Tímarit.is
Search | Titles | Articles | About | FAQ |
login | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vikan

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Open in new window:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Vertical fit


Your browser does not support PDF files
Click here to view the page as JPG
Vikan

						10
VIKAN, nr. 19, 1950
• HEIMIMÐ •
Verðlaunaritgerðir vorið 1949
Matseðillinn    Tizkumynd
Rússnesk pönnukaka:
75 gr. smjörlíki, 125 gr. hveiti,
50 gr. sykur, % 1. mjólk, 4 egg
— ávaxtamauk, rjómi.
Smjörið er brætt. Hveitinu bætt
út í (bakáð upp). Þynnt út með
heitri mjólkinni. Jafningurinn kæld-
ur, og rauðunum þá bætt út í einni
og einni í einu og hrært vel á milli.
Sykrinum hrært saman við í og síð-
ast stífþeyttum hvítunum. Bakaðar
þrjár pönnukökur á feitiborinni
pönnu, við nægan hita. (Kökurnar
verða fremur stórar og þykkar).
Kökurnar eru lagðar saman með á-
vaxtamauki og þeyttum rjóma smurt
yfir.
Hjónabandssæla:
250 gr. smjörlíki, 200 gr. hveiti,
3 bollar haframjöl, IY2 bolli syk-
ur, 1 tsk. salt, 1 tsk. sódaduft —
ávaxtamauk.
öllu þvi þurra blandað saman.
Smjörlikið mulið saman við. Deiginu
er klesst á smurða plötu í ca. 1 cm.
þykkt lag. Ávaxtamaukinu smurt yf-
ir það og afgangurinn af deiginu
stráð yfir það. Bakið við jafnan hita.
Eftir bakstur er kakan skorin nið-
ur í tígla.
Svissnesk skíðadrottning sem Anni
Maurer heitir, var fengin til þess að
kenna á skíðum í London. Sést hún
hér vera að þjálfa einn nemanda
sinn og gerir fyrstu tilraunina innan
húss.
Þessi kjóll er mjög hentugur sem
síðdegiskjóll bæði inni og einnig úti,
þegar hlýttl er í veðri yfir sumarið.
Hann er ýmist úr mjúku, þykku
„crape"-efni eða þunnu ullarefni. Bol-
urinn er að mestu leyti sléttur, að-
eins teknir saumar á öxlunum og úr
mittinu. Ermarnar eru sniðnar „út í
eitt". Föllin framan á pilsinu erú ekki
pressuð niður, en örmjóir saumar
teknir úr því efst út frá föllunum.
Pilsið er slétt í bakið með saum í
miðju.
HUSRAÐ
Til að hlífa hljóðrita plötunum yð-
ar, ættuð þér aldrei að hlaða þeim
upp án pappirshulstursins, sem þær
eiga að geymast A. Ryk og hirðu-
leysisleg meðferð getur rispað plötur
illa.
Ef þér eigið bergfléttu, ættuð þér
að láta hana út í sól að minnsta kosti
einu sinni í viku. Bezt er að halda
moldinni rakri en ekki gegnvættri af
vatni, og það ætti að þerra blöðin, við
og við með vel rökum klút. Ef berg-
fléttan yðar sýkist af svokölluðu
„hreistri" — það eru flatar, brúnar
skífur sem sitja einsog límkenndir
hnúðar á neðra borði blaðanna ¦—
þvoið þær af með volgu sápuvatni og
mjúkum bursta; skolið blöðin með
fersku vatni. Bergfléttur geta líka
sýkzt af rauðum maur. Það er hægt
að hindra þetta með því að skola
bergfléttuna  I  köldu vatni.
Birgir I. Gunnarsson 13 ára F. (Aust-
urbæjarskóla).
Vorkvöld I Reykjavik.
Ég var staddur I garðinum heima
hjá mér. Sól skein í heiði og hlý sunn-
angolan umvafði borgina, sjórinn var
spegilsléttur svo langt sem augað
eygði. Kvöldkyrrðin var fram undan
og fagu,rt sólarlag. Þarna sá ég
fjöllin sem ég hafði fyrst lært að
þekkja I skólanum. Keilir strýtu-
myndaður, rétt eins og gamalt eld-
fjall. Langahliðin með suðuröxlina í
hádegisstað. En að baki mér vissi
ég af Esjunni og Akrafjalli, sem
skörtuðu þar I allri sinni dýrð.
Tréin voru byrjuð að sprengja
fyrstu brumknappana og þennan
morgun hafði fyrsti fífillinn sprung-
ið út sem yndislegur vorboði. Ég
stari út í kvöldkyrrðina sem er
skyndilega rofin af vængjaþyt
hrossagauksins. En niðri í vatnsmýr-
inni sunnan við bæinn heyrist hið
angurblíða „dýrðin, dýrðin" í lóunni,
sem stendur þar á hárri þúfu og virð-
ist ekki skilja neitt, þegar stór flug-
vél flýgur upp og hverfur út í loft-
ið.
Ég geng niður að gróðrarstöð, sem
er skammt frá heimili minu. Þar ná-
lægt stendur litill skúr og fyrir utan
hann stór taðhaugur. Rétt hjá hon-
um stendur forug kind og það er'
jarmað þegar tvö lömb reyna bæði
að komast á spenann. Það grípur mig
einhver fögnuður. Eg hraða mér nið-
ur að tjörn, þar speglast húsin í
spegilsléttum vatnsfletinum. Endurn-
Birgir I. Gunnarsson
(13 ára F, Austurbæjarskóla).
ar fljúga yfir höfðum manns og það
eru komnir svanir á tjörnina. Mér
kemur í hug vlsan „Einu sinni svan-
ur fagur, söng af kæti um loftin blá".
Bifreið þýtur eftir Fríkirkjuvegin-
um og kríurnar fljúga með gargi upp
úr hólmanum. Þær höfðu truflast frá
hreiðurgerðinni af bifreiðagarginu.
Mér verður litið I vesturátt þar er
sólin að setjast og speglast í hafflet-
inum, sem s^nist fagurrauður. Ég sé
að vorið er komið.
Gylfi 8. Gröndal 12 ára D. (Mélash.)
Hvergi er betra að vera, en I sveit
á sumrin. Og þá sérstaklega fyrir
kaupstaðarbörn. Þetta vor hefur ver-
ið óvenjulega kalt,  og mér er ekki
farið að lítast á blikuna um að sum-
arið ætli nokkurn tíma að koma. Nú
er kominn mai og enn eru f lestir ak-
vegir ófærir og meira að segja sigl-
ingaleiðin norður ófær vegna hafíss,
—- hins forna fjanda, sem vill ekki
hleypa sumri og sól til okkar. En þó
hefur verið ágætt veður undanfarna
daga í Reykjavik. Einn \morguninn
vaknaði ég við að sólin skein inn
um gluggann minn. Þegar ég labbaði
í skólann, með töskuna undir hend-
Gylfi S. Gröndal
(12. ára D, Melaskóla).
inni, sá ég skógarþrestina sitja á
greinum trjánna og syngja undur-
fagran söng. Þeir hafa ábyggilega
verið að bjóða sumarið velkomið. En
þessi morgunn var aðeins stuttur
draumur. Þegar ég labbaði heim ör
skólanum var komið rok og rigning.
Skógarþrestirnir kúrðu nú í skjóli
trjánna og sungu ekki. Svona hefur
veðrið oftast verið, umhleypinga-
samt og kalt. Nú eru flestir skólar
að verða búnir og börnin bíða bara
eftir færð, til að komast í sveitina.
Ef veðrið batnar ekki verða þau
vafalaust óþolinmóð. Þau þrá hið
heilnæma loft í sveitinni, litla bæ-
inn, grænar hliðarnar og ekki síst
sveitalífið. Að raka, slá, reka kýr og
margt fleira skemmtilegt. Skemmti-
legast er að koma I sveitina á vorin, v
til að sjá breytingu náttúrunnar. Sjá
þegar þau skipta um föt. Fjöllin fara
úr sinum hvita vetrarskúða, og klæða \
sig I fagran sumarbúning. Svo vona
ég að ég eigi eftir að vakna marga
fagra sumarmorgna í litlum sveita-
bæ, í sumar og þessi visa passi við
þá alla:
Geislar sólar gægjast inn,
um litla gluggann minn.
Og á þvi má sjá að kominn er,
blessaður morguninn bjartur hér.
Krónublöð blómanna breiðast út,
brekkurnar verða grænar.
Fuglarnir syngja sóng um allt,
um heita sólina, — vatnið kalt.
Um bæinn, hlíðarnar,
brekkurnar vænar,
börnin og fólkið sem breiðir út,
sinn faðm mót sólinni
og' veðrinu bliða
mót sjónum,  dýrunum,
fuglinum fríða.
					
Hide thumbnails
Page 1
Page 1
Page 2
Page 2
Page 3
Page 3
Page 4
Page 4
Page 5
Page 5
Page 6
Page 6
Page 7
Page 7
Page 8
Page 8
Page 9
Page 9
Page 10
Page 10
Page 11
Page 11
Page 12
Page 12
Page 13
Page 13
Page 14
Page 14
Page 15
Page 15
Page 16
Page 16