Tímarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrá inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Framtíğin

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoğa í nıjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ağlaga hæğ


Vafrinn şinn styğur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til ağ skoğa blağsíğuna sem JPG
Framtíğin

						Ritstjóri:   Hinrik Thorarensen.
I. Árgangur.
Siglufirði 20. maí 1923.
8. tölublað.
Stofan
út af leikfimishúsi barnaskólans
mun fyrst hafa verið bygð tneð
það fyrir augum, að nota hana til
fundarhalda fyrir bæinn. Til þeirra
hluta hefir hún þó aldrei verið
notuð.
Mörguni hefir þótt leitt að vita
til þess að stofán stæði þannig ár
eftir ár ónotuð. Æði oít hefi eg
átt tal um það við suma bæjarfull-
trúana, að heppilegast væri að gera
úr henni lestrarsal fyrir bæinn.
Inn af stofunni er lítið herbergi,
og benti eg á uin leið að nota það
fyrir bókhlöðu. Sé það haganlega
innréttað er þar pláss fyrir 4-5000
bindi, og yrði það því til frambúð-
ar, eftir því sem safninu hefir farið
fram siðustu 6 árin.
Stofuna á síðan að mála Ijósa,
gera vel úr garði og nota fyrir
lestrarsal. —
Á fjárhagsa'ætlun í haust var
samþykt að veita 2000 krónur til
aðgerðar á þessari stofu. Þessi
fyrirhugaða aðgerð hélt eg að væri
sú, að gera stofuna og herbergið
innaf nothæft fyrir bókasafnið.
Til þeirra hluta á líka að nota
þessa peninga og einskis annars;
því húsnæðislaust getur safnið ekki
verið lengur.
Á síðasta bæjarstjórnarfundi —
í gærkvöld — komu tveir fulltrú-
arnir, — annar úr fjárhagsnefnd —
með tillögu um að veita nægilegt
fé (ca. 4-5000 kr.) í sumar úr
bæjarsjóði til að lengja þessa
stofu jaf nt leikfimishúsinu.
Bæjarfógetinn talaði djarflega á
móti   tillögunni   og  spurði tillögu-
menn að, hvar ætti að taka þetta
fé, þar eð það væri hvergi til á
fjárhagsáætlun og þá ekki í kass-
anum. Hiriir börðu höfðinu við
steininn og töluðu fyrir tillögunni,
en endirinn varð sá að málinu var
vísað til fjárhagsnefndar.
Tillögumenn lystu því yfir, að
nauðsyn væri á að byggja þessa
viðbót 'í sumar, af því nú væri
bókasafnið húsnæðislaust og ekki
annað sjáanlegt en bæjarstjórnin
og hin ýmsu félög í bænum yrðu
í vandræðum með fundarsal í
vetur.
Hugmynd þeirra er því, að stækka
þetta herbergi og nota það síðan
bæði fyrir bókasafn og fundarsal.
Að þetta tvent sé samrækilegt —
tel eg litlar líkur. — Safnið þarf
að vera út af fyrir sig, og því verð-
ur hvergi betur komið eður ódýr
ara, en þar sem þegar hefir verið
bent á.
Að nauðsynlegt sé að byggja
þessa viðbót vegna fundarsals-
vandræða, að vetri, er algjörlega
rangt, af því að sá er leigir hús
Karls Sturlusonar hefir sagt mér
að hann skyldi leigja hverjum sem
vildi, salinn í því húsi til fundar-
halda að vetri og það fyrir sann-
gjarna borgun.
Og fá þá félögin og bæjarstjórn-
in þar ólíkt vistlegri sal en þann
raka-rangala, sem hin byggingin
yrði.
Orunnflötur fyrirhugaðrar bygg-
ingar lítur þannig út.
Heldur snotur fundarsalur!
Með þeirri stofubyggingu, sem
nú er við leikfimishúsið eru teknir
af því t v e i r g I u g g a r og eigi
að fara að byggja þennan »stofu-
gang« norðan við verða a 11 i r
g 1 u g g a r n i r byrgðir á þeirri hlið
og húsið með því stór skemt.
Pví fyrir utan það sem dimmir í
húsinu við það að gluggarnir eru
ekki orðnir nema 5 í stað 10 þá
verður altaf rökkur undir suður-
veggnum og nær sá skuggi fram
á mitt góif, og er það af því hvað
gluggarnir eru hátt á hliðinni..
Pað er komið nóg af smekklaus-
um kumböldum kringum skólahús-
in — sambr. stein- og járnvarða
skúrinn austan við leikfimishúsið
og skúrhringinn norðan við skól-
ann — þó ekki sé farið að fjölga
þeim. Eg treysti því meiri "hluta
bæjarstjórnar til að kveða það ger-
samlega niður aó kasta peningum
á glæ til þessarar byggingar.
Og þaó væri líka skrítin fjármála-
speki að telja það lífsnauðsyn og
s p a r n a ð að byggja fundarsal,
sem kostar ca. 5000 krónur, en
geta á sama tíma komist af með
100—150 kr. á ári fyrir húspláss
til fundarhalda.
Nei, Siglufjarðarkaupstaður þarf
ekki að byggja þannig fundarhús
og hér ræðir um. Pað er nær að
le£gJa þessar þ ú s u n d i r í sam-
komuhúsbyggingarsjóð, fyrst bær-
inn er farinn að /undirbúa það mál.
En langi þessa tvo fulitrúa afar
mikið til að bærinn byggi sér svo-
lítinn fundarsal, og viiji hinirfull-
trúarnir ómögulega neita þeim um
það, þá á bærinn að byggja sér-
stakt hús til þeirra hluta, en ekki
að  fara  að  h á 1 f  e y ð i I e g g j a
					
Fela smámyndir
Blağsíğa 29
Blağsíğa 29
Blağsíğa 30
Blağsíğa 30
Blağsíğa 31
Blağsíğa 31
Blağsíğa 32
Blağsíğa 32
Blağsíğa 33
Blağsíğa 33
Blağsíğa 34
Blağsíğa 34