Fálkinn


Fálkinn - 12.01.1935, Side 3

Fálkinn - 12.01.1935, Side 3
F Á L K I N N 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjórar: Vilh. Finsen og Skúli Skúlason. Framhvœmdastj.: SvavarHjaltested. AOalskrifstofa: BanKastræti 3, Reykjavík. Sími 2210. Opin virka daga kl. 10—12 og 1—0. Skrifstofa í Oslo: Anton Schjöthsgade 14. Blaðið kemur út hvern laugardag. Askriftarverð er kr. 1.50 á mánuði; kr. 4.50 á ársfjórðungi og 18 kr. árg. Erlendis 24 kr. Allar áskriftanir greiðist fyrirfram. Auglýsingaverð: 20 aura millimeter Herbertsprent, Bankastræti 3. Skraddaraþankar. „Heimur batnandi fer“ Þetta er ómótmælanleg staðreynd og þeir sem halda öðru fram eru ósannindamenn og falsspámenn, sem nauðsynlegt er að kveða niður, svo að þeir geri ekki meiri bölvun en orðin er. Komið þjer með mjer, þjer sem altaf eruð að krifa á því, að heim- inum sje að fara aftur. Komið þjer með mjer til steinaldarmannsins og lifið lífi hans í eina viku og segið mjer svo, hvort þjer verðið ekki feginn, að hverfa aftur til þessarar vesælu nútíðar, sem þjer eruð altaf að syngja lómasöng yðar um! Komið þjer í stríð með mjer austur í Vestur-Asíu nokkrum öld- um fyrir upphaf núverandi tíma- tals og reynið hvernig það er að láta sigurvegara yðar flá yður lif- andi, brjóta í yður beinin eða sníða af yður nefið. Við þurfum ekki að vera að fara út fyrir landsteinana, • þurfum ekki að fara yfir ána til að sækja vatn. Lítið þjer aftur þangað, sem við nefnum gullöld Islendinga, þegar það þótti frægðarverk að gera ó- vinum sínum fyrirsát eða ráðast að allslausum mönnum og kljúfa þá í herðar niður. Nú hefir þó skip- ast svo til, að sverðin eru öll kol- ryðguð uppi á forngripasafni eða horfin í jörð, og ekki önnur vopn eftir en rókur og lygi, er menn vilja ná sjer niður á andstæðing- unum eða vinum þeirra. Væri yð- ur ekki skömminni nær, að hjálpa til að deyfa eggjar þeirra vopna líka, fremur en að berja lóminn um vondu veröldina? Fyrir tveiinur mannsöldruin sál- aðist meiri liluti allra barna sem fæddust, á fyrstu árunum, vegna ömurlegrar aðbúnaðar og fákunn- áttu móðurinnar. Nú er meðalæfin altaf að lengjast. Fyrir 50 árum var krökt um allar sveitir af flökkurum, sem settust að þeim heimilum, sem helst var matarvon á, en fjöldi heimila þarinig settur, að þar vant- aði bæði hey, mat og eldivið, þeg- ar leið að sumarmálunum. Nú eru þau heimili undantekning. Fyrir 50 árum var hver einasta stórá á ís- landi óbrúuð, en nú má aka í bil austan úr Vík og norður um alt norðurland. Fyrir 50 árum feldu jafnvel stórbændurnir árlega eitt- hvað af fje úr hor, jafnvel þó að mildur væri vetur. Nú þykir skömm að því að fella úr hor. Það er ekki langt síðan lúsin var það húsdýr, sem bestri meðferð sætti á íslandi og sumir gamlir menn töldu jafn- Hringjarinn níræði. 14. niars, að rúmum tveim mánuðum liðnum, verður hringjarinn við dómkirkjuna i Reykjavík, Bjarni Matlhíasson, 90 ára. — — Bjarni er fæddur í Hafn- arfirði, en kom til Reykjavík- ur árið 1855, tíu ára að aldri, og hefir dvalið hjer alla tíð síð- an, að undanskildum 5 árum, er hann sem unglingur vistaði sig að Görðum á Álftanesi. í full 75 ár liefir hann þannig dval- ið í þessum bæ, líklega lengur en nokkur núlifandi maður, enda er Bjarni elstur allra karl- manna höfuðstaðarins. — — Hann stundaði fyrst als- kohar vinnu hjer í hænum, til lands og sjávar, en fjekk hringjarastarfið við dómkirlcj- una 11. febrúar 1891, og hefir hann þannig- gengt því í 44 ár samfleytt, og hann gegnir því enn þann dag i dag, þó að hann að vísu hafi ráðið sjer aðstoð- armann, er klifrar fyrir liann upp í kirkjuturninn, er hinir lúnu fætur Bjarna eru of þreyttir til þess að bera hann upp öll þrepin. — Það var aðfangadags- kvöld, að jeg stóð við hornið á Austurstræti og hlustaði á klukkurnar, sem kölluðu söfn- uðinn til jólamessu. Fyrir þann, sem heyrir hringingu Bjarna með margra ára millibili, er klukknahljómurinn sem liinn fegursti liljóðfærasláttur. Eng- inn hringjari, liugsaði jeg, hef- ir náð slíku taki á klukkunum sínum, sem Bjarni. Hann leik- ur á klukkurnar sínar eins og snillingur á hljóðfærið, í sama hljóðfalli og hljóðmáli óma klukkurnar út yfir bæinn úr turninum í dómkirkjunni, eins og fyrir 40 árum, og ekkert get- ur verið eins liátíðlegt og fag- ur klukknaómur. Jeg var að hugsa um þetta og mintist þá hins ágæta, gamla manns, með innilegu þakklæti, og yfir mig kom ómótstæðileg löngun til þess að heilsa upp á gamla manninn í turninum, einmitt jólakvöldið. — Það eru 72 tröppur að ganga upp í kirkjulurn og mjer var nóg um. Þessar tröppur hefir Bjarni klifrað í 44 ár, venjulega hlaupið upp án þess að mæðast ögn. En er upp kom var það aðstoðarmaður- inn, er stjórnaði ómunum, Bjarni hafði telcið sjer frí á jólakvöldið, fyrsta sinni i fjöldamörg ár. En góður kenn- vel feigðarvott „að missa lúsina“, sem þeir kölluðu. Blessaður bölsýnismaðurinn, sem altaf ert að láta heiminn fara versn- andi. Viltu ekki hverfa aftur til fortíðarinnar, sem var svo fögur í þínum augum — i sultinn, úrræða- leysið og Iúsina? ari lilýtur Bjarni að liafa ver- ið þessum aðstoðarmanni, jiví enginn munur virlist vera á hringingum þeirra. Bjarni hjó í 27 ár í litlu koti innan girðingar i sjálfum kirkjugarðinum. En eftir því sem fleira var jarðað og meira pláss þurfti til grafreita, varð kotið auðvitað að liverfa og hygði liann sjer lítið timbur- hús skamt fyrir norðan garð- inn. — Gamli maðurinn situr og er að lesa i blöðum, er jeg heimsótti hann alveg nýlega. — Jeg sje alveg ágætlega á öðru auganu, segir hann, en á hinu er jeg nær blindur. En verst er með heyrnina. Hún er sljó orðin, en þó er ekkert því til fyrirstöðu, að hægt sje að tala við Bjarna, ef maður að eins talar í liærra lagi. Jeg ætla að reyna að lialda starfinu þangað til jeg er orð- inn níræður, heldur Bjarni á- fram, en svo segi jeg því lausu. Jeg hygg, að jeg þá muni vera elstur allra hringjara i heimi, og það getur verið nógu gam- an að því, bætir hann við bros- andi. En hvað alt er orðið brejdt lijer í Reykjavík! Þegar jeg kom liingað sem tíu ára strák- ur, voru lijer 1400 ibúar. Jeg man glögt eftir hverju liúsi og hverju koti í bænum og hver bjó þar. Þá voru aðeins 12 liús fyrir ofan læk. Og þó maður færi ekki lengra aftur í tím- ann en til fyrsta ársins, sem ieg var liringjari, árið 1891. Það ár var aðeins einn maður jarðsunginn alla vetrarvertíð- ina. En núna kemur oft fyrir, að tvent og þrent sje grafið sama daginn. — Er nokkur tilfinnanlegur munur fyrir hringjarann, hvort hann hringir líkliringingu eða venj ulega messuhringingu ? — Ekki hót, svarar gamli maðurinn. Aðeins þetta, að maður náttúrlega er dálítið há- liðlegri, dálítið viðkvæmari í lund, er hringt er yfir líki. Og hver góður hringjari verður að leitast við að ná því fram úr klukkunum sínum, sem hann sjálfur finnur, alveg eins og hljómlistarsnillingurinn úr sínu hljóðfæri. — Jónas IJelgason var organisti við dómkirkjuna, er jeg fj’rst kom í turninn, heídur Bjarni áfram. Hann var fyrirtaks organleikari og vildi hafa góð- an söng. Undireins og sam- hringingin var úti, varð jeg að þjóta niður til þess að troða belginn fyrir Jónas og stóð í skoti bak við orgelið meðan leikið var á það. Og síðan upp i turninn aftur, til þess að hringja frá messu. Það verða mörg spor um kirkjuna í öll þessi ár. En ljómandi liefir starfið verið skemtilegt alla líð! Vjer minnumst eins i þessu sambandi. Það var eitt sinn fyrir mörgum árum, að slcóla- piltar gengu i kirkju, eins og siður var áður fyr, allir saman. Jónas sat við orgelið og sálma- söngurinn átti að Iiyrja. En Jónasi hefir vist fundist orgelið vera í daufara lagi þann dag- inn, því í miðjum sálmi hallar hann sjer til hliðar og hrópar til belgtroðarans, svo heyrðist um alla kirkjuna: Meiri vind, Bjarni! Bjarni herti á troðn- ingnum sem mest hann gát og Jónas var hinn ánægðasti. — Bjarni Matthíasson er enn furðanlega ern og sama blíð- mennið og hann hefir verið alla sína löngu æfi. Framúr- skarandi reglumaður um alla hluti og maður, sem ekki vill vamm sitt vita. Viti hann ekki sjálfur, hve vinmargur hann er, þá hyggjum vjer, að hann muni fá sönnun þess, að tveim mánuðum liðnum, er hann kemst yfir á tíunda tug æf- innar. Halldór Vilhjálmsson, prentari í Gutenberg, verður 50 ára í dag. Kaupið gleraugu yðar á LAUGAVEG 2. Fálkinn er besta heimilisblaðið.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.