Vörður


Vörður - 02.08.1924, Blaðsíða 1

Vörður - 02.08.1924, Blaðsíða 1
VÖRÐUR Áfgreiðslu* Qg ig&> heimtumaButr Ásgeir Magnássöá < j kennarl, II. ár. Reykjavík 2. ágúst 1924. 30 blað. M álakenslan I alþýðu- og gagn- fræðaskölunum. Kenslumál hverrar þjóðar eru eitt af hennar inestu vandamál- um. Á því hversu vel þeim er fyr- irkomið veltur að miklu leyti bæði líkamleg og andleg heill þjóðaúna. Næst heimahúsunum á hvert barn og hver unglingur mesta gæfu sína eða ógæfu undir skólunum, en á þroska og at- gervi einstaklinganna veltur þjóð- fjelagsheillin og þjóðarþrótturinn. Nú er svo komið á voru landi, að heimilin eru ekki lengur skól- ar unglinganna; illu heilli var sá meginþáttur uppeldisins frá þeim tekinn og fenginn í höndur mönn- um, sem, þótt góðir kunna að vera í grein sinni, hafa þó engin tök á að sniða kenslnna við hæfi og þroslca allra þeirra barna, sem þeir eiga að kenna. . Hefir áður verið vikið að því hjer f blaðinu, að síðan fræðslu- lögin gengu í gildi, hafi unglinga- fræðslu í mörgum sveitum farið brakandi þrátt fyrir hinn mikla kostnað, sem þau bafa bakað þjóðinni. En að þessu skal ekki vikið i þessari grein, eins og yfirskrift hennar ber með sjer, og ekki skal heldur vikið að kenslutil- höginni og námsgreinavalinu al- ment í alþýðu- og gagnfræða- skólunum — væri þess þó full þörf og verður ef til vill gert siðar við tækifæri — heldur skal hjer að eins vikið að einu atriði skólamálanna, málakenslunni i lægri skólunum. Ýmissa ástæða vegna munu flestir telja nauðsynlegt, að eitt- hvert erlent mál sje kent í lægri skólunum, en mjög er það þó miklum vafa bundið, hvort rjett sje að hafa nokkurt erlent m&l, sem skyldunámsgrein í unglinga- eða alþýðuskólum sem starfa 1 vetur. Sá námstimi er ekki lengri en svo, að hann tæplega nægir til þess, að nemendur, ef þeir eru ekki því betur undirbúnir, verði sæmilega að sjer i þeim grein- uin, sem miklu meira varða en grautarþekking i erlendu máli, en þær greinar, sem alþýða manna öll, og raunar svokallað- ir lærðir menn líka, þurfa og eiga að vera vel færir i, er saga og tunga þjóðar vorrar, og reikn- ingur. Hinsvegar væri rjett, að gefinn væri kostur á kenslu i einu er- lendu máli, svo að þeir, sem lengra ætla að ganga á skóla- brautinni gæfist þar tækifæri til þess, að afla sjer þar þeirrar undirstöðuþekkingar sem þyrfti i málinu til þess að komast upp í efri skólanna, sem auðvitað væru að eins gagnfræðaskólarnir. Á þeim skólum, sem starfa 2—3 vetur er hinsvegar sjálfsagt að kenna eitthvert erlent mál, því með sæmilegri barnafræðslu má fyllilega vænta þess, að nem- endur geti sint því sæmilega án þess að taka ofmikinn tima frá öðrum nytsamari fræðigreinum. En þá kemur vandinn að skera úr því hvaða erlenda málið sje heillavænlegast fyrir oss að læra og ennfremur hvort að nauður reki til þess, að numið sje nema eitt erlent mál á þess- um skólum. Skal siðara atvikið fyrst at- hugað. Hingað til hefir það alment brunnið við i öllum lægri skól- unum, hvort sem þeir starfa 1, 2 eða" 3 vetur að nemendur hafa verið látnir »fúska« i 2 og jafnvel 3 máium, dönsku, ensku og jafnvel þýsku. Foreldrar og aðstandendur nemendanna hefir fundist, að um enga mentun væri að ræða hjá þeim, nema þau gætu bablað eitthvað i erlendu tungumáli og þeim helst sem flestuin. Sumir kennaranna hafa og ef til vill verið sömu skoðunar, enda þótt hæpið hafi verið, að þeir gætu kent nokkurt erlent mál svo að í lagi væri, því að eins og gefur að skilja þarf til þess mikla þekkingu í málinu. Hinir munu þó sennilega vera miklu fleiri af kennurum, sem sáu, að þessi mikla málakensla var óráð, dró altof mikinn tima frá öðrum námsgreinum og gagnið vafasamt, en þá hefir flesta vantað bein í nefið tii þess að taka fyrir kverkarnar á þess- ari heimsku og haga námsgreina- valinu eftir þyí sem þeim finst best við eiga og án tillits til hje- gómagirndar fólksins og skiln- ingsleysis á þvi hvað mentun og þekking er. Liggur í þessum efnum mikil og óbætt sök á herðum fjöl- margra kennara. Gerir sá kenn- ari ekki skyldu sína. 'sem að eins kennir vel sitt »fag« heldur á hann og líka að vinna að því að koma mentunarviðleitni al- þýðunnar inn á rjettar brautir. Nú mun svo komið, að nær þvi undantekningarlaust munu allir, sem best skyn bera á skólamál, telja sjálfsagt að, að eins eitt erlent mál sje kent í lægri skólunum en það sje skað- legt að vera að grauta i mörg- um málum því að afleiðing þess verði sú að einungis ljeleg hrafl- þekking fáist í þeim sem nem- andinn hefir lítið gagn af. í næsta blaði skal vikið að því hvaða erlent mál eigi að kenna. Setjið N ar ag miðstöðvar f hús yðar. Lang-bestu og ódýrusu miðstöðvartækin i smærri hús. unum hjer. Kaupa þeir slldina af íslenskum skipum og gefa 12—14 kr. fyrir málið (IV2 tn.). Hafa mörg íslensku skipanna komið inn eflir stulta útiveru með 500—800 mál i bræðslu. Útlit er fyrir gott verð á síld- inni er nokkuð þegar selt með allgóðnm hagnaði. Amerísku fluginenuírii- lr. Þeirra er von hingað 3—4 ágúst. — Um líkt leyti verða hjer 10—12 herskip frá Banda- rikjunum sem eiga að vera til aðstoðar llugmönnunum ef á þarf að halda. cJHs 1 J, Þorláksson & Norðmann. 1 Innlendar frjettir. Sláttur er nú víðast hvar byrjaður hjer sunnanlands fyrir 1—2 vikum og hefir nýting til þessa verið ágæt og víðasthvar hirt eftir hendinni. Grasspretta mun nokkuö misjöfn en þó mun betri en áhorfðist um tíma. Sagði Sigurður Sigurðsson ráðunautur, sem nýkomin er austan úr sveitum og nú farinn aftur vestur og norður í land, Verði, að spretta á túnum og flægiengjum austan fjalls mundi vera i meðallagi og vel það á flæðiengjum. Þó væri sú undan- antekning á, að tún upp til dala væru viða kalin til muna. Norðanlands mun grassprettur alment vera öllu betri en sunn- anlands en viða ber þó alimikið á kali þar einnig. Maimalát. Finnur Jónsson frá kjörseyri andaðist 19. júlí 82 ára gamall. Finnur heilinn var hinn merkasti maður, fræði- maður mikiil, áhugasamur um opinber mál og vildi i engu vamm sitt vita. Þann 9 júlí andaðist Jón Bergsson óðalsbóndi á Egilsstöð- um liðlega 69 ára gamall. Var hann hinn merkasti maður og einn af mestu hjeraðshöfðingj- um austur þar. ifliiilingarnlr hafa litið breiðst út enn og verið vægir; mænusóttin er hinsvegar viða, allskæð enn, en er þó talin í rjenun. Skæðust varð hún í Eyjafirði. Dóu alls 9 börn í hjer- aðinu þar af 5 á Akureyri en 22 börn og unglingar eru þar með vöðvaaflleysi, mjög mis- tnunandi mikið. Talið er, að hún hafi komið í nær því hvert einasta hús á Akureyri. Veikin mun vera í öllum landsfjórðungum, en í sumar sýslur hefir hún enn ekki kom- ist. Sóttvörnum er allvíða beitt. Læknar telja að besta ráðið gegn því, að veikin hafi hættu- leg eftirköst, sje góð loftrœsting i hýbýlum. Afliiin. Hann helst enn þá ágætur á togarana og muna menn ekki eftir slikum uppgrip- um um þetta leyti árs. Veiða þeir aðallega út af ísa- fjarðardjúpi og hefir ekki verið veitt á þeim fiskimiðum enn um þetta leyti árs og sýnist því svo að hjer sje um ný fiskimið að ræða, að mestu áður óþekt. Má i þessu sambandi geta þess, að enskur vísindamaður hefir nýlega bent á það á fundi merks vísindafjelags í Englandi, að likindi væru, að fiskur færi nú að þrjóta á grunnmiðum ná- lægt landi og væri þá eigi ann- ars kostur að fiskiveiðarnar ættu ekki að minka að mun, en leita að nýjum grunn og fiskimiðum langt út í hafi. Telur hann jafnframt sennilegt að fiskimið muni vera góð á hrygg þeim eða kambi sem ligg- ur frá íslandi til Grænlands. Styður uppgripaafli togaranna nú, á þessum slóðum, tilgátu þessa. Verð á fiski mun enn ekki hafa fallið en eftirspurn eftir þorski er lítil, en það hvað> hún ávalt vera um þetta leyli árs. Má þvi segja að útlitið sje hið glæsílegasta hvað sjávarút- veginn snertir. Síldarafli er nú ágætur fyrir Norðurlandi. Voru um síð- ustu helgi saltaðar á öllu Norð- urlandi rúmar 29 þús. tunnur, og um 12’/a þús. tn. höfðu verið kryddaðar. Auk þess hafði mjög mikið veiðst af síld í bræðslu. Norðmenn hafa yfir að ráða flestum síldarbræðsluverksmiðj- Stuttstafaskálchð. (Eftirfarandi vísu fann Vörð- ur á götu úti og þótti rjett að koma henni til rjetts viðtak- anda). Vammir sannar aumum óm enn i svanna minni, »manninn« svinni í rimi, — róm rír í sinnis inni. Utan úr heimi. liUiidiinafuuduriim. Full- trúar 10 þjóða sitja nú í Lund- únum og ræða um skaðabóta- málið og afstöðu Bandamanna til Þjóðverja. Meðal þessara manna sitja fundinn Mac Donald, enski stjórnarformaðurinn, Harriot eít- irmaður Poincare og Theunis forsætisráðherra Belgja. Bandaríkin hafa einnig sent menn á fund þenna en beinn þátttakandi eru þau þó eigi. Pjóðverjar hafa ekki enu sent fulllrúa þangað vegna mótstöðu Frakka sem rjeru að því öllum áruin, að þeim leyfðist það ekki en talið er þó að endirinn verði sá, að þeir fái að senda menn þangað til skrafs og ráðagerða. Margir gerðu sjer miklar von- ir um ráðstefnu þessa og hjeldu að nú yrði komist að fastri og öruggri niðurstöðu um þessi miklu vandamál, en því miður virðast þær vonir ekki ætla að rætast.1 Stendur alt enn í sömu spor- um og samkomulag ekki feng- ist um neitt sem máli skiftir. Er Herriot hinn örðugasti og vill ekki að Frakkar sleppi af- skiftum af Ruhr, á hann enda örðuga aðstöðuna, því að fylgi hans heima fyrir er veikt og Poincare er enn þá fylgismikill og hans slefna, þótt láta yrði af stjórn i bili. Má eins vel búast við því að ráðstefna þessi vecði gagnslaus sem þær fyrri. t ráði er að Bandaríkin veiti Þjóðverjum stórt lán, en bund- iö mun það þó þeim skilyrðum að samþyktar verði tillögur, sjer- fræðinganefndarinnar i öllum aðalatriðum. I

x

Vörður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.