Framtíðin - 15.12.1923, Blaðsíða 1

Framtíðin - 15.12.1923, Blaðsíða 1
Ritstjóri: Hinrik Thorarensen. '■ ..I 1 ........... ........ I. ár. Siglufirði 15. des. 1923 30. blað Ný bók. Kristin Sigfúsdóttir: Tengda- mamma. Sjónieikur í 5 þáttum. Akureyri MCMXXIII. 100 bls. Björg (tengdamamma) er rik ekkja og býr á Heiði. Sonur henn-/ ar er Ari búfræðingur. Hann dvel- ur í Reykjavík, en hefur Iært bú- fræði í Noregi og kynst þar Á s t u K n ú d s e n, reykvískrí' stúlku, sem er þar við nám á hússtjórnarskóla. Fella þau hugi saman og giftast. Allur fer leikurinn fram á Heiði °g gerist fyrsti þáttur hans seinni- part vetrar. Fær Björg þá brjef frá syni sínum, er segir frá högum hans þar og spyr hann hana í brjefinu, hvort hann eigi heldur að koma heim að Heiði með vorinu með konu sína og taka þar við búsforráðum, eða vera kyr í Reykja- vík, þar sem hann eigi kost á at- vinnu og flytji hún svo suður til þeirra. Pað heyrist á brjefinu, aó hugur lians hneigist frernur að sveltabúskapnum, enda er þetta líka vilji Ástu og verður niðurstað- an sú, í samráðunt við sr. G u ð- m u n d í Dal, að þau ungu hjón- in flytja að Heiði um vorið og taka við búinu. Ekki eiga þær skap saman, Ásta og Björg tengdamóðir hennar. Þykir Ástu framkoma Bjargar bera vott um vantraust og tortrygni í - sinn garð, en Björgu finst Ásta vera útásetningasöm og afskiftasöm í rneira lagi um heimilishagi og að Ari sje henni helzt. til leiðitamur, er> hann er einkasonur Bjargar og ann hún honum mjög. Rekur að bví snemma næsta vetur, að Ásta skrifar föður sínum ogkveðst muni koma heim aftur að vori, því að hún geti ekki unað sjer á Heiði. Hún segir Ara, hvað hún hafi skrif- að föður sínurn og spyr Ari hana, hvort hún ætli ein. Það segist hún muni gera, ef hann vilji ekki fara líka. Tal þeirra hjóna endar auð- vitað þannig, að liann er strax af- ráðinn að fara með henni. Heim- ilisfólkið á Heiði er hið sama og verið hefur þar áður og er vanast að hlíða ráðum Bjargar gömlu í öllu, bæði J ó n gamli ráðsmaður, R ó s a fósturdóttir Bjargar og I3 u r a gamla — allir nema Sveinn vinnumaður. Annars stendur sjerstaklega á Sveini. Hann er úr fjarlægu bygðarlagi, ungur, fjörugur og galgopalegur og vita fáir deili á honum nema Björg gamla, sem hefur spurst fyrir um hann. Sveinn leggur ástarhug á Rósu og nær ástum hennar, en það er þvert á móti vilja Bjargar gömlu, er hefur ráðið hana í vist til E i n a r s á Felli í þeim tilgangi, að hún lofaðist honum. Seinasti þátturinn fer fram að kvöldi dags og er þá stórhríðar- bylur, sem skellur á um rökkur- leytið — Sama daginn hefur Ari farið með brjef konu sinnar um heimilaskiftin, til þess að koma því á fjehirðingastaðinn, en er ekki komin heim aftur þegar þetta fer fram. Sveinn ekki heldur, en hann hefur staðið yfir fje um daginn. Eru þær Björg gamla, Ásta og Rósa allar .dauðhræddar um þá, ekki sfzt Björg gamla, sem fær samvizkubit út af framkomu sinni við tengdadóttir sína. Hún talar failega og vel við þær báðar og um það leyti kemur Sveinn heim, allur fannbarinn. — Hann einn! — Hvað? — Hvar er Ari? spvr Ásta. — Ja, jeg veit ekki, segir Sveinn. — Jeg varð var við hann hjá beit- arhúsunum, en svo hvarf haun mjer afínr — og verið þið nú sæl- ar! — Fer Sveinn jafnharðan út í bylinn og stórhríðina aftur til þess að leita að Ara. Rær konurnar, Björg sjálf Ásta og Rósa reyna að telja hann af þessu og Björg garrila hvað helzt,. en það stoðar ekki Sveinn fer út í hríðina og kemur eftir nokkra stund ineð Ara. Pá verður fagnaðarfundur. Pær Björg gamla og Ásta fallast í faðma við Ara og Björg gefur Sveini Rósu með glöðu geði og sættist heilum sáttum við tengdadóttur sína. Petta er í stuttu máli efni leikrit- sins og er óhætt að segja, að óveriju vel er frá því gengið af hendi höfundarins, enda hefur það hlotið einróma lof allra blað- anna og eins þeirra, sem hafa heyrt og sjeð það leikið, Samtölin eru eðlileg og blátt áfram rjett eius og gengur og gerist dags dag- lega á sveitabæ, laus við alla til- gerð og alt »pjatt,« en skaplyndi og cðlisfar hverrar einstakrar per- sónu kemur þó skýrt og greinilega fram. Baráttunni milii elli og kyr- stöðu annars vegar og æsku og framgirni hins vegar, er vel og skáldlega lýst, t. d. í viðtali þeirra sr. Guðmundar og Bjargar gömlu og víðar og rás viðburðanna lielzt með vanalegum og eðlilegum hætti, án þess að nokkrar »hundakúnstir« þurfi þar til að koma, t. d. að brjef finnist innan í bók, sem svo ger- breytir »öllum gangi málsins« er gamalt og útþvælt bragð ýmsra leikritahöfunda. Lokastríð Bjargar við sjálfa sig og sigur hennar ytir sjálfri sjer í sambandi við heita og innilegn trúrækni hennar er snild- arlega framsett. Er þess óskandi að höf. eigi eftir að auðga bók- mentir vorar með fleiri ritum jafn- góðum eða betri, jafn göfugum og heilnæmum að efni og framsetn- ingu, að minsta kosti í augum þeirra, sem enn meta nokkurs dag- legt sveitalif, hafa kynst þvi og unna því — Ekki ætti það að vera nein frágangssök, að sýna þeíta leikrit hjer. Búingarnir og allur útbúnað- ur er alt svo einfalt sem mest má vera og þá er bara eftir að vita, hvort »kaupstaðarbúum« leiðist ekki svona háíslenzkt og einíalt »stykki,« sem ekkert »grín« er í og er þó ekki víst, nema Sveinn og Pura gamla gæíu komið einhverj- um tii að brosa. B. M E Ð þessu blaði eru komin út 30 tölublöð af »Framtíðinni«, og er þá út kominn sá tölublaða- fjöldi sem Iofaður var. Blaðið hættir að koma út um tíma sökum þess að ritstjórinn ætlar að sigla til útlanda skömmu efir nýjárið, en við heimkomu hans, er sennilega verður um mánaðarmótin maí-júní, hefur »Framtíðin« göngu sína á ný og kemur þá út vikulega. Hjermeð tilkynnist að jeg hefi breytt um nafn á eignarjörð minni, Skarðdalskoti, og heitir hún frá þessum degi: Fossstaðír. Siglufirði 12. des. 1923 Sveinn Sveinsson. Bæjarstjóri. í »Siglfirðing« er út kom í gær, er skýrt frá því, að grein méð þessari fyrirsögn eigi að birtast í næsta blaði. »Framtíðin« telur vafa- lítið, að grein þessi komi til að fjalia um og mæla með að bæjar- stjóraembætti verði stofnað hjer á Siglufirði. Auk þess var þetta sama mál á dagskrá á síðasta fundi Versl- unarmaunafjelagsins, svo telja má að málið sje komið jjopinberlega fram. Par sem svo stendur á, að þetta blað »Framtíðarinnar« verður að líkindum það síða'sta sem út kemur fyrst um sinn, verður hún að láta álit sitt um þetta mál í ljósi nú, enda þótt þessi umrædda grein sje ekki enn komin fyrir al-t menningssjóiiir. Fyrst er að ræða þessa spurn- ingu: Er þörf fyrir bæjarstjóra? Um þessa spurningu eru sennilega ekki allir sammála, því væri svo, væri þetta mál ekki á dagskrá hjer í bæ. Bæjarstjórinn á að liafa með- ferð og stjórn bæjármálanna undir höndum, harin á að láta framkvæma það sem bæjarsíjórnin samþykkir. Petta starf hefur bæjarfógeíinn liaft á hendi, og munu flestir vera sam- mála um, að hann hafi unnið vel og samviskusamlega fyrir þennan bæ. Má með rjettu þakka honum margt af því, sem orðið hefur til heilla fyrir Siglufjörð, svo sem kaup Söbstaðslóðarinnar. Meiri hluti hafnarnefndar var lengi vel á mótí því, að bærinn keyfti lóðina, en bæjarfógetinu, barðist íyrir því með dugnaði sínum og leiddi mál- ið fram til sigurs. Sennilega viður- kenna allir nú, að rjett hafi verið að kaupa lóðina fyrir 63 þús., þar sem tilboð eru fengin um leigu á komandi sumri fyrir 20 þús. krón- ur, Sama er að segja um íshúsið. Bæjarfógetinn átti tillöguna um að byggja hjer íshús, og leiddi einnig það mál fram til sigurs. Er nú síður hætta á, að fólk veikist hjer umvörpum af skyrbjúg þótt hafís og haróindi beri að höndum, þar sem hægt er að fá nýmetið í ís- húsinu. Fleira mætti til nefna, en þess þarf ekki. — Allir Siglfirðing- ar verða að viðurkenna, að bæjar- fógetinn hafi stjórnað bæjarmálum vel og viturlega, og ætíð haft heill bæjarfjelagsins efst á dagskrá. Það kemur því eins og þruma úr heið- skýru lofti, hvort ekki sje rjett að stofna hjer sjerstakt bæjarstjóra- embætti. Peir, sem það vilja, halda ef vill, að einhver nýbakaður kandíndat sje færari að stjórna bænum en bæjarfógetinn. »Fram- tíðin« sjer ekki hina minstu ástæðu til þess að fá hjer sjerstakan bæj- arstjóra, og er sannfærð um, að hinum nýja bæjarstjóra mun ekki fara stjórn kaupstaðarins eins vel úr hendi og bæjarfógetanum. Kostnaðarhliðin. Pað hlýtur að hafa árlega mikinn kostnað í för för með sjer, að stofna bæjarstjóra- embættið. Fyrst og fremst verður að launa bæjarstjóraun, verður að áætla honum 6000 kr. í laun, því tæplega er við að búast, að hægt sje að fá hæfan mann í þessa stöðu fyrir lægra kaup. í öðru lagi skrif- stofuhjálp og kostnaður, má áætla það 5 þúsund krónur. Upp í þess- ar 11 þúsundir króna eru 2. þús. 5 hundr. krónur, er bæjarfógetinn fær fyrir að vera bæjarstjóri og bæjargjaldkeri. Bein útgjöld yrðu þá altaf að minsta kosti 8.500 kr. árlega! Það er eini vinningurinn við

x

Framtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framtíðin
https://timarit.is/publication/372

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.