Dvöl - 01.03.1906, Blaðsíða 3

Dvöl - 01.03.1906, Blaðsíða 3
DV0L. ií lega mikill í samanburði við það sem var niðri á jarð- ríki. Rf ég segi að rnér hafi funilizt eins og ég væri orðin að sál í einhverjum líkama, mun ég þá verða skilin rétt ? Mér fanst eins og ég hefði verið inni- lukt, eins og einn líkami væri hjúpaður öðrum sam- kynja, til þess að ég viðhafi lítilvægar jarðneskar samlíkingar, eins og kínverskir skurðmeistarar skéra rnyndir úr fílabeini, og setja þær svo inn í gluggana á hofurn sínum Ég veit ekki við hverju ég hef bú- ist, en vissulega engu, sein var líkt veruleikanum. Óljósar hugsjónir höfðu ríkt í ímyndunaraflinu niðri á jörðinni, um að við mundurn öðlast gas eða loft- kenda engillika líkami — já, vér drógum þar sjálf upp fyrir oss einhverja tegund af þokuh'kömum. En þegar ég fann hið lifandi hold, æfði sterku vöðvana og heyrði hjartað mitt hið nýja slá, og varð vör við rninn afhjúpaða himneska líkama, mundi ég með ásökun eftir orðum Páls postula, yfir að hafa kunn- að þau allt mitt Iíf, en veitt þeirn litla athygli Þau hljóða svona : „Það er til jarðneskur líkami og það er til andlegur líkami". Fegurð þess jarðneska er fyrir sig, en sjáðu, að dýrð hins andlega er annars kyns. (Framh.). Thyra Varrick. Eftir Amaliu E. Barr. (Frh.). Þessari játningu varð hinn ungi maður mjög feginn, jafnvel þó hann hefði búist við henni. Hún útrýmdi efasemi hans allri, og hún veitti hon- um svo mikið persónulegt vald yfir þessari elskuverðu stúlku, að hann var gagntekinn af ánægju yfir því. Honum fanst líf sitt miklu fegurra, hann hafa miklu meira til að vona og miklu fleiri skyldur, og lífið þá jafnframt fá meiri og ánægjuríkari þýðingu — já, mörg- um sinnum þýðingarmeiri og ástúðlegri — af því nú átti hann einsamall ást þeirrar stúlku, sem hann elskaði, og sem aldrei átti að falla í nokkurs annars dauðlegs manns hlutskifti. Þau fundu nú að sérhvert umtalsefni varð meira aðlaðandi, svo þau dvöldu þarna þangað til sólin fór að lækka göngu sína, þá leiddust þau heim í kvöldkyrðinni, og sögðu engum Fá hvað hefði tafið- þau; svo höfðu menn líka búist við þessari trúiofun, því allir af kinflokknum Mac Argall álitu þetta vera jafnræði og æskilegan ráðahag þar af leiðandi. Að- eins var höfðinginn ekki ánægður með hann, hann vildi heldur að maðurinn hefði verið lávarður Nairn, því hann átti stóran herragarð við fjöllin hinumegin. Sú landareign náði niður að sjónum að norðanverðu, svo var sá aðalsmaður í öllum greinum hæfilegur ráðahagur fyrir Söru Mac Argall, en með sér sjálf- um var hann í efa um, að Iiektor Mac Dónald væri það, en fyrst Sara sjálf hafði ráðið þessu til lykta, var þar ekkert frekar við að gera. Ein vika — mjög skemtileg vika — leið eftir þetta, og blessunaróskir frá ótal vörum í nágrenninu rigndu í ríkum mæli yfir þau nýtrúlofuðu; jafnvel hið óstöðuga veður, sem oft á sér stað uppi í hálönd- unum, var undrunarlega stilt, því í fulla sex daga í glaða sólskini gengu þau á milli hæðanna og dal- anna, hvíldu sig í hinum fegurstu stöðum og fóru að láta sig dreyma inn í framtíðina, byggja sér marga og fagra kastala í lausu lofti, til að taka sér bólfestu í. Hektor dró ekki í efa að Karl prins mundi sigra, og í því tilliti hafði hann lofað honum tign og herra- garði í Sutherland, en hann óskaði sér heldur að vera hermaður og hirðmaður hjá prinsinum, eða seinna meir, konunginum. Og meðan hann dvaldi við hlið- ina á Söru í Ben Argall, fór hann að tala um að þau skyldu eiga heimili í Edinborg, og gekk jafnvel svo vitt, að hann stakk upp á að Mac Donalds ættin skyldi eiga aðsetur í Lundúnaborg. Og hvar helzt sem prinsinn tæki sér aðsetur, þar ætlaði Hektor sér að vera og Sara hjá honum. Þetta var fagur draum- ur — ef gæfunni að eins þóknaðist að gera alvöru úr honum. Seinasta daginn í þessari hamingju- sömu viku var bæði stormur og rigning, svo hið gamla hús leit mjög skuggalega út, og dalurinn um- hverfis það sömuleiðis. Elskendurnir sátu þögulir og hugsandi saman, og brostu við og við hvort framan í annað, en voru auðsjáanlega dauðleið yfir þessu dimma, kalda ausandi regni. Þessi langi morgun leið samt og Hektor fór að hugsa um ferðalagið sitt, sem hann hafði svo lengi dregið á frest; en þegar Sara um eftirmiðdaginn kom inn til hans, gleymdi hann öllu öðru enn henni. (Framh.). Varðhaldsengillinn. Ég held að ég sé nú búin að koma öllu fyrir, Alma, eins og þér geðjast bezt að. Ég hef búið út litlu bókastofuna eftir nýjustu tízku, sett litlrj hylluna og myndastyttuna á sinn stað. Borðstofunni og eldhúsinu hefi ég líka inunað eftir. Inn í borðstofuna hef ég og. sett postulínið, siifrið, hörléreptsborðdúkana og dragkistu gamaldags, eins og þú óskaðir eftir, svo alt er nú koniið á sinn stað í húsinu. Og svo herbergið þiit, — ó hvað mig langar til að þú komir að líta á það, það er sannar- lega undrunarlega fallega útbúið. Það er ekki unnt að finna fegurra samræmi en þar er á milli gylltu og og bláu húsgagna og skrautgripa, sem þar eru inni“. „Ó, hvað þú ert góður við mig“, Arthur". „Ég þakka þér fyrir þessi orð, Alma; en þetta er samt ekki nógu gott fyrir þá hjartfólgnu ást og blíðu, sem þú fórnar mér. Ég hef verið að brjóta heila minn yfir einum kostulegum hlut ennþá?" „Hver er hann?" „Það er skrifborðið þitt. Það er þvílík gersemi, að ég held að þú getir ekkert skrifað á því, nema tóman skáldskap; ég get ekki fundið hæfilegan stað fyrir það inni í bókhlöðunni; í þessum stað stóð það í ofmikilli birtu, en í hinum í ofmikilli dimmu, svo ég hélt að fyrir það væri hentugust dauf birta, svo ég setti það inn í þitt herbergi, og ætlaði að finna þar fyrir það hentugan stað, og svo er ég sannfærður um, að allt annað er eins og það á að vera“. „En myndirnar?“ „Eg er búin að hengja þær allar upp, en ég man ekki núna hvar. Beatrísu Cenci hengdi ég upp yfir dyrnar á bókhlöðunni, sem liggja inn í þitt her- I bergi".

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/358

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.