Framtíðin - 31.07.1926, Blaðsíða 1

Framtíðin - 31.07.1926, Blaðsíða 1
 ■i’ -ntíF V i. % FRAMTIÐIN IV. ár£. Siglufirði, Laugardaginn 31. júlí 1926. 17. tbl. SIGLUFJARÐAR B ) O Laugardagskv0ld kl. 9: Hvolpurinn. Laugardagskvöld kl. 11: Grímuklæddu mennirnir. Sunnudag kl. 6: Fangi Arabahöfðingjans. Sunnudagskvöld kl. 9: Grimuklæddu mennirnir. Sunnudagskvöld kl. 11: H e f n d i n . Um kirkjustæðið. Lins og háttvirtum lesendum „Framtíðarinnar" er kunnugt, hafa beir Guðm. Skarphjeðinsson skóla- stjóri og sóknarpresturinn, deilt á um það hjer í blaðinu hvar nýja kírkjan á að standa. G. S. vakti máls á þvi, að kirkju- stæði það, ^em sóknarnefndin hafði valið, væri elcki sem ákjósanlegast Presturinn svaraði fyrir hond nefndarinnar. Varsvar hans gremju- fult yfir því, að nokkrum skyldi láta sjer detta í hug, að hreifa við þessu máli, eftir að bæði sóknar- nefnd og sáfnaðarfundur höfðu ákveðið staðinn. Sóknarnefndin hefur samþykt, að nýja kirkjan yrði bygð þar sem Samla kirkjan stendur, og með það fyrir augum keypt brUnarústirnar Norðurgata 10 og ennfremur látið flytja grjót og sand á staðinn. Við verðum að athuga, að hjer er ekki verið að tjalda til einnrar næt- ur. Hjer erutn við að reisa framtíðar kirkju kaupstaðarins, sem vonandi á eftir að standa fleiri aldir. Við megum þvi ekki velja kirkjustæðið að eins eftir því, sem nútímanum þykir best, heldur verðum við að taka fult tillit til ókomins tíma, svo að niðjar vorir ála»ti okkur ekki fyrir skammsýni og kæruleysi. Að mínnu áliti er staður sá, sem sóknarnefndin hefur valið, ómögu- leguT í alla staði. Svo ómögulegur, að naumast er hægt að velja kirkj- unni verri stað. þessi orð mín vil jeg rökstyðja með því: 1. Að kirkjan verður þarna að húsabaki. Eldlnisgluggar og inngáng- ur á 5 húsum mæta augum kirkjugestanna. Og það er ætíð svo, að á bukhliðum húsa hangir oft fiskur, standa ösku og sorpkassar, vanhússkúrar o. fl, sem lítil prýði er að. 2. Kirkjan þrengir að barnaskól- anum. Fegar sól er lágt á lofti kastar kirkjan skugga á suðurhlið barna- skólans. Auk þess verður leikvöllur skólans alt of lítill og þröngur. Tvö hús, svona stór eins og barnaskólinn og kirkjan, njóta sín ekki þegar þau standa hvort niðri í öðru. Líklegt er að stækka þurfi barnaskólann áður en margir áratugir líða, og er þá ómótmælanlegt, að of þröngt verður bæði fyrir kirkju og skóla á þessum bletti. 3. Kirkjan sjest ekki frá höfninni, verður síður bæjarprýði. ballegt væri að kirkjan stæði á þeim stað, að hún sæist af firðinum og höfninni. Kirkjan verður bæjarprýði. Og þess vegna eigum við að setja hana þar, sem hún blasir við augum okk- ar og aðkornumanna, en ekki reyna að fela hana að húsabaki. 4. Bletturinn frá skólanum suður að Aðalgötu á að vera opið pláss. Ef yið byggjum kirkjuna á þess- um stað, missum við eina mögu- leikann til þess, að eignast „opið pláss“ í miðbænum. Gamla kirkjan verður vafalaust flutt burtu, og fæst þá þarna ágæt- ur, rúmgóður völlur, sem getur ver- ið leikvöllur handa skólabörnunum og unglingum bæjarins. Suðurhlið barnaskólans blasir þá við manni, sjeð af Aðalgötunni. Ástæðurnar er mæla á móti því

x

Framtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framtíðin
https://timarit.is/publication/372

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.