Dagur


Dagur - 23.02.1910, Blaðsíða 2

Dagur - 23.02.1910, Blaðsíða 2
DAGUR. 44. tbl. 172. bls. uppi á túninu. — Fjárhúsið fórst ekki í snjóflóðinu. Flóðið fór svo nærri húsi þeirra bræðra Halldórs og Jóakims, að það fór alveg yflr ateinsteypufjós, er stendur rjett við húsið. Fjell flóðið alveg upp að dyrunum á ytri enda íbúðarhússins, en sakaði hvorugt ti) muna. Er það álit. mnnna, að hefði þessi álma flóðsius ekki klofnað um steinsteypu- fjósið, þá myndi verbúð þeirra bræðra hafa farið sörau ferð sem hinar, enda sakaði hana töluvert. í’eir bræður átt.u tvo timb- urhjalla rjett utanvert við búð sína, og fórust þeir með öllu. Pót.t hjer sje nú talið nokkuð af þvi tjóni, er fólk hefur beðið við þetta hörmu- lega tilfelli, þá er hitt eins víst, að æði margt er ót.alið. Vettvangurinn fyrst í morgun var all- ægilegur; hálfar búðirnár í sjónum og brakið með allri fjörunni, en sum likin þar innan um föst á nöglum eða flækt í veið- arfærum. í dag voru mokaðar upp allar tóftirnar og snjóhlaupið með sjónum; og að öðru leyti lagfært það er hægt var, meðan dngur entist. Margir ísflrðingar fóru út eptir strax og tiðindi þessi spurðust, og unnu sumir kappsamlega. íbúar Hnífsdals eru um þrjú hundruð; og er manntjónið líklega hlutfallslega, að farist hafi 16 hver maður; er at því eigi furða, þótt í undir sviði. Snjóflóðið hefur farið geysihratt, því jafnskjótt og auga var rennt úr innra hluta þorpsins, er skruðningurinn heyrðist þangað; voru búðirnar komnar í kaf og sópaði snjó- flóðið efri hluta þeirra langt fram á sjó. Snjóflóð hafa áður komið fyrir í Hnífsda), þó eigi hafl tíð verið, og hafa tvö þeirra gjört skaða, svo að nvjer sje kunnugt. Fyrra snjóflóðið var 1673, að því er segir i annálum Magnúsar Magnússonar sýslum., og tók þá af hjáleiguna Búð með öllu sem í var, utan mönnum, ásamt öllum flski- hjöllum, nema einum. Fyrir 86 árum eyðilagðist einnig í snjóflóði Augnaveliir, býli framanvert við bæinn að Hrauni. Fórust þar 8 inanns, en bóndinn, sem einn náðist lifandi, andaðist eptir tvo daga við mikil harmkvæli. Snjóflóð þetta varð rjettum aldarfjórð- ungi eptir snjófióðið mikla á Vestdalseyri í Seyðisflrði, sem v 18. febr. 1885 — og líklega á sama tima; talið þar um kl. 8, en síðan hefur kiukkan verið færð fram, svo að liklega hefur þetta verið sama örlagaþrungna augnablikið. Þar fórust 24 menn, þar af 5 börn, og 16 íbúðarhús, og er þess enn rninnst. á Seyðisftrði. Smáatvik tvö allkynleg komu fyrir, og þykir hiýða að skýra frá þeim: Uppeldisdót.tir Þorláks Þorsteinssonar fannst í búðardyrunum með bibiíusögurnar í hendinni; hafði hún auðsjáanlega verið að bíða eptir telpu úr hinum búðarhlut- anum til þess að verða henni samferða í skólann. Halidór Halldórsson (föðuibróðir Guðm. Pálssonar beykis á ísafirði), er lengi bjó í Amardal, og nú er í Búð, 84 ára gamall, og hefur nú verið blindur í undir 20 ár, svaf meðan ósköpin dundu yfir og var aiveg óskaddaður og vel málhress, er komið var niður að honum í snjónum. — Segist karl eigi fyrri vitað hafa, en snjór hafl komið í munn sjer. f’ótt vjer ekki getum annað, þá biðjum guð að þerra tárin og græða sárin, ein- staklinganna og munaðarleysingjanna, sem sloppið hafa allslausir, særðir og lamaðir úr greipum dauðans. 18. febr. 1910. Hnífsdœlingur. * * * Enn eru ófundin iík þeirra Guðbjargar Lárusdóttur og Elísabetar Guðmundsdóttur. Á sunnudaginn ijezt Vigfús Ólafsson, af meiðslum þeim, er hann hlaut. Eru það því fullir tveir tugir manna, er bana hnfa beðið. Bæjarfógeti, Magnús Toifason, og Karl Olgeirsson verzlunarstjóri, hafa tekið að sjer að beitast fyrir samskotum til þess að bæta úr neyð hinna fátæku þarf eigi að efa að siíkt fær mlkið atfylgi bæjarbúa. Samkvæmt nánari fregnum úr Hnífsdal )>úast menn eigi við nýju snjóflóði; enga liengju að sjá í fjaliinu, þótt sízt sje fyrir að synja hvað skeð getur, ef fannfergjunni heldur áfram. Manualát: í’orbjörg Jónsdóttir, ekkja Ólafs Indriðasonar prests að Kolfreyjustað, rnóðir Jóns ÓJafssonar aiþrn., áttræð að aldri; mesta merkiskona. — Kristján Jó- hannesson kaupfjelagsstjóri á Eyrarbakka, um fimmtugt. Mesti regiu og dugnaðarm. — Ingveldur Matthíasdóttir (skálds) á Akureyri (11. febr.), um 25 ára að aldri. Banamein hennar var brjósttæring. Hjörleifur bóndi á Seiskarði 4 Álftanesi varð úti aðfaranótt 3. þ. rr.., á lieimleið úr Reykjavík. Frá úttöndum. Kosningarnar á Bretlandi. Þar hafa framsóknarmenn sigrað, en íhalds- mönnum þó vaxið fyigi. Fullnaðarúrslitin eru þannig, að flokkaskipunin í parlamentinu, sem átti að koma saman 15. þ. m. er þessi: Framsóknarmenn..................274 Verkflokksmenn ..................40 Þjóðflokksmenn (írar) ... 82 Stuðningsm. stjórnarinnar eru því alls 396 íhaldsmenn......................271 Meirihluti stjórnarmanna . . 125 Kosningabaráttan var harðari en áður eru dæmi til, og beittu lávarðarnir ýmsum brögðum, forðuðust sem mest að ininnast á fjárlögin, er stríðið átti að standa um, en notuðu verndartolla, ófrið við Þjóðverja 0. fl. til undirróðurs. En þeir biðu samt ósigur. Þó unnu þeir það á, að ósýnt er, hveisu fer á þingi um vald efri málstofunnar og verður það mjög undir því komið auð- vitað, hvort efri málstofan afgreiðir fjáilögin á stjórnskipulegan hátt og gerir skyldu sína. Voðalegt vatnsflóð úr Seinefljót.inu, sem vöxtur hljóp í um mánaðamótin síðustu hefur gert t.jón í Parísarborg, sem nerour svo tugum miijóna króna skiptir. — Vatnið 1 borgunum við ána orðið jafnhátt 2. húslopti sumstaðar, allar neðanjarðar járnbrautir ónýzt, fólkið flúið unnvörpura og sumt orðið innibyrgt og hungurmorða vegna vistaskorts. Trjábrúm skotið upp á götuuum hátt á lopti til þess að ganga á og víða orðið að fara i bátum um göturnar. Allt var í einu flóði í þinghúsunum og dóms- málaráðaneytishöllinni, miðstöðvarhitunin eyðilagðist og rafmagnsvjelarnar í kjöllurun- um, svo þingmenn urðu að sitja í kulda við steinoiíuljóstýrur. — Samskot til að bæta úr tjóninu orðin um 3,000,000 franka og ríkissjóður ætlar að taká stórlán til að bæta úr tjóninu. — Eina bótin að Frakkar eru auðug þjóð, er siikt ber að höndum. Allbert I. heitir hann, nýji Belgíu- kóngurinn, giítur dóttur augnJæknisins fræga, CarJs Theodors, hertoga i Bajern, sem nú er nýlátinn. Drottningin heitir Elísabet og er hún skáldkona, þykir all- mikið koma til leikrita hennar. Bæði eru konungshjónin mestu valmenni og vel látinn. Leggui konungur mjög stund 4 þjóðmegunarfræði og er gáfumaður mikill og eljumaður. Á Gvikkiandi gengur allt í sama þófinu, heldur ófriðlegt með Tyrkjum og Grikhjum, en líklega jaína stórveldin allt eius og fyr.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/371

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.