Framtíðin - 18.03.1923, Blaðsíða 1

Framtíðin - 18.03.1923, Blaðsíða 1
Ritstjóri: Hirtrik Thorarensen. I. Árgangur. Siglufirði 18. mars 1923. 2. tölublað. Fiskiveiðalögin 1 922. í fyrra samþykti Alþingi lög um rétt til fiskiveiða í landhelgi. Sam- kvæmt lögum þessum mega ís- lenskir ríkisborgar einir reka fiski- veiðar í landhelgi, og þeir mega aðeins nota íslenska báta og skip til veiðanna. Erlendum skipum er og bannað að vinna að afla sínum í landhelgi og að setja hann á land. í teksta laganna stendur ekkert um það hvort erlend skip megi selja afla sinn í land eða ekki. En flutningsmaður frumvárpsins í efri deild 1922 slóg því föstu, að er- lendum skipum væri heimilt að selja íslenskum ríkisborgurum afla sinn. Hversvegna urðu lögin til ? Það voiu til lög fyrir, er bönn- uðu útlendingum allar veiðar í land- helgi, eins og sjálfsagt er. Þessi lög ganga svo miklu lengra, eins og skýrt hefur verið frá. Pað er fullyrt, að það hafi verið nokkrir síldarútgerðarmenn er áttu upptök- in að þessu frumvarpi, og fóru þeir fram á, að við íslendingar settum svipuð lög gegn Norð- mönnum og þeir sjálfir hafa sett gegn Tartörum og Löppum. Norð^ menn urðu að grípa til þess að banna Löppum og Tartörum á rússnesku fiskiskipunum að hafa veiðistöð sína í landi, sökum þess að þeir sýndu hinum norsku strand- byggjum hinn mesta yfirgang og usla. Vér íslendingar getum ekki kvartað yfir neinu svipuðu í garð Norðmanna, þvert á móti. Norð- menn hafa frekar gert okkur greiða, eins og t. d. með að flytj^ farþega hafna á milli endurgjaldslaust o. fl. Þessir útgerðarmenn kvörtuðu undan því, að framleiðslan á ís- lenskri síld væri of mikil, þar af leiðandi verðfall á markaðinum og því væri ekki hægt fyrir okkur ís- lendinga að reka þessa atvinnugrein nema með tapi. Pessi kvörtun þeirra mun vera hin rétta ástæða fyrir því að lögin urðu til. Tilgangur laganna. Tilgangur t'iskiveiðalaganna á að vera sá, að stuðla að því að ís- lensk útgerð aukist og þar með íslensk framleiðsla, að hindra út- lendinga, þó ekki Dani, í að geta veitt hér við land, og þar með að útiloka þá frá að geta framleitt ís- lenska saltsíld og kryddsíld. Pað neitar því enginn að tilgangurinn er góður, og víst er að þessi lög myndu auka framleiðslu og útflutn- ing landsins ef þau næðu tilgangi sínum. Lögin geta ekki náð til- gangi sínum. Árið 1919 þegar 5 kr. tollur var settur á hverja tóma síldartunnu er til landsins flyttist, byrjuðu Norð- menn fyrst á því að verka slldina um borð. Og þessi aðferð gafst svo vel, að þau skipin sem tóku hana upp urðu altaf fleiri og fleiri með ári hverju, og það þrátt fyiir það þótt búið væri að afnema tunnu- tollinn og lækka síldartollinn. F*eg- ar fiskiveiðalögin 1922 komu, tóku þau skip, sem enn höfðu stöð sína í landi, upp þessa sömu aðferð. Og nú síðasta sumarið veiddu öll norsku síldveiðaskipin og veikuðu síld sína fyrir utan landhelgi. Og þau veiddu, samkvæmt norskum aflaskýrslum, jafnmikla síld og þau áður höfðu gert. Má vel vera að einhver vilji slá því fram, að sú síld liafi ekki verið verkuð utan landhelginnar heldur innau, þvf nokkur skip voru gripin í landhelgi við síldarverkun. En sírandlengja Norðui landsins er bæði löng og vogskorin, og það verður bæði erf- itt ög kostnaðarsamt að gæta henn- ar svo að gagni verói. Og þó það tækist þá eru Norðmenn ekki af baki dottnir fyrir því, því þeir geta sem best veitt og verkað síldina eingöngu fyrir utan landhelgi, og á þann hátt framleitt eins mikið af íslenskri saltaðri síld og þeir áður hafa gert. Það er því auðsætt að þessi lög ná aldrei og geta aldrei náð tilgangi sínum. Framkvæmd laganna. Framkvæmd laganna reyndist erf- ið á síðasta sumri. Nokkur skip voru gripin í landhelgi með ótil- slegnar tunnur á þilfari. En þegar fyrir réttinn kom var oft erfitt að sanna að þau hefðu v.erið að vinna að síldarverkun, sökum þess að Norðmenn báru það fiani að Jaeir höfðú kverkað og saltað síldina fyrir utan landhelgi og síðan hald- ið inn íyrir línuna, en liætt um leið að vinna að síldinni. í lögun- um er skipunum hvergi bannað að vera með ótilslegnar tunnur á þil- fari innan landhelginnar. Um það hvrrt erlend skip mættu selja afla sinn í laud eða ekki eru tögin svo ógreinileg, að útgerðar-

x

Framtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framtíðin
https://timarit.is/publication/372

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.