Nýtt kirkjublað - 01.10.1911, Blaðsíða 5

Nýtt kirkjublað - 01.10.1911, Blaðsíða 5
221 NÝTT KIRKJUBLAÐ henni, og gekk síðan út. En Kloster byrjaði einhverja iðrun- ar-áminning, en konan, sem ekkert skildi, gall við og sagði: „Æ, hvað segið þér? Eg skil það ekki!“ Hann hristi höf- uð sitt og fór. Eg sat eftir og spurði konuna hvað helst gengi að henni. Það var margt og ekki síst magnleysi i taugum og örbirgð og volæði. Eg gaf henni það sem eg átti í buddunni og taldi það ekki. Það skildi hún, kallaði mig „guðslamb“ og dró mig að sér og kysti mig. Ekki þorði eg né vildi segja Sharpe frá þessu, enn miklu síður hinum. Segi eg svo ekki af ferð okkar félaga fleira. IVlörgum árum seinna heimsótli eg hinn ágæta Englend- ing í Middlesborg og dvaldi hjá honum nokkra daga í miklum fagnaði. Isak Sharpe varð hálftíræður, og hafði tvisvar eða þrisvar ferðast yfir þveran hnöttinn, tvisvar sinnum ferðast á Grænlandi, og tvisvar sinnum hér. Varð hann frægur og má um hann segja, það sem Hungurvaka segir um Bjarnharð hiskup hinn saxneska: „ok er einmælt, at hann verið hafi hinn mesti merkismaðr“. En þótt eg „vaknaði“ ekki til meiri rétttrúunar í ferða- laginu með Kvekurunum, heldur kæmi aftur hálfu heimskari en eg fór í því efni, ómuðu eins og áður er sagt nýir strengir míns andlega lífs: eg varð heillaður af áhrifum nátt- úrunnar og þeim þjóðsagnatöfrum, sem fegurðin, ferðastritið, fjöllin og firnindin báru að vitum minum. Einkum vekja slík áhrif sköpunarkj-aft ímyndunaraflsins; má ráða það af mínu fyrsta riti „Utilegumönnunum“, sem eg samdi veturinn eftir í jólaleyfinu. Eg samdi og allmikla ferðasögu, sem eg las kafla úr á fundum kunningja minna. En svo var sumt í því kveri keskið og léttúðugt, að eg brendi það sem galdra- bók, eittsinn, þegar eg var veikur, svo hún engan skyldi hneyksla eftir minn dag. Var það eflaust lítill skaði bók- mentum Islands, en heldureftil vill sálarfræðinni. Þvíhafi nokkur komið til dyra í riti eins og hann var klæddur, kom eg það þá, og því sakna eg þeirrar syi-pu minna æskuára nú. Tveim árum siðar kvaddi eg lærða skólann, og olli því fjárskortur og aðrar ástæður fremur en innri hvöt að eg gekk á prestaskólann. [Áður komið í N. Kbl. IV. 11 og V. l.j

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.