Dvöl - 01.05.1910, Blaðsíða 2

Dvöl - 01.05.1910, Blaðsíða 2
i8 DV0L ekki verið til, fyrri en þær koma fram í þess- ari mannlegu mynd; af þessu líka virðist það lylgja að sálir vorar séu ódauðlegar. Ú ti i skógi er þrumuveður var í aðsigi. Þó sér í þoku sunna leyni og sáldri skýin táramergð, ekki skal mér það olla meini né aftra nokkuð minni ferð; fyrst blómin smá upp höfði halda og hræðast ekkert þrumu megn, mér örvílnunar ei skal valda þó ofurlítið komi regn. Innanum þessa þoku múga þrungnu og dimmu skýjafjöld sólargeislana sé eg húa sifelt um morgna daga og kvöld; og þegar nóttin yfir dettur er einnig lokið minni ferð, þá er eg horfin lieimi og settur hátt yíir alla tára mergð. r. Thyra Varrick. Eftir Amaliu E. Barr. Lauslega þýtt úr ensku. (Framh.). Það var presturinn sem hengdi upp mynd- ir Dónalds og raðaði bókum hans í skápana og var lengi að átta sig á því, hvar dagsljósið skini heppilegast á þær, og gerði þetta í mestu mak- indum. .Tá, hann gat stundum varið kvöldum og morgnum til að lcoma einni einust bók svo vel lyrir sem honum líkaði, og þar var málverk af Jesú Krisii, er hann sat þreyttur, þyrstur og á mannlega vísu angurvær við brunninn í Sam- aríu, þá mynd horfði hann jafnt og stöðugt á. Um síðir var öllu komið í röð og reglu í liúsinu, alveg einsvelog Marínu líkaði hezt, því, sannleikurinn var sá, að Thyra var ekki nærri þvi eins lineigð fyrir hússtjórn og Marín, sem var nærri því þreytandi vegna vandlysni. En þegar alt var um garð gengið, og alt bar vott um stakasta þrifnað og fegurðartilfinningu, urðu allir ánægðir. Um þetta leyti var sumrinu lokið, en ekk- ert heyrðist um skipherra Varrirk, og sama var að segja um næsta mánuð. Stormar voru miklir og skipasiglingar sjaldgæfar, svo menn héldu að kapteinn Varriek hefðist við einhversstaðar í hlýrra loftslagi. Þar af leiðandi lengdi Marín dvöl sína í Orkneyjum um næslu sex mánuðina, lifnaðarhættirnir urðu nú reglubundnir, og í öllu tilliti leið þeim ákaflega þægilega. í sérhverju tilliti leit út fyrir, að Marín gæti verið húsmóðir í sérhverju húsi, sem hún átti heima í, en það skeði með Thyru fylsta leyfi að hún tók við öllum búsforráðum í Varrickshús- inu. Af því hún hafði lært of mikið í Edinborg. til þess að hana Jangaði ekki til að læra meira; og hún hafði dvalið þar svo lengi og verið laus við matreiðslu, þvotta og allskonar húsverk, að hana langaði ekki til að fara að gefa sig aftur við þvi. Þar af leiðandi sá Marín um matinn, húsið og vinnufólkið, samdi við verzlanirnar um vöruverð og við konur þær er seldu fisk o. s. frv., og var lífið og sálin í öllu heimilislífinu. Thyra las þar á móti veraldarsögu, landafræði og fleiri námsgreinar sem hún hafði slegið slöku við, presturinn studdi hana í þessu, og þau lásu saman upp og upp aftur bækur þær sem hún hafði lesið með Dónald. Þegar veðrið var fagurt gengu þau út þegar kvölda tók, og er þau komu heim kendi hún honum að tefla skák, og höfðu til þess hið sama taflborð, sem Dónald liafði haft er hann var að kenna henni tafispil. Þegar stormur var eða óveður og engir gestir komu, hofðu þær Marín nægilegt umtalsefni lil að skemta sér við. Marín fékk aldrei nóg af að heyra um Edinborg og Karl prinz -— sem hún unni hugástum í lcyrþey — svo uni lávarð og lady Fi-aser, og svo um fram alt annað um Donald. Stundum, en ekki ol't, einungis þegar ofsalegt hvassveður var úti, fóru þær að tala um ITektor og Söru, og um brúðkaup þeirra og alt þar að lútandi. Marínu langaði einlægt til að heyra aftur og aftur hversu Thyra hefði verið klædd við það tækifæri, og hvert hún hefði þá verið nógu fög- ur lil þess að gróðursetja þyrnibrodd iðrunar- innar í hjarta hins svikula elskhuga síns. Það skeði eftir eina af þessum trúnaðarsamræðum að Thyra sagði upp úr einsmannshljóði: »Mar- in, eg hefi nú verið hér heima í tvo mánuði og þú hefir ekki með einu orði minst á Róbert Þó rsson. Er hann dauður? Segðu mér satt. Drap Hektor hann?« »DauðurI Elcki hann. Eg hefi verið að bíða eftir að þú spyrðir mig um hann. Presturinn okkar lagði svo fyrir. Hann sagði mér að Ró- bert sjálfur hefði rnælst til, að þegar þú kæmir aftur, þá skyldi enginn ergja þig með því að minnast á sig. En það er margt og inikið sem segja má um hann, og mér þykir gaman að segja frá því«. »Hvaða samband er þá milli prestsins og Róberts Þórssonar?« »Bíddu, og eg skal segja þér alt sem eg veit«„ Þá heyrði Thyra í fyrsta sinni hversu að Róbert og Hektor hefðu elt hver annann í tvær vikur, og hversu Róbert hafði að lokum gefið óvini sínum líf, og hefði að því búnu horfið frá fyrri ætlun sinni, sem að líkindum hefði kostað annanhvorn þeirra lífið, eða háða. í þessari sögu, sá Thyra í fyrstu, persónulega mótgerð við sig. »Hann var þá að elta Róbert þegar hann hefði átt að fylgja mér eftir«, sagði hún gröm.

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/358

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.