Dvöl - 01.03.1909, Blaðsíða 3

Dvöl - 01.03.1909, Blaðsíða 3
D V 0 L. II »Já, marg oft; eg átti heinra hjá mágkonu kapteins Varricks og Thyra Varrick kom þráfald- lega til hennar, svo var eg þráfeldlega heima hjá Varrick sjálfum«. »Thyra er ákaflega fögur mær«, sagði Hrafn og varpaði öndinni, er hann mintist fegurðar hennar. »Já«, sagði Hektor. »Já, hún er falleg — á sinn hátt«. »Hvað áttu við Hektor? Eg held að engin stvilka geti verið fegri. Eg er meira .að segja viss um að þú hefur verið ástfangin í henni. Ef þú hefðir ekki orðið það, þá væri það hrein og bein undur«. »Þú hefur satt að mæla, Hrafn. Eg var bæði undrandi og glaður þegar eg sá hana í fyrsta sinni og mér fanst dálilla stund að maður gæti hæglega fórnað öllu öðru fyrir að vinna ást hennar. En eg skal segja þér, Hrafn, að engin aðalsherramaður gæti, þegar alvöru ætti að gilda gengið að jafn- miklu ójafnræði — tekið svo mikið niður fyrir sig; eða að minsta kosti vildi eg ekki gera það; sá sem það gerði yrði að vera fæddur og uppalinn í sama mannfélagi og vera af sama bergi brotin og hún er. Eg hafði ekki þekt hana lengi þegar eg varð leiður á hennar einkennilegleika. Þvi sjáðu, eg lief verið alin upp uppi í hálöndunum og fjöll- unum, Thyra þar á móti hjá sjónum og á þönglun- um. Eg er aðalborinn, Thyra Varrick—þó að faðir hennar sé ríkur í sinum verkahring — er komin af almúgafólki og hún hefur svip og öll einkenni þess fólks. Þegar eg sat við hliðina á Söru, þegar eg sé að liennar tilfinningarríka sál upplífgar frábæra andtitið hennar, þegar eg sé hana koma til að fagna mér klædda eins og prinsessu, ylmandi eins og ný útsprungna rós, með hirðvistar og herflokka svip yfir sér, og með fornhetju skáldskaparanda að baki sér, þá verður hin stúlkan eins og vinnu- konan hennar. Eg vil ekki hugsa um þær báðar samtímis«. »Þú segir of mikið, Hektor, þú ferð of langt í þessu. Því það er eitthvað eins sannarlega jirinz- essulegt við Thyru Varrick, eins og við Söru mac Argall. Hún vann hjarla mitt undir eins og eg sá hana, og þegar þessir stríðstímar eru liðnir, þá ætla eg að ferðast til Orkneyja og til Kirkuoll, til þess að vita hvort eg fæ ekki unnið ást Tliyru. Eg ætla mér að ganga að eiga hana ef eg get það? »Þér heppnast það ekki, Hrafn, Það ríkja ó- sigrandi lileypidómar í Orkneyjum, sérstaklega þó á okkur hálendingum, og meira að segja, stúlkan er trúlofuð norskum sjómanni, sem er meðeigandi föður hennar«. »En hún er eltki gift? »Nei, hún er nú á sjónum með föður sínum. Hún getur orðið í þeirri ferð tvö eða þrjú ár, en þegar hún kemur aptur mun hún giftast þessum manni. Eg er viss um það, Hrafn«. »Ogþúlæt- ur þér standa á sama um það?« »Já algjörlega. Eg held að þnu verði liamingjusöm«. »Það kem- ur þá af því, Hektor, að þú elskar hana ekki.« »Eg elska Söru, og eg á enga aðra elsku til í hjarta mínu en til hennar«. Þetta sagði Hektor svohreinskilnislegaogmeðsvomikillisjáanlegri sann- leiksást, að Hrafn neyddist til að trúa honum og lionum þótti líka vænt um að geta það, þareð að þegar hann var búinn að átta sig á þessu, þá var honum Ijúft að tileinka Hektori alla þá afbragðs hæfileika, sem þær Sara og lady Gordon tileink- uðu honum. Eptir þessa samræðu skemtuþausér öll i sjö daga hjá Mac Argall. og allan þann tíma dró ekkert óveðraský sig saman á liamingjuhimni þeirra. Hjarta Söru var þrungið af elsku og hún var eínlægt að syngja á meðan Hektor gekk með henni yíir hæðirnar og brekkurnar, og þess á milli eyddu þau þessum hamingjusömu stundum með samræðum, hlátri og samsöng. Bæði við eldstóna og við borðið lögðu þau niður hvursu þau ættu að verja vetrinum í Edinborg. Áður en Hektor kom var búið að ákvarða að höfðinginn skyldi fara til Inverness, sem var mið- stöð Stúartanna, og eptir að Hrafn hefði flutt Söru systur sína og lady Gordon í húsið hennar í Ed- inborg átti hann að vera á sífeldu ferðalagi á milli Inverness og Edinborgar, til þess að afla frétta og til að raða lierflokkunum þannig niður að þeir yrðu reiðubúnir til að grípa lil vona, hvenær sem vera skýldi. Koma Hektors breytti þessari ráðs- ályktun og var það nú ákveðið að hann skyldi ílytja Söru og lady Gordon í húsið hennar i Ed- inborg, og flytja jafnframt allar mikilvægar nýung- ar til trúnaðarmannanna i Inverness, en svo átti Hrafn að taka að sér að dreyfa nýungunum út á meðal konunglegasinnuðu ílokksforingjanna uppi í Hálöndunum. Þessi ráðsályktun var í raun og veru enganvegin heppileg, en ekkert var hægl að leggjatil grundvallar sem virtist heppilegra. Af því að það var óhamingjustjarna hinnar lánlausu Stúartaættar, að vera ekki einungis hvikul í sínum eigin gjörðum og ráðsályktunum, heldur jafnframt að styðja sig við menn og atvik sem í því tilliti tóku jafnvel henni sjálfri fram. Það var hvorki skynsemi né fyrirhyggju, sem stjórnaði áhangendum prinzKarls þeir urðu aðallega að styðja sig við sjálfstraustið. Það var í þessari lifandi ímyndun að þessi litli hópur fór að heiman einn frostharðan morg- un i september. Höfðingi Mui'do reið með þeim — dýrðlegur hálendingur var hann, ríðandi á stór- um svörtum hesti. — Víða, stóra treyjan lians skein af stórum silfurhnöppum, stultpilsið var spent yfir um hann, og í lrálenzku húfunni hans var hár og stór fjaðraskúfur. Viðhafnarmiklu her- klæðin lians ljómuðu fagurlega í sólarljósinu sem var nú ekki orðið svo heitt. Eillhundrað her- menn fylgdu honum sem allir voru hraustir og barnungir. Kvennfólkið var í vagninum, en Sara kaus heldur að ríða nokkrar mílur við hliðina á Heklori, og á meðan setlist Hrafn bróðir hennar í vagninn hjá frændkonu sinni. í Innvernesi skil'ti flokkurinn sér. Þá fór að rigna og dimma, svo kvennfólkinu þótti vænt um þegar ferðinni var lokið og þau komu í Gordons- húsið sem var í Canongötunni í Edinborg.

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/358

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.