Fálkinn


Fálkinn - 30.05.1966, Blaðsíða 19

Fálkinn - 30.05.1966, Blaðsíða 19
íslenzku kvenþjóðarinnar. „Þær eru sérstaklega vel klæddar, ekkert skandína- vískar í útliti, mér finnst þær ekki líkar öðrum nor- rænum konum, a. m. k,- alls ekki með þetta dæmigerða norræna útlit.Mjög laglegar, óvenjulega falleg augu, skír og glampandi, ég hef séð mikið af aðlaðandi kvenfólki síðan ég kom hingað.“ En hún mælir með vand- legri umhirðu húðarinnar. „íslenzkar konur hafa yfir- leitt þurra húð og þurrt hár. Ég hef ekki séð neina konu hér með feita húð eins og maður sér til dæmis í Suður- Frakklandi, Spáni og Ítalíu, en þar er maturinn steiktur í olíu og mikið borðað af fitu og orkuríkri fæðu. Þegar húðin er þurr og við- kvæm þarf að hirða hana þeim mun betur, hreinsa hana vandlega og bera á hana viðeigandi krem. Dýr- asta kremið er ekki endilega bezt, en hver kona þarf að vita hvaða tegundir hæfa hennar hörundi, og til þess erum við snyrtifræðingarn- ir, að við getum gefið ráð- leggirigar í þeim efnum.“ A NNICK er á sífelldum ferðalögum fyrir snyrti- vörufyrirtækið, bæði innan Frakklands og utan, m. a. hefur hún verið fimm ár í Afríku, en hún lærði sér- grein sína í París og vann sem snyrtifræðingur í höf- uðstöðvum fyrirtækisins til að byrja með. „Þetta er dá- samlegt starf, og það hefur alltaf verið minn draumur að leggja það fyrir mig. Það er gaman að hjálpa konum til að fegra sig og verða meira aðlaðandi, þannig að persónuleiki þeirra geti not- ið sín til fulls. Með kunn- áttusamlegri snyrtingu er hægt að hylja gallana, en draga fram og sýna það bezta í andlitinu. Áður fyrr voru það aðallega eldri kon- ur, ríkar frúr sem komu á snyrtistofurnar, en nú eru þær af öllum aldursflokkum, og hver einasta getur feng- ið góð ráð og lært mikið. Fyrst og fremst kennum við þeim umhirðu húðarinnar. Sápa og vatn er ekki nóg, það þarf líka að nota andlits- vatn og krem, og því yngri sem stúlkurnar byrja að hugsa um þetta, því betra. Ungu stúlkurnar hafa venju- lega meiri áhuga á að mála sig en að hreinsa málnirig- una af sér aftur, en það er nauðsynlegt að kenna þeim að hirða húðina vel — þær hugsa ekki fram í tímann; þær verða fljótt gamlar og hrukkóttar ef þær ekki leggja neina rækt við húð- ina meðan þær eru yngri. Einu sinni í mánuði ættu allar konur að fara í and- litsbað og fá andlitsnudd. Þá er húðin hreinsuð og nudd- uð, og þær geta hvílzt og slappað af á meðan, farið síðan endurnærðar út aftur. Flestar konur fara í hár- greiðslu einu sinni í viku, en alltof fáar fara reglulega í andlitsbað. Alveg eins og hver kona þarf að fá ráð- leggingar um snyrtivörur sem hæfa húð hennar bezt, fer það eftir lögun andlits- ins hvernig nuddið á að vera. Það gildir ekki ein að- ferð fyrir allar konur. Þá væri nóg að gefa út prent- aðar leiðbeiningar — og þá væri ekki nærri eins gaman að vera snyrtifræðingur.“ HÚN endurtekur megin- reglurnar þó við hvern nýjan viðskiptavin. „Ég legg alltaf áherzlu á það sama — að hirða húðina vel og not.a þær snyrtivörur sem bezt eiga við hverju sinni, ekki þær sem einhver vin- konan notar eða þær sem hafa verið auglýstar mest. Öll góð fyrirtæki framleiða fyrsta flokks vörur, en mað- ur verður að vita hvernig á að nota þær. íslenzkar konur þurfa að fara mjög varlega með húð sína, af því að hún er þurr og fín- gerð... já, og þær mættu gera meira að því að nota sólgleraugu og það ekki að- eins í glampandi sólskini, heldur líka þessari hvítu birtu sem oft er mjög sterk. Sumar konur halda, að það sé ókurteisi að ganga með sólgleraugu, en það er mesti misskilningur, og þær verða hrukkóttar kringum augun ef þær ganga um píreygar af ofbirtu. „Og loks vil ég ráðleggja öllum konum að fylgja tízk- unni ekki alltaf út í öfgar, hvorki í snyrtingu né klæða- burði. Það sígilda fer alls staðar vel, og að því er aldrei hægt að finna. Sein- asta reglan hljómar þess vegna eins og sú fyrsta: Vertu eðlileg.“ ★ ★ ÞAÐ er að öllum líkindum hreint út í hött að fara að þvarga í Alþingi og öllum nefndum þess um orðið „ál“, sem mun eiga að merkja málminn alúmíníum. Skoð- anir manna á orðinu eru ákaflega skiptar og persónu- lega finnst mér það skrípi og allt í einu uppgötvaði ég að áliti mínu til stuðnings er tillaga Orðanefndar Verk- fræðingafélags íslands frá árinu 1926. í áliti hennar segir svo orðrétt með athugasemd greinarhöfundar Al- þýðublaðsins frá þeim tíma: „Alúmíníum vill nefndin kalla álm (hvk.) Eldri tillögur eru: ál og áll. Væri ekki alúmín skárra, sem ég hef rekizt á í nýrri kennslubók?“ Ekki verður annað séð en að Orðanefnd Verkfræðinga- félags íslands hafi haft skemmtilega orðhögum mönn- um á að skipa og því til sönnunar mætti nefna nokkur dæmi úr fyrrnefndri Alþýðublaðsgrein fyrir 40 árum: „Möblubankara“ vill nefndin kalla lemil, þannig að eiginmaður sem yrði fyrir barðinu á óþjálu skapi konu sinnar gæti sagt: „Hún lamdi mig með lemlinum!“ Hins vegar getur vel verið að undarlegheitin í ýmsum tillög- um nefndarinnar hafi drepið ágæt orð, sem urðu til á hennar vegum samkvæmt lögmálinu að oft ratast kjöft- ugum satt á munn. Þannig vilja þeir kalla viðartegund þá sem almennt gengur undir nafninu teak, valeik sem er ágætt orð. Ekki veit ég hvað menn segja um orðið Bretaveig fyr- ir viskí og þvol fyrir sóda. Við ættum bara að prófa að ganga inn á einhverja vínstúkuna (andstyggðarorð) og biðja barþjóninn um tvöfalda bretaveig með þvoli! Slaufa verður slynga í meðförum nefndarinnar og ekki vildi ég verða fyrstur til að ganga inn í herrafata- verzlun og biðja um þverslyngu! Sport, eða íþróttir eins og það heitir í dag, vilja menn- irnir kalla leik, en greinarhöfundur Alþýðublaðsins þ. 20. okt. bendir réttilega á og hefur að voru áliti þó nokkuð til síns máls, að engin leið væri þá að vita hvort við- komandi maður sem maður ætti orðastað við væri félagi í Leikfélagi Reykjayíkur, eða Leikfélagi Reykjavíkur. Þannig ber allt að sama brunni: Verkfræðingur sem bæði um bretaveig í þvoli, lifði örugglega ekki þann dag af Kunningjar hans myndu hlæja hann út úr öllu samfélagi ef hann segði að eiginkonan hefði lamið hann með lemli og þegar hann segði einkaritara sínum að teikningarnar af þrepahlaupsmynduninni í Þjórsá væru í efsta tryglinum í skrifborðinu, myndi sá hinn sami einkaritari ganga úr vistinni. Trygill er nefnilega sama og skúffa í tillögum nefndarinnar. Kannski eru verkfræðingar ekki á réttri hillu, nema þegar þeir kíkja í gegnum apparöt sín og velta vöngum yfir reiknistokknum! — Veiztu hvers vegna fiskarnir geta ekki talað, spyr fjögurra ára Óli pabba sinn. — Nei, það veit ég ekki. Segðu mér það. — Ef þeir segðu eitthvað, mundi kjafturinn á þeim fyllast af vatni, segir Óli spekingslega. — Þér hafið ofreynt í yður hjartað og megið ekki stunda nema létta vinnu, sagði læknirinn. — Hvað starfið þér? — Ég sprengi upp pen- jngaskápa. — Þá verðið þér að leggja fyrir yður vasaþjófnað fram- vegis. FALKINN 19

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.