Framtíðin - 19.02.1927, Blaðsíða 1

Framtíðin - 19.02.1927, Blaðsíða 1
Siglufirði, Láugardaginn 19. febrúar 1927. 2. tbl. EggBHaasBSigsgwiBga s i ni. n fi a r n a r bIo Sunnudaginn 20. febr. kl. 6: „Mannorð frú Glorindu Agæt mynd í 8 þáttum. Aðalhlutverkin leika: MILTON SILLS o£ VIRGINIA VALLI. Sýnd í síðasta sinn. Sunnudagskvöld kl. 9: ,S y n d a s e 1 u r i n n“ >V í 6 þáttum. Aðalhlutverkið leikur: DiMITRI BUCHOUETZKY. Frá Alþingi. Stjórnarskrábreytingin. Stjórnin flytur frumvarþ um, að hafa þing annaðhvort ár og lengja kjörtímabilið í 6 ár. lb'arhagstíma- bilið vérði þá tvö ár. Ennfremur eru í frumvarpinu ákvæði um, aA kosningar, sem ættu að íara fram 1930 fari fyrst tram 1931 til þess að ekki þurfi að vera að vasast í kosningunf á 1000 ára afmæli Al- þingis. Frumvarpið var rætt í efri deild á rilánudag og þriðjudag. Mælti forsætísráðherra með frumvarpinu en Jónas frá Hriflu á móíi því. Jónas kvað sig vera fylgjandi því að hafa þing annaðhvert ár en var á móti því að kjörtímabilið yrði lengt. Enrifremur vildi hami ekki fresta kosningunum til 1931. Jó- hannes bæjarfógeti talaði með því og Magnús Kristjánsson á móti. Að loknum umræðum var þvi vísað til sjerstrakrar nefndar. Hjeðinn Valdimarsson fluiti í neöri deild frumvarp um breyting- ar á stjórnarskránni. Samkvæmt því á þingið að vera ein deild, skipað 25 fulltrúum er allir sjeu kosnir hlutbundnum kosningum og landið alt sje eitt kjördæmi. Kjörtímabilið að cins fjögur ár og þing á hveriu ári. Ennfremur vnr ákvæði um það í frumvarpinu að afnema friðhelgi eignarrjettarins. Kosningarjettur á ■ð öðlast við 21 árs aldur. Frumvarpið var til timræðu í neðri deild og urðu harðyrtar ræður milli flutningsmanns og (orsælisráð- herra, sjerstaklega út af afnámi eign- arrjettarins. Framsókn gat ekki fylgt frumvarpinu, en fyrir orð l'rvggva Pórhallssonar var þvi þó lofað að fara í nefnd. Kramsókn hafði lofað Hjeðni því, að hann skyldi komast í nefndina en eftir umræðurnar breyttu þeir þeirri ákvörðun og kusu ’fryggva í staðinn. Járnbrautarraálið er aðalmálið sem fyrir þinginu liggur. Stjórnin hefur flutt frumvarp um sjerleyfi handa fossafjelaginu „Titan“ til járnbrautarlagningar aust- ur að Kjórsá og til virkjun Urriða- foss. Ríkið leggi til einn þriðja kostnaðar en þó mest 2 miljónir af 3, sem ráðgert er að brautin kosti. Málið hefur verið til umræðu í neðri deild. Fjármálaráðherra mælti með því. Taldi hann áreiðanlegt, að járnbrautarrek9turinn myndi geta fullar rentur, og að ríkið myndi fá svo rnikla tolla og skatta af þessum rekstri, að þessar 2 milj. rnyndu fljótt endurgreiðast. Ef leggja ætti góðan veg austur þá kostaði hann samkvæmt áætlun vegamálastjóra meira en 2 miljónir og hann gæfi als engar rentur. Klemens Jónsson, sem er formaður fjelagsins, gaf all- ar upplýsingar. Kvað hann ætl- un fjelagsins að byggja öflugt orku- ver og leiða orkuna loftletðina til Reykjavíkur. Kostnaður áætlaður um 45 miljónir. Áætlað væri að 600 menn væru 3—4 ár að reisa orku- verið og væri ætlun fjelagsins að nota innlent vinnuafl eins og hægt væri. l

x

Framtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framtíðin
https://timarit.is/publication/372

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.