Tímarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrá inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Framtíğin

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoğa í nıjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ağlaga hæğ


Vafrinn şinn styğur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til ağ skoğa blağsíğuna sem JPG
Framtíğin

						/ r
Ritstjóri:  Hinrik Thorarensen.
I. Árgangur.
Siglufirði 11. mars 1923.
1. tölublað.
Ávarp.
Með þessu blaði hefur nýtt blað
göngti sína hér í Siglufirði. Það er.
venja flestra blaða að byrja með
ávarpi til lesenda, sem oftast nær
er ekkert annað en heillöng þula
yfir það sem blaðið lofar að gera.
Loforðin eru góð en efndirnar
betri.
»Framtíðiu« ætiar ekki að lofa
miklu en reyna að efna því meira.
Aðallega mun blaðið ræða um
áhugamál Siglufjarðar og hvetja þar
til framfara og framkvæmda. Einn-
ig mun það ræða þau mál er snerta
þjóðarheildina, og fleggja það eitt
til þeirra, er það telur heillavænleg-
ast og þjóðinni fyrir bestu. F>að
skal tekið skýrt fram, að »Framííð-
in« er ekki neitt flokksblað heldur
algjörlega sjálfstæð og óháð.
Fréttir útlendar sem innlendar
mun blaðið flyíja eftir megni.
Um leið og eg hérmeð hleypi
»Framtíðinni« af stokkunum vonast
eg til að henni verði vel tekið, og
að margir verði til þess að greiða
götu he'nnar og styrkja hana.
Alþingi.
Alþingi var sett eins og venja er
tii 15. febr., þó voru engir fundir
ha'dnir fyr en 19., sökum þess að
beðið var eftir Goðafossi, en með
hontim   voru   þingmennirnir  að
austan og noróan.
Forseti sameinaðs þings var kos-
inn Magnús Kristjánsson lands-
verslunarforstjóri, forseti efri deild-
ar var kosinn Halldór Steinsson
læknir og forseti neðri deildar var
kosinn Benedikt Sveinsson fyrv.
bankastjóri.
Stjórnin hefur lagt fram 26fium-
vörp og hafa nckkur þeirra þegar
verið tekin til 1. umræðu og af-
gteidd til annarar.
Frumvörpin um breylingar á em-
bæitaskipuninni hafa mætt mikilli
mótspyrnu í þinginu. Sérstaklega
hefur verið þrætt um biskupsem-
bættið, hvort rétt væri að afnema
það eða ekki. Forsætisráðherra sótti
það af miklu kappi að frumvarp
• þetta næði fram að ganga, og lýsti
því yfir að biskupsembættið væri
að mestu leyti óþarft, þar sem það
væri nú búið að missa þau verald-
legu völd, sem það áður hefði haft,
og hvað það snerti væri biskupinn
aðeins skrifstofumaður hjá stjórnar-
ráðinu. Hinu andlega valdi og virð-
ingu embættisins vildi hann ekki
draga úr, en frumvarpið ætlast tif
að vígslubiskuparnir taki við þeim
hluta þess.
Stjórnin vill einnig láta afnema
landlæknisembættið og stofna í
þess stað heilbrigðisráð. Forsætis-
ráðherra skýi ði frá að þetta væri
ekki aðeins sparnaðarráðstöfun,
heldur væri heilbrigðisstjórninni
komið í betra horf með þessu fyrir-
komulagi.
Frv. um fækkun sýslumannaem-
bætta var nýlega til 1. umræðu.
Forsætisráðherra fylgdi því úr hlaðf
og lofaði þinginu  meira af  sams-
konar góðgæti eí þessli .yrði vel
tekið. I þeim sýslum, ?sem missa
sýslumann sinn, eiga sýsltineftid-
irnar að kjósa sér oddvita, er að
nokkru Ieyli á að koma í stað
sýslumanns, og á hann að hafa
300 kr. í árslaun. Frumvarpi þessu
var illa tekið, urðu margir þing-
menn tii að andmæla því. Að lokn-
um umræðum var því þó vísað til
2. timræðu og allsherjarnefndar.
Jóiias Jönasson frá Hriflu hefur
komið fra'm með fyrirspurn til
stjórnarirmar um hverjir alþingis-
menn og dómarar eigi hluti í ís-
landsbanka.. Lítur út fyrir að Jónas
álíli að það geti haft áhrif á at-
kvæði þingmanna hvort þeir eigi
hlutabréf í bankanum eða ekki.
Magnús Guðmundsson fyrv. fjár-
málaráðherra hefur komio fram með
frumvarp um breytingu á stjórnar-
skránni. Vill hann fækka ráðlíerr-
tinum, hafa aðeins einn ráðherra
eiiís og áður var til 1917 að þeim
var fjölgað. Sörnuieiðis vill hann
fækka þingunum, hafa þing aöeins
annaðhvert ár, og lengja kjörtíma-
bilið um tvö ár. Við þetta sparast
mikið fé þar sem hvert þing kost-
ar þjóðina um 250.000 kr. Pó
þessi sljórnarskrábreyíing verði
samþykt á þinginu, þarf ekkeit
þingrof fram að fara, þar sem þetta
þing er síðasta þingið á yfirstand-
andi kjörtímabili.
IISI
Eitt af aðal áhugamálum Sigl-
firðinga er að koma hér upp ís-
húsi  er geti  t'ekið  til  starfa nú í
					
Fela smámyndir
Blağsíğa 1
Blağsíğa 1
Blağsíğa 2
Blağsíğa 2
Blağsíğa 3
Blağsíğa 3
Blağsíğa 4
Blağsíğa 4