Framtíðin - 24.07.1926, Blaðsíða 1

Framtíðin - 24.07.1926, Blaðsíða 1
 IV. árá. Siglufirði, Laugarlfáfginn 24. júlí 1926. 16. tbl. SIGLUFJ ARÐÁR BIO Laugardagskv0ld kl. 9 oíf Sunnudagskvöld kl. 11: H e f n d i n Spennandi mynd í 6 þáttum. Laugardagskvöld kl. 11 og Sunnudag kl. 6: H v o 1 p u r i n n Sjónleikur í 6 þáttum. Sunnudagskvöld kl. 9: Stolna gu11 i9 Pessa ágætu mynd ættu allir að sjá. Sýnd í síðasta sinn. Fiskveiðar Norðmanna við Island. Ur umræðum í Stórþinginu norska. Svo sem getið hefir verið um í skeytum hjer í bíáðinu, kom fyrir skemstu fram fyrirspurn í norska þinginu um það, hvort stjórnin ætlaði sjer að gera nokkuð til þess að fá bætt úr þeim erfiðleikum, er fiskiveiðalöggjöf vor væri valdandi fyrir Norðmönnum. Fyrirspyrjandinn var Andersen Rysst úr flokki vinstrimanna. i ræðu sinni um málið gat hann þess, að hann ásakaði eigi íslendinga iyrir það, þótt þeir vildu gæta sinna eigin hagsmuna um fiskiveiðar. En fiskiveiðalöggjöf Islendingt beii#ist sjerstaklega gegn hagsmunum Norð- manna, sem hefðu verið brautryðj- , endur fiskiveiðá á Islandi og kcnt Islendingum að veiða. Samningur- inn, sem Norðmenn og Islendingar hefðu gert með sjer 1924, hefði þeg- ar verið illa þokkaður af norskum útgerðarmönnum, enda hefði eng- inn þeirra verið kvaddur ráða þá er samningUrinn var gerður. — bveggja ára reynsla hefði nú sýnt að ástandið væri miklu verra en áður. Islendingum mætti eigi hald- ast uppi framvegis að haga sjer eins og þeir hefðu gert þessi 2 ár. Ræðumaður lagði sjerstaka áherslu á það, að fyrirspurnina mætti eigi skoða sem neyðarkall frá útgerðar- mönnum. Norskir fiskimenn ljeti eigi hrekja sig þaðan sem þeir væri fremstir allra og þár sem þeir væri nauðbeygðir ti! að vera. Robertson ráðherra sagði, að stjornin hefði vakandi auga á þessu máli, enda hefði það komið í ljós, að þeim „velvilja", sem samningur Norðmanna og íslendinga bygðist á. væri eigi til að dreifa af Islend- inga hálfu. Og ef kröfur þær, sem norska stjórnin hefði gert, væri eigi teknar lil greina, þá væri ekki um annað að gera en að segja upp samningúnm trá 1924.. Rye Ilolmboe, sem var verslun- arráðherrn þegar samningurinn var gerður, ljet þess getið, að í raun- inni væri enginn samningur ntilli þjóðánna, sem hægt væri að segja upp. En ef ástandið væri þannig, sem Arfderssen Rysst hefði lýst, þá skyldi hann vera fyrsti maður til að samþykkja það, að Norðmenn ljeti hart mæta hörðu. Högset, bændafiokksmaður, iýsti yfir því, að bændur hefði fórnað miklu með samningunum 1924, en þar hefði þá verið tilskilið, að Is- lendingar sýndi Norðmönnum alla lipurð um fiskiveiðar. 1 stað þess að gera þetta, hefði Islendingar sýnt hina mestu óbilgirni. Lykke forsætisráðherra gat þess, að bæði utanríkitráðuneytið og vesrl- unarráðuneytið hefði vakandi auga á málinu og utanríkisráðuneytið hefði þegar beðið aðalkonsúlinn í Reykjavík að leita samninga við íslensku stjörnina. Sá samningur, sem hjer væri um að ræða, væri í rauninni munnlegt samkomulag og um hann væri engin ikjöl önnur en nokkur brjef.

x

Framtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framtíðin
https://timarit.is/publication/372

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.