Dvöl - 01.07.1902, Blaðsíða 1

Dvöl - 01.07.1902, Blaðsíða 1
Uppsögh siirífleg ogbundinviö vnp v-%. Blaöið kostar hér á landi 1 kr. l.okt.,en ógild nema kaupandi I A / m \ I 25 au. erlendis 2 kr. Helm- •sé skuldlaus. Afgreiðslablaösins I ffl \/ II ■ j ingur borgist fyrir 1. júlí, en er á Laugavegi nr. 36. ' <^Ty^jSfeð| JBlJ j/ wMJÍ # ’ hitt viö áramót. 3. ÁR. Tómstundir (Spare-Moments), Afrcmihald af greininni „Kraftur viljans“. Lauslega þýtt úr ensku. Daguesseau, einn af hinum miklu frakknesku könzlurum, skrifaði stóra bók í tómstundum sínum á meðan hann beið eftir miðdegisverði sínum, og Madame de Gentis samdi mörg af sínum skemmti- legu ritverkum á meðan hún beið eftir prinsessunni, sem hún kenndi daglega. Sömuleiðis notaði Jeremy Bentham allar tómstundir sínar svo vel að hann áleit slys að missa nokkurt augnablik af tímanum. Hann lifði og vann vanalega með þeirri meðvitnnd, að dag- ar mannsins væru taldir og nóttin kæmi þá enginn gæti unnið. Hversu bátíðlegt og eftirtektarvert er fyrir æskumanninn að lesa það, sem stendur á sól- skífunni á All Souls, í Öxnafurðu á Englandi: „Pe- rinnt et imputantur“, stundirnar liða og bætast við skuld vora. Það er hvorki mögulegt að endurkalla liíið né tímann. Melanchton skrifaði hjá sér þær stundir, sem fóru til ónýtis svo það gæti minnt hann á að auka starfsemi sína og sóa ekki tímanum. Lærður ítalskur maður skrifaði yíir dyrnar á húsinu sinu orð, sem voru þess efnis, að sérhver, sem kæmi inn í það yrði að starfa að því, sem hann sjálfur gerði. Nokkrir gestkomandi menn, sögðu einu sinni við Butter guðfræðinginn: „Við erum hræddir um að að við tefjum fyrir yður með komu okkar“. „Það gerið þið sannarlega", svaraði hinn berorði maður, sem þeir ónáðuðu. Tíminn var sú einasta fasteign, sem þessir og allir aðrir mikilhæíir starfsmenn höfðu til að afla sér þeirrar ríkulegu þekkingar, sem lýsti sér í hugsun- um og athöfnum þeirra, sem nú er erfðafé eftir- mannanna. Sir Walter Scott, gat æfinlega fundið tómstund- ir sér til fullkomnunar í sérhverjum störfum lífsins og gat jafnvel snúið tilfellunum sér í hag. Þannig var það þegar hann ferðaðist í fyrsta skiftið upp í Hálöndin sem þjónn söguritara eins, að hann vingaðist við nokkrar hetjur, sem komust lífs af árið 1745, það lagði grundvöllinn til margra rit- verka hans. Seinna í lífinu þegar hann var fyrir- liði riddaraliðsins í Edinborg, sló hestur hnnn óvör- um svo hann slasaðist og varðjað halda kyrru fyrir heima hjá sér. En Scott var svarinn óvinur iðju- leysisins og hann samdi þá á 3 dögum fyrsta part- inn af „The Lady of the Last Minstrel“. sem var fyrsta stóra frumsamda ritverkið hans. Þessvegna ættir þú ekki, ungi maður, að sitja með krosslagðar hendur og hrópa á Hercules. Þinn éiginn handleggur er hálfguð, þér var gefnm hann til þess að þú hjálpaðir þér með honum. Gakktu út í heiminn áreiðanlegur og óhræddur. IJpphefðu þá stöðu, sem þú h'efir valið þér, álíttu erfiðið heiðar- legt og sæmdu starfa þinn hvert heldur, sem hann «r í skrifstofunni, reiknings-herberginu, vinnustofunni NR. 7. eða á akrinum. Það ór jöfnuður í öllu og einbeitt- ur vilji og hreint hjarta getur göfgað hvað helzt, sem er. [Framh.]. Varnarræða Sókratesar eftir Plato. (I islenzkri þýðing). XVII. Ég hefði þá farið illa að ráði mínu, Aþenu- borgarmenn, ef ég þá, þegar yfirmennirnir, sem þér völduð til þess að hafa stjórn á mér, fengu mér her- stöðu við Potideia, Amfipolis og Delion, ef ég þá heiði beöið kyr þar sem þeir settu mig, eins vel og hver annar og lagt mig í lífshættu, en þegar Guð, eftir því sem ég ætlaði og ímyndaði mér, fékk mér stöðu, að ég nefnilega verði æfi minni til þess að stunda heimspeki og rannsaka sjálfan mig og aðra, ef ég þá af hræðslu fyrir dauðanum eða einhverju öðru yfirgæfi stöðu mína, það væri sannarlega ljótt og þá gæti þannig einhvér með öllum rétti sakað mig fyrir það, að ég ekki trúi á Guð og óhlýðnist goðsvarinu, og fyrir það að ég sé hræddur við dauð- ann og þykist vera vitur, en sé það ekki, því að vissulega, góðir menn, er það að hræðast dauðann ekkert annað en að þykjast vita það, sem maður ekki veit. Það veit ekki einu sinni neinn um dauð- ann, hvort hann ekki af öllum gæðum er hið mesta góða fyrir manninn; en þeir hræðast hann eins og þeir vissu það fyrir víst að hann væri hið mesta illa. Og skyldi nú ekki einmitt þetta vera hin smánarleg- asta fáfræði, að þykjast vita það, sem maður ekki veit. [Framh.]. Lundúnaborg. Uppruni liennar, vöxtur og núverandi stærð Eftir Sophus V. Leonhacli. Lauslega pýtt úr dönsku. Belgravia með sínum skrautbyggingum var árið 1830 aðeins skógar og engi. Sjúlf Lundúnaborg í heild sinni hafði á stjórnarárum Játvarðar III aðeins 35,000 íbúa. Árið 1575, 150,000. Árið 1087, 696, 000. Árið 1801, 864,845. Árið 1821, 1,225,694. Árið 1841, 1,870,727. Árið 1851, 2,361,640. Ariö 1861, 2,803,034. Árið 1871, 3,883,092. Og árið 1878, 4,500,000. Ef vér ætlum oss að skoða Lundúnaborg eins og hún er þann dag í dag, heimsins stærsta og fjöl- mennasta borg, þá er það vissulega voldug og mikil- fengleg sjón, sem mætir augum vorum. I raun réttri er nærri því ómögulegt að gefa nokkurn veginn nægjanlega lýsingu af henni, því að hvar ætti maður að byrja og hvar að enda? Hún er *vo. voldug og REYKJAYÍK, JÉLÍ 1903.

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/358

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.