Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fįlkinn

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Fįlkinn

						FÁLKINN
Karlakórinn Heimir i Skagafirði
Þann 23. janúar s.l. minntist
karlakórinn Heimir í Skagafiröi 20
ára starfsafmæiis síns með gleði-
samkomu að Varmahlíð, samdrykkju
með mörgum ræðum og miklum
söng. Kom þar fram nýr einsöngv-
ari, sem fyrir skömmu hefir gengiS
í kórinn, Árni Kristjánsson, ungur
maSur meS háan, bjartan tenór. Er
kórinn nú skipaSur 36 mönpum,
sem búsettir eru víðsvegar um sveit-
ir SkagafjarSar, flest bændur eða
menn, sem sinna landbúnaSarstörf-
um. Var kórinn mjög hylltur fyrir
söng sinn og svo söngstjórinn, Jón
Björnsson á HafsteinsstöSum, sem
er einn af stofnendum kórsins og
lengstum hefir veriS stjórnandi
hans.
Karlakórinn Heimir var stofnað-
ur þann 27. desember 1927, og munu
þeir Benedikt Sigurðsson bóndi á
Fjalli og Jón Björnsson hafa átt
mestan þátt i stofnun hans. Bene-
dikt hafSi áSur verið i Bændakórn-
um, sem starfaði i Skagafirði á ár-
unum 1910—1925. Annar of söngv-
urum Bændakórsins, Haraldur Jón-
asson á Völlum, var einnig einn af
stofnendum Heimis, en ekki voru
Heimismenn margir í byrjun, aðeins
10. Pyrsti stjórnandi hans var Gísli
Magnússon bóndi i Eyhildarholti, í
eitt ár. Þá tók við Pétur Sigurðsson,
er áður hafði verið stjórnandi
Bændakórsins, en hans naut við að-
eins skamma stund. Siðan, eða í 18
ár, hefir Jón Björnsson stjórnað
kórnum.
Jón Björnson, sóngstjóri.
Ekki skipulagði kórinn starfsemi
sína fyrr en haustið 1935. Þá voru
samin lög fyrir félagið og kosin
stjórn i fyrsta sinn. Var fyrsti for-
maðurinn Pálmi Jónasson bóndi,
Álfgeirsvöllum, siðan Ingimar Boga-
son, en frá 1940 hefir Gísli Stefáns-
son bóndi í Mikley verið formaður
félagsins. Með honum i stjórn eru
þeir Björn Ólafsson bóndi á Krit-
hóli og Haildór Benediktsson bóndi
á Fjalli.
Um félagið Heimi hefir oltið á
ýmsu. Hefir félögum oft fækkað mjög
vegna brottflutnings þeirra úr hér-
aðinu, og' stuhdum legið við borð,
að starfsemin yrSi aS hætta af þeim
sökum. En jafnan hafa þeir, sem
eftir voru, þá safnaS saman nýjum
mönnum og haldiS ótrauSir áfram,
en eins og gefur aS skilja fer þá
mikill tími í að kenna nýliðunum
og samæfa þá, og allt slikt erfitt,
þegar um Iangan veg er að sækja
æfingar. Alltaf hefir þetta þó iekist
vel fyrir mikinn dugnað söngmann-
anna og frábæra elju söngstjórans.
Alls hafa nú starfað í kórnum 85
manns. Hann hefir haldið 72 opin-
berar söngskemmtanir og oft þess
utan sungið á útisamkomum og við
jarðarfarir. Nú á seinni árum hefir
kórinn tekið til meðferðar all-um-
fangsmikil iög. Kórinn hefir sungið
víSa um Skagafjörð, farið söngfarir
til Húnavatnssýslu og EyjafjarSar
og tvisvar mætt á söngmótum á
Akureyri, þeim sem Samband NorS-
ienskra karlakóra hefir haldiS þar.
VerSur naumast annaS sagt en
að starfsemi kórsins sé orðin all-
mikil, einkum þegar litið er á allar
aðstæður. Söngmennirnir eru dreifð
ir um stórt svæði, margir þeirra eru
einyrkjar á jörðum sínum og hafa
mörgum störfum aS sinna. Til
skamms tíma hafa þeir ekki haft aðra
forkosti en hesta eða fætur sína, er
þeir hafa sótt æfingar. Sumir þeirra
þurfa að sigra farartálma, eins og
t. d. bræðurnir í Eyhildarholti, sem
eiga yfir Héraðsvötnin að sækja.
Framhald á bls. 14.
Karlakórinn Heimir 1944.
Fremsla röð (frá v.): Pétur Sigfússon, Friðfinnur Hjartarson, Árni Kristjánsson, Jóhannes Jónsson, Vagn
Gíslason, Sigurður Ellertsson, Halldór Benediktsson. — Önnur röð: Rögnvaldnr Jónsson, Síra Gunnar
Gíslason, fíjbrn Gislason, Þorsteinn Sigurðsson, Jón Björnsson sóngstjóri, Sveinn Gislason, líonráð Gisla-
son, Jónas Haraldsson. — Þriðja röð: Sigurður Laxdal Grimsson, Gisli Stefánsson, Jósep Sigfússon, Vig-
fús Sigurjónsson, Steinbjörn Jónsson, Sigurður Jónsson, Gísli Jónsson, Magnús Indriðason, Gísli Gunn-
arsson. -- Fjórða röð: Gunnlaugur Jónasson, Sigurpúll Árnason, Magnús H. Gíslason, Sigurður Kristófers-
son, Ingimar Bogason, Árni Jónsson, Pétur Sigurðsson.

John A. Costello, hinn nýi for-
sætisráðherra Eire.
Hann hlaut verðlaunin. Britann-
iu-styttan er eitt tignasta heið-
ursmerki, sem veitt er í Bret-
landi. Árlega fær einn maður
merki þetta, og er það veitt fyr-
ir afrek í flugi. E. M. Donald-
sen, flugkapteinn sá, sem bætti
flughraðametið upp í 990 km.
(616 enskar milur) á klst. fékk
Britanniu-styttuna árið 1947.
Hér sést hann með gripinn.
í 400 metra hæð. — Kokkurinn,
sem hér sést við matartilbún-
ing, er í 400 metra hæð yfir
bylgjum Atlantshafsins í áætl-
unarflugvél frá K.L.M. Svo góð
eru eldhúsin nú orðin í stóru
farþegaflugvélunum.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16