Framtíðin - 15.04.1923, Blaðsíða 1

Framtíðin - 15.04.1923, Blaðsíða 1
FRAMTIÐIN Ritstjóri: Hinrik Thorarensen. I. Árgangur. Siglufirði 15. apríl 1923. 5. tölublað. Alþingi. Vog og mælir. Lárus Helgason, þingin. Skaftfell- inga, hefur komið fram með frum- varp til laga um rnælikvarða og vogaráhöld. Er þar farið fram á, að leggja niður mæli- og vogarskrif- stofuna, en fela lögreglustjóranum starf hennar. Nýr banki. Nýlega hefir verið útbýtt í nd. frumvarpi um heimild fyrir lands- stjórnina til að veita ýms hlunnindi fyrirhuguðum nýjum banka i Rvík. Flutningsmennirnir eru Jakob Möller, Pétur Ottesen, Hákon J. Kristófers- son, Pórarinn Jónsson, Porleifur Ouðmundsson, Benedikt Sveinsson, Einar Porgilsson og Lárus Helgason. En í framkvæmdanefnd þess fyrir- hugaða hlutafélags, sem bankan ætl- ar að starfrækja, eru nú þeir Eggert bóndi Benediktsson í Laugardælum, Gunnar konsúll Ólafsson f Vest- mannaeyjum, Morten kaupmaður Ottesen í Rvík, Sigurður hæstarétt- armálarlutningsm. Sigurðsson. í Rvík og Pórður kaupmaður Sveiusson. Bankanum á að vera heimilt að reka sparisjóðsstarf, samkv. 4. gr laga nr 44, 3. nóv. 1915. Hann á að vera undanþeginn opinberum gjöldum og sköttum en greiða í ríkissjóð hluta af hreinum ársarði sínum, sem hér segir: Frá ársarðinum dragist fyrst hæli- leg fjárhæð til afskriftar af væntan- legu bankahúsi og innanstokksmun- um, þar næst beint áfallið tapbank- ans og síðast 15% af hlutafénu til varasjóðs og 5% til hluthafaarðs. En af því, er þá verður eftir, greiðist ríkissjóði: 2l/z% af fyrstu 50 þús. kr., 5% af öðrnm 50 þús kr ., 7V,°/0 af þriðju 50 þús kr., 10% af fjórðu 50 þús kr. og 15% af því sem þá verður fram yfir. Hlunnindin samkv. lögum þess- um hatdast fyrst um sinn þann tíma, sem nú er eftír af hlunninda- tíma íslandsbanka, samkvæmt lög- um nr. 11, 7. júní 1902, og aug- lýsingu nr. 48, 25. nóv. 1903. Ennfremur er gert ráð fyrir því, að hlunnindi þessi séu þeim skil- yrðum bundin, sem hér segir: »a. Hlutafé bankans má eigi vera minna en 2 miljónir og eigi meira en 6 miljónir króna, og skulu að minsta kosti 55 prc. hlutafjárins boðin út innanlands í hálft ár eftir að lögin öðlast gildi. Meiri hluti bankastjórnar (bankaráðs) séu ís- lendingar, búsettir á íslandi. b. Bank- inn skal hafa heimili og varnarþing í Reykjavík. c. Ráðuneytið skipar einn af þrem endurskoðendum bank- ans. d. Bankinn skal jafnan hafa í auðseldum verðbréfum, er ráðherra tekur gild, sem svarar 10 prc. af sparisjóðsfé því, sem hann geymir hverju sinni, til tryggingar því. e. Reikninga bankans skal birta opinberlega á þann hátt, sem leyf- isbréf segir til. f. Bankinn má ekki lána fé gegn trygging í hlutabréf- um sjálfs sín. g. Bankinn skal taka til sarfa fyrir árslok 1924. h. Ráðu- neytið getur sett bankanum frekari skilyrði í leyfisbréfinu, ef þörf þykir, enda fari þau ekki í bága við lög þessi.« í greinargerðinni segir: »— — Um hlutafé til þessa fyrir- hugaða banka skal þess getið, að erlendis hefir verið utinið að undir- búningi hlutafjársöfnunar til bank- ans, og hafa undirtektir reynst svo góðar, að full ástæða er til að ætla, að nægilegt fé fáist.« Jón Baldvinsson talaði með frum- varpinu, en enginn á móti, og var því vísað til 2. umræðu með 19 samhljóða atkvæðum. Mentaskóli á Akureyri. Porsteinn Jónsson flytur frumv. um stofnun mentaskóla Norður- og Austuriands á Akureyri. Sigurður Guðmundsson skólameistari við gagnfræðaskólann á Akureyri hefur samið frumvarpið. í greinargerð þess er fullyrt, að námskostnaður yfir skólaárið sé 1000 kr. lægri á Akureyri en í Reykjavík. Ætlast er til að 4. bekkur skólans taki til starfa þegar á næsta vetri. Hæstiréttur. Jónas Jónasson frá Hriflu flytur frumv. um fækkun hæstaréttardóm- ara. I frumvarpinu er gert ráð fyrir því, að hæstaréttardómararnir verði aðeins 3, en jafnframt ganga víst flestir fylgismenn fækkuuarinnar út frá því, að stofnaður verði þriðji millirétturinn. Forsætisráðherra mót- mælti frumvarpinu, taldi engan sparnað af því, þar sem milliréttur- inn hefði mikinn kostnað í för með sér, en hæstiréttur hinsvegar veikt- ur talsvert, og væri rétt að lofa þessu skipulagi, sem nú er, að fá lengri reynslutíma. Hæstaréttardóm- ararnir 4 hafa skrifað bréf þar sem þeir leggjast á móti fækkuninni, en sá fimti þeirra Lárus H. Bjarnason mun vera á þeirri skoðun, að fækka megi dómurunum ef jafnframt sé

x

Framtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framtíðin
https://timarit.is/publication/372

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.