Tímarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrá inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Framtíğin

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoğa í nıjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ağlaga hæğ


Vafrinn şinn styğur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til ağ skoğa blağsíğuna sem JPG
Framtíğin

						FRA
Ritstjóri:  Hinrik Thorarcnsen.
I. Árgangur.
Siglufirði 30. júní 1923.
12. tölublað:
Ferðapistill
frá
Guðm. Skarphjeðinssyni
s k ó I a s t j ó r a.
Oautaborg 12. júní '23.
Haustið 1919 stje jeg hjer á land
í fyrsta sinni, og fanst mjer þá að
ýmsu leyti annar blær yfir þessum
bæ en nú er.
Aðal einkenni hans er vinnan, —
alstaðar eitthvað verið að síaifa;
hjer er ekkert »strik« eins og í
Höfn, enginn »KarI Johant eins
og í Kristjaníu og enginn »Strand-
vág« eins og í Stockholm, yfirhöf-
uð hvergi fult af fólki sem gengur
fram og aftur um göturnar til að
sýna sig og athuga náungann.
í höfninni heyrist hjer varla
mannsins mál fyrir hnoðhömrum,
lyftivjelum og skrölti, sem kemur
af allskonar umferð og starfsemi,
sem öll miðar að því að auðga
Oautaborg og færa hana fram á
við í e f n^a 1 e g u s j á 1 f s t æ ð i
og íraintakssemi.
Þrifnaður var hjer hvergi nærri
í góðu lagi — fyrir 3 árum síðan
— t. d. úfði og grúfði þá alt hjer
af sporvagnsfarseðlum, sem bæjar-
búar hafa nú lært að koma fyrir
annarstaðar en grýta þ'eim um bæ-
inn til óþrifa.
Nei, nú er ekki hægt að sjá ann-
að en allur þrifnaður sje hjer í
besta lagi. Afmælisbarnið, sem er
nú liðlega 300 ára er komið í sæmi-
legan sumarskrúða og er táhreint
frá hvirfli til ilja.
Hvíti og blái iiturinn, ímynd sak-
leysis og gleði —; þeir litir, sem
um  langt  skeið  hafa  verið  litir
borgarinnar, blakta nú hjer alstaðar
við hún og reifa hana ásamt sænsku
litunum. í tilefni af afmælinu hefur
verið unnið að því hjer 9 síðustu
árin að halda það hátíðlegt.
Það má því heita svo að »öll
vötn falli nú til Gautaborgar í sum-
ar, því meiri áhuga fyrir öðru en
því, sem þar fer fram í sumar' mun
varla finnast hjá fjöldanum hjer í
norður-Evrópu og jafnve! víðar.
Feikna mikil sýning var opnuð
hjer 8. maí og verður opin til 30,
sept. Pað er hátíðasýning Oauta-
bcrgar og syníng á litflutningsvör-
um landsins (»Exportutstállingen*).
Auk þessarar sýningar verður
þessum komið fyrir á næstu grös-
um við aðal sýninguna:
1.  Alþjóða bifreiðasýning frá 9.
maí til 12. júní.
2.  Alþfóðasýning á byggingar-
sniðum frá 27. júlí til 12. a'gúst.
3.  Svenska Mássan frá 20.—26.
ágúst.
4. Almenn landbúnaðarsýning frá
19.—24. júní og verða þar sýnd
ekki færri en 750 hestar, 700 svín,
650 nautgripir, 250 kindur og 670
alifuglar. Þess utan mörg stórhýsi
full af jarðyrkju-vélum og fram-
leiðslu bænda.
5.  Alþjóða loftfara-sýning frá
20. júlí til 2. ágúst.
6. Matjurta- og ávaxta-syning frá
Skandinavíu.
Auk þessa eru hjer almenn
íþróttamót frá 11. júní til 15. júlí
og hefur verið bygður sjerstakur
íþróttavöllur (»stadion«) er rúmar
19000 áhorfendur.
Söngflokkar alstaðar að úr land-
inu mæta hjer um mánaðarmótin
júní og júlí, og fæst þá tækifæri til
að heyra 6000 manna kór. Ekki
færri en 123 þing og aðalfundir
ýmsra fjelaga, bæði í Svíþjóð og
út um allan heim, er ákveðið að
halda hjer meðan að sýningin er
opin.
Jeg hefi nú gengið hjer í 4 daga
til að athuga þær sýningar, sem
nú eru opnar og get jeg varla sagt
að *jeg sje meir en svo búinn að
átta mig á öllu því helsta sem þar
er. Sýningarsvæðið með skemti-
svæðinu (»Nöjesfaltet«) nær yfir um
300 þúsund kvaðratmetra, svo
að hjer er í mörg horn að líta.
Strax við innganginn fer varla
hjá því að hinar þ r ó 11 m i k 1 u
beinu ákveðnu línur, og
þeir hreinu bogar, sem e i n -
k e n n a þau musteri, er takmarka
»Qötaplads« gefa manni í skin að
þar fyrir innan sje eitthvað það er
vert sje að sjá.
Jeg skil- heldur ekki í öðru, en
alla sem koma þarna nálægt fýsi
inn til a'ð sjá hvað þar sje. Pegar
inn kemur verður maður heldur
ekki fyrir neinum vonbrigðum. Þar
tekur við hver höllin og hver bygg
ingin annari fallegri allar smekklega
bygðar, umkringdar blómum, gos-
brunnum og kyndlum á kvöldin.
Öll þessi fegurð fær síðan að sjá
sig í spegiltjörnum, eins og t. d.
»Náckrosdammen« o. fl.
Pegar maður er búinn að athuga
það helsta sjer maður best og
finnur hvílíkt feikna verk það er
sem liggur í þessiröllu saman, og
jeg sem hafði þá trú á íbúum
þessa bæjar, að þeir væru duglegir
og starfsamir; mjer finst jeg nú
hafa vissuna íyrir mjer að svo sje
eftir að hafa sjeð þessa sýningu^
					
Fela smámyndir
Blağsíğa 45
Blağsíğa 45
Blağsíğa 46
Blağsíğa 46
Blağsíğa 47
Blağsíğa 47
Blağsíğa 48
Blağsíğa 48