Fálkinn


Fálkinn - 30.07.1938, Blaðsíða 3

Fálkinn - 30.07.1938, Blaðsíða 3
F Á L K I N N 3 Skraddaraþankar. í hinni rómuSu náttúrufegurð við Siljan-vatii í Dölunum í Svíþjóð voru um síðastliðið nýjár 249 jarðir alger- lega í eyði, svo að bæði íbúðarliús og peningslnis stóðu tóm. En auk þess stóðu fjósin tóm á 553 býlum en á 213 býlum höfðu þau hreinlega verið rifin. Á flestum þessara pen- ingslausu býla lifði gamalt fólk í tómthúsmensku eða kaupstaðabúar höfðu keypl býlin til sumarbústaða. þéssaf tölur eru úr skýrslu nefnd- ar, sem sett var til að finna ástæð- urnar til flóttans úr sveitunum, Svarið er það, að iðnaðurinn bjóði svo góð afkomuskilyrðt, að fólk hafi betra lifsuppeldi af lionum en land- búnaðinum. Ungir synir óðalsbænda vilja jafnvel ekki taka við skuld- lausum jörðum feðra sinna, þvi að þá yrðu þeir að1 neita sjer um lífs- þægindi, sem þeir gætu veitt sjer sem iðnaðarmenn. Það er algengt, að jarðeigendur byggi mönnum jarð- ir eridúrgjaldslaust og meira að segja dæmi til að þeir borgi eignaskatt ábúandans, til þess að jörðin fari ekki í órækt og eyði. — Lík dæmi eru ti’ frá Noregi líka. „Þegar svo fer um liið græna trjeð....‘?“ Sviar urðu fyrstir Norð- urlandaþjóða til þess að grípa til þess bjargræðis bændunum til handa að knýja fram verðhækkun á afurð- um þeirra. Norðmenn og Danir tóku upp sömu aðferð skönnnu síðar. En þessari verðliækkun fylgdi sá bögg- ull, að nýjar kauphækkanir urðu i iðnaðinum. Þar voru skipulögð stjettarfjelög, sem gátu knúð fram vilja sinn. Aðstaðan batnaði þvi ekkert, iðuaðurinn gat boðið betra kaup eftir sem áðrir og bændur urðu að missa allan ágóðann af afurða- hækkuninni í hendur verkafólks síns, ef þeir áttu að geta lialdið því. „Bjargræðið“ varð því ekki annað en svikamylla. Og bændur eiga við jafn erfið kjör að búa eftir sem áður. Hjer á landi hefir það sama orð- ið uppi á teningnum. Þeir sem vilja stunda búskap verða að láta sjer nægja minni lífsþægindi, en fólkið i kaupstöðunum hefir. Það hefir komið á daginn, að meðalbú rís tæptega undir því, að liafa sæmilega byggingu yfir heimafólk sitt, hvað þá annað. Og þeir sem hafa viljað bæta jarðirnar hafa orðið livað verst úti. Hinir, sem stóðu á gömlum merg og hafa rekið nurlarabúskap að gömlum hætti og ekki leyft sjer eyr- is gjöld til óþarfa, liafa bjargast. Hvar eru ráðin til að afstýra þess- um voða? Því að hvað væri þjóð- in ef sveitirnar eyddust? VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjórar: Skúli Skúlason. Sigurjón Guðjónsson. Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested. ASalskrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavík. Sími 2210 Skrifstofa í Oslo: Anton Schjötsgade 14. Blaðið kemur út hvern laugard. Áskriftarverð er kr. 1.50 á mán., kr. 4.50 á ársfj. og 18 kr. árg. AHar áskriftir greiðist fyrirfram. Auglýsingaverð: 20 aura millim. Herbertsprent. „Dronning Alexandrine“ legst að Grófarbryggjunni, þar sem skátastúlfyir standa heiðursvörð í tveimur röðum. Hjá bílunum stendur hljómsveitin, en efst á bryggjunni hópur heldri manna, sem komnir eru til að heilsa hinum tignu gestum. Fremst á myndinni nokkur htuti mannfjöldans á hafnarbakkanum. Það þykir jafnan miklum tíð- indum sæta, þegar konungleg- ir gestir koma hingað, enda eðlilegt þar sem það eru mjög fátíðir viðburðir. Fyrsti þjóð- höfðingi, er steig á íslenska grund var Kristján IX., árið 1874, á þúsund ára afmæli Is- landsbygðar. Sonur hans, Frið- rik VIII. gisti ísland 1907, og núverandi konungur Dana og íslendinga, Kristján X., hefir komið hingað fjórum sinnum. Auk þeirra feðga mun margur minnast krónprins Svía, Gustafs Adolfs, er var hjer gestur á Al- þingishátíðinni. Friðrik krón- prins, sem nú er hjer staddur, liefir komið liingað tvisvar sinn- um áður, i seinna sinnið fyrir fjórum árum. Nú er í för með honum kona lians, krónprins- essa Ingrid, dóttir Gustafs Ad- olfs krónprins Svía. Er hún nú í fyrsta sinni á íslandi. — Það var niargt um manninn niður við höfn á sunnudags- kvöldið, þegar „Dronning Alex- andrine“ lagðist að hryggju. Það leyndi sjer ekki að alt það marga fólk, er þangað var kom- ið hafði eilthvert erindi, en er- indið var að sjá krónprinshjón- in eitt augnablik áður en hílarn- irfeldu þau sjónum, og þá eink- um krónprinsessuna, a. m. k. karlmennirnir. Áður en krónprinshjónin gengu í land spilaði lúðraflokk- ur undir stjórn Páls Isólfssonar þjóðsöngva íslendinga og Dana. Krónprinshjónin um borð i „Dronning Alexandrine“. Við landgöngubrúna biðu for- sætisráðherrahjónin þeirra. — Bauð ráðherra fyrir hönd Is- lendinga hina konunglegu gesti velkomna, en forsætisráðherra- frúin, sem var í fallegum skaut- húningi afhenti krónprinsess- unni fagran hlómvönd. Meðfram öllum landgangin- um var stór flokkur lögreglu- þjóna og skáta, sem hjeldu uppi reglu og vöx-nuðu þess, að á- horfendurnir yrðu mjög nær- göngulir. Klæði hafði verið komið fyrir eftir endilangi-i hryggjunni þar sem krónprins- hjónin skyldu ganga áður en þau og fylgdarlið þeirra stigi upp í bílana, er flytja skyldi þau til hústaðar þeirra á Hótel Borg. Framh. á bls. /4. HEIMSÓKN KRÓNPRINSHJÓNANNA

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.