Dvöl - 01.04.1901, Blaðsíða 4

Dvöl - 01.04.1901, Blaðsíða 4
D V Ö L . 16 ræðismanna (consuler); i henni eru öldungaiáð (sena- torer) og valdsmenn, og undir strætunum liggja vatns- strokkar (vandledninger) og sorpgöng (kloaker); og ég held naumast, að nokkur borg sé ríkari að góðum sið- um, — menn sækja kirkjur, hafa í heiðri guðs boð, gefa ölmusur, eru gestrisnir við framandi menn, stað- festa trúlofanir, giftast og halda brúðkaupsveizlur og fagra greftunarsiði til heiðurs hinum látnu. Einustu skuggahliðar borgarinnar eru óstjórnleg vínnautn heimskra manna og iðulegir húsbrunar." Af þessu sjáuin vér, að fyrir 8— 900 árum var vínnautnin ein af aðalgöllum Englendinga. Þrátt fyrir ýmiskonar stórkostlegan ófarnað, sem þjakað hefir borginni (svo sem t. d. voðaeld þann, er upp kom árið 1212 og varð 300 mönnum að bana, borgarastyrjaldir, ofsalegar plágur eins og þá, er árið 1361 dráp 2,500 manns á 2 dögum), stækkaði hún þó að mun. Meðan Hinrik VIII. sat að völdum var farið að steinleggja strætin, og um sama bil voru mörg ný stræti lögð. Margir af þjóðstjórnendunum (Regenter) reyndu að sporna á móti vexti hennar. Þannig bannaði Elizabeth drottning 1580 að byggja fleiri hús á nýjum grund- velli og bar fyrir sig, að svo rnikill fólksfjöldi, sem þá var þar, 160,000 manns, gæti orsakað plágur, hallæri o. þvl. Hún bauð því að byggja ekki fleiri hús innan um endimarka borgarinnar eða nær henni en i 3 milna fjarlægð, og að eins ein fjölskylda mátti búa í hverju húsi og leggja ekkert út frá því; stuártarnir gáfu oftlega út skipanir i sömu átt, en alt árangurs- laust. Borgin óx smátt og smátt ár frá ári. Á meðal þeirra mörgu tilrauna, sem gjörðar voru til að varna útbreiðslu hennar, höfðu ýmsir af stjórn- endunum tekið upp það ráð, að banna öllum þeim, sem áttu húseignir út á landinu, að hafast við í borg- inni. Þessari skipun var þó sjaldan hlýtt, og á stjórn- arárum Jakobs II. voru 6 lordar, 60 riddarar og 100 lægri aðalsmenn og margar konur kærð fyrir að dvelja samt sem áður í borginni. (Frh.) Smávegis. Þýtt úr ensku. Maður nokkur, sem ann mjög rauðu hári og heflr það sjálfur, hélt eftirfylgjandi ræðu því til ágætis: Það sýnir sig í öllu sköpunarverkinu, að náttúran ann rauða litnum, því alt sem er fagiirt þægilegt og há- floygt (sublime) er blandað rauðu (partakes of red) Regnboginn, rósin, hinar unaðslegu varir og kinnar, jafnvel sólin, uppspretta hita og ljóssins, er rauð, svo er lika eldurinn, hið volduga, einvald heimsins, hin fegurstu blóm, hinir ljúffengustu ávextir, apþelsínan, eplið og peran eru rauð, og í dýraríkinu skipar rauði- liturinn öndvegið. Ljónið, konungur dýranna, er rautt. En við skulum fara lengra. Adarn, hinn fyrsti maður var rauður, hinir fremstu meðal Grikkja, Júpiter, Apollo og Valcon voru rauðir. Samson fékk sitt, yflr- náttúrlega afl af rauða hárinu sínu, Nísus inisti kon- ungsvaldið í Aþenuborg af því að hann var sviftur einum' rauðum hárlokk. Elízabeth Englandsdrotning hafði rautt hár; það hafði líka Spencer, Shakspeare og Milton. Defoe, sem samdi hina heimsfrægu sögu „Robinson Crusoe", hafði rautt, hár, Lafayette sömu- leiðis og Bonaparte hafði og rauðleitt hár.. Ýmislegt. (Þýtt úr eneku). Kalkinálning á veggi Og ])ök. Slökk 9 potta af kalki, og meðan hrærigrautur þessi er heitur og þykkur eins og góður rjómi, skal láta í hann 1 pott af línolíu og kvartpott aí h'mi og láta harm svo standa einn dag. Þegar málað er með þessu, verður að þynna það með vatni. Þennan farfa skaðar hvorki regn né sólskin, og hann skemmir ekki fötin. Að ]>vo glugga, Saman við volgt vatn er látin ein teskeið af iimldum buris og með pjötlu af gemsaskinni (chamois) er glugginn rvo þveginn upp úr þvi. Þá eru rúðurnar þurkaðar upp með samskonar skinni. Þetta er ein- ungis nokkra mínútna verk. Að inusigla bréf með gulli. Bleyt yztu raðirnar á signetinu en ekki miðjuna. Þá er það Iagt á gullblað, sem.bækur eru gyltar með, og skovið svo af hringinn í kring utan um það, en gullið hangir við signetið, hvort sem svo er innsiglað með lakki eða oblátu, er signetinu þrýst á það og kemur þá gullið út. Yið tamipínu er gott að hafa upp í sér rnola af álúni,láta það bráðna og kingja lögnum. Það læknar fúlan anda, kenmr í veg fyrir að tennurnar skemmist, og drepur magaorma. Til að hrcinsa loft i hcrbergi er gott, að sjóðhita pönnu eða járnskúffu og liella smátt og smátt í liana ediki. Gufan af þessu er römm en hreinsandi (desinfecting). Samtímis verður að opna glugga og dyr. ' Við sjósótt. Skozkur læknir og vísindamaður, sem á heima í Edinborg, Henry Negler að nafni, segir gott ráð við sjóveiki að liggja fyrir og hafa aftur augun. „Ég hef“, segir hann, „þekt margar kouur, sem einlægt leið illa á sjó, nenia þegar þær lágu með aftur augun. Þá gátu þeir borðað, ef þær lögðust strax fyrir á eftir og lokuðu augunum.11 Til að hrcinsa hársvörðinn er bezt ’að setja í hann vel þeytt egg og nudda þeim niður í liann með lófunurr. bleyttum i volgu buris- vatni. Þegar fleyðrar er lrúðiri oiðin hrein og er höf- uðið þá þvegið úr volgu burisvatni og svo úr hreinu, volgu vatni. Blaðið kostar liér ii landi I kr. 25 au., erlendis 2 kr., og borgist lielmingurinn fyrir i. jiili, en hinn við áramót. Afgreiðsla blaðsins er í nr. 36 á.Laugavegi. Útgcfandi: YorfhiSdur Þorsteinsdóttir Holm. Prentað í Aldar-preutsmiðju.

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/358

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.