minja-
skrá Þjóðminjasafns.Bættis't all-
mikill fróðleikur við það sem
fyrir var. Teikningar og ljós-
myndir voru gerðar af þvi sem
fannst hvort sem það voru i-
búðarhús eða stekkir. Telur
hópurinn að þessi ferð hafi borið
tilætlaðan árangur. Næsta skrefið
verður að ganga frá greinargerð
um sumarstarfið og senda ibúun-
um á hverri jörð með nánari
óskúm um ýmis atriði. Og þá er
ekki   minna   starfið  við  söfnun
Tvennt sem rétt er að vekja
athygli á: Lektorsstaða i heim-
speki var veitt Arnori Hanniblas-
syni, en mælt hafði verið með
Micheal Marlies i starfið.
Nýkomið er út rit á vegum
Rannsóknarstofnunar i norr-
ænum málvisindum við Háskóla
Islands um forn heiti eftir Halldór
Halldórsson. Bókin. Bókin er
prentuð i Kaupmannahöfn!!! og
það er Bókaverslun Snæbjarnar
Jónssonarsemá annast dreifingu
hennar!!!!!!
I siðasta þætti var fjallað
Htillega um ráðningar Félags-
stofnunar og annað henni viðvikj-
andi. Hér á eftir verður tæpa á
eitt af fyrirtækjum stúdenta, sem
rekið er af Félagsstofnun, en það
er Háskólafjölritun. Annast hún
alla fjölritun, ljósritun, og
• vélritun fyrir nemendur og kenn-
ara, auk þess sem utan-
aðkomandi leita á stundum til
hennar með litilræði. Fyrirtækið
hefur verið i miklum blóma
undanfarin ár og hefur lotið hinu
kapitaliska eðli sinu með stöðugri
útpenslu. Þar má fá ódýrustu
'jósrit i bænum.
Fyrirtækið, hefur getar nýtt
mikið af gróðanum i aukin
tekjakost, enda er mikið slit á
tækjum sem jafnmikið eru nýtt.
Auk þess að annast fjölritun
venjulega A4 broti, getur fjöl-
ritunin tekið að sér stærri verk-
efni. Hefur hún haft á sinum
snærum vél um nokkur skeið sem
litið hefur verið notuð, en gæti vel
annast hin ýmsu deildarblöð
skólans. Deildarblöðin 'eru nú óll
prentuð hjá fyrirtækjum út i bæ
misháu verði
Blaðaiítgáfa deildarfélaga
hefur stór aukist hin siðari ár.
Eldri deildir, guðfræði, læknis-
fræði og lögfræði, hafa á þvi sviði
virðulegasta sessinn. A eftir
fylgja   nýgræðingar,   Hagmál,
Náttúruverkur, Mimir og
Samfélagið. Auk þess gefa sál-
fræðinemar út rit sem Draupnir
heitir og er ritstjórn þess á hreyf-
ingu um norðurlönd. öll þessi rit
hafa nokkra útbreiðslu, en mun
minni en gæti verið, ef stöðugt
væri unnið að dreifingu þeirra.
Það hefur lengi staðið til að koma
á fót Háskólaforlagi er annaðist
útgáfu nauðsynlegra rita fyrir
skólann. Menninarsjóður hefur
séð um sfika útgáfu að hluta, en
mikið hefur skort á að þannig
væri á þeim málum haldið að
gagn væri að.
Það er þvi brýnt að komið verði
á samræðu milli deildarfélaga
um hvernig tengja megi drefiingu
og útgáfu þessara blaða. Félags-
stofnun ætti að geta þjónað
stúdentum á þann hátt sem og á
marga aðra og þannig orðið lyfti-
stöng auknu félagslífi og starfi i
skólanum.
pb.
S væðisr anns ókn
Svæðisrannsókn sunnan Skarðsheiðar: fremri röð frá v. Margrét Hermannsdóttir, Inga Dóra Björns-
dóttir. Aftari röð frá v. Þorlákur Helgason, Guðmundur Hálfdánarson og Þorsteinn Jónsson. A myndina
vantar Eirik Guðmundsson.
ritaðra heimilda á söfnum i
Reykjavik, Borgarnesi og Akra-
nesi.
Þeim félögum varð tiðrætt um
islenskar rannsóknir og að
hverju þær stefndu. Það væri al-
varlegt að vera á ferð og komast
að raun um við vanþróað ástand
Þeim félögum varð tiðrætt um
islenskar rannsóknir og að hverju
þær stefndu. Það væri alvarlegt
að vera á ferð og komast að raun
um við hversu vanþróað ástand
við búum i hvers   kyns verndun.
Byggðin væri nú að raskast æ
meir, jarðir kæmust æ oftar i eigu
spekúlanta, sem hefðu allt önnur
sjónarmið i huga en eðlileg væru.
Það var á tima eins og maður
væri kominn inn i Eplastriðið,
sagði Þorlákur. Viðkomum að bæ
sem verið er að skipta upp. Þar
var verið að sprengja upp fossa
fyrir laxastiga. Það er undir hæl-
inn lagt hvort þessar jarðir verða
nýttar. Margrét bætti við, að það
væri furðulegt að það væru hér i
gildi náttúruverndarlög, en siðan
væri maður vitni að hlutum sem
þessum.
Það kom hópnum mikið á óvart
hversu mikil áhrif herinn hefur
haft á náttúruna á þessu landsvði
sem og fólkið og lifnaðarhætti
þess. Þess er skemmst að minn-
ast að borin var fram tillaga á
Þingi að unnið yrði að þvi á næstu
árum að afmá öll merki um sið-
ustu styrjöld af islensku landi, sá
hluti sögu okkar væri best
gleymdur.
Þegar að þvi kemur að þátta-
skil verða ljós i svæðisranh-
sókninni, verður hópnum skipt á
þætti og þaðan verður rann-
sókninni haldið áfram.
Þjóðháttarannsókn -
Mörður Arnason og Frosti Jó-
hannsson urðu fyrir svörum af
hálfu fráfæruhópsins .
Það starf hófst uppúr miðjum
vetri. Um svipað leyti og plaggið
var unnið i Lundi var farið að
ræða hver verkefni biðu hér
heima. Þjóðháttadeild Þjóð-
minjasafnsins hafði á sinum tima
unnið upp spurningalista um ým-
is atriði frá liðnum tima. Var
ákveðið á fundum hér i skólanum
að freista þess að hrinda af stað
fjársöfnun er staðið gæti undir
fjölmennri rannsókn um allt land
sem beinast skyldi að einhverjum
ákveðnum markmiðum.
Til er úrvinnsla úr þjóðskrá yfir
alla þá sem eru 67 ára og eldri.
Akveðið var að koma á skipulegu
neti rannsóknarmanna sem
kemba skyldi landið af þessum
einstaklingum og var ákveðið að
taka fráfærur og allt það rof sem
varð i islensku þjóðlifi þegar þær
lögðust af, fyrir. Sá hópur sem tók
að sér þetta starf hefur ekki nema
nasasjón af þjóðháttafræði al-
mennt. Kennsla i þessari grein
hér við skólann hefur til þessa
ekki verið annað en búbót á sögu-
kennslu, likt og listasaga og forn-
leifafræði. Hefur kennslan öllu
frekar miðast við sögu greinar-
innar hér á landi, en beina að-
ferðafræðilega kennslu.
En nemendurnir létu það ekki
hafa áhrif á sig. Með miklum
krafti tókst að ná saman fjár-
magnsloforðum fyrir um 10
milljónum. Þannig var það
mögulegt að hleypa þessari
söfnun af stokkunum. Nutu
nemendurnir við það dyggrar að-
stoðar þeirra aðila sem málið
töldu sér skyldast hér við skól-
ann, sögu og islensku. Auk þess
hefur Þjóðmihjasafnið staðið
hópnum að baki.
Þeir félagar tjáðu mér að rann-
sóknin gengi bærilega. Það væri á
þessu stigi málsins nær ómögu-
legt að spá nokkru um árangur-
inn. Það yrði hægt með haustinu
þegar allir væru samankomnir
með sin gögn, útfyllta
spurningarlista, hljóðupptökur og
ljósmyndir. Mönnum sæktist
vissulega misjafnlega og væri
skýringar þess að nokkru að leita
i þeirri staðreynd hversu mis-
munandi eftir sveitum, jafnvel
innan sveita, það væri að fráfær-
um hefði verið hætt. Vonuðu þeir
félagar að það tækist að ráða
starfsmann  að rannsókninni  að
hausti, þannig að niðurstöður
lægju fyrir sem fyrst. Aðspurðir
töldu þeir vist að þennan leik,
fjársöfnun og svipaða rannsókn.
væri hægt að endurtaka.
Hópurinn sem fór um landið i rannsókn á kvi.um og vindmyllum
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12