Dvöl - 01.03.1903, Blaðsíða 3

Dvöl - 01.03.1903, Blaðsíða 3
D V 0 L. 11 skarkala úti fyrir dyrunum og skömmu seinna var sjúklingur fluttur iun í eina sjúklingastofuna, |jú kom hjúkrunarkona til hennar og sagði: „Það var verið að bera hingað mann frá Stein- hams-verksmiðjunni, suðuketillinn sprakk og nokkrir menn biðu bana af því“. Idu lá við öngviti og hall- aði sér náföl upp að skápnum, því í þessu húsi var skrifstofa Rikkharðs Bartons. Hún flýtti sér inn í sjúklingastofuna til að sjá hver maðurinn var, hún þekkti hann ekki og þá hljóp hún út og þangað sem slysið vildi til, því hún skildi nú fyllilega að ekkert starf gat tileinkað sér sess ástarinnar í konuhjart- anu. Mesti mannfjöldi var kominn Jjangað sem slysið vildi, til svo hún ætlaði varla að komast áfram, en hinumegin götunnar var færra fólk svo hún fór þangað, en rétt í því að lnin hljóp yfir strætið kom sjúkravagn í hendingskasti frá húsinu sem var að brenna. Okumaðurinn hringdi bjöllu, hesturinn fæld- ist, stóð upp á afturfótunum og Ida varð fyrir hon- um og datt aftur á hak en áður en hún gat áttað sig á hættunni sem hún var í, reisti einhver hana upp, og um leið og hún horfði framan í þann, sem hafði frelsað hana, sá hún að það var Rikkharð Barton. „Guði sé lof Rikkharð! þér hafið þá ekki slas- ast“, hrópaði hún yfirmáta glöð. Hann brosti, því hann tók eftir að hún netndi hann með skirnarnafni og að henni lá velferð hans svo mjög á hjarta. Hann leiddi hana þá út úr mannfjöldanum og fékk sér vagn. Þegar þau voru á heimleiðinni fór hún að Jtakka honum fyrir hjálpina. „Því voruð þér að koma hingað?“ sjiurði hann, en hann sá að hún roðnaði og iðraðist þá eftir spurninguna, og sagði mjög ástúðlega: „Viljið þér nú ekki gefa mér leyfi lil að vera verndari yðar æfm- lega? Hún svaraði engu, en hann las svarið út úrþví að hún færði sig hálf feiminn nær honum. Seinna sagði hún með sorgblöndnuin róm: „Eg hef mist ætlunarverk mitt“. „Nei, ekki misst, en fundið það“, svaraði hann“. [Þýtt]. (Sagan „Hún vaknaði", í síðasta hlaði var sömu- leiðisþýdd). Lundúnaborg. Uppruni hennar, vöxtur og núverandi stœrð. Eftir So/us V. Leonbach. Lausloga þýtt úr dönsku. [Niðurl.]. Árlega er eytt í Lundúnaborg: 4 mil- jónum tunna af liveiti, 500,000 naut etin, 1,500,000 sauðkindur, 1,500,000 kálfar, 250,000 svín, 8 mjíjón- ir af allskonar fuglum, 400 miljón pund af fiski, 500 miljón pund af ostrum, 1,500,000 pund af Húmum, og 8 miljónir punda af lax. Slátrararnir selja kjöt fyrir meira en 200 miljónir króna árlega. Þessum ógurlegu ósköpum af matvöru sem gengur upp í Lundúnahorg verður að renna niður með samsvar- andi miklu af drykk, þess vegna er þar árlega drukk- ið 200 miljónir pottar af hjór, 10 miljónir potta af vinanda, og 33 miljónir pott af vini. Níu vatnsfélög veita borginni daglega 675 miljónir potta af vatni. Um Temsána koma árlega 1000 skip með kolafarma til borgarinnar 21 miijón tunnur (Tönder), og eim- lestirnar færa henni jafn mikið. Það er því engin furða þó hin svo nefnda „gula þoka“ (kolaþokan) breyti dögunum í heldimma nótt, þegar logn og vot- viðri ganga, þegar athugað er að þar er árlega brennt 42 miljónum tunna af kolum. Menn hafa reiknað tölu þeirra skipa, sem árlega sigla inn í höfn Lund- únaborgar og eru þau um 30,000. I borginni eru fleiri Skotar en í Edinborg, fleiri Irlendingar en í Dýblinni, fleiri Gvðingar en i sjálfu Gyðingalandi, fleiri rómversk-katólskir en Rómaborg. Hverja fjórðu rnínútu fæðist einhver, en hvei'ja sjöttu mínútu deyr einhver í þessari undraborg — þannig eykst manngrúinn árlega við mismuninn á fæðingum og dauða, hér um bil um 44,000 manna — öll mannfjölgunin er, eftir síðasta hagfræðislega útreikningi álitin að vera meira en 100,000 menn um árið. I þessari nútímans Babýlon eiga þar af leiðandi heima glæpir og fátækt i samsvarandi mergð. Ár- lega eru 80,000 menn og konur lmeppt þar í fang- elsi, meira en einn þriðji hlutinn af öllum glæp- um á Englandi, eru framdir hér í höfuð- borginni. Arlega standa hér fyrir rétti 40,000 ein- ungis fyrir ofdrykkju. Lundúnaborg á fleiri fátæklinga en gæ u rúmast í hinu stóra og skrautlega baðhúsi í Brighton; í aust- urhluta borgarinnar er urmull af mjóum og hræði- lega volæðislegum strætum, þar hafast við meira en 400,000 af úrkasti mannfélagsins, sem aðallega eru þjófar, morðingjar og þess kyns glæpamenn. I iðnaðarlegu og verzlunarlegu tilliti stendur Lundúnaborg hærra en nokkur önnur horg í heimin- um, allar nýjustu uppfundningar eru undir eins tekn- ar þar upp, og í seinni tið hafa þær tekið miklum framförum. Þar eiga niiklar umbreytingar sér stað í húsahyggingum, stundum eru stórir hlutar af henni rifnir niður árlega og ný stórhýsi svo réist upp af rústunum; meðal hinna stærstu bygginga má nefna hið nýja og fagra Tames Embankment, sem' hyrjað var á árið 1864 og endað 1870. Sir Joseph Bazal- gelles stóð fyrir verkinu og sem var sömuleiðis aðal verkfræðingur við The Metropolitan Bord of Works, sem kostaði 40 miljónir króna. The Embankment er 7000 feta langt með grjótmulnings akvegi, 64 feta breiðum, lauds megin er gangstétt 16 feta breið og gangstétt fram með ánni 20 feta breið. Fjórar trjá- raðir veita nægilegan skugga á gangstigunum. Átta feta breiður grjótgarður verndar þetta bákn fyrir á- hlaupum árinnar, hann er grundvallaður á holúm járnsívalningum, sem sökt er niður í árfarveginn og fylltir upp með grjóti. Þarna hefir hin fræga Kleo- pötru-nál fengið hvíldarstað, og þarna er líka verið að prófa nú hið nýuppfundna rafurmagnsljós. Und- ir The Embankment eru þrjú jarðgöng, sem sé, gas- og vatns-jarðgöngin, sorp-jarðgöngin og eimlestar- jarðgöngin. Annað þrekvirki meðal nýju bygging- anna er Holborns-dælhrúin, sem er eitt af þeim stærstu sigurvinningum sein verkfræðislistin hefir af-

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/358

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.