Framtíðin - 15.09.1923, Blaðsíða 1

Framtíðin - 15.09.1923, Blaðsíða 1
FRAMTIÐIN Ritstjóri: Hinrik Thorarensen. I. ár. Siglufirði 15. sepí. 1923 23. blað Louis Pasteur. 1822—1922. Niðurl. Pastenr fór nú að reyna að finna orsökina aö ýmsum sjúkdómum hjá dýrum, og reyna að finna ráð til að fyrirbyggja að dýrin veiktust. Kolera á hænsnum geysaði þá af- armikið í Frakklandi og oili miklu tjóni. Pasteur fann sóttkveykjtina er orsakaði þennan sjúkdóm, og gat ræktað hana þ. e. hann gat haldið henni lifandi í vökva á efna- ransóknarstofu sinni, og ef hann sprautaði dálitlu af þessum sótt- kveykjuvökva inn í heilbrigð hænsni, þá veiktust þau af kóleru og dóu. Nú Ijet Pasteur sóttkveykjurnar standa í tappalausu glasi í 1/2 mán- uð, tók siðan dálítið af þessum sóttkveykjuvökva og sprautaði hon- um inn í heilbrigð hænsni. Hænsn- in veiktust, en afar vægt. Við það að standa í tappalausu glasinu hafði loftið verkað þannig á sóttkveykj- urnar, að það hafði svekt þær-, og það svo mikið, að sóttkveykjurnar nú aðeins gátu sýkt hænsnin afar vægt, í stað þess að þær drápu þau áður, og jafnframt gerðu þær dýrin ómóítækileg fyrir veikinni. Pasteur hafði m. ö. o. fundið upp ráð til þess að bólusetja hænsnin og með því að verja þau fyrir veik- inni. Sama ráð fann hann einnig »pp við sjúkdóm á svínum er heit- ir „rauða veikin“. Petta hafði þó ek.ki verulega praktiska 'þýðingu sökum þess, að kostnaðarsamt var að bólusetja, og verð þessara dýra tiltölulega lítið, Og sá galli var á að þessi bólusetning varði ekki dýrin æfilangt, heldur aðeins árið. Mikla praktiska þýðingu hafði bólu- sctning lians gegn miltisbrandi, því s» veiki drap mikið af nautpeningi og var hann ólíkt verðmeiri en hænsnin. í Tiberdalnum var miltis- brandur t. d. svo algengur, aó hann árlega drap 20%. Pasteur reyndi fyrst að svekkja miltisbrandssótt- kveykjuna með því að .láta loftið verka á hana, eins og ^ hænsna- kólerusóttkveykjuna, en það dugði ekki, loftið svekti hana ekkert og voru þær sóttkveykjur sem liann var búiun að geyma nokkurn tíma alveg eins hættulegar fyrir dýrin og hinar. Pasteur prófaði sig nú áfram, og fann að ef sóttkveykjurnar voru hitaðar upp þá svektust þær. Peg- ar Pasteur þannig hafði fundið ráð til að bólusetja gegn miltisbrandi, heyrðust margar raddir er dæmdu allar þessar bólusetningar hans vera eintómt „humbug“. Pá var það, að fjelag eitt gaf Pasteur tæki- færi til þess að reyna þessa aðferð sína, með að láta hann fá 48 kind- ur, 2 geitur og 10 nautgripi til að gera tilraunir á, Pasteur bólusetti helminginn af skepnunum, sem sje 24 kindur, 1 geit og 6 kýr. Eftir nokkurn tíma sprautaði hann lif- andi ósvektúm miltisbrandssótt- kveykjum inn í öll dýrin, bæði þau sem hann bólusetti og þau sem hann bólusetti ekki. Kom þá f Ijós að dýrin, er bólusett höfðu verið, veiktust ekki, en hin sem ekki voru bólusett veiktust öll, kindurnar 24 að tölu drápust allar, geitin söinu- leiðis og kýrnar urðu afar veikar eu lifðu þó. Pessi tilraun vakti feikna athygli um allan heim, og síðan hafa fleiri miljónir af sauðfje og nautgripum verið bólusett gegn sjúkdóminum. — Pasteur uppgötvaði einnig, að ekki þyrfti að hita vökva meira en upp í 60 — 80 gráður til þess að drepa þær sóttkveykjur sem í hon- um eru. Petta hefur afarmikla prakt- iska þýðingu, sjerstaklega við mjólk- ina (þar af nafnið pasteuriseruð mjólk), sem bæði breytist að bragði og næringargildi, ef hún er flóuð. Árið 1868, þegar Pasteur var 46 ára, fjekk hann slag, varð vinstri hliðin alveg máttlaus. Hann var lengi að ná sjer, og náði sjer aldrei til fulis, þó hafði þetta slag engin áhrif á gáfur hans og viljakraft. Pasteur vissi vel hvaða hætta var á ferðum, og sagðist hann ekki vilja deyja strax, því sig langaði til að geta þjónað ættjörð sinni nokk- ur árin enn. Smám saman frískað- ist hann, og árið eftir var ltann orðinn svo hress, að hann byrjaði vísindaransóknir sínar aftur. Alt til þessa hafði Pasteur ekki annað pláss íyrir efnaransóknir sín- ar en smákompur. En nú fóru að heyrast raddir um, að sjálfsagt væri að byggja hús handa honum, þar sem hann gæti unnið að ransókn- um sínum, og voru veittar til þess 30 þús. frankar. Og enn átti Past- eur eftir að gera þá uppgötvun sína, sem hefur gert hann frægast- ann, og bjargað fjölda manns frá kvalafullum dauða. Pessi uppgötvun hans var að bjarga mönnum frá sjúkdómi, er nefnist á læknamáli „Lyssa“. Penn- an sjúkdóm fá menn af dýrum, sjerstaklega hundum, úlfum og köttum. Sjúkdómur þessi orsakast af sóttkveykjum, og eru þær í munn- vatni veiku dýranna. Dýrin, sem veikjast verða aiveg hamslaus, og fá sjerstaka löngun til að bíta alt sem íyrir er, bæði menn og skepn- ur. Pegar veikt dýr bítur rnann kernst munnvatn dýrsins, og í því eru sóttkveykjurnar, í (blóð manns- ins) sárið og þannig smittast hann. Nú líður 1—2 og stundum alt að 3 mánuðum og maðurinn, sem bitinn var, kennir sjer enskis meins. Sárið grær og alt virðist ágætt. En í lok þessa tíma fer maðurinn að verða lystai lítill og eirðarlaus, ein- hver innri órói, sem aldrei lætur hann í friði. Eftir vikutíma fer hann að fá krampa, sjerstaklega í vjelind- ið og andardráttsvöðvanna, og ef sjúklingurinn reynir til þess að drekka einhvern vökva reyrist vjel- yndað saman í sárum krampateygj- um, og hann kemur ekki dropa niður, aftur á móti getur hann kyngt fastri fæðu. Pessi krampa- köst, sem eru afar kvalafull, verða tíðari og tíðari, og ekki þarf ann- að enn að sjúklingurinn heyri vatn renna eða sjái vatn, þá fær hann strax krampa, Að síðustu verður sjúklingurinn alveg ringlaður, ráfar um í herberginu og leggur úr hon- um slefan, því liann getur ekki kyngt munnvatninu. Að síðustu verður sjúklingurinn rólegur, mátt- laus eftir öll þessi krampaköst og deyr eftir nokkra klukkutíma. Allir, sein urðu fyrir þeirri ógæfu, að verða bitnir af þessum veiku dýr- um, dóu, læknavísindin kunnu eng- in ráð til að bjarga. Og til þess að losa sjúklinginn vlð þennau kvalafulla dauðdaga, var - stundum opnuð æð og honum látið blæða út, eða þá að hann var kæfður í rekkjuvoðunum. — Pasteur fann að sóttkv. voru PANTIÐ ALLA YÐAR PRENTUN hjá undirritaðri prentsmiðju! Reikning-a Brjefhausa Umslög Skuldamiða Kvittanir Nótubækur Vinnubækur Síldarbækur Samninga allskonar og ótal önnur eyðubl. Sanngjarnt verð I Auk ofantaldrar prentunar leysir prentsmiðjan af hendi aðra prentun, svo sem: Bækur Blöð Auglýsingar Verðlista o. fl. o. fl. fyrir mjög lágt verð! Frágangur hinn besti! Fyrirliggjandi pappír, svo sem: Bíkúba, Própatría, Con- sept hvítt og gult, Auglýs- ingapappír misl., Skrifpappír og Umslög. Siglfirðingar! — Sækið ekki prentun til annara staða, þar sem prentsmiðja er hjer á staðnum, — og sem mun leitast við að gjöra þá, er skifta við hana, ánægða með viðskiftin! V i r ð i n g a r f y ! s t Siglufj.prentsmiðja Orundargötu 2 Talsími 42. eimúg' í mænu og heila hundanna, og sannaði hann það á þann hátt, að taka lítið eitt af mænu úr veik- / um liundi, uppleysa hana og sprauta því inn í heilbrigðan hund, sýktist hann þá af innspraut- ingunn'i. Nú tók Pasteur mænuvef úr sjúkum hundi og þurkaði hann í 14 daga og sprautaði upplausn af vefuum síðan inn í heilbrigðan hund, hundurinn veiktist ekki. Pá tók hann vef er hann aðeins hafði

x

Framtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framtíðin
https://timarit.is/publication/372

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.