Vikan


Vikan - 28.06.1979, Blaðsíða 4

Vikan - 28.06.1979, Blaðsíða 4
Mynd af Gunnlaugi takin áður en hann hélt til Þassi mynd af Grete er tekin rétt eftir að þau Gunnlaugur kynntust. Fátæktin skildi þau q' Blaðamaður Vikunnar CIV ræðirviðfrú Grete Linck Grönbeck, fyrrverandi eiginkonu Gunnlaugs Scheving listmálara. náms i Kaupmannahöfn. Þau kynntust á Listaakademíunni í Kaupmannahöfn árið 1928 og felldu hugi saman. Bæði voru þau við myndlistarnám. Grete Linck og Gunnlaugur Scheving. Þau voru ung og ástfangin og skeyttu lítt um ólíkan uppruna. • Hún kom frá miklu menningarheimili á Friðriksbergi, hann frá fátæku fiskimannaþorpi á Seyðisfirði. Sú staðreynd átti þó eftir að ráða örlögum þeirra. Þau gengu i hjónaband og settust að á Seyðisfirði. Ólíkar venjur, óblíð veðrátta okkar hrjóstruga lands, myrkur og einangr- un reyndu mjög á hina ungu stúlku, sem gat ekki gleymt dönskum sumaryl og ilmandi birkiskógum. Þau ætluðu sér að lifa á list sinni. Frá örófi alda hefur slík ákvörðun verið vísasti vegurinn til örbirgðar. Þau voru engin undantekning, og fátæktin varð þeim að falli. Um Gunnlaug Scheving, þann frábæra listamann, þarf ekki að fjölyrða. Grete Linck heitir nú Grete Linck Grönbeck og býr í Kaupmannahöfn ásamt seinni eigin- manni sinum, sem einnig er listmálari. Gunnlaugur kvæntist ekki aftur. Grete hefur hlotið viðurkenningu og unnið til margra verðlauna fyrir teikningar sínar í heimalandi sínu. Hún hefur einnig fengist við ritstörf, skrifað greinar fyrir danska listasafnið og útvarpið. Hún hefur ritað bók, endurminningar um kynni og hjónaband þeirra Gunnlaugs og veru þeirra á íslandi á árunum 1932-’38. Sú bók er 4 Vikan 26. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.