Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.09.1987, Blaðsíða 20

Stúdentablaðið - 01.09.1987, Blaðsíða 20
Jón Baldvin Hannibalsson, ij ármálaráðherra: Námsréttindi - ekki forréttindi! - Stærsta hagsmunamál námsmanna á næstu árum er að fjárhagur Lánasjóðsins verði tiyggður þannig að hringlinu með lánsréttinn veröi hætt. Það er þess vegna andstætt hagsmunum námsmanna þegar fámennur en hávær kröfugerðarhópur vekst upp með óhljóðum hvenær sem hreyft er skynsamlegum tillögum um að tryggja end- urgreiðslur til sjóðsins og þar með fjárhags- legt öryggi hans. Ég tek ekkert mark á móðursýkislegum viðbrögðum af því tagi. Hrín þvílíkra dekurbarna skaðar málstað og hagsmuni námsmanna og er þeim ekki sam- boðið. Stúdentar eiga að krefjast námsrétt- inda - ekki forréttinda. Þeir eiga að sjálf- sögðu að sætta sig við að þeir endurgreiði námsaðstoðina síðar á lífsleiðinni, þegar efnahagur þeirra leyfir. Jón Baldvin Hannibalson, fjármálaráð- herra og formaður Alþýðuflokksins, skóf ekkert utan af hlutunum, þegar Stúdenta- blaðiö leitaði til hans og bað hann að lýsa áliti sínu á námslánakerfinu. Stefna Alþýðuflokksins - Markmiðslýsingin sem fram kemur í lögunum um námslán og námsstyrki dugar okkur Alþýðuflokksmönnum bærilega sem grund- vallarstefna. Tilgangur laga af þessu tagi er eins og þar stendur að tryggja jafnrétti til náms án til- lits til efnahags foreldra, að hvetja fólk til þess að leita sér menntunar og að tryggja fjárhag Lána- sjóðsins til lengri tíma litið til þess að hann geti þjónað hinum markmiö- unum tveimur. Það má líka orða þetta á annan veg: að koma í veg fyrir að menn sem hafa hæfi- leika, áhuga og framtak til þess að aíla sér sér- hæfðrar menntunar og leggja það á sig sem þarf, geti það ekki fyrir fátækt- ar sakir. Um hvað er rætt innan rtosstjómarflokkanna? - í starfsáætlun ríkis- stjórnarinnar segir að fram skuli fara endur- skoðun á lögum og regl- um um námslán og námskostnaö. Mennta- málaráðuneytinu ber frumkvæði að fram- kvæmd þessa ákvæðis sljómarsáttmálans. Enn sem komiö er hafa málefni Lánasjóðs ekki verið rædd nema við ijárlagasmíð. Sjóðurinn þarf á rúmlega 2 millj- örðum króna að halda á næsta ári. Afborganir, vextir og verðbætur af áður veittum lánum eru áætluð aðeins um 150 milljónir króna. Fjár- mögnunarþörf sjóðsins B8 Stúdentablaðið

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.