Framtíðin - 08.09.1923, Blaðsíða 1

Framtíðin - 08.09.1923, Blaðsíða 1
FRAMTIÐIN Ritstjóri: Hinrik Thorarensen. I. ár. Fjárhagsmál. Eftir Sig. Ein. Hlíðar dýralækni. I. Sje þreifað á lífæð þjóðarinnar, verður maður þess fljótt var, að þjóðarlíkaminn er gagntekinn alvar- legum kvilla. Þessi kvilli er í insta eðli sínu siðferðislegs eðlis; en þótt hans gæti greinilega hjá ein- staklingunum, þá kemur hann samt, eins og gefur að skilja, skýrast fram í stjórnmálalífi þjóðarinnar. Mikið hefir verið rætt um það, hvernig heppilegast mætti leiða þjóðina aftur inn á heilbrigðari brautir. En oft vill það verða svo, að hvorki er viljinn jafn sterkur, nje heldur standa mönnum meinin svo glögt fyrir augum, að greini- legt verði, hvert stefna skuli til þess að komast burt af villigötun- um. Mönnum er afargjarnt að bera í bætifláka fyrir einn og annan og sjerstaklega er mönnum ant um að afsaka sjálfa sig. Því miður er það víst óhrekjan- legt, að meinsemdirnar eiga sjer jafnvel svo djúpar rætur, að enda þótt þjóðin hefði v.iljann og skiln- inginn, þá mundi hún samt eiga fult í fangi með að reisa rönd við þeim erfiðleikum; sem að henni steðja. Svo fjarlægir sem vjer þó erum brengli og braski stórþjóðanna, þá finnum vjer samt daglega til þess, að vjer erum á svo margan hátt samvaxnir öngþveiti tímanna og verðum að þola súrt og sætt með öðrum þjóðum. Pað var því miður sorglegur sannleiki, sem Jónas frá Hriflu mintist á á fundinum hjer á Akur- eyri nýlega, þar sem hann benti á hina fullkomnu samvinnu pening- anna í heiminum. Það Ijet í eyra sem stórt »mernentomori« fyrir alla samvinnumenn: Munið að byggja samvinnuna á heilbrigðum grund- velli, því ef' »kerfín« ekki eru heil- brigð, þá eru það einstaklitigarnir, Siglufirði 8. hvort heldur þjóðareinstaklingarnir eða einstakir menn, sein verða »að bera hallann.* Eitt slíkt kerfi er hið unga ís- lenska ríki, sjálfstætt í orði kveðnu, en þó sem stendur á völtum fót- um. Pað dylst engum, að það er lífsspurning að kippa því, sem af- laga hefir farið í stjórnmálum vor- um síðari árin, aftur í lag; og svo er jafnvel komið, að þær raddir eru orðnar almennar, sem spá landi voru stórri ógæfu, ef ekki veröur hið bráðasta tekið í taumana og þjóðinni vísað á leiðir út úr ógöng- unum. — Pað er altaf auðvelt að skrifa lyfseðla, það er hægt að segja þjóð- inni, að hún eigi að spara, að hún verði að framleiða sem mest o. þ. u. I., en með því eru henni aðeins gefnir steinar fyrir brauð. Með slag- orðum, jafnvel þótt þau feli í sjer einhvern sannleiksneista, verður aldrei neinn sigur unninn. Viti menn, hvers ábótavant er, þá byrji þeir hjá sjálfum sjer, og óhætt má segja, að enn beri lítið á sparnaði eða framleiðslukepni hjá oss, en allra minst þó hjá þingi og stjórn, þaðan sem vjer þó eig- um heimtingu á að fordæmið komi. II. Fað er í landi Engilsaxa algeng venja þegar til kosninga er gengið, að einhver sjerstaklega þýðingar- mikil mál, sem uppi eru á baugi með þjóðinni, verða kappsmál milli flokkanna. þannig, að kosningarnar ákvarðast að mjög miklu leyti af þeirri hylli og þeirri tiltrú, sem flokkarnir njóta meðal kjósenda til að koma þessum málum í fram- kvæmd eða leysa úr þeim á annan hátt, íslenska þjóðin hefir ef til vill al- drei staðið svo greinilega á vega- mótum sem nú gagnvart innanríkis- málunum og þó virðist svo sem enn hafi ekki bergmálað um land alt þau úrlausnarorð, sem mættu koma þjóðinni að haldi á þessum síðustu og verstu tímum. Öilum er það Ijóst, sem nokkuð athuga stjórnmál, að fjármálin eru þungamiðja í stjórnmálastarfsemi sept. 1923 íslensku þjóðarinnar á næstu árum. Pað þarf enga spámannsgáfu til að sjá, að eins og fjármálapólitík rík- isins nú er rekin, þá hlýtur hún að leiða ógæfu yfir þjóðina. Það kemur hjer aftur fram, að ekki er nóg á hverju þingi að heimta sparn- að og færa þó út fjármálakvíarnar jaínhliða, heldur verður nú að leita betri ráða svo þungbær sem þau kunna að finnast mönnunum, og svo hart sein þau kunna að koma niður á einstaklingunum. Á komandi árum þurfum vjer vafalaust að draga úr útgjöldum ríkisins um hundruð þúsunda, og engin bót, sem að gagni kemur, verður ráðin með öðru móti en því, að þeir þingmenn, sem skipa næsta þing leggi fram heil og góð sparnaðarráð, sem nái lengra en til næsta árs, þannig, að vjer eftir nokkurn árafjölda höfum komið þjóðarbúskapnum í það horf, að heilbrigt hlutfall sje á milli þarfa ríkisins og einstaklinganna. 111* En svo er það nú með sparn- aðinn, að ekki getur hann einvörð- ungu reist við fjárhag þessarar þjóðar. Til þess þarf góða sam- heldni á öllum sviðum vinnu - og hagnýtingar og til þess þarf stjórn- málastefnur með stórfeldnari blæ og víðari útsjón en hitigað til hef- ur tíðkast hjá oss. Vjer verðum eins og aðrar þjóðir nú á timum að hagnýta vora eigin krafta og vora eigin framleiðslu svo vel sein frekast er unt og vjer verðum að leggja alt kapp á að auka fram- leiðslu vora, svo um muni, bæði til lands og sjávar. Eins og til hagar hjer hjá oss er það auðvitað framar öðru fram- leiðsla sjávarafurðanna, sem vjer getum gert oss von um að geta aukið, svo um munar, á n æ s t u árum. Er því mikið undir því komið, að sjávarútvegur vor megi búa við svo hagfeld kjör og njóta svo mikils stuðnings og skilnings af hálfu þings og þjóðar, að hann geti orðið því vaxinn að leggja sinn skerf til viðreisnar jajóðarbú- skaparins. 22. blað það er ýn.islegt í löggjöf vorri, sem má skoðast mjög óhagkvæmt og skaðlegt atvinnu- og viðskifta- lífi voru, og því niiður finst tæp- lega nokkursstaðar gleggri vottur þess, hve löggjafarþing vort hefir metið mátt sinn mikils en jafnframt förlast hraparlega sýn á þ.ví, hver væru grhndvallarskilyrði viðskifta- lífsins sem í lögum um rjett til fiskiveiða í landhelgi frá 19. júní 1922, 3ja grein. Má þar með sanni segja, að þau ákvæði hafi verið vindhögg mikið, sem aflaði oss snoppungs í staðinn. Qreinilega hefir það verið tilgangur laganna að leggja í hendur íslendinga sjálfra aðalmagn síldveiðaskaparins fyrir Norðurlandi og þannig að gefa oss sterk tök til að ná hagkvæmu markaðsverði fyrir sildina, en það var lítið athugað, að komið gæti krókur á móti bragði. Nú er það bert orðið, að árangurinn hefir ein- ungis orðið sá, að vjer nú verðum að selja nýja síldina úr netunum til söltunar fyrir útlendinga. Landið hefir mist tolltekjur, almenningur atvinnu. Norðmenn svara sennilega þessum lögum með því að halda kjöttollinum óbreyttum, leppmensk- an blómgast og afstaða íslenskra útgerðarmanna, að því er snertir síldarsöluna, hefir stórum versnað. Lögin hafa ekki einu sinni náð því takmarki að stytta útlendri fratn- takssemi aldur í landinu, jafnvel blómlegustu iðnaðarfyrirtæki, eins og síldarbræðsluverksmiðjurnar, eru reknar af útlendingum og engin merki þess sjást, að íslendingar hefjist handa á þessu sviði, þar sem arðsvonin virðist þó vera svo álitleg. Það var heldur ekki við öðru að búast af slíkum lögum, því hagfræðislega skoðað eru þau ekki verndarlög fyrir íslenskan iðn- að eða íslenska framleiðslu, heldur eru þau í verunni hindrunarlög á framleiðslu í landinu. Það skiftir minstu, hvort maður sá, sem grefur hráefnið úr sjónum, er íslendingur eða útlendingur, þeg- ar afnotin eru landinu í hag, jafn- framt góðri samvinnu í viðskiftum. Það er engum vafa bundið, að mikið væri unnið með því, að 3ja

x

Framtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framtíðin
https://timarit.is/publication/372

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.