Fálkinn


Fálkinn - 22.03.1965, Blaðsíða 29

Fálkinn - 22.03.1965, Blaðsíða 29
• Mamma Framh. af bls. 21. svo mikið, að hún gat ekki einu sinni svarað fyrir sig, heldur fór inn til sín og grét í ein- rúmi. Um drauma og óskir sem hún hafði í æsku — og svo hættir hún allt í einu að tala og horfir bara út í bláinn. NEI, þetta gengur ekki. Mamma hennar, yndislega mamman sem allt kunni og allt gat, mamman sem alltaf kom öllu í lag, mamman sem alltaf var í góðu skapi. Nú situr hún bara við eldhúsborðið og raus- ar og rausar. Stundum grætur telpan svo- lítið af söknuði eftir sterku, glöðu og góðu mömmunni sem hún hefur tilbeðið alla sína ævi. Og stundum gremst henni beisklega að komast að því, að mamma hennar er þá ekkert nema manneskja eins og aðrar manneskjur, með veikleika og galla eins og hinar. Nú verður telpan að fara að laga til í herberginu sínu og það á stundinni. Á hennar aldri getur hún ekki ætlazt til, að mamma hennar... Og vera úti til klukkan ellefu í kvöld? Ekki til að tala um. Klukkan hálftíu, telpa mín! Eins og allar aðrar góðar stúlkur. Og það ættir þú að skilja, ef þú hugsar þig um. TELPAN hugsar sig um. Hún hugsar um böndin sem nú eru að slitna. Um óskeikula trú sína á óskeikula móður. Þegar mamma er ekki leng- ur niamma, heldur bara roskin kona sem á við erfiðleika að aett OS uppt'uut Gizur Bergsteinsson, hœstaréttardómari Hann er Rangæingur að ætt og uppruna fæddur að Árgilsstöðum í Hvolhreppi 18. apríl 1902. Foreldrar hans voru þau Bergsteinn Ólafsson bóndi þar, og kona hans Þórunn ísleifsdóttir bónda Magnússonar á Kana- stöðum í Landeyjum. Hafa nöfnin Gizur og ísleifur verið mjög ríkjandi þar í ætt, allt frá dögum þeirra feðga, biskupanna ísleifs og Gizurar. Gizur Bergsteinsson varð stúdent frá Menntaskólan- um í Reykjavík árið 1923, en útskrifaðist í lögfræði frá Háskóla íslands 1927. Hann stundaði framhaldsnám við háskólana í Berlín og Kaup- mannahöfn á árunum 1928 og 1929. Eftir heimkomuna var hann um stund endur- skoðandi hjá sýslumönnum og bæjarfógetum, en skip- aður fulltrúi í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu um haustið 1929. Starfaði hann þar til þess er hann var skipaður dómari i hæstarétti árið 1935 og hafði þá tví- vegis verið settur skrifstofu- stjóri ráðuneytisins fyrst 1931 og siðar 1934 og þar til hann tók við dómara- embættinu. Hann var for- maður ríkisskattanefndar frá 1934 til 1935, en sem embættismaður i dómsmála- ráðuneytinu gegndi hann oftsinnis setudómarastörfum í ýmsum málum. Síðastliðin 30 ár hefur Gizur Berg- steinsson unnið þráfaldlega að undirbúningi og samn- ingu ýmiss konar þýðingar- mikilla lagafrumvarpa á vegum margra ríkisstjórna. Gizur Bergsteinsson er kvæntur Dagmar Lúðvíks- dóttur, útgerðarmanns og kaupmanns í Neskaupstað og eiga þau fjögur börn. Ólafur Bergsteinsson bóndi á Árgilsstöðum í Hvolhreppi er bróðir Gizurar. stríða og er alls ekki gallalaus — af hverju á hún þá að ráða öllum sköpuðum hlutum? Herbergið get'ur beðið. Mamma þarf ekkert að fara þangað inn, ef henni leiðist að sjá allt draslið. Og hvað í ósköpunum gerir það til, þó að hún sé úti til klukkan ellefu? Það er nú einu sinni laugar- dagskvöld! Eins og hún hafi aldrei gert það áður. Það er ekki svo sjaldan sem hún hefur sagzt ætla til vinstúlku sinnar einn- ar (sem hefur engan síma, svo að það er ekki hægt að hringja þangað og spyrja um hana), og þær síðan farið saman í bíó og eftir á út að labba. Og þar sem mamma er ekki gaédd yfirnáttúrlegum hæfileik- um,veit hún ekki, að áformið er að labba — hægt og kæru- leysislega og auðvitað af al- gerri tilviljun — framhjá öll- um þeim stöðum sem telpan veit, að hann sækir... hann sem sagði, að hún væri svo sæt. TITJN hefur það óþægilega á tilfinningunni, að mamma hennar myndi alls ekki leyfa henni að fara út, ef hana grun- aði hið rétta í málinu. En mamma veit það nú einu sinni ekki. Og þess vegna er það dálítið andstyggilegt af henni að banna manni að vera úti til klukkan ellefu. Þá byrjar stríðið að fá að vera úti að minnsta kosti hálf- tíma lengur á laugardagskvöld- um. Allar hinar fá leyfi til þess — og það er svo gaman að masa saman á gönguferð- um. MAMMA vill gjarnan trúa dóttur sinni þegar hún kemur og segist bara petla að út að labba. Engin móðir vill trúa því á dótturina sem hún hefur sjálf alið upp, að hún geri svo lítið úr sér að eltast við einhvern og einhvern strák sem ekkert er varið í. Nú, svo verður maður að treysta börnunum sínum. Það er hollt fyrir unglinga að vera sýnt traust. Og geti mamma treyst dóttur sinni algerlega, fær hún sjálf frið í sál sína. En það er enginn hægðar- leikur! Hún er svo ung og óreynd — ekki meira en krakki. Svo er hún lagleg. Og smekklega klædd. Og spékoppa hefur hún í öðrum vanganum. Nei, hún þarf áreiðanlega ekkert fyrir því að hafa að draga að sér athygli piltanna. Þeir uppgötva fljótt hvað hún er sæt, og hvað þá? Mamma hugsar um liðna daga. Maður má aldrei gleyma hvernig það var að vera sjálf ung stúlka. Að vísu voru þá aðrir tímar. Ekki betri, en öðruvísi. Ungdómurinn nú á dögum hefur líka margt um að hugsa. Kjarnorkustyrjöld og allsherj- ar eyðingu — er það er nú ekki víst, að telpan taki þá hluti svo nærri sér. Hún talar að minnsta kosti aldrei um það. AÐ er orðið svo erfitt að komast í tengsl við hana. Líka ef maður reynir að minn- ast eitthvað á sambandið milli manns og konu. Að vísu út- skýrði maður fyrir henni þegar hún var lítil, hvernig börnin fæddust í heiminn. Og hún hlýtur að hafa aflað sér upplýs- inga sjálf seinna. Bækur og blöð eru full af þessu nú á dög- um og skrifa svo frjálslega um það allt saman ... En auðvitað er það ræfildómur ac geta ekki talað út um svona hluti. Hreint og beint hlægilegt að fara hjá sér frammi fyrir ó- þroskuðum krakka. Og það sinni eigin dóttur — sem ekki er enn búin að læra að taka til eftir sig, lækka hávaðann í plötuspilaranum og hjálpa svolítið til á heimilinu. Hún er orðin óttalegur trassi upp á síðkastið og reglulega hortug stundum. Það eru engin takmörk fyrir því hvað hún þykist allt í einu vera orðin fullorðin. En ekki þegar hún á að hjálpa tiL JÚ, það vantar ekki, að mað- ur sé nógu fullorðinn þegar maður á að taka til, búa til Framh. á næstu síðu. 29 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.