Framtíðin - 01.12.1923, Blaðsíða 1

Framtíðin - 01.12.1923, Blaðsíða 1
!. ár. Fjárhagsáætlun SiglufjarÖar 1924. Niðurl. 3. Sorp- og- salernishreinsun, Þriðji liðurinn ti! að auka hrein- læti í bænum er, að ráða mann til að taka að sjer sorp- og salernis- hreinsun. Petía mál hefur bæjar- stjórnin haft til meðferðar áður, en það aldrei fundið náð fyrir augum fulltrúanna fyr en nú, að fjárhags- nefndin tók það á arma sína og áætlaði 1500 kr. í laun til þess manns, er við starfinu tæki, og auk þess 500 kr, til áhaldakaupa. Til- lögur nefndarinnar voru samþyktar óbreyttar. — Eins og tekið var fram í brjefi tíl bæjarstjórnarínnar, er læknar bæj- arins sendu er mál þetta var þar til umræðu í fyrsta sitini, voru kamarsfötur tæmdar á götubörmum hjer og hvar. Ástandið hefur ekki batnað síðan. Á sumrin er venjan, að helia úr fötunum í sefinu beggja megin við Eyrargötu íyrir neðan Vetrarbraut, grasið liylur hrúgurnar fyrir augum okkar, og með því halda þeir, er þetta gera, að nóg sje fengið. Þótt mannaumferð sje þar lítil eða engin á sumrin, þá eru kyr þarna oft á beit, og á veturna er fjöldi af krökkum að leika sjer þar á svelli. —, Pað stafar því síst minni hætta af þessu en af Álalæknum, og því sjálfsagt að ráða bót á því þegar í stað, og ófyrirgefanlegt, að ekki skuli vera búið að því fyrir löngu. f’etta verk á að fratnkvæmast án nokkurs sjerstaks endurgjalds frá borgurunum, en hvetja og jafnvel skylda verður alla húsráðendur til að hafa jámkassa undir ösku við hús sín. Þessir þrír liðir miða allir að því, að gera bæinn þrifalegan og þar með að því, að tryggja líf og heilsu borgaranna. Og þótt út- gjöldin viö þá sjeu um 40 þús. krónur, þá er ekki sjáandi eftir þeim peningunt. Mannslífið er dýr- mætt, og verður naurnast til pen- inga metið. — Siglufirði Dýrttðarvinna. Atvinnuleysi er hjer mikið allan veturinn, frá því síðast í október og þar til fiskihlaupið heísl í júní- mánuði. Allan þennan tíma hefur fjöldinn allur af verkamönnum lítið eða ekkert að gera. Petta er aðal- ástæðan fyrir því hve sveitaþyngsli eru lijer mikil, því ekki er að bú- ast við því, að verkamaðurinn geti sjeð fyiir heimili sínu með 3—4 mánaða sumarkaupi. Petta er eitt at erfiðustu við- fangsefnum bæjarstjórnárinnar — og sannast að segja er það lítil bót í máli, þótt bæjarstjórnin hafi þessi tvö síðustu ár veitt nokkrum þúsundum króna til uppfyliingar á hafnarlóð, sem dýrííðarvinnu. Sam- þylct var, að veita á þessu ári 3 þúsund krónur til uppfyllingsr á hafnarlóð, og mun hafnarsjóður leggja önnur 3 þúsuud af mörkum. Til þess að auka dýrtíöarvinnuna og bæta úr atvinnuleysinu, kom H. Thorarensen með tillögu um, að bærinn ljeti flytja alt að 2 þús. tunnur af möl og 20 ferfaðma af grjóti á ákveðinn stað t. d. eignar- lóð sína Norðurgötu 12, og seldi það svo aftur á sumrin þeim sem kaupa vildu. Hjer eru slegnar tvær flugur í einu höggi, annarsvegar að bæta úr atvinnuleysinu, og hins- vegar, að greiða götu þeirra borg- ara,er vilja byggja. Erfitt er, og oft ómögulegt vegna tíðarfars, að flytja möl, er því þægilegt fyrir þá, sem vilja byggja sjer þak yfir höfuðið, að' geta fengið möl í kjallarann hjer á staðnum fyrir nákvæmlega sama verð og kostar að flytja hana. Úí- svörin áttu ekkert að hækka, þai sem tillagan fór fram á, að tilsvar- andi upphæð yrði færd teknamegin fyrir selda möl og grjót. Bæjar- stjórnin samþykti, aö láta flytja mölina, en feldi hinn lið tillögunn- ar um grjótið. F’eim lið greiddi enginn af fulltrúunum atkvæði nema flutningsmaðurinn. Hefði öll tillag- an verið samþykt, hefði atvinna aukist fyrir 3200 krónur, hærri var nú upphæðin ekki, en þar sem feit var að láta flytja grjótið, verður upphæðin aðeins 2 þúsund krónur, og verður þá á þessum vetri veitt- ar ca. 8 þúsund krónur til að bæta úr atvinnuleysinu. Það er öll . des. 1923 dýrtíðarvinnan , en veturinn er hjer iangur og atvinnulausu verkamenn- irnir margir, má því búast við, að þessi upphæð hrökkvi skámt. Verka- mennirnir verða þá að lifa á lánum eða leita tii sveitarinnar, því varla þarf að búast við annari vinnu. Pótt þetta dragi dálítið úr neyð- inni, er latigt frá því, að fullkomin bót sje ráðin á þessu vandræða- máli. Það verður naumast fyr en verksmiðjur s. si síldarbræðslu-, tunnu- og niðursuðuverksmiðjur fara að starfá allan veturinn. Atvinnuleysi er víðar en hjer í Siglufiiði. í Reykjavík hjeldu at- vinnulausir menn fund með sjer fyrir skömmu, og samþyktu þar áskoranir til bæjarstjórnar og Al- þingis um, að gera alt sem í þeiira valdi stæði til að bæta úr atvinnu- leysinu. Bæjarstjórn Reykjavíkur samþykti, að taka 800 þús. króna lán, og ráðast i verk, sem þó er mjög vaíasamt fyrirtæki, aðeins til þess, að forða þeim er vilja vinna frá því að fara á sveitina. — Þeir, sem mestajómagafjöldan hafa, verða látnir sitja fyrir vinnunni. Við þá vetrarvinnu, sem bærinn þarf að láta vinna, s. s. lagning gatna o. fl. dugar ekki aðeins að líta á það eitt, að fá verkið sem ódýrast af hendi leyst, heldur einn- ig á hitt, að þeir, sem mest eru þurfandi fyrir vinnuna verði henn- ar aðnjótandi. Breytinga tillögur. Eins og áður hefur verið tekið fram, komu fremur fáar breytinga- tillögur við frutnvarp fjárhagsnefnd- atinnar. Flóvent kom með nokkrar tillögur, og voru þær flestar sam- [ayktar. Sú breytingartillagan sem mest var rætt um, var frá Jóni Guðm'undssyni, og fór tillaga hans fram á það, að bærinn rjeði til sín fastan verkfræðing og greiddi hon- um ö þús. krónur í laurt árlega. Flutningsmaður taldi þess fulla þörf að fá bæjarverkfræðing strax, þar sem nú ætti að framkvæma svo margt s. s. leggja holræsakerfi o.fl., sem aðstoð verkfræðings þyrfti við. Þeir sem á móti mæltu, töldu heppilegra að ráða verkfræðing meðan verið væri að vinna verkið en að fara að leggja 6000 króna byrði á bæjarfjelagið til að launa 29. blað Að jeg hefi ákveðið að halda áfram verzlun minni hjer á Sig/ufirði, þangað til „Síríus‘l kemur, um þann 20. desember, tilkynnist h/ermeð heiðruðum viðskiftavinum. Siglufirði 30. Nóv, 1923 Balduin Ryel. fastan verkfræðiug. Tillagan var feld með 4 atkv. gegn 3. Aðrir liðir' fjárhagsáætlunarinnar s. s. stjórn kaupstaðarins, til mentamála, styrk- veitingar o. fl. eru svipaðir og í fyrra, og því ekki ástæða til að skýra sjerstaklega frá þeini. Kosnsnga- sírslitin. 3Framtíðin« hefir dregið að skýra frá kosningunum þar til atkvæða- talningu væri lokið í öllum kjör- dæmum landsins svo hægt væri um leið, áð gefa glögt yfirlit um hverrtig flokkaskifting muni verða á komandi þingum. Kosningarnar hafa íallið þannig: í Reykjavík: Af B-listanum: 1. Jón Porláksson, 2. Jakob Möller, 3. sr. Magnús jónsson. Af A-listanum: 4. Jón Baldvinsson. B-listinn fékk 4949 atkvæði. A-listinn fékk 2492 atkvæði. í Gullbr. og Kjósasýslu: 5. Ágúst' Flygenring með 1457 atkv. 6. Björn Kristjánsson með 1369 atkv. Sigurður Óiafsson fjekk 708 atkv. Felix Guðmundsson 566 atkv. í Árnessýslu: 7. Maguús Toríason með 769 atkv. 8. Jörundur Brynjólfsson með 766 akv. Porleifur Guðmundsson fjekk 581 atkv. Ingimar Jónsson fjekk 537 atkv. Sigurður Sigurðsson fjekk 489 atkv. Páll Stefánsson fjekk 155 atkv.

x

Framtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framtíðin
https://timarit.is/publication/372

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.